Morgunblaðið - 10.05.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 10.05.1989, Síða 41
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 41' SOPHIA LOREN Leikkonan dregur að sér athygli Brátt eru fjörutíu ár síðan leikkonan Sophia Loren kom fyrst fram í kvikmyndum og þykir hún enn með álitlegustu konum í stjörnuheiminum. Menn segja að enn hafi hún mjög skaplegan vöxt, og mátti nú minna sjá á myndum sem teknar voru á Miami nýlega, þar sem hún sótti veislu til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Rauður samkvæmiskjóll hennar dró að sér athygli veislugesta, þar á meðal smjörsöngvarans Julio Iglesias, sem þekktur er fyrir kvennafar og kvenhylli. Það fylgir hins vegar fréttinni að fremur lítið hafi verið hægt að slúðra um leikkonuna, sem var þar í fylgd eiginmannsins, Carlo Ponti. Raddir um framhjáhald eru löngu þagnaðar, en um árabil átti hún franskan elskhuga. Sophia býr ásamt eiginmanni og uppvaxta sonum á Miami. r SVISSNESKU GÆÐAÞVOTTAVÉLINA OKKAR KÖLLUM VIÐ BÁRU STÁLBELGUR ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING 16 ÞVOTTAKERFI SÉR HITASTILLING EINFÖLD í NOTKUN TÖLVUPRÓFUÐ FYRIR AFHENDINGU (Computer approved) STERK - SVISSNESK - ÓDÝR VEGNA HAGST/tÐRA INNKAUPA ER VERÐIÐ AÐEINS 41.192,%, Nú loksins fáonleg aftur SAMA VERÐ UM ALLT LAND (Sendum án aukakoslnaðar) 'KRINGLUNNIS. 685440 DAGBÓK WARHOLS * Eger valíiim- sjúklingur Bandaríski listamaðurinn Andy Warhol í febrúar 1987, var háður valíumi, að því er fram kemur í útdrætti úr dagbók hans sem birt var í tímaritinu People á sunnudag. „Þegar ég reyndi að hætta í rúman mánuð var ég með stöðugan höfuðverk, sem er fráhvarfseinkenni. Þess vegna hélt ég áfram,“ skrifar Warhol í dagbókina 29. desember 1986. í dagbókinni eru einnig miður fallegar lýsingar á ýmsu frægu fólki. Um Nancy Reagan og baráttu hennar gegn eiturlyíjabölinu skrifar hann: „Ó, Nancy Reagan var í sjónvarpinu og las eitt af sex milljörðum bréfa sinna um eiturlyf og tárin fossuðu niður kinnarnar. Þetta voru mestu leiktilþrif allra tíma - en hún léti aldrei svona út af Ron yngri. Og Ron yngri hefur ekki enn slegið í gegn og það er vegna þess að hann er ekki nógu myndarlegur. Og Andrew prins er orðinn svo ljótur að hann líkist móður sinni,“ bætti þessi virti listamaður og hugsuður við. MANEX VÖKVINN Prótínbætti MANEX- hárvökvinn er unninn úr náttúrulegri jurtaupplausn, er inniheldur svokallaðar 22 aminosýrur sem í raun smjúga inn í hárslíðrið til að bæta, endurlífga og styrkja líflaust eða skemmt hár. HARLOS ■ FLASA m PERMANENT Lilja Bragadóttir: „Égvarorðin verulega áhyggjufull út af hárlosinu. Ég hafði reynt ýmis efni án árangurs, þartil ég byrjaði að nota MANEX hárvökvann. Hann kom í veg fyrir hárlosið og betrumbætti hárið." Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég hafði í gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. En nú veit ég þetur. MANEX vökvinn virkilega virkar." EXEM I t'i Tómas Friðjónsson: í fjölda ára hef ég barist við mjög slæmt exem í hársverði. Ég hafði reynt ýmis smyrsl o.fl. án teljan- legs árangurs. Með einni flösku af MANEX hár- vökvanum tókst mér hins vegar að hreinsa í burt allt exem og í dag sést ekki vottur af því hjá mér. Arnhildur Magnúsdóttir: „Hár mitt hefur verið ómeð- færilegt og tekið illa perman- enti. MANEX vökvinn gjör- breytti hári mínu. Nú get ég haft permanent-krullurnar án þess að þurfa að vesenast í því með krullujárni o.fl.“ MANEX HÁRSNYRTIVÖRURN- AR FÁSTM.A.Á FLESTUM RAKARA- OG HÁRGREIÐSLU- STOFUM UM LAND ALLT. Dr. Anna Edström, lífefnafræðingur og sérfræðingur i hári, býður al- menningi ókeypis ráðgjöf beint frá læknastofu sinni i London i gegnum umboðsaðila sinn hérlendis. Heildsölubirgðir: ambrosia t'JMBOOS- OG HEILDVERSLUN Sími 91-680630.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.