Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIB MIÐVIKUDAGUR 1Ó. MAÍ 1989 Bandarískt herskip: Sex farast í eldsvoða Washington. Reuter. SEX bandarískir sjóliðar biðu bana og fimm særðust þegar eldur kom upp í birgðaskipi bandaríska sjóhersins, White Plains, í Suður-Kínahafi í gær. Talsmenn bandaríska sjóhersins sögðu að eldurinn hefði komið upp í vélarrúmi skipsins í um 100 sjómílna fjarlægð frá Hong Kong og að tekist hefði að slökkva eld- inn með aðstoð annarra skipa. Birgðaskipið White Plains. Mótmælt í Leipzig Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-ÞÝSKIR lögreglu- menn létu til skarar skríða gegn 500 andófsmönnum sem efndu til mótmæla í Leipzig og handtók 16 manns. Að sögn andófsmanna safnaðist hópurinn saman eftir kvöld- messu á mánudag til að mót- mæla villandi upplýsingum stjómvalda um bæjarstjómar- kosningar sem fram fóru á sunnudag. Einnig var því mótmælt að 100 manns voru handteknir á sunnudag fyrir að andæfa kosningunum í Leipzig. Norrænir varnar- málaráðherrar: Vilja að út- gjöld vegna friðargæslu- sveitajafiiist Kaupmannahöfn. Reuter. FJÓRIR norrænir varnar- málaráðherrar, frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi, hvöttu til þess í lok samráðsfundar þeirra í Kold- ing í Danmörku í gær að að- ildarríki Sameinuðu þjóðanna legðu jafnt af mörkum til frið- argæslusveita SÞ. Þeir sögðu að kostnaður legðist að of miklu leyti á þau ríki sem legðu til flesta friðargæslu- liða. Verkfall hjá BBC London. Reuter. Hátt í 12.000 fréttamenn og tæknimenn hjá BBC World Service hófu tveggja sólar- hringa verkfall í gær með þeim afleiðingum að útsend- ingar útvarps og sjónvarps riðluðust verulega. Forráða- menn BBC, sem er í ríkiseign, hafa boðið starfsmönnum 7% launahækkun og hafa ítrekað að tilboðið sé endanlegt. Verð- bólga í landinu er hins vegar 7,9% og búist er við að hún aukist á næstunni. Starfs- menn BBC krefjast 16% launahækkunar og segjast þeir hafa mun lægri laun en starfsmenn á einkastöðvum. Reuter A TLANTIS LENTIÁ EFTIR ÁÆTL UN! Geimferjan Atlantis lenti 38 sekúndum á eftir áætlun eftir annars vel heppnaða íjögurra daga geimferð á steyptri flugbraut í Mojave-eyðimörkinni í Kalifomíu í fyrradag. Mikill hliðarvindur var í lendingunni sem tókst þó mjög vel. í ferðinni var rannsóknarfarinu Magellan skotið áleiðis til Venusar. í október verður samskonar könnunarfari skotið frá geimfeiju áleiðis til Júpíters og í desember mun geimfeijan flytja risastóran geimkíki á braut um jörðu. Myndin vartekin er Atlantis lenti í fyrra- dag. Á innfelldu myndinni veifar áhöfnin til ljósmyndara. Valdaráni afstýrt í Guatemala Guatemalaborg. Reuter. Stjórnarhermenn í Mið- Ameríkuríkinu Guatemala brutu í gær á bak aftur tilraun nokk- urra fyrrverandi og núverandi herforingja og fylgismanna þeirra til að ræna völdum í landinu. Valdaránstilraunin hófst í dögun er herþotur og þyrlur sáust á sveimi yfir forsetahöllinni. Síðar varð ljóst að uppreisnarmenn höfðu náð út- varpsstöð ríkissútvarpsins í höfuð- borginni á sitt vald er óþekktur maður hvatti ráðamenn allra út- varps- og sjónvarpsstöðva landsins til að samtengja búnað stöðva sinna við senditíðni ríkisútvarpsins því von væri á ávarpi til þjóðarinnar. Því ávarpi var hins vegar aldrei útvarpað þar eð þær fréttir bárust loks að valdaránstilrauninni hefði verið afstýrt. í fréttatilkynningu frá forseta landsins sagði að fyrrum foringjar innan flughersins og nokkrir fylgis- menn þeirra hefðu staðið fyrir valdaránstilrauninni. Vamarmála- ráðherra landsins skýrði frá því í gærkvöldi að nokkrir starfandi for- ingjar í her landsins hefðu einnig tekið þátt í valdaránstilrauninni og kvað flesta leiðtoga uppreisnar- manna á bak við lás og slá. Fækkun langdrægra kjarnorkuvopna risaveldanna: Undanskilja ber geimvam- ir í hugsanlegum samning-i - segir Richard Burt, aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur skipað Ric- hard Burt, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Vest- ur-Þýskalandi og aðstoðarutanríkisráðherra á sviði málefha Evrópu og Kanada, formann samninganefnd- ar Bandaríkjanna í viðræðum við Sovétríkin um fækk- un langdrægra kjamorkuvopna. Burt kom í síðustu viku fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings og lagði áherslu á að undanskilja bæri geimvarnaráætlun Bandaríkjamanna í hugsanlegum samningi um fækkun langdrægra gereyðingarvopna. Geimvaraaráætlunin hefur verið einn helsti ásteyting- arsteinninn í viðræðum risaveldanna á þessum vett- vangi. Richard Burt. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í dag, miðviku- dag, ræða við hinn sovéska starfs- ENN er allt á huldu um hvað olli flugslysinu við Oskarshamn í Eystri-Smálöndum síðastliðinn mánudagsmorgun. 16 manns fór- ust með flugvélinni þegar hún hrapaði rétt fyrir lendingu í ágætu veðri. Menn úr flugslysanefnd og margir sérfræðingar aðrir vinna nú að því að skoða flugvélarflakið og eru margar getgátur uppi. Hefur verið nefnt, að fuglahópur geti hafa lent í hreyflunum eða að bilun hafi valdið en svörin liggja ekki á lausu enda ekkert heillegt úr vélinni nema stélið eitt. í gær var einnig unnið að því að bera kennsl á líkin en eldurinn fór svo illa með þau, að þau verða ekki þekkt nema eftir tannlækna- skrám, tannkortunum svokölluðu. Fjórir þingnefndarmenn og helsti frammámaður jafnaðarmanna í Stokkhólmi eru meðal þeirra, sem fórust, og var þeirra minnst í gær á þingi með einnar mínútu þögn. Höfðu þingstörfin þá legið niðri í sólarhring. Flug til og frá Oskarshamn var hafið aftur í gær og meðal annars með flugvél sömu tegundar og fórst bróður sinn LdUard Shevardnadze í Moskvu. Munu þeir m.a. ræða hve- nær hefja beri á ný viðræður um á mánudag. Flugmennirnir tveir, sem þá létu lífið, voru þrautreyndir í starfi sínu, jafnt utanlands sem innan og oft við erfiðar aðstæður. Embættismenn sögðu að Thatcher hefði gert Ortega það deginum ljós- ara að ekki yrði um neina aðstoð að ræða frá Bretum fyrr en lýðræðisleg- ar umbætur hefðu átt sér stað í Nic- aragua og stjórn sandinista hefði hætt stuðningi við skæruliða í öðrum ríkjum Mið-Ameríku. fækkun langdrægra vopna, sem í daglegu tali nefnast START-viðræð- ur, en þær hafa legið niðri frá því George Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Líkt og áður munu fundir samninganefndanna fara fram í Genf. Richard Burt sagði er hann svar- aði spurningum þingmanna að ríkis- stjórn George Bush legði einkum áherslu á að ná fram samningum um niðurskurð hefðbundins vígbún- aðar í Evrópu og fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna. Hann vakti hins vegar athygli á því að leysa þyrfti fjölmörg ágreiningsefni áður en unnt yrði að semja um fækkun öflugustu gereyðingarvopnanna og nefndi einkum hreyfanlegar lang- drægar landeldflaugar, sem Banda- ríkjamenn hafa hingað til viljað banna en hafa nú ákveðið að koma sér upp, ákvæði um eftirlit, og stýri- flaugar í skipum og kafbátum sem og í flugvélum. Burt lýsti yfir því að í hugsanlegu samkomulagi risaveldanna um fækk- un langdrægra vopna bæri að undan- skilja öll ákvæði sem á einhvern Ortega hefur heimsótt 10 Evró- puríki undanfarna daga í leit að efna- hagsaðstoð. Sfðar í þessari viku hefst í Stokkhólmi ráðstefna ríkja, sem hyggjast veita Nicaragua aðstoð og tilkynnti Thatcher Ortega að Bretar myndu ekki mæta þar. Embættismenn sögðu að Thatcher hátt gætu takmarkað rétt Banda- ríkjamanna til að vinna áfram að þróun geimvama. Allt frá því Míkhaíl S. Gorbatsjov komst til valda árið 1985 hafa Sovét- menn lagt á það áherslu í viðræðum við Bandaríkjamenn að samið verði um takmarkanir geimvama, líkt og berlega kom í ljós á Reykjavíkur- fundinum 1986. Telja þeir uppsetn- ingu og ákveðnar tilraunir með slík vopnakerfi í andstöðu við ABM- sáttmálann svonefnda frá árinu 1972 um takmarkanir gagneldflaugakerfa en hugmyndin að baki geimvarnará- ætluninni er einmitt sú að unnt verði að granda langdrægum kjarnorku- eldflaugum á flugi. Raunar sögðu sovéskir ráðamenn að Reagan for- seti væri „hugsjúkur" er hann kynnti geimvamaráætlunina árið 1983 en fáeinum vikum áður hafði hann sagt Sovétríkin vera „keisaradæmi hins illa“. Nú hallast fjölmargir.sérfræð- ingar að því að geimvarnaráætlunin hafi fengið Sovétmenn að samninga- borðinu á ný en þeir slitu öllum bein- um afvopnunarviðræðum í kjölfar þeirrar ákvörðunar NATO-ríkjanna að hefja uppsetningu meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu. hefði sett það sem skilyrði fyrir að- stoð við Nicaragua að raunverulegar lýðræðisumbætur ættu sér stað, er- lendum ráðgjöfum yrði vísað úr landi, fækkað yrði í stjómarher landsins og tilraunum til að grafa undan stjórnum annarra ríkja yrði hætt. Sagði hún Ortega að henni dygðu ekki orð hans eða ásetningur heldur yrði hann dæmdur af verkum sínum. Óvenju ítarlega var skýrt frá fundi þeirra. Flugslysið í Svíþjóð: Orsökin ekki auðfimdin Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Thatcher neitar Ortega um aðstoð: Loforð Daniels Ortega og ásetningur dugar ekki sér London. Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra, hafnaði beiðni um aðstoð við Nicaragua á rúmlega ldukkustundar fundi sem hún átti með Daniel Ortega, forseta Nicaragua, í embættisbústað sinum í Downingstræti 10 á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.