Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLA0IJ) MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989. 29 Ráðstefna um mengun hafsins Síðastliðinn mánudag áttu sér stað umræður utan dag- skrár í sameinuðu þingi um mengun hafsins hér við land. Friðrik Sophusson, varaform- aður Sjálfstæðisflokksins, vakti við það tækifæri athygli á því, að fyrir tveimur árum hefði Alþingi skorað á ríkis- stjórn að eftia til ráðstefiiu um þetta efiii en ekkert hefði kom- ið fram af hálfii stjórnvalda um undirbúning hennar. í máli Friðriks kom fram, að vorið 1987 hefðu sjálfstæðis- mennirnir Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson lagt fram tillögu til þingsályktunar um að efnt yrði til ráðstefnu um mengun við Island og annars staðar í Norð- austur-Atlantshafi. Þessi tilíaga hefði verið samþykkt og ríkis- stjórninni falið að vinna að fram- gangi málsins. Friðrik sagði að ekkert hefði komið fram af hálfu stjómvalda um undirbúning þessarar ráð- stefnu og hefði hann nú lagt fram fyrirspum til Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra þar að lútandi. Húsbréfafrumvarpið: Tillögur stjórnarandstöðn þingmanna samþykktar Annarri umræðu lokið í neðri deild Annarri umræðu um húsbréfafrumvarp ríkisstjómarinnar lauk í neðri deild Alþingis í gær. Við umræðuna voru samþykktar breyting- artillögur frá Geir H. Haarde (S/Rvk) o.fl., þar sem felld vom brótt ákvæði sem skerða áttu Jánsrétt ákveðinna hópa. Tveir stjórnar- þingmenn, þeir Alexander Stefánsson (F/Vl) og Stefán Valgeirsson (SJF/Ne), greiddu atkvæði með þessum breytingum á frumvarpinu. Við umræðuna var felld tillaga frá Ólafi Þ. Þórðarsyni (F/Vf), þess eftiis, að skylt yrði að leita heimildar Alþingis í lánsfjárlögum fyrir heildampphæð útgefinna húsbréfa ár hvert. í gær lauk annarri umræðu um húsbréfafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar í neðri deild Alþingis. Nokkrar breytingar voru gerðar á frum- varpinu við umræðuna og riðluðust fylkingar í deildinni þegar gengið var til atkvæða um tillögur þar að lútandi. Skerðingarákvæði felld brott úr fi-umvarpinu Geir H. Haarde (S/Rvk), Eggert Haukdal (S/Sl) og Ingi Bjöm Al- bertsson (FH/Vl) lögðu til að felld yrðu úr frumvarpinu skerðingar- ákvæði, sem þeir töldu, að leitt gætu til þess að ýmsir smáatvinnu- rekendur misstu rétt til lána úr húsnæðiskerfinu. Sagði Geir við atkvæðagreiðsluna í gær að hann teldi þessi ákvæði frumvarpsins ekki koma húsbréfakerfinu við. Jón Sæmundur Sigurjónsson (A/Nv) sagði að í nánustu framtíð yrði húsbréfakerfið aðeins lítill hluti húsnæðiskerfisins. Nú væru biðlist- ar hjá Húsnæðisstofnun svo langir, að annaðhvort þyrfti að hækka vexti á lánum eða samþykkja skerð- ingarákvæði af þessu tagi. Þessar breytingartillögur stjórn- arandstöðuþingmannanna voru samþykktar með atkvæðum þing- manna Sjálfstæðisflokks, Kvenna- lista og Fijálslyndra hægrimanna, auk þess sem stjórnarþingmennirnir Alexander Stefánsson (F/Vl) og Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) greiddu-þeim atkvæði. Aðrir þing- menn ríkisstjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunum ásamt Óla Þ. Guðbjartssyni (B/Sl), en Borgaraflokksþingmennirnir Benedikt Bogason og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir voru ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna. Breytingartillaga Ólafs Þ. Þórðarsonar felld Við umræður um frumvarpið síðastliðið mánudagskvöld bar Ólaf- ur Þ. Þórðarson (F/Vf) fram breyt- ingartillögu við frumvarpið þar sem gert var ráð fyrir að leita þyrfti heimildar Alþingis í lánsfjárlögum fyrir heildarupphæð útgefinna hús- bréfa ár hvert. Taldi þingmaðurinn þessa breytingu nauðsynlega til þess að frumvarpið bryti ekki í bága við stjórnarskrána. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðun- um í fyrrinótt að hún teldi þessa breytingartillögu óþarfa og var hún Geir H. Haarde felld við atkvæðagreiðsluna í gær. Búist er við að þriðja umræða um húsbréfafrumvarpið fari fram í neðri deild í dag. Við þá umræðu hyggjast þingmenn Sjálfstæðis- flokksins leggja til að málinu verði Ólafiir Þ. Þórðarson vísað til ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir andstöðu einstakra stjórnar- þingmanna við frumvarpið bendir allt til þess að það verði samþykkt á þessu þingi, enda hyggst Kvenna- listinn greiða fyrir framgangi þess. Kaup Alþíngis á Hótel Borg: „Dýr bráða- birgðalausn“ - segir minnihluti flárveitinganefndar Meirihluti fjárveitinganefndar (Sighvatur Björgvinsson, Margrét Frímannsdóttir, Oli Þ. Guðbjartssson, Jón Sæmundur Sigurjónsson og Olafiir Þ. Þórðarson) vill heimila forsetum Alþingis „að ganga til kaupa á Hótel Borg eða öðru húsnæði í næsta nágrenni við Alþingishúsið, ef hagkvæmara þykir, og láta gera nauðsynlegar lagfæringar á hús- eigninni ef af kaupum verður“. Minnihluti nefndarinnar (Pálmi Jónsson, Alexander Stefánsson, Málmfríður Sigurðardóttir og Egill Jónsson) leggur hinsvegar til að for- setum þingsins verði falið „að kanna hvaða möguleikar eru til aukinnar hagkvæmni í húsnæðismálum Al- þingis og skila um það skýrslu til formanna allra þingflokka á næsta haustþingi“. í skýrslunni komi fram: 1) mögu- leikar á kaupum eða leigu á húsnæði í grennd við þinghúsið, 2) áætlun um kostnað í hveiju tilviki, 3) áætlun um nýtingu húsnæðis, 4) hvað af núverandi húsnæði Alþingis megi láta af hendi og 5) áætlun um kostn- að við breytingar á Alþingishúsinu til að bæta starfsaðstöðu þingmanna. í greinargerð minnihluta segir: „Hugmyndin um að kaupa Hótel Borg er vissulega ein af þeim leiðum sem til greina koma ... Við, sem að þessu nefndaráliti stöndum, erum þó andvíg því að í þau kaup verði ráðist nú og án frekari athugunar.“ Nefnd- armenn tala um kaup á Borginni „sem dýra bráðabirgðalausn. Þeir benda og á aðra húsnæðismöguleika við Vonarstræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Borgarráð Reykjavík- ur hafi og lýst yfir áhyggjum sínum yfir hugmyndum um að ieggja niður hótelrekstur í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fjöldi gesta kom til að skoða hina nýju skrifstofú verkalýðsfélag- anna í A-Hún. Verkalýðsfélögin í A-Húnavatnssýslu: Ný skrifstofa opnuð Blönduósi. Verkalýðsfélag A-Hún. ásamt Iðnsveina- og Verslunarmannafélagi A-Hún. opnuðu nýja skrifstofú í eigin húsnæði fyrir skömmu. Fjöldi gesta kom að skoða skrifstofú félaganna á opnunardaginn. Skrifstofa verkalýðsfélaganna er til húsa á Þverbraut 1 eða Fróða- húsinu eins og það daglega kallast. Húsnæði það er hér um ræðir er um 100 fermetrar og með tilkomu þess stórbatnar öll aðstaða verka- lýðsfélaganna. Mikið starf er fram- undan hjá verkalýðsfélagi A-Hún. við ráðningu starfsfólks vegna framkvæmda við Blönduvirkjun í sumar. Verkalýðsfélögin hafa ráðið Valdísi Óskarsdóttur til að annast daglegan rekstur hinnar nýju skrif- stofu. Jón Sig. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra: Reynt að stöðva sam- drátt í sölu kindakiöts STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir að fyrir- hugaðar séu ýmsar aðgerðir til þess að stöðva þann samdrátt sem orðið hefur í sölu kindakjöts á innanlandsmarkaði, og tengist sumar þeirra fyrirhuguðum ráðstöfúnum ríkissfjórnarinnar til þess að halda niðri verðlagi. I skýrslu ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörulag- anna segir að sala síðustu þriggja ára hafi orðið 2.500 tonnum minni en gert var ráð fyrir, og hafi þessu verið mætt með því að auka út- flutning umfram ákvæði búvörulaganna. Nemi sú aukning um 1.400 tonnum kindakjöts, en því sem eftir standi hafi verið mætt með upp- kaupum og leigu á framleiðslurétti. stæður er að stöðva þann samdrátt sem orðið hefur í sölu kindakjöts innanlands og gerir vandann þeim mun erfiðari sem hann verður meiri, e'n það er ljóst að hefðu upphaflegar áætlanir um sölu kjötsins innanlands staðist, þá væri um lítinn vanda að ræða í dag.“ I skýrslu ríkisendurskoðunar kem- ur fram að gera þurfi verulegt átak í því að aðlaga sauðfjárframleiðsluna að þörfum innanlandsneyslu og minnka þutfi virkan framleiðslurétt eins og hann er áætlaður á árinu 1992 um sem svarar til kindakjöts- framleiðslu um 200 verðlagsbúa. Steingrímur J. Sigfússon segir að viðræður séu að hefjast við samtök bænda um þau vandamál sem upp hafa komið varðandi framkvæmd búvörusamningsins, en ljóst sé að haldi sá samdráttur áfram á sölu kindakjöts innanlands sem þegar er orðinn verði að grípa til enn frekari samdráttar í framleiðslunni. „Það er ljóst að það mun skapa mikla erfiðieika haldi þessi þróun áfram og til frekari fækkunar þurfi að koma, en eitt af því sem ekki hefur tekist sem skyldi varðandi framkvæmd búvörusamningsins er að byggja upp störf í staðinn fyrir þau sem tapast hafa í hefðbundnum búgreinum. Framleiðnisjóður var ætlaður til þess, og til dæmis voru miklar vonir bundnar við loðdýra- rækt, sem síðan hefur lent í miklum erfíðleikum og sogað til sín mjög mikið fé úr sjóðnum sem er mikil ógæfa, þar sem því verður þá ekki ráðstafað í annað. Það sem ég tel því vera nærtækast við ríkjandi að- Heyskortur ger- ir vart við sig UNDANFARIÐ hefúr átt sér stað nokkur verslun með hey á milli svæða, og að sögn Jonasar Jóns- sonar búnaðarmálastjóra er víða viss uggur í mönnum ef tíðarfar batnar ekki á landinu. Hann sagði að farið væri að bera á heyskorti á vissum svæðum. Jónas sagði að algengt væri að Búnaðarfélag íslands hefði milli- göngu með heymiðlun, en vegna verkfalls ráðunauta hjá BÍ hefði það ekki átt sér stað nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.