Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR ÍO. MAÍ Í989 45 Stykkishólmur: Hátíðarhöld á degi aldraðra ^ Stykkishólmi. Á DEGI aldraðra var efnt tíl samfagnaðar í Stykkishólmi. Var ‘ hann haldinn í dvalarheimilinu, þar sem margir eldri borgarar í Stykkishólmi voru mættir. Þessir hringdu ... Góð grein um EB J.M. hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða grein sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. maí og er eftir Norðmanninn Kristen Nygaard. Þessi grein er gott framlag í umræðuna um Evrópubandalagið en hún hefur verið allt of lítil hér á landi. Þó t.d. Morgunblaðið hafí birt margar greinar og fréttaskýr- ingar sem tengjast Evrópubanda- laginu virðist það ekki hafa kom- ið af stað miklum umræðum í þjóðfélaginu og ég helda að al- menningur geri sér ekki grein fyrir þreirri þróun sem nú á sér stað í Evrópu. Þýðing Evrópu- bandalagsins verður sífellt þyngri á metunum, jafnt fyrir þjóðir sem eru innan þess og þjóðir er kjósa að vera fyrir utan. Margt sem Nygaard skrifar um Noreg í grein sinni á einnig við um ísland. Ég vona að Morgunblaðið birti fleiri greinar um þetta efni því það er áríðandi að almenningur fylgist með þeirri þróun sem á sér stað í Evrópu með auknum áhrifum Evrópubandalagsins." Hugtök á aðalfundum Fundamaður hringdi: „Þúsundir landsmanna fara á aðalfundi fyrirtækja og stofnana á hveiju ári og eiga að ræða um ársreikninga. En margir, og ég held allt of margir, hafa ekki inn- sýn í öll þau hugtök sem stjóm- endur nota við skýringar og sem fram koma í reikningum. T.d. hvað er veltufjárhlutfall? Eigið fé? Skuldbreyting? Matsreikngur o.s. frv. Og enginn kann við að spyija um þýðingu þessara orða. Ég held að það væri verðugt verkefni fyr- ir fjármálaráðuneytið eða áhugas- ama útgefendur að gefa út hand- bók með hugtökum og almennum skýringum á ársreiknigum með uppfærsludæmum. “ Skyggni Ljósblátt skyggni af regnhlífar- kerru tapaðist föstudag 28. apríl á homi Þorragötu og Reykjavík- urvegar í Skeijafírði eða fyrir fyr- ir utan Miðleiti 3. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 17548. BMX hjól Svart BMX reiðhjól með gulum sætum og dekkjum hvarf fyrir þrem vikum síðan. Ef einhver hefur fundið það er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 611531. Erfðagripur Nokkuð stór, gömul gyllt víravirkisnæla tapaðist sl. mið- vikudag í Þingholtunum eða í Miðbænum. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 12379. Bamahjól Lítið nýlegt bamahjól fannst í Neðra-Breiðholti fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 74053. Aldraðir og bærinn sáu um fagn- aðinn. Hófst hann með helgistund sem sóknarpresturinn Gísli H. Kol- beins annaðist. Þá söng kirkjukór- leg kaffidrykkja og'rabbað saman undir borðum. Þótti stundin takast mjög vel og allir sem tóku þátt í henni bæði ánægðir og þakklátir. — Arni inn nokkur lög, síðan var sameigin- FO ISL AN D Aðalfundur * Form Islond verður haldinn á Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 11. maí kl. 16.45. Að lolrnum aðalfundarstörfum kl. 17.30 mun Ástþór Ragnarsson, iðnhönnuður, flytja erindi um alþjóðlega starfsemi hönnuða. Allir átiugamenn um hönnun velkomnir. I tilefni af formlegri opnun Bernhöftstorfu bjóðum við 15 % afslátt af öllum kaffi og matarveitingum í dag Endurheimt hins fagra máls Restaurant Til Velvakanda. Til þess að endurheimta fagurt og þróttmikið tungutak, þarf að beina huga til réttrar áttar. í Morg- unbiaðinu 1. mars var greinin Mál- rækt. Þar mátti sjá þessa athyglis- verðu setningu: „Aðeins guðirnir tala fullkomið mál og þá án orða.“ Skemmtilegt var að sjá hér talað um guði í sambandi við fagurt málfar. í fyrsta lagi er hér fullyrt, að guðir séu til, í öðru lagi að guð- ir hafi fullkomið málfar og í þriðja lagi að þeir tali íslenskt mál, því höfundur er einmitt að ræða um íslensku og vemdun hennar og fegr- un. Hér er verið á réttri skilnings- leið, því vitneskja um guði og fegr- un tungumáls mun fara saman. Höfundi greinarinnar, Ólafí M. Jóhannessyni, ber þannig saman við skoðanir dr. Helga Pjeturss, sem áleit íslenskuna vera frá guðum komna með nokkrum hætti, og væri því skyld máli guðanna. Hann áleit þessa guði vera íbúa annars hnattar, á fjarlægu geimsvæði, og hefðu forverar Islendinga öðlast þetta fullkomna og fagra mál, nor- rænuna (undanfara íslenskunnar) vegna náins sambands, fjarsam- bands, við þessa guðlegu þjóð ann- ars hnattar, sem þeir kölluðu Æsi. Hefðum við raunar ekki aðeins hlot- ið tungumál þeirra í nokkrum mæli, heldur einnig ýmsa aðra góða kosti svo sem líkamlega hreysti og mann- vit meira en af var að segja meðal annarra þjóða eða annarra fólkætta á þeim tíma. Og þessum góðu eigin- ieikum héldum við íslendingar, uns við lögðum niður þetta nauðsynlega guðasamband, en tókum upp annað framandi, sem aldrei varð okkur eins nátengt og hið fyrra hafði ver- ið. Höfundur Málræktar-greinarinn- ar virðist álíta, samkvæmt framan- greindri tilvitnun í ritgerð hans, að guðirnir tali án orða. Hér hygg ég, að ekki sé rétt á málum haldið. Mál manna er ekki mál án orða, og það hlýtur einnig að gilda um mál guðanna. Mál þeirra hlýtur að byggjast á orðum, annað væri ekki rökrétt að minni hyggju. Til þess nú að fegra og full- komna mál okkar, íslenskuna, þá má alveg víst telja, að aðeins eitt væri óbrigðult og árangursríkt, en það væri að leita aftur bættra líf- og vitsambanda við hinar guðlegu verur, þær sem fyrrum áttu sinn mikla þátt í að lyfta þjóðmenningu okkar á það stig, að ekki var of- mælt, að hér á íslandi hafí þá verið vaxtarbroddur mannkynsins. Þvi stigi mætti aftur ná, ef nægur vilji nógu margra væri fyrir hendi, því nú má vita, hvemig að skuli fara og hvers með þarf til þess, að slíkt samband megi aftur eflast. Ingvar Agnarsson Bernhöftstorfu, sími 14430 KALT VAX NÚTÍMA HÁREYÐING Ekkert sull, engin fyrirhöf n, aðeins eitt handtak. Útsölustaðir: Topptískan, Aðalstræti 9 - Hygea, Austurstræti 16 - Stella, Bankastræti 3 - Hygea, Laugavegi 35 - Brá, Laugavegi 72 - Ingólfsapótek, Kringlunni - Breiðholtsapótek, Mjódd - Nana, Völvufelli og Hólagarði - Keflavíkurapótek - Kaupf. Skagfirðinga - Kaupf. Eyfirðinga - Húsavíkurapótek - Vestmannaeyjaapótek - Vörusalan, Akureyri. Tvaer stærðir: 1) Stærri gerð fyrir t.d. fótleggi. 2) Minni gerð fyrir t.d. andlit eða bikinilínu. Kalt vax fjarlægir óæskileg líkamshár. Eitt handtak og öll hárin hverfa. Allt sem til þarf er tilbúið á einum renningi. Ekkert sull, engin fyrirhöfn, aðeins eitt handtak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.