Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10: MAÍ 1989 Tölvuháskóli VÍ: Fyrstu nemend- urnir útskrifast FYRSTU nemendur úr Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands útskrif- ast í lok maímánaðar. AIls munu um 20 nemendur útskrifast, en fyrir hálfú öðru ári, í ársbyijun 1988, settust 46 nemendur á skóla- bekk í Tölvuháskóla VÍ. Frá áramótum hafa nemendur unnið að viðamiklum lokaverkefn- um, sem gefa tíu einingar, að sögn Nikulásar Hall, kennslustjóra Tölvuháskólans. Verkefnunum verður skilað inn næstkomandi föstudag og lokapróf fara síðan fram í næstu viku. Námið er þriggja anna nám og er krafíst stúdentsprófs, helst af viðskipta- eða hagfræðibrautum, af þeim sem fá inngöngu. Eftir að hafa lokið námi frá Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands, eiga við- komandi einstaklingar að geta tekið að sér vinnu við alla hugbúnaðar- gerð. Auk þess eiga þeír að geta haft með höndum skipulagningu og framkvæmd tölvuvæðingar í fyrir- tælqum, að sögn Nikulásar. „Ég hef trú á því að mörg fyrirtæki hérlendis séu komin með tölvur, en hafí ekki kunnáttumenn á sínum snærum, sem einnig þekkja til bók- færslu og annarra skyldra greina," sagði Nikulás. Stýrimannaskólinn: Fá ekki full réttindi leysist verkfellið ekki ÞRÍR kennarar við Stýrimannaskólann í Reykjavík eru í verkfalli en þeir kenna þar íslensku, siglingareglur og stærðfræði, að sögn Guðjóns Armanns Eyjólfssonar skólastjóra. Samkvæmt lögum frá árinu 1972 og prófreglugerð frá 1986 þurfa nemendur skólans hins vegar að hafa lokið prófúm í þessum fögum til að fá fúll skipsfjómarréttindi, að sögn Guðjóns. Ef verkfellið leysist ekki á næstunni þurfi þeir því að taka próf í þeim síðar. Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið að vegna verkfallsins hefði prófum í íslensku á 1., 2. og 3. stigi og siglingareglum á 1. stigi verið frestað framyfír hvítasunnu. Hann sagði að áformað væri að prófum í skólanum lyki 17. maí og honum yrði slitið 19. maí næst- komandi. „Nemendumir fá viður- kenningu á þeim prófum sem þeir hafa lokið en það er ekki mitt að segja til um hvert framhaldið verð- ur,“ sagði Guðjón Ármann Eyjólfs- son. VEÐURYFIRUT Á HÁDEGI í DAG ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi í gegnum gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfír að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma StaAur Akureyri kl. 18 Reykjavík kl. 18 hltl 7 4 veður skýjað skýjað Bergen Helsinki 10 rigning Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk 10 skýjað Osló 15 skýjað Stokkhólmur Þórshöfn 10 skýjað Aþena 22 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Berlin 13 skýjað Belgrad 20 skýjað Brússel Frankfurt 13 skýjað Staður hitl veður Genf 20 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Kaíró 27 heiðskírt Kanarí 23 heiðskírt London 12 skýjað Madrid 22 léttskýjað Malaga 22 heiöskírt Mallorca 22 léttskýjað Marseille 20 léttskýjað Moskva 12 skýjað París 20 skýjað Prag 18 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Varsjá 15 rigning Vín 18 skýjað Zúrich 20 léttskýjað |1||> » $&; igy: W& & 1 W \ §■■ ™ Matvælasýningunni lýkur á föstudag GÓÐ aðsókn hefúr verið að matvælasýníngunni Icefood '89, sem nú stendur yfir í Laugardals- höll, á þeim tíma sem hún er opin fólki úr við- skiptalífinu. Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar, sem er í forsvari fyrir íslenzku deildina á sýning- unni, er sýningin ekki eingöngu ætluð aðilum úr viðskiptalífinu, heldur sé hún ekki sist ætluð til þess að gefe almenningi kost á að kynna sér og bragða á alls konar matvælum, sælgæti og drykkjarvörum, auk þess sem hægt sé að fe keyptar vörur með afslætti. Sagði Bjarni að aðsókn almennings hefði verið minni en menn vonuðust eftir. Sýningin er opin frá kl. 18-22 fyrir almenning, og er aðgangseyrir 400 kr. fyrir fúllorðna og 200 kr. fyrir 4-12 ára böm, en aðgangur er ókeypis fyrir yngri böm í fylgd með fúllorðnum. Matvælasýningunni lýkur næst- komandi föstudag. Kennarar vinna af sér hluta sumarsins með lengri vinnu- tíma að vetrinum: Laun yfir sumarmánuð- ina greidd í verkfalli? STANDI verkfall kennara í Hinu íslenska kennarafélagi til næstu mánaðamóta, hafa kennarar tapað sem nemur rúmum hálfúm mánað- arlaunum af þeim greiðslum sem þeir fe yfir sumarmánuðina, en í kjarasamningum kennara em ákvæði um að þeir vinni af sér hluta sumarsins að vetrinum meðan skólinn stendur yfir. Auk þess eiga kennarar, eins og aðrir launþegar, sitt orlof, og jafeframt er hluti sumarsins áætlaður til endurmenntunar. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvemig staðið verður að launagreiðslum til kennara standi verkfall ennþá um næstu mánaða- mót, en fremur er gert ráð fyrir því að þeir fái greiddan þann hluta sumarsins, sem þeir hafa unnið af sér á skólatíma í vetur áður en verkfall hófst. Ef samanburður er tekinn af kennara sem hætti störf- um 6. apríl, daginn sem verkfall hófst, þá ætti hann rétt á uppgjöri sem næmi 1,4 mánaðarlaunum eða sem jafngildir launum fyrir júní- mánuð og fram til 13. júlí, sam- kvæmt upplýsingum launadeildar fjármálaráðuneytisins. Þetta er uppgjör fyrir sumarhluta launa og orlof, ef kennari hefur verið ráðinn frá 1. ágúst, sem er algengast. Kennarar fá einnig greidda stíla- peninga í júní, sem greiddir eru eftir að hverri skólaönn er lokið. Þeir eru sex klukkustundir á vetri fyrir hvem nemanda í skóla eða þijár klukkustundir á vorönn. Þeim er skipt eftir ákvörðun hvers skóla í samræmi við hvað kennarar þurfa að leggja fyrir mikið af verkefnum. Eng'in útskrift ef verkfall- ið leysist ekki á næstunni segir skólameistari Vélskólans „SEX af saufján kennurum við Vélskólann eru í verkfelli og ef það leysist ekki á næstunni verð- ur engin útskrift hér í vor,“ sagði Andrés Guðjónsson, skóla- meistari, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að 16 nem- endur á 4. stigi ættu að útskrif- ast í vor. Menntamálaráðuneytið þyrfti að ákveða hvort þeir þyrftu að fara aftur í skólann tÚ að ijúka prófem ef verkfallið drægist á langinn. Andrés sagði að 1 verkfalli væm 3 tæknifræðingar, 2 tungumála- kennarar og 1 verkfræðingur. „Það átti að útskrifa nemenduma 20. maí næstkomandi en ef verk- fallið leysist strax höfum við í mesta lagi þrjár vikur til að ljúka kennslu og prófum," sagði Andrés. Hann sagði að hins vegar væri stefnt að því að ljúka prófum í Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri segir að þetta komi sér mjög illa nú, en venjan sé að styrkirnir séu greiddir jafnóðum og greiðslur berist frá ríkinu. „Annað sem menn óttast nú vegna verkfallsins er að ekki hefur verið hægt að fá fræ þessari viku og margir nemend- anna væm nú þegar búnir að ráða sig í skiprúm. og sáðkom vegna verkfalls nátt- úmfræðinga í fræeftirliti hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, en það getur komið sér mjög illa í sambandi við ýmsa ræktun hjá bændum." Búnaðarfélag íslands: Jarðræktarstyrkir ekki greiddir vegna verkfalls BÚNAÐARFÉLAG íslands hefer ekki getað gengið frá greiðslu jarðræktarstyrkja til bænda undanfarið vegna verkfails ráðunauta hjá BÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.