Morgunblaðið - 10.05.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.05.1989, Qupperneq 18
18 eseL IAfi. ,()f }liJ£>AOl)Mí7«31fí! MfHAJJflilUiWDM ‘""mÓRGUNBLAÐÍð’ mÍÐVIKUDÁgÚR 10. MAÍ 1989 Morgunblaðið/Þorkell Þjónustuíbúðir aldraða Framkvæmdum miðar vel við þjónustuíbúðir aldraða, heilsugæslu- stöð og bifreiðageymslu, sem verið er að reysa á homi Vestur- götu og Garðarstrætis, að sögn Davíðs Oddssonar borgarsljóra. Búið er að selja 23 af 27 ibúðum í húsinu og er stefht að af- hendingu þeirra í ágúst næstkomandi. Eins og sést á myndinni er lang komið með að gleija gróðurskála á þeirri hlið hússins er snýr frá götunni. Opið bréf til bæjar- stjórnar Kópavoffs frá þremur fyrrverandi bæjarfiilltrúum Við sem ritum nöfn okkar undir þetta skjal eigum það sameiginlegt að hafa setið í bæjarstjórn Kópa- vogs á því kjörtímabili, sem lauk á árinu 1974 og stóðum að því sam- komulagi milli sveitarfélaganna Kópavogs og Reykjavíkur, sem fjallar aðallega um bæjarmörk, skiptum á löndum og lagningu Fossvogsbrautar, er veldur nú all harðri deilu þessara aðila. Okkur þykir að nú sé komið í slíkt óefni hvað varðar samskipti þessara ná- granna, að við svo búið megi ekki lengur standa. Hugmyndir um lagningu Foss- vogsbrautar hafa tekið miklum breytingum frá því hún kom fyrst á dagskrá. Þegar bæjarstjórn Kópavogs samþykkti lagningu hennar fyrir sitt leyti 1964 töluðu menn um Fossvogsdalinn eins og hveija aðra mýri, sem ekki væri svo illa fallin til skógræktar, en laðaði ekki til sín að öðru leyti. En nú er öldin önnur. Eftir því sem árin líða eykst skilningur á þörf borgarbúans til útivistar og hreyfingar og nú virð- ast menn mæna á Fossvogsdalinn AEG WíriUbOB AEG AEG STRAUJÁRN DB 112 AEG ÖRBYLGJUOFN MC112 ‘ AEG UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 428 U-W ypug msop. AEG PÚSSIKUBBUR VS 130 AEG HJÓLSÖG HKS65A ’AÐúR__12*996* RAFHLOÐUBOR- VÉL ABS13 RL AEG LIMGERÐIS- KLIPPUR HES 65 B _R Æ Ð U R N I R ORMSSON HF Lágmúli 9 E3 8760 128 Reykjavík SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND AFKOST ENDING GÆÐI sem æskilegan griðastað íbúa beggja sveitarfélaganna til þessara nota. En hér þarf að fleiru að gæta, þjóð sem á önnur eins ósköp af bílum og við íslendingar þarf rúm- gott vegakerfi, undan því verður ekki vikist. Við skipulagsvinnu þarf því að leitast við að samræma þessi sjónarmið. II. Þegar við vorum að fjalla um þessi mál 1973 þá gerðum við okk- ur öll grein fyrir því að við vorum að fjalla um sameiginleg mál þess- ara tveggja sveitarfélaga, Kópa- vogs og Reykjavíkur, þau áttu þennan dal sameiginlega og að hagsmunir íbúanna voru þeir sömu hvoru megin við bæjarmörkin sem þeir bjuggu. Á okkur, fulltrúum þessa fólks, hvíldi sú skylda að leiða málið til lykta á sem farsælastan veg fyrir alla aðila. Það var samdóma álit allra sem að þessum málum unnu að gera þyrfti víðtæka úttekt á umferða- kerfi höfuðborgarsvæðisins og meta síðan þörf Fossvogsbrautar út frá niðurstöðum þeirrar könnunar. Því miður hefur þessi könnun ekki farið fram og er það kannske að hiuta orsök þess vanda, sem menn standa nú frammi fyrir. Það er þó ekki næg afsökun fyrir því jafnvægisleysi, sem ráðamenn beggja sveitarfélaganna gera sig seka um í dag. Það skal tekið fram að í þessum viðræðum fóru skoðanaskipti fram í miklu bróðerni þó stundum væru verulega skiptar skoðanir. Allir gerðu sér ljóst að þessi tvö ná- grannasveitarfélög gátu haft veru- legra hagsmuna að gæta um sam- Samið við lög- reglumenn KJARASAMNINGAR hafa tekist við Landssamband lögreglu- manna, en Landssambandið neit- aði að skrifa undir samninga með aðildarfélögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á dög- um vegna þess sem þeir töldu vera vanefhdir ríkisins á fyrri samningi. Lögreglumenn afsöluðu sér verk- fallsrétti gegnt ákveðnum reglum um viðmiðanir um kaup og kjör. Samningurinn sem nú hefur verið gerður er samhljóða BSRB samn- ingnum, auk þess sem settar hafa verið skýrari reglur um hvernig staðið skuli að framkvæmd þessara viðmiðana. Viðmiðunarhópurinn er sá sami og áður, félög BSRB, BHMR, Kennarasamband íslands og Samband bankamanna. Útreikn- ingar skulu liggja fyrir tvisvar á ári og ef svo er ekki hækka laun lögreglumanna um 3%, sem síðan verður leiðrétt þegar viðkomandi útreikningar liggja fyrir. Leiðrétting LOK setningar og upphaf þeirr- ar næstu féll því miður niður í ávarpi Sigmundar Guðbjarna- sonar í blaðinu í gær. — Réttur er viðkomandi kafli þannig: „Vænta má að um 50 þúsund bílar færu um Fossvogsbraut á dag og gæfu þeir frá sér 2.500 kg eða 2,5 tonn af kolmónoxíði á dag árið um kring. Þótt bílafjöldinn væri ekki nema 30 þúsund á dag, eins og sérfræðingur Reykjavíkurborgar áætlar, þá gæfu þeir frá sér 1,5 tonn af hreinu kolmónoxíði á dag eða 1.200 rúmmetra." Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.