Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 35
r
c!»qt vAV qr auoAauHr/om qiqMavjuaaoM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989
24. En í Stykkishólmi bjó hann.
Hann var sýslumaður Snæfells- og
Hnappadalssýslu sl. sjö ár eða frá
1982.
Óvænt andlát hans var mikið
áfall fyrir ástvini hans og vini alla.
Það má nærri geta hve sorglegt það
var fyrir eiginkonu hans Sigrúnu
Sigurjónsdóttur og bömin fjögur,
Ólaf, Önnu, Siguijón og Elínu, að
ógleymdri móður hans aldurhnig-
inni, Sigríði Jóhannesdóttur og
Guðnýju konu Siguijóns. Dapurleg-
ur tími sorgar er yfir þau kominn.
Með samúð og vinarþeli eru þeim
sendar hlýjar hugsanir þessa daga.
Jóhannes Árnason átti marga vini
og lætur eftir sig góðar minningar.
Hann var áður sýslumaður Barð-
strendinga í 14 ár frá 1968 til 1982
og bjó á Patreksfirði. Þar hafði
hann áður verið sýslufulltrúi og
sveitarstjóri í fimm ár eða allt frá
því að hann lauk embættisprófí í
lögfrasði frá Háskóla íslands. Á
Patreksfírði var hann reyndar
fæddur 20. apríl 1935. Þar voru
bemskuslóðir hans, og heimahagar
lengst af. Þeim átthögum var hann
bundinn sterkum böndum, landinu
og fólkinu, sem þar býr. Og þangað
lá oft leið hans, nú seinast til að
fylgja til grafar vinkonu sinni og
samstarfsmanni í fjöldamörg ár, á
Patreksfirði.
Og kvöldið áður en hann dó kom
hann á samkomu í Reykjavík þar
sem staddir vora margir að vestan
í heimsókn hjá brottfluttum Barð-
strendingum, gagngert til þess að
hitta vini sína þaðan. Hann var
aufúsugestur og höfðu margir orð
á því hve glaður hann hafi verið
og ánægður með samfundina. Þeir
áttu erfitt með að trúa því næsta
dag, komnir hver til síns heima,
þegar sorgarfréttin barst úm allt
að hann hefði sofnað inn í eilífðina
þann sama dag og hann mundu
þeir ekki hitta framar í þessu lífí.
Og það var þeim mun erfíðara
að trúa þessu, þegar menn minnt-
ust þess hve lifandi og lífsglaður
hann hafði verið kvöldið áður, svo
hraustur og heilbrigður að sjá. Enda
var hann ungur maður, til þess að
gera, nýlega orðinn 54ra ára — á
hátindi manndómsára sinna. En
enginn má sköpum renna. Her varð
engu um þokað né heldur neinu
breytt. Hér hafði sá að unnið sem
„allt að einu gildir þótt illa líki eða
vel“.
Ég hefði viljað geta fylgt honum
til grafar. Hann var vinur minn og
ég mat hann mikils. í 13 ár voram
við samtíða á Patreksfirði. Við vor-
um nágrannar, ég bjó í næsta húsi,
og hann kom stundum við hjá mér
á heimleið úr vinnu og við ræddum
heilmikið saman. Þetta var gott
nágrenni. Hann var ljúfmenni og
konan hans mikil sæmdarkona og
listræn. Ég fermdi þijú elztu börnin
hans og yngsta dóttir þeirra Elín
var ein allra bezta vinkona mín.
Jóhannes var mikill embættismað-
ur, ötull og samvizkusamur. Hann
var mikill félagsmaður og lagði
hvarvetna gott til mála. Hann sat
á Alþingi sem varamaður oftar en
einu sinni. Áhugasamur um öll
mál, sem til framfara horfðu fyrir
sýslunga sína og byggðir, þar
vestra. Ég hygg að hann hafi nú
séð fram til þess tíma, að eitt af
hugðarefnum hans og baráttumál-
um í mörg ár, mundi ná fram að
ganga innan skamms. Það var ný
feija yfír Breiðafjörðj frá Stykkis-
hólmi að Bijánslæk. Ég veit að það
gladdi hann að sjá loks árangur af
löngu starfi í svo þýðingarmiklu
hagsmunamáli í samgöngum til
Vestijarða. Þar sá hann fram til
sigurs. Annars var hugur hans fuli-
ur af gagnlegum hugmyndum og
framtíðaráætlunum, sem allar mið-
uðu að betra og fegurra mannlífí
og meiri hagsæld.
Það er mikið tjón að missa hann
nú úr þeim hópi dugandi manna,
sem beijast hinni góðu baráttu fyr-
ir land og þjóð, baráttuglaðan mann
á bezta aldri.
Því er hans saknað. Og góður
vinur er kvaddur og sorg er eftir
skilin í bijóstum margra, sem þótti
vænt um hann.
Ég vil að lokum kveðja hann með
orðum iistaskáldsins, sem kvaddi
vins sinn látinn:
Flýt þér, vinur, í fegra heim;
kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Þórarinn Þór
Þegar Jóhannes Ámason, sýslu-
maður, er kvaddur hinstu kveðju,
langar mig að senda honum fáein
þakklætisorð.
Enda þótt við Jóhannes væram
upprannir úr sama þorpinu, þekkt-
umst við ekki persónulega fyrr en
hann var orðinn sýslumaður Barð-
strendinga. Aldursmunur var það
mikill, að hann var ekki af barns-
aldri, þegar ég flutti í burtu. Ég
vissi þó alltaf af þessum dreng af
Geirseyrinni og hafði fylgst með
honum úr fjarlægð og dáðst að
hversu duglegur hann var að koma
sér áfram í lífinu þrátt fyrir lítil
veraldleg efni, en þeim mun meiri
greind og manndóm.
í þessum fáu kveðjuorðum ætla
ég ekki að relqa æviferil Jóhannes-
ar, það munu aðrir gera, sem hæf-
ari era. En fæddur var hann á Pat-
reksfirði 20. apríl 1935 og ólst þar
upp og meginhluta starfsævinnar
helgaði hann þorpinu sínu og
Barðastrandarsýslu.
Eins og áður sagði kynntumst
við ekki fyrr en hann var orðinn
sýslumaður á Patreksfirði. Tildrög
þess vora að sýslufélög og nokku
hreppsfélög á Vestíjörðum gengu
til liðs við Barðstrendingafélagið
um rékstur hótelanna í Bjarkar-
lundi og Flókalundi. Barðstrend-
ingafélagið hafði þá um tuttugu og
fimm ára skeið haift þennan rekstur
á hendi, en þar sem þetta var orðið
svo viðamikið þótti nauðsynlegt að
fá fleiri, og þá sérstaklega heima-
menn, til liðs við félagið. Það kom
eins og af sjálfu sér að Jóhannes
varð í forsvari þeirra manna, er
þama gengu til liðs við Barðstrend-
ingafélagið. Stofnað var hlutafélag-
ið Gestur og Jóhannes kjörinn í
stjóm þess og sat þar í 10 ár eða
þangað til hann fluttist til Stykkis-
hólms árið 1982.
Jóhannes Ámason var þama,
sem annars staðar, er hann lagði
hönd á plóginn, hinn ágætasti liðs-
maður. Þetta samstarf leiddi til vin-
áttu, sem varað hefur æ síðan.
Þegar litið er til baka koma upp í
hugann ótal minningar frá þessum
áram, minningar um velgengni eða
erfiðleika í rekstri félagsins, en þó
sérstaklega um manninn Jóhannes
Ámason. Alúð hans og alvöra við
að leysa vandamálin, en svo aftur
á móti glaðværð hans og hjarta-
hlýju, þegar tóm gafst til. Ég geymi
í huga mér minningar um margar
ánægjustundir með Jóhannesi, bæði
á fallegu heimili hans og utan þess,
stunda með góðum og tryggum vini,
sem alltaf átti gleði og hlýju að
miðla.
Með Jóhannesi Ámasyni er geng-
inn gegn drengur. Okkar litla sam-
félag er fátækara en áður, er slíkir
menn falla svo ótímabært í valinn.
Ég veit að ég mæli fyrir munn fjöl-
margra félaga Barðstrendingafé-
lagsins í Reylqavík og samstarfs-
manna úr Gesti hf. er ég þakka
honum samfylgdina á liðnum áram.
Að lokum sendum við Ólína, kona
mín, Sigrúnu, bömunum, aldraðri
móður hans og systkinum dýpstu
samúðarkveðjur.
Vikar Davíðsson
Útför Jóhannesar Ámasonar frá
Patreksfirði fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reylq'avík í dag, miðvikudag-
inn 10. maí. Tilkynningin um frá-
fall hans kom á óvart. Það var ekki
vitað til þess, að hann kenndi sér
meins og maðurinn á góðum aldri.
Jóhannes hafði fyrir skömmu verið
á ferð hér á Patreksfirði. Kom hann
til að fylgja vinkonu sinni og fyrram
samstarfsmanni hinsta spölinn.
Engum hefði þá komið það til hug-
ar, að hann væri á heimaslóðum í
síðasta sinn. Það urðu þá fagnaðar-
fundir er Jóhannes heilsaði upp á
vini og kunningja á Patreksfirði.
Var þá tekið til að ræða dægurmál-
in sem hæst bar og riija upp
skemmtileg atvik og eftirminnilegar
orðræður frá fyrri tíð.
Víða var komið við og margt tínt
til. Jóhannes Ámason átti alla tíð
heima á Patreksfirði að undanskild-
um þeim áram er hann bjó í Stykkis-
hólmi. Jóhannes var félagslyndur
og átti mörg áhugamál. Lagði hann
lið sitt í það að þoka fram hinum
margvíslegustu málefnum til hags-
bóta fyrir heimabyggð og hérað.
Hann var áhrifamaður í Barða-
strandarsýslu og gegndi þar for-
ystuhlutverki á sinni tíð.
Jóhannes hafði yndi af því að
renna fyrir silung og lax. Var hann
prýðis veiðimaður og veiðifélagi.
Margar sögur fara af veiðimennsku
hans. Viðurkenningar hlaut hann
oft frá Stangaveiðifélagi Patreks-
fjarðar fyrir framúrskarandi árang-
ur. Jóhannes gekk í Stangaveiðifé-
lag Patreksfjarðar ungur maður.
Var honum umhugað um málefni
þess og framgang. Var hann þar
virkur félagi á þriðja áratug eða
þar til hann lést.
Við veiðifélagar Jóhannesar frá
Patreksfirði stöndum nú eftir á
skilnaðarstundu. Við hugsum til lið-
inna samveratíma með hinum látna.
Margs er að minnast og margt var
framundan. Við hugsum til sam-
skiptanna í erli og annríki virkra
daga. Oft bar ýmislegt á milli en
allt jafnað áður en upp var staðið.
Við hugsum til þeirra tilhlökkunar-
stunda, er við komum saman og
gleymdum okkur á veiðistað á
íslenskum sumardögum. Vissum við
sjaldnast fyrir hvemig viðraði eða
hvað veiddist hveiju sinni. í því
fólst eftirvæntingin að hluta. En
einkanlega fólst hún í því að koma
saman og hittast samhuga um að
njóta stundar og staðar í faðmi
landsins okkar.
Við kveðjum nú góðan og traust-
an við hinstu kveðju. Við vottum
eftirlifandi eiginkonu og bömum
og nánustu ættingjum hins látna
samúð okkar.
Fyrir hönd veiðifélaga frá Pat-
reksfirði, _
Úlfar B. Thoroddsen.
Minning:
María B. Gunnbjöms-
dóttirírá Tálknafírði
Fædd 4. ágúst 1968
Dáin 1. maí 1989
„Göfugri sál, sem horfin er úr heimi,
hugurinn fylgir yfir gröf og dauða.
Kærleikans faðir ástvin okkar geymi,
ylgeislum vefy daga gleðisnauða.
Sólbjarmi vakir yfir minning mærri,
mótlætis vegu sveipar birtu skærri.“
(Finnborg J. Amdal)
Þegar ég sit og skrifa þessar
línur, til að reyna að skilgreina það
sem rennur í gegnum huga minn,
finnst mér erfitt að átta mig á orðn-
um hlut
Ég man allt aftur til þess þegar
ég var lítil stelpa á Tálknafirði.
Mæja, sem hét María Björg Gunn-
bjömsdóttir, kom oft heim til mín
og dvaldi þar. Ég man hana hopp-
andi, káta og brosandi. Hún var
yngri en ég, en þegar hún komst á
unglingsárin fóram við að hennar
framkvæði að hafa meira samband
okkar á milli. Sérstaklega eftir að
ég flutti frá Tálknafirði, mig minnir
að það hafi byijað með bréfi, skrif-
uðu á nýársnótt.
Mæja var alltaf þroskuð eftir
aldri, og mikið hugsandi. Hún gekk
í gegnum margt erfiðara en flestir
hennar jafnaldrar. En alltaf hélt
hún persónuleika sínum.
Hún hafði áhuga á að prófa
ýmislegt, eins og gengur og gerist.
Hún fór til dæmis til Þýskalands
sem skiptinemi, þar sem hún stóð
í ýmsu og kynntist ýmsu misjöfnu,
en hún lét þó alltaf ágætlega af sér.
Ég á mörg sendibréf frá henni
sem ég geymi, og era þau mér
mjög kær. Við veltum ýmsu fyrir
okkur, en oftast var léttur tónn
ofan á.
Mæja skoðaði yfirleitt innri mann
þeirra sem hún hafði eitthvað sam-
an við að sælda, og ég held að öll-
um sem kynntust henni hafi þótt
vænt um hana. Ég varð oft vör við
að fólk mundi eftir henni, þó að það
hefði aðeins hitt hana rétt í svip.
Hún var alltaf rpjög hrein og bein
í framkomu og maður vissi hvar
maður hafði hana.
Mæja kom stundum í heimsókn
hingað til mín og kærasta míns,
eftir að ég flutti til ísafyarðar, og
mér finnst það mjög góð lýsing á
henni eins og hann minnist hennar;
„Hún var vinur minn, án þess að
það væri bara af því að hún var
vinkona þín.“
Mæja kom í heimsókn til okkar
í fyrrasumar, og með henni Gulli
kærastinn hennar. Ég hafði aldrei
hitt hann fyrr, en mér fannst samt
að ég væri búin að þekkja hann í
nokkum tíma. Var það vegna þess
að mamma mín var búin að segja
mér frá honum Guila, „alveg yndis-
legum strák, sem hafði nælt í hana
Mæju“. En mamma hafði alltaf
sterkar taugar til Mæju, jafnvel oft
eins og hún væri ein af okkur systk-
inunum. Ég veit líka að Mæju þótti
gott að leita til mömmu, sérstaklega
núna síðustu árin. Ég vil koma á
framfæri innil.egum samúðarkveðj-
um frá okkur öllum systranum og
fjölskyldum okkar til fyölskyldu
Mæjau, og til Gulla og fyölskyldu
hans. Við vitum öll að Mæju líður
nú vel, þar sem hún er.
Ingibjörg
Milt maíregnið nærir jörðina og
við fylgjumst með gróðursprotunum
sem teygja sig mót degi og sól til
þess að ná sem fyrst þroska. Þann-
ig var María Björg, hún nýtti sér
vel það námsefni, sem gat komið
að gagni í framtíðinni. En hún
stundaði nám við Fjölbrautaskólann
á Sauðárkióki og var áhugasamur
og góður nemandi. Á Króknum bjó
hún með unnusta sínum, Gunnlaugi
Sighvatssyni, öndvegispilti, sem á
nú um sárt að binda við fráfall
unnustu sinnar og félaga.
Maria Björg var svo ung en hún
átti stóra framtíðardrauma um
námsárangur og störf, er biðu
hennar. Þó kom fyrir að hún væri
uggandi um framtiðina, mundi hún
komast hjá ættarfylgjunni, sem
móðir hennar og móðursystur
ásamt ömmu höfðu allar orðið að
lúta.
María Björg var fædd á Tálkna-
firði og alin þar upp.ásamt systkin-
um sínum Gesti, Ólafí og Drífu
einnig átti hún fóstursystkini Ás-
geir og Kristínu Sif. Móðir hennar
var Guðný Gestsdóttir f. 30. ágúst
1945 d. 5. ágúst 1983. Systkinin
höfðu horft upp á móðir sína sjúka
og sárþjáða áram saman. Þau höfðu
veitt henni allan þann styrk og
stuðning ásamt föður sínum sem í
mannlegu valdi var.
Blessuð frænka mín þurfti ekki
sjálf að heyja langvinnt stríð við
dauðann, áður en hann strauk sinni
frelsandi hönd um vanga hennar.
Nú era mæðgur horfnar til betri
heimkynna.
Gunnbjöm Ólafsson hefur misst
mikið, en hann stendur ekki einn,
hann á góða sambýliskonu þar sem
Björg Þorkelsdóttir er.
Þeir sem guðimir elska deyja
ungir.
Eg og fjölskylda mín vottum ást-
vinum hennar innilega samúð og
biðjum góðan Guð að styrkja þá í
þessari þungbæra sorg.
Guðrún Gísladóttir
ALLTAF
SELST
JAFN-
VEL
ÞESSI
ERIKA
★ Hann er góður
★ Hann er vel smíðaður
★ Hann er þægilegur
★ Hann kostar aðeins
16.430,-
með leðri á slitflötum
★ Hann kostar aðeins
13.180,-
með áklæði
★ Það er gott að standa
upp úr honum
★ Hvað vantar þig marga?
Húsgagna4iöirm
REYKJAVÍK