Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 „ Við skorum á ykkur alla að slíðra nú sverðin og fara að tala saman eins og skynsömum mönnum sæmir. Látið ekki Qölmiðlana etja ykkur saman í leit að skemmtiþáttum.“ vinnu á mörgum sviðum. Með sam- rekstri á ýmsum þjónustugreinum var hægt að fá stærri rekstrarein- ingar með hagkvæmari rekstur til bættrar afkomu beggja sveitarfé- laganna. Með því að kaupa ýmsa þjónustu af gömlum og grónum fýrirtækjum Reykjavíkurborgar sparaði Kópavogsbær sér þung- bæran stofnkostnað og á móti kom að þessi fyrirtæki borgarinnar sköp- uðu sér stærri markað og um leið bætta rekstrarafkomu. III. A þessum árum var samvinna við Reykjavíkurborg eins og hún getur best verið. En nú er öldin önnur. í Fossvogsdal skilur nú ekki aðeins milli landa þessara nágranna heldur og einnig gamallar og gró- innar samvinnu. Við þessir eldri og afdönkuðu bæjarfulltrúar höfum horft og hlustað á þessi viðskipti yngri mannanna beggja megin markanna með nokkurri undrun. Kannske er þetta bara stíll hins nýja tíma og að við séum hreinlega gamaldags og fylgjumst ekki lengur með. Má vera. Við sjáum auðvitað í sjónvarpinu hvernig fólk í út- landinu útkljáir deilumál sín á stundum. En hljótum við ekki að neita slíkri fyrirmynd? Það er sagt að ef menn með ólík- ar skoðanir ræðist við fái þeir oft betri niðurstöðu en hvor um sig gætu fengið. IV. Á sínum tíma trúðum við því að kjósendur okkar hefðu kosið okkur til annarra viðbragða en að framan er lýst og mjög líklega á það einnig við um ykkur sem nú farið með þetta umboð. Sjaldan er einn sekur þá tveir deila, segir gamallt mál- tæki, og sjálfsagt á það einnig við í þessu máli. Harðjaxlarnir segja að málamiðlanir þynni alla hluti út, en hvernig lítur heimurinn út í dag, þar sem menn virða engar mála- miðlanir. Þessum orðum okkar erum við ekki aðeins að beina til ykkar ráða- manna í Kópavogi, þeim er einnig beint til ráðamanna Reykjavíkur- borgar. Við skorum á ykkur alla að slíðra nú sverðin og fara að tala saman eins og skynsömum mönnum sæm- ir. Látið ekki fjölmiðlana etja ykkur saman í leit að skemmtiþáttum. Með samvinnu geta sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu lyft grett- istökum, en sundruð gætu þau orð- ið lítils megnug þrátt fyrir fólks- fjöldann. í svona deilu vinnur enginn. Allir tapa og þeir oft mest, sem standa utan við sjálfan orrustuvöllinn. Og til hvers er þá barist? Er ekki mál að linni? Kópavogi 6. maí 1989. Ásgeir Jóhannesson fyrrv. bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins. Guttormur Sigurbjörnsson fyrrv. bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks og formaður bæjarráðs. Sigurður Grétar Guðmunds- son fyrrv. bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. SMAKKHATIÐ IKVÖLD! Smak/f/ö ók0,,„. , . Ókeypis é fyrindis kiöt °9 fleiru é matvxi 9 fiskrétt“m S8>in sy7“« i 4 hsPPdrætti þar se 9. löa er *eglegt fyrir tvo. „Et, drekk ok verglaðr! (( Sending frá LouisFéraud PARIS * TÍZKAN Laugavegi 71 II hæð Simi 10770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.