Morgunblaðið - 10.05.1989, Side 39

Morgunblaðið - 10.05.1989, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 39 sem hafa hlotið verðskuldaða at- hygli í fjarlægum löndum. Starfið nú hvílir á þeim trausta grunni sem Axel Eyjólfsson lagði. Merku ævi- starfi er lokið en merkin um dugn- að og elju eru glögg. Ég sem þessar línur rita á ekki kost á að vera við útför míns gamla læriföður vegna starfa í öðru landi, en hugur minn nú er við þau ár er ég átti í skjóli hans. Fyrir þann tíma vil ég þakka. Ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Tryggvi Þór Aðalsteinsson Okkur langar að minnast með nokkrum línum félaga okkar og lærimeistara Axels Eyjólfssonar húsgagnasmíðameistara, en hann lést þann 27. apríl síðastliðinn. Axel fæddist 23. mars árið 1911 að Bessastöðum á Álftanesi en ætt- aður var hann frá Saurbæ á Kjalar- nesi. Foreldrar hans voru Eyjólfur Eyjólfsson bóndi þar og kona hans, Sigríður Loftsdóttir. Föður sinn missir Axel þegar hann er 9 ára gamall og elst upp eftir það að mestu hjá séra Halldóri Jónssyni að Reynivöllum í Kjós. Dvelur hann þar fram undir tvítugs aldur. Var þetta eitt af mestu menningar- heimilum sveitarinnar og talaði Axel einkar hlýtt um séra Halldór og veru sína þar. Hugur hans mun ekki hafa beinst til búskapar en þó æxlaðist það þannig að hann útskrifaðist bú- fræðingur frá Hvanneyri árið 1933 og reisti nýbýlið Dalsmynni í Saur- bæjarlandi og bjó þar 1931—1934. Eftir þetta flytur hann til Akraness og lýkur þar trésmíðanámi hjá Árna Árnasyni móðurbróður sínum. Á Akranesi er Axel búsettur frá 1935—1946 og stofnar þar sitt eig- ið fyrirtæki 1937. Á þessum Akranesárum sínum var Axel mjög virkur félagi í starfi Sósíalistaflokksins og voru flestir fundir flokksins haldnir á heimili hans. Var hann varabæjarfulltrúi flokksins árið 1946 eða síðasta árið sem hann er búsettur á Akranesi. Hinn 10. apríl 1937 kvæntist Axel Huldu Ásgeirsdóttur ættaðri frá Bíldudal. Börn þeirra eru Jakobína, fædd 21. janúar 1937, tónlistar- kennari, Eyjólfur, fæddur 20. nóv- ember 1940, húsgagnasmíðameist- ari, Sigurður, fæddur 10. september 1944, dáinn 7. júlí 1946, Sigríður, fædd 7. september 1946, innan- hússarkitekt, búsett í Danmörku, og Þórður, fæddur 12. júlí 1948, innanhússarkitekt. Barnabömin eru orðin 13 og lét Axel sér ætíð annt um hag þeirra. Hulda og Axel slitu samvistir. Axel kvæntist aftur 1958 Elínu Jónasdóttur og eignuðust þau einn son, Matthías, fæddan 1958, bif- vélavirkja í Reykjavík. Elín og Axel slitu samvistir. Axel var mjög kröfuharður við sjálfan sig og aðra, það var því eftirsóknarvert ungum mönnum að komast í húsgagnasmíðanám hjá FYRSTA FLOKKS BANKAÁBYRGÐIR Áhættufé - Fasteignaviðskipti - Fjármögnun viðskipta - Bankaábyrgöir og aðstoð við ábyrgðir vegna hvers kyns framkvæmdaáætlana. . Enginumboðslaunfyrrenfé erfengið. Miðlarar eru verndaðir. UMBOÐSMANN þarf til að skapa tengsl fyrir okkur til að framkvæma fjár- mögnun. Vinsamlegast skrifið til okkar á ensku. VENTURE CAPITAL CONSULTANTS Investment Bankers 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, California 91436, U.S.A. Telex: 651 355 Vencap LSA Faxnr.:(818) 905-1698 Sími: (818) 789-0422 honum, það var ekki einungis að þeir nemar sem útskrifuðust frá honum tækju góð próf heldur lærðu þeir einnig að ástunda stundvísi, því Axel var jafnan fýrstur til vinnu og síðastur út að kveldi. Það ein- kenndi Axel mjög krafa hans um vönduð vinnubrögð enda þóttu hús- gögn frá honum jafnan vönduð og traust. Axel hafði mikinn áhuga á hönnun húsgagna, sem og öðrum listum, auk þess sem hann var hug- myndaríkur um nýjungar í ýmsum útfærslum sem framleiðslan kallaði á og leiddi það til þess að hann fékk einkaleyfi á nokkrum slíkum hugmyndum. Það er á engan hallað að telja • Axel frumheija hér á landi í fram- leiðslu nýtískulegra húsgagna, en það var um 1950 sem einkenni þess sáust. Til þess að ná þeim góða árangri í fjöldaframleiðslu hús- gagna sem Axel náði, var hann sívakandi fyrir þeirri þróun sem alltaf á sér stað í smíði trésmíða- véla, hann var alltaf með þeim fyrstu að tileinka sér þær nýjungar og hefur það haldið áfram í fyrir- tækinu eftir að hann lét þar af stjórn 1981 og synir hans, Eyjólfur og Þórður, tóku við. Það hefur ver- ið ánægjulegt að fylgjast með þróun fyrirtækisins Axis síðan og er hún vissulega í anda brautryðjandans. Axel hafði fleiri áhugamál en vinn- una, hann hafði mikið yndi af hest- um og átti hesta allt til 1975, en þá nokkru áður þurfti hann að fella sinn besta hest, Hóla-Blesa frá Vestur-Hópi, fannst honum enginn hestur geta komið í hans stað. Það voru góðar stundir þegar Axel bauð á hestbak og riðið var inn í Heið- mörk á björtu vorkvöldi og tíminn stóð í stað og fuglarnir hlustuðu á söng ferðalanganna, en Axel hafði góða söngrödd og naut þess að taka lagið í góðra vina hóp. Þó að Axel væri róttækur í skoðunum hirti hann ekki um hátíðarhöld 1. maí, til þess hafði hann of mikla löngun til stangveiði, en það var í mörg ár að hann fór með vinnufélögum til silungsveiða í Meðalfellsvatni 1. maí, en þann dag má jafnan heija veiði í vötnum. Axel var einnig góður laxveiðimaður. Frá 1969 bjó Axel með Elínu Sigurðardóttur, var samband þeirra byggt á gagnkvæmu trausti og reyndist Elín honum traustur vinur, ekki síst eftir að heilsu hans tók að hraka. Axel þurfti að dveljast síðustu 5 árin á sjúkradeild Grund- ar. Við sem þessar línur skrifum, vitum að Axel kveður þennan heim með bros á vör, þannig var hann alltaf þegar hann var ánægður. Hann var ánægður með dagsverkið, en ánægðastur var hann að sjá fyr- irtækið sem hann stofnaði á Akra- nesi 1937 vera enn að vaxa. Við lærisveinar hans kveðjum hann með virðingu. Útför Axels fer fram frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Þorkell Gunnar Guðmundsson, Sverrir Hallgrímsson. Pökkunar- límbönd ÁRVÍK ARMÚLI 1 -REYKJAVlK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295 Þroskahjálp: Fundur um þjálíun hreyfihamlaðm Ingibjörg Auðunsdóttir flytur erindi um Petö-æfingakerfið og segir frá þjálfún sonar síns. Landssamtökin Þroskahjálp gangast fyrir fundi um þjálfún hreyfihamlaðra barna í Norr- æna húsinu í kvöld, miðviku- dagskvöld. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Á fundinum flytur Ingibjörg Auðunsdóttir, kennari, erindi um Petö-æfingakerfið svokallaða og segir hún þar frá þjálfun sonar síns við Petö-stofnunina í Buda- pest. Æfingakerfi þetta sem kennt er við upphafsmann þess, Andreas Petö, er einkum ætlað börnum, sem orðið hafa fyrir skaða á heila eða miðtaugakerfi og hefur því verið beitt með góð- um árangri í um 40 ár, segir í fréttatilkynningu frá Þroskahjálp. Petö-stofnunin er miðstöð fyrir þjálfun og menntun þessara barna, en menntar jafnframt leið- beinendur þeirra eða þjálfara. Petö-þjálfarinn hlýtur fjögurra ára samhæfða menntun á sviði sjúkraþjálfunar, hjúkrunar, kennslu, talkennslu og sálfræði. Stofnunin er fyrst og fremst ætluð Ungveijum, en hefur tekið erlend börn frá mörgum þjóðlöndum. Sonur Ingibjargar er fyrsta íslenska barnið, sem nýtur þjálf- unar við Petö-stofnunina. Fundurinn er öllum opinn, en á sérstakt erindi til fagfólks og for- eldta fatlaðra barna. Fréttatilkynning ÍTÖLSK GLÆSIHÖNNUN Ertu aö hugleiða kaup á þvottavél, kæliskáp eöa örbylgjuoini? Þá liggur beint viö að skoða CANDY-línuna, seni er í senn glæsiieg og á góöu veröi. Þvottavélar: 3 kg. vél kr. 37.900 stgr. og kr. 39.900 m.afb. 5 kg. vél kr. 45.980 stgr. og kr. 48.400 m.afb. 5 kg. vél með þurrkara (Alice) kr. 56.430 stgr. og kr. 59.400 m.afb. Uppþvottavélar: Kr. 43.600 stgr. og kr. 45.900 m.afb. Kæliskápar: Margar gerðir frá kr. 28.400 til 59.900 stgr. Örbylgjuofnar: Frá kr. 22.700 til kr. 36.955 stgr. IMI Borgartúni 20 og Kringlunni og umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.