Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 37 Minning; Sveinn H. Jónsson Fæddur2. októberl928 Dáinn 4. maí 1989 Þegar allt leikur í lyndi á léttum og sléttum vegi nemum við staðar um stund. Ég er staddur á fáförnum stað. Það er haust, tungl veður í skýjum. Hvítahjarn var á jörðu, tignarleg fjöll báðum megin fjarðar- ins glitruðu annað slagið er máninn lýsti þau upp milli þess sem alls konar kynjamyndir mynduðust á snjóbreiðunni. Ég átti langa og erf- iða ferð fyrir höndum. Ég var einn og þekkti ekki þennan stað. Þá var ég ungur og hræddist ekkert. Þetta gerðist á þeim tímum sem fólk trúði á álfa og tröll, en þar sem ég var ungur og frískur og hafði aðeins heyrt allt þetta af afspum var þetta mér fjarlægur draumur. Ég var ráðinn á mjög afskekktan stað. Þá voru þar engir bílar, aðeins bátar og hestar og svo að sjálfsögðu skíðin því það er snjóþungt á Ströndum. Ég var ekki búinn að vera lengi í Víkursveit er ég kynntist Sveini H. Jónssyni. Hann var ungur þá og líkaði mér strax vel við hann. Nú að leiðarlokum í lífi hans vil ég þakka honum samfylgdina og minn- ast hans með örfáum orðum. Sveinn var sonur sæmdarhjón- anna Jóns Sveinssonar kaupmanns á Gjögri og Olgu Thorarensen. Ólst hann upp við leik og störf í stómm systkinahópi. Jón faðir Sveins kom úr Hafnarfirði með föður sínum, Sveini Auðunssyni, til sjóróðra frá Gjögri. Þar kynntist Jón ástinni sinni, Olgu Thorarensen, dóttur Jakobs Thorarensen og Jóhönnu Guðmundsdóttur á Gjögri, og eign- uðust þau 11 börn. Af þeim eru nú 7 á lífi. Er þau Olga og Jón hófu búskap sinn á Gjögri voru töluverð umsvif í kringum þau. Þar var um að ræða ijárbúskap, kaupmennsku, saltfiskverkun og skipaafgreiðslu. Það hefur því verið nóg að gera fyrir litlar hendur strax og hægt var að virkja þær til starfa. Æsku- heimili Sveins var rómað fyrir myndarskap og oft var mannmargt þar og veitt af rausn. Hefur starf húsmóðurinnar ekki verið lítið í sniðum með þennan stóra bama- hóp, en hún leysti starf sitt af mikl- um myndarbrag og af mikilli móð- urást. En það dró ský fyrir sólu og svo kom þessi mikla elding sem breytti þessu fallega og ástríka heimili í sorgarbeð á svipstundu. Húsfreyjan unga, hún Olga Thorar- ensen, var dáin, aðeins 36 ára göm- ul, og þá reyndi á sterkar taugar eiginmannsins sem eftir stóð með stóra barnahópinn þeirra. Sveinn hefur verið 10 ára er hann fluttist til presthjónanna í Árnesi, þeirra Sigurrósar Torfa- dóttur og séra Þorsteins Bjömsson- ar, sem síðar varð Fríkirkjuprestur í Reykjavík, sem tóku hann í fóstur og ólu hann upp, fyrst í Árnesi og síðar á Þingeyri við Dýrafjörð. Átti hann hjá þeim góð ár, og á heimili prestshjónanna fær hann að hjálpa til og snúast í kringum prestsfrúna, sem hefur fundið hjá honum áhuga á mat og matargerð sem þróaðist í að hann fór ungur í matreiðslu- nám, og var matreiðsla ævistarf hans alla tíð. Vettvangur hans var á sjónum, fyrst á varðbátum ríkisins og síðar á togurum. Var hann eftirsóttur í starfi enda fór saman góð matar- gerð og hreinlæti sem var aðals- merki hans. En fljótlega kynntist Sveinn konungi einum og var það ógæfa hans sem setti smátt og smátt mark sitt á hann. Ég veit að ef það hefði ekki gerst hefði Sveinn náð langt í sínu starfi. Síðar á ævinni tekur hann sig upp og fer norður á æskustöðvarnar með vin- konu sinni, Ingibjörgu Guðlaugs- dóttur. Þar bjuggu þau í nokkur ár og ólu upp börn Ingibjargar er eyddu æsku sinni hugfangin milli ijöru og fjalls. Það er komið að leiðarlokum; lokið er stríði Sveins H. Jonssonar. Það stríð reyndist veikinda- og sál- arstríð síðari árin. Lokadagurinn er á morgun, 11. maí. Þá fer fram útför hans frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Síðustu daga sína dvaldi hann af og til á sjúkradeild Rauða krossins og naut þar góðrar umönn- unar, og hafi starfsfólk þar miklar þakkir fyrir og Guðs blessun. Góður drengur er kvaddur sem oft var misskilinn. Hann var ekki alltaf til- búinn til að láta hlut sinn fyndist honum á sig hallað. Nú sameinast hann á æðra tilverustigi foreldrum sinum og systkinum. Blessuð sé minning Sveins H. Jónssonar. Vinur ER BÚIÐ AB SKOÐA BÍLINN MNN? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! & BIFREIDASKOÐUN ÍSIANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. t Hjartkær móðir okkar, sambýliskona min, amma okkar og lang- amma, STEINUNN PÁLSDÓTTIR frá Hofi, Örasfum, Laugarásvegi 5, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. maí kl. 15.00. Sigrún Halldórsdóttir, Aðalheiður Björnsdóttir, Haraldur Jónsson, Dóra Sigurjónsdóttir, Steinunn Þ. Ólafsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Herþrúöur Ólafsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Anna M. Ólafsdóttir, Steinar Sigurjónsson, Guðrún G. Ólafsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför frænda mins, GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR frá Aðalbreið. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ættingja og vina, Árný Kristófersdóttir. t Þökkum auðsýnda samúö við andlát og útför DAGRÚNAR ERLU HAUKSDÓTTUR, Blöndubakka 6. Árni Árnason, Rósa Hrönn Árnadóttir, Rósa Einarsdóttir, Haukur Jónsson, Kolbrún Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Eirfkur Magnússon, Berglind Hauksdóttir og systrabörn. Lokað verður eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar AXELS EYJÓLFSSONAR, húsgagnasmíðameistara. Hegas hfheildverslun, Smiðjuvegi 16d. Lokað Vegna útfarar AXELS EYJÓLFSSONAR húsgagna- smíðameistara verður fyrirtækið lokað eftir hádegi 10. maí. Selko hf., Smiðjuvegi 9. Lokað Vegna útfarar AXELS EYJÓLFSSONAR húsgagna- smíðameistara verður fyrirtækið lokað eftir hádegi 10. maí. AXIS hf., Smiðjuvegi 9. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, NÖNNU VALDIMARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til yfirlæknis og hjúkrunarfólks Kristnesspítala fyrir langa og góða umönnun. Þór Jóhannesson, Sigrföur Guðmundsdóttir, Þórhildur Jóhannesdóttir, Zophonías Áskelsson, Grfmur Jóhannesson, Guðbjörg Kortsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við hjá Eldhús og bað hf. bjóðum þér ekki bara ráðgjöf um vel útfært eldhús og baðherbergi. Við aðstoðum líka við uppsetningu og frágang - frá upphafi til enda. Við útvegum iðnaðarmenn, s.s. smiði, rafvirkja, pípara og málara, sjáum um verkstjórn og útvegum allt sem til þarf. Við útfærum þfnar hugmyndir, gerum tillögur og kostnaðaráætlun. Pægileg þjónusta, frá upphafi til enda - hittumst! Faxafeni 5, sími 685680 (Skeifunni) YDDA Y8.12/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.