Morgunblaðið - 10.05.1989, Page 5

Morgunblaðið - 10.05.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 5 Útskrifltar- nemarutan Útskriftarnemar í fimm fram- haldsskólum borgarinnar eru staðráðnir í að fara í útskriftar- ferðir sínar nú í maí þrátt fyrir óvissuna um endalok verkfalls kennara þeirra. í bréfi sem nem- arnir hafa skrifað Svavari Gests- syni menntamálaráðherra um þessa ákvörðun sína segja þeir m.a. að menntamálaráðuneytið taki ekki nægilega mikið tillit til þeirrar vinnu sem að baki þessum ferðum liggur. Bréfið er undirritað af fulltrúum nemenda í Verslunarskólanum, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum við Sund, Pjöl- brautarskólanum í Breiðholti og Kvennaskólanum. í því segir að nem- endurnir standi nú frammi fyrir því að þurfa að gefa ferðaskrifstofum ákveðin svör varðandi utanferðir sínar í vor. Þeir hafí þurft að Ieggja út tugi milljóna króna sem reynast óendurkræfar verði ekki farið. Því hafí sú ákvörðun verið tekin að standa við upphaflegar ferðaáætlanir en ferðirnar verða farnar á tímabilinu 22.-30. maí. Nemendurnir vænta þess að menntamálaráðherra taki fullt tillit til þessarar ákvörðunar og sýni henni skilning. Flugleiðir: Deildarstjór- inn stakk upp áDísar- nöfiiunum „HUGMYNDINA að _ nafni nýju flugvélarinnar átti Ólafiir Mar- teinsson, deildarstjóri í skoðunar- deild, en hann lagði til að allar nýju vélarnar fímm hétu kven- mannsnöfnum og nöfii þeirra allra munu enda á -dís,“ sagði Einar Sigurðsson, fréttafiilltrúi Flug- leiða. Nýja 737-400 flugyél Flugleiða, sem kom til landsins á laugardag, hefur hlotið nafnið Aldís. „Á árs- hátíð Flugleiða í vetur var komið á beinu símasambandi við eftirlits- mann Flugleiða í Seattle, Ólaf Mar- teinsson. Hann spjallaði við Sigurð Helgason forstjóra um nýju vélamar og stakk upp á að þær fengju falleg, íslensk kvenmannsnöfn. Hann stakk upp á nöfnum sem enda á -dís og nafni fyrstu vélarinnar, Aldís. Það er þegar búið að velja nafn á næstu vél, sem kemur í lok mánaðarins." Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, gaf Aldísi nafn við komuna til landsins á sunnudag. „Við ákváð- um að nota ekki kampavín við skímina, þar sem það er erlendur siður, heldur var vélin ausin vatni úr höfuðfljótum landsfjórðunganna, Hvítá í Borgarfírði, Jökulsá á Fjöll- um, Lagarfljóti og Þjórsá. Með því vildum við líka leggja áherslu á að vélin flýgur í nafni þjóðarinnar allr- ar,“ sagði Einar. Millilandavélar Flugleiða hafa hingað til borið nöfn, sem enda á -fari, svo sem Heimfari og Dagfari. „í tíð Flugfélags íslands hétu vélarn- ar nöfnum sem enduðu á -faxi og Loftleiðir notuðu nöfn landnáms- manna. Þar á meðal var Guðrún Þorbjarnardóttir, svo þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugvélar fá kven- mannsnöfn," sagði Einar Sigurðsson. Siglufiörður: Fyrsta rækjan til Sigluness SIGLUNES hf., sem tekið hefiir á leigu eignir Sigló hf., hefur fengið fyrstu rækjuna, 20 tonn. Rækjan var sett í geymslu og er búist við að vinnsla hefjist í þess- ari viku en þá byijar Þórður Jónas- son rækjuveiðar fyrir Siglunes hf. n\j HEFUR STAÐGREÐSLU AF LAUNATEKJUM ÞÍNUM VERÐ SKILAÐ? Hafi launagreiðandi ekki staðið skil á staðgreiðslu sem hann hefur dregið aflaunum kemur full álagning á launamann til innheimtu. Staðgreiðsla launamanns er bráðabirgðagreiðsla tekju- skatts og útsvars og dregst frá við álagningu opinberra gjalda. Ef um vanskil á stað- greiðslu er að ræða af hálfu launagreiðanda koma full álögð opinber gjöld til inn- heimtu, nema leiðrétting hafi fariðfram áður. Nú hafa verið send til allra launamanna yfirlit yfir afdregna staðgreiðslu af launatekjum þeirra á árinu 1988. Yfirlitið er byggt á skil- um launagreiðenda á af- dreginni staðgreiðslu launa- mannatil innheimtumanna. >oJ '*09 r^lRT&IO HF í/l , 0s HyTtHr % 'I‘OS ^FIIRt^'O Hr' 27~?6°9 FVf<IRt£'<'d Hr' iU?609 ^RiSt^Kid ' 609 ^sggz sr. sr. sr. 21 2l 2l. 63. Mikilvægt er að launa- menn beri yfirlitið saman við launaseðla sína til þess að ganga úr skugga um að réttri staðgreiðslu hafi verið skilað til innheimtumanna. í þeimtilvikumsemum skekkjur er að ræða skal fyrst í stað leita skýringa hjá launagreiðanda. Beri það ekki árangur er mikilvægt að umsókn um leiðréttingu á sérstöku eyðublaði sé komið á framfæri við staðgreiðslu- deild RSK, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík sem fyrst til þess að tryggja að greiðslu- staðan verði rétt við álagn- ingu opinberra gjalda nú í sumar. Kynntu þér yfirlit um staðgreiðsluskil. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI >)ÖWSTAN SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.