Morgunblaðið - 10.05.1989, Page 36

Morgunblaðið - 10.05.1989, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 Minning: Hólmfríður Guð- mundsdóttir Fædd 19. nóvember 1903 Dáin 2. mai 1989 Þann 2. maí sl. lauk ævidögum Hólmfríðar Guðmundsdóttur frá Patreksfirði. Hólmfríður fæddist 19. nóvember 1903 í Laugardal í Tálknafirði. Foreldrar hennar voru Margrét Ein- arsdóttir og Guðmundur Hallsson sem lengst af bjuggu á Ytri Sveins- eyri í Tálknafirði og þar ólst Hólm- fríður upp. Árið 1927 giftist hún Jóhanni Magnússyni frá Patreksfirði. Jó- hann var sonur Magnúsar Jfianns- sonar kaupmanns þar og konu hans, Þóru Vigfúsdóttur. Hólmfríður og Jóhann þjuggu öll sín bestu ár á Patreksfirði eða allt til ársins 1955 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Börn þeirra eru íjögur: Magnús, Hjördís, Álfhildur og Guðmundur. Minningin um Hólmfríði er sam- runnin minningum frá æsku minni. Þegar mér barst andlátsfregn hennar sá ég í huga mér mynd frá þessum dögum: Ég geng upp tröpp- umar á Strandgötu 7 til þess að spyija eftir vinkonum mínum Hjördísi og Álfhildi, og til dyra kemur þessi hlýja og góða kona, Hólmfríður móðir þeirra. Það er sólskin, fjörðurinn er eins og spegill og í flæðarmálinu, rétt fyrir neðan húsið þeirra, flýtur bát- urinn hans Jóhanns. Það var alltaf gott að koma til Hólmfríðar og Jóhanns, og ég minn- ist margra góðra stunda í eldhúsinu hennar Hólmfríðar. Ég finn ennþá ilminn sem mér fannst alltaf vera þar. Ilm af nýbökuðu brauði og kökum. Ég minnist þess hve gaman var að hlusta á Hólmfríði segja frá og fara með sögur og kvæði. Hún kunni urmul af kvæðum og fór ákaflega vel með þau, enda las hún mikið og fyigdist vel með. Árið 1970 dó dóttursonur Hólm- fríðar, Jóhann, aðeins tæpra 15 ára gamall. Hann þótti mikið mannsefni og var ömmu sinni mjög kær. Slíkur harmur var þetta Hólmfríði að hún gat aldrei um það rætt. Aðeins einu ári seinna missti hún mann sinn. Eftir þessi áföll var Hólmfríður aldrei sama manneskja og áður. Síðustu ár ævi sinnar átti Hólm- fríður við vaxandi vanheilsu að stríða. Þegar svo er komið að lífið er aðeins þjáning er dauðinn líkn. Ema Aradóttir Ljúf og góð kona er horfin yfir móðuna miklu. Langar mig til að minnast hennar með fáeinum orð- um. Hólmfríður Guðmundsdóttir var fædd í Laugardal í Tálknafirði. Var hún eina dóttir af átta bömum Guðmundar Hallssonar og Margrét- ar Einarsdóttur á Steinhúsum í Tálknafirði. Lifa þrír bræður systur sína. í Tálknafirði sleit hún bams- skónum. Minntist hún oft á það við mig, þegar hún sem barn og ungl- ingur var tekin úr skóla, til að hugsa um heimilið, þegar móðir hennar, sem var annáluð matreiðslukona á þeim tímum, var fengin til að sjá um brúðkaup eða önnur veisluhöld hjá sveitungum sínum. í þá daga þótti sjálfsagt að piltarnir héldu áfram námi, en stúlkumar skyldu vinna heimilisstörf. Hólmfríður gift- ist Jóhanni Magnússyni, Jóhanns- sonar kaupmanns á Patreksfirði og konu hans Þóm Vigfúsdóttur. Bjuggu þau Jóhann á Patreks- firði en fluttu til Reykjavíkur árið 1955. Þau eignuðust fjögur born, Magnús, Hjördísi, Álfhildi og Guð- mund, öll búsett í Reykjavík. Jó- hann lést fyrir átján ámm. Hólmfríður tilheyrði þeirri kyn- slóð kvenna, sem vann sitt ævistarf innan veggja heimilisins og helgaði líf sitt manni, bömum og síðar bamabömum. Ég kynntist Hólmfríði og fjöl- skyldu hennar fyrir tæpum þijátíu ámm og man ég hversu hógvær og ljúf þessi kona var í umgengni við sitt samferðafólk alla tíð. Hólmfríður var mikil hannyrða- kona og prýða verk hennar heimili bama og vina. Hún var og vel lesin kona, hafði mikið yndi af ljóðum og kunni ógrynni af kvæðum. Átti hún því bágt með að sætta sig við, þegar minnið minnkaði og þrekið þvarr við veikindi síðustu ára. Hafa dætumar sýnt elskulegri móður mikla umhyggju, litið til hennar daglega, önnur hvor eða báðar, hin síðari ár. Einnig naut hún tíðra heimsókna mágkonu sinnar Heiðu, auk sona sinna. Hólmfríður er nú horfin til Hans, sem býr okkur öllum bústað að lok- um. Þar gengur hún léttum skrefum til móts við eiginmann, dótturson og fjölda ættingja, sem farnir em á undan. Eftirlifandi ættingjum votta ég dýpstu samúð. Drottinn gefi dánum ró en hinum líkn, sem lifa. Lilja Huld í dag kveðjum við hana Fíu ömmu, sem lést í Landspítalanum þann 2. maí síðastliðinn. Amma háði erfiða sjúkralegu, en hún kvartaði ekki, heldur stóð sig eins og hetja þar til yfir lauk. Fía amma fæddist í Laugardal í Tálknafirði þann 19. nóvember árið 1903, en fluttist ung að árum með foreldrum sínum að Steinhúsum á Ytri-Sveinseyri og ólst þar upp. Þann 29. september 1927 giftist hún afa mínum, Jóhanni Magnús- syni, sjómanni frá Patreksfirði, og hófu þau búskap þar. Afa og ömmu varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Magnús, Álfhildur, Hjördís og Guð- mundur. Afi og amma fluttust til Reykja- víkur árið 1956 þar sem þau bjuggu til æviloka, en Jóhann afí lést í júlí árið 1971. Ég minnist hennar ömmu minnar fyrst þegar ég var 5 ára. Þá bjó hún ásamt afa mínum á Kapla- skjólsveginum og þær voru margar ánægjustundirnar sem ég átti með Fíu ömmu, því hún var víðlesin og kunni margar vísur og sögur að segja sem eru mér í fersku minni enn í dag. * Þær voru ófáar lopapeysurnar sem hún pijónaði á okkur systurnar enda var hún myndarleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem var handavinna eða matargerð. Síðustu 10 ár ævi sinnar bjó Fía amma á Dalbraut 27. Þá var heilsu hennar farið að hraka, en sárast þótti henni þó hvað minnið brást henni. Jafnvel þó að á síðustu ævidögum hennar væri vitað að hveiju dró, þá er söknuðurinn mikill, en eftir lifa minningarnar um hana Fífu ömmu sem öllum var svo góð. Elsku ömmu minni þakka ég fyr- ir alla þá ástúð og hlýju sem hún gaf mér. Blessuð sé minning hennar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Olga Björk Guðmundsdóttir Nú er enn ein af aldamótakyn- slóðinni horfin af sjónarsviðinu. Hómfríður Guðmundsddottir, föð- ursystir mín, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 2. maí, 85 ára að aldri. Hún var fædd og uppalin á bæn- um Ytri-Sveinseyri í Tálknafirði, þar sem hún var eina stúlkan í hópi sjö bræðra. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Einarsdóttir og Guðmundur Hallsson, sem ásamt fleiri skyldimennum höfðu flust búferlum til Vestfjarða alla leið frá Hornafirði og hasíað sér völl í nýju byggðarlagi aldamótaárið 1900. Patreksfjörður er næsti íjörður fyrir sunnan Tálknaijörð og þar bjó Hólmfríður lengst af ásamt eigin- manni sínum, Jóhanni Magnússyni, sjómanni. Þar fæddust börnin þeirra fjögur: Magnús, Hjördís, Álf- hildur og Guðmundur. Framboð á menntun var af skornum skammti á Patreksfírði, en allt var til „fyrir sunnan“. Brátt lá leiðin því til Reykjavíkur og upp úr 1950 höfðu þijú elstu systkinin flust þangað. Hólmfríður, Jóhann og yngsta barnið, Guðmundur, voru orðin ein í stóra húsinu á Patreks- firði. Árið 1955 fluttust þau líka suður. Lengst af bjuggu þau Hólm- fríður og Jóhann í fallegri íbúð, sem þau höfðu keypt á Kaplaskjólsvegi. En þá veiktist Jóhann og dó árið 1971. Þar bjó Hólmfríður svo áfram. Móður sína Margréti, sem þá var orðin öldruð, tók hún til sin, og hlúði með afbrigðum vel að henni þau síðustu ár sem Margrét lifði. í Olafiir Haukur Olafsson Fæddurl9. febrúarl930 Dáinn28. apríl 1989 Gott eiga þeir, sem djúpum svefni sofa sýsli og vanda, stund og eyktum fjarri. Ekkert sem kallar, einskis þarf ad bíða. Augu mín þreytast, höfuð fyllist dofa falla um mig bylgjur pium landsins stærri. Fer ekki tíminn senn að byija að líða. (Olafur Haukur Olafsson) Tíminn, hver er hann, er hann ekki hluti af eilífðinni? Tíminn er fljótur að líða, en eilífðin varir. Það eru 50 ár, hálf öld, frá því að við Oli Haukur hittumst í fyrsta skipti uppi á Landakotstúni, for- eldrar hans bjuggu þar í túnfætin- um. Hann bar skrautlega grímu, sem ég sá ekki í gegnum þá. Það 'eru aðeins nokkrar vikur síðan ég minnti Óla Hauk á þessa grímu og hann svaraði mér með brosi sínu, þessu kankvísa, glettna brosi, sem við bekkjarsystkinin í Menntaskól- anum í Reykjavík kynntumst svo vel. Óli Haukur bar að vissu leyti grímu, kannske allt sitt líf, en und- ir þessari grímu var líka hlýja, sem §ölskylda hans þekkti best og kom - Kveðja einnig fram í ljóðum hans. Ólafur Haukur fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hans Ólafur Haukur Ólafsson, stórkaup- maður, og kona hans, Súsanna Lilly Bjamadóttir, góðir borgarar í Reykjavík. Ólafur Haukur varð stúdent frá MR 1949 og læknanámi lauk hann frá Háskóla íslands 1957. Ólafur starfaði sem læknir bæði erlendis og hér á landi, m.a. á Borg- arspítalanum, en þó lengst af er- lendis, í Svíþjóð, þar sem hann starfaði um tíma sem yfírlæknir á sjúkrahúsi í Gállavare. Einnig starf- aði Ólafur sem sérfræðingur í fæð- ingar- og kvensjúkdómum í Saudi- Arabíu. Skólabróðir okkar, Benedikt Sig- valdsson skólastjóri, hefur þetta um Ólaf skrifað: „Gáfur hans voru skarpar, það duldist engum og næmleiki hans fyrir máli, einkum bundnu máli, var óvenjulegur." Ólafur var gott skáld, það vissu þeir sem lásu skólablað MR fyrir rúmum 40 árum. Hann var vinsæll í skóla, oft skemmtilega glettinn. Úr skólablaði MR 1946. Einar Magg: „Lestu hærra." Óli Haukur: ;,Komdu nær.“ Þannig var Óli Haukur, sem nú er horfinn til síns skapara, Guð blessi hann. Óli Haukur var frábær brids- maður. Stefán Guðjohnsen skrifar í brids-þætti í DV: „Ólafur var ákaflega skemmti- legur og hugmyndaríkur brids- meistari og hafði yndi af spilinu. Hann var sókndjarfur spilari og átti til að villa um fyrir andstæðing- um sínum með hugmyndaríkum blekkisögnum.“ Árið 1956 var Ólafur í brids- sveit með Stefáni, sem þá vann ís- landsmeistaratitilinn. Ölafur var einnig góður skákmaður, um það getur Friðrik Ólafsson borið. Árið 1949 kvæntist Ólafur Ásdísi Kristjánsdóttur verkstjóra í Reykjavík Benediktssonar og konu hans, Láru Stefánsdóttur. Ólafur og Ásdís áttu 5 börn, en þau eru: Ólafur Haukur viðskiptafræðing- ur, maki: Sigurbjörg Halldórsdóttir Gröndal. Einar Benedikt, doktor í sjávarlíffræði í Lundi, Svíþjóð, maki: Eva Christina Haettner, dokt- or í bókmenntafræði. Kristján Már. Ásdís Katrín, skurðhjúkrunarfræð- ingur í Ósló, maki: Pál O. Borgen, læknir. Sigríður Edda, útstillingar- hönnuður, maki: Magnús Jón Sig- urðsson, kerfisfræðingur. Við í MR-árganginum 1949 send- um samúðarkveðjur til Ásdísar, sem af mikilli fórnfýsi hefur hlynnt svo vel að manni sínum í veikindum hans í meira en áratug. Einnig sendum við samúðarkveðjur til barna þeirra. í kvæðinu Ástin mín, sem Óli Haukur orti til Ásdísar, segir hann m.a.: „Astin mín, þótt allar tungur kynni ég orðum gæti ei bundið huga minn að þakka að broti brot af sælu minni við barminn þinn. En þegar ég svo kossa þinna kenni og kærleiksorð ég heyri af vörum þér þá finnst mér eins og heilar borgir brenni á bijósti mér. Svo lengi sem ég lífs og þín má njóta, þótt laun mín reynist misjöfn, gengi valt þú verður Ijóð mitt lampi minna fóta og líf mitt allt. Jón Magnússon nokkur ár þar á eftir héldu þær heimili saman á Kaplaskjólsvegin- um mæðgurnar Hólmfríður og Hjördís, en þar kom að heilsuleysi knúði Hólmfríði til að flytjast á dvalarheimilið á Dalbraut. í 10 ár bjó hún þar þangað til kallið kom. Það var unun að heimsækja þessa yndislegu konu á öllum tímum lífsskeiðs hennar. Enda þótt þrótt- urinn væri farinn að dvina, gat hún samt unnið við handavinnu, og lengi vel lét hún ekkert aftra sér frá því að taka þátt í föndrinu sem boðið er upp á á Dalbraut. Það var gam- an að skoða alla þá fallegu handa- vinnu sem hún hafði unnið. Á æsku- heimili Hólmfríðar hafði mikið verið kveðið og farið með vísur og kunni hún ógrynnin öll af ljóðum. Og enda þótt skammtímaminnið væri orðið dyntótt, þurfti hún ekki mikið að hafa fyrir því að rifja upp vísur og kvæði sem hún hafði lært ung. En ógleymanlegar eru mér minn- ingarnar um Hólmfríði föðursystur mína frá þeim tíma sem hún bjó á Patreksfirði. Starf hennar var mik- ilvægt, hún var myndarleg húsmóð- ir og lagði mikla alúð við það að hugsa vel um fjölskyldu sína og heimili. Þetta var stórt heimili á tveimur hæðum, alltaf erilsamt og mikið að gera. Síðan ég sjálf varð fullorðin og eignaðist heimili og börn, hafa þær alltaf verið mér hulin ráðgáta þess- ar stórkostlegu móttökur sem ég fékk, þegar ég sem krakki var að koma í heimsókn á heimili Hólm- fríðar og Jóhanns á Patreksfírði. Það kom oftsinnis fyrir í byrjun sumars að ég fékk að gista hjá þeim á Patreksfirði þegar ég, Reykjavíkurkrakkinn, var á leið í sveit til ömmu og afa í Tálknafirði. Hjá Hólmfríði beið mín ævinlega uppbúið rúm í stofunni. Og um morguninn, þegar ég vakna, kemur hún sjálf inn með morgunmatinn á bakka: mjólk, brauð og heimabak- aðar kökur. Hvílíkur lúxus fyrir 10 ára gamlan krakka að láta stjana svona við sig, láta færa sér í rúmið. Þetta var gert af elsku, hlýju og látleysi, eins og væri þetta eðlileg- asti hlutur í heimi. Með Hólmfríði er horfin yndisleg kona, gædd miklum mannkostum. En hún lifír í hugum okkar allra sem þekktum hana. Innilega samúð votta ég börnum hennar og tengda- bömum, bamabömum, og bræðmm hennar þremur sem eftir lifa, Ein- ari, Magnúsi og Jóhanni, og þeirra fjölskyldum. Sigrún Helgadóttir í dag verður til moldar borin amma mín, Hólmfríður Guðmunds- dóttir, sem hin síðustu ár var til heimilis á Dalbraut 27 í Reykjavík. Fyrstu sjö ár ævi minnar bjó ég í næsta húsi við ömmu mína og þar sem báðir foreldrar mínir unnu úti sá hún um að sjá mér farborða meðan þeir vom í vinnunni. Á þessum tíma snerist líf okkar strákanna um knattspyrnu frá morgni til kvölds og ósjaldan fór ég með félaga mína í kaffi heim til ömmu minnar. Þar var þeim ekki í kot vísað og ekki gerður manna- munur á þeim og öðrum gestum sem komu í heimsókn. Enn þann dag í dag segjast þeir ekki hafa komist í tæri við jafn góðar kleinur og voru þar á boðstólum. Eitt var það sem hijáði ömmu mína á meðan ég hafði af henni kynni, en það var liðakölkun í báð- um hnjám. Oft var hún sárþjáð en kvartaði ekki og vann sín verk meðan kraftar leyfðu. Þannig var hún alla tíð, vildi ekkert láta fyrir sér hafa en vildi hinsvegar allt fyr- ir aðra gera. Eftir því sem árin liðu hrakaði heilsu ömmu minnar mjög og það ásamt hárri elli dró hana að lokum til dauða. Allan þann tíma reyndust börn hennar fjögur, Guðmundur, Álfhildur, Hjördís og Magnús, henni einstaklega vel og sáu svo um að aldrei kæmi sá dagur að eitthvert þeirra liti ekki inn til hennar. Sé eitthvað líf á eftir þessu lífi þá veit ég að hún amma mín er á góðum stað og vona ég að sú full- vissa geri sorgina léttbærari fyrir nánustu aðstandendur. Barnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.