Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 44
44 MORGU.NBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1989 Er ke>n«n þin enn einus'inni fösi L baá/nu?" Ast er... \ > V-3 ... eftirminnanleg á kveðjustund. TM Reg. U.S. Pat OH — all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate !*• *( 312 Litli vinur. Það á ekki að draga að sér andann. Það heitir að blása sápukúl- ur... Ættum við ekki að leggja 500 kall undir til að auka spenninginn? HÖGNI HREKKVISI , BG HBF EKKl KO/MIST i ALmmiLE&T BAE> \ VlKJJ1-" Athugasemdir við óhróður um flugfrexjur og Flugleiðir Til Velvakanda. Hinn 19. apríl sl. voru birt í dálkum Velvakanda heldur leiðin- leg skrif um flugfreyjur og Flug- leiðir. Tilefnið var flug til Kana- ríeyja og flug heim aftur. Höfund- urinn, „þolinmóður“, ræðst á flug- freyjur, er hafi verið „þreyttar og pirraðar“, líklega vegna „vöru- og vistaskorts". Auk þess hafi orðið seinkanir og einnig orðið að milli- lenda á báðum leiðum. Af þessu tilefni skulu hér gerðar nokkrar athugasemdir. Sá sem þetta ritar hefur alloft flogið með Flugleiðum og reyndar einnig öðrum flugfélögum, bæði í áætlunarflugi og leiguflugi í sum- arleyfum. Hann hefur fylgst með flugfreyjum að störfum og undrast hvað þær voru liprar og lögðu sig fram í erfíðum störfum, oft við mikil þrengsli. Þær hafa gefið öll- um mannskapnum að borða og látið böm fá spil og merki til þess að stytta þeim stundir. Undirritað- ur hefur aldrei orðið var við „vista- skort“, heldur jafnan fengið góða þjónustu í mat og drykk. Hitt er annað mál, að í ferðum þessum hefur stundum mátt sjá miður þægilega farþega, þótt auð- vitað séu flestir prúðir í fram- komu. Það hefur verið aðdáunar- vert, hversu vel flugfreyjurnar hafa afgreitt þessa náunga, kurt- eisar, en þó ákveðnar. Að því er varðar seinkanir, þá munu þær geta verið af ýmsum ástæðum. Það getur hafa verið mótvindur á leiðum fyrr um dag- inn, eða þá að verið sé að lagfæra smávægilegar bilanir til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Slíkar taf- ir verða líka hjá öðrum flugfélög- um. Og að því er varðar millilending- ar, sem eru ekki ákveðnar fyrir- fram, þá er hér um ákvörðun flug- stjóra að ræða, í samræmi við ákveðnar reglur til þess að gæta fyllsta öryggis. Eitt sinn var undir- ritaður farþegi í flugi milli Malaga og Keflavíkur. Flugstjóri tilkynnti á miðri leið millilendingu á flug- velli einum á írlandi. Flugfreyja sagði að þetta væri vegna mót- vinds í háloftunum. Flestir tóku þessu með skilningi, en fáeinir fóru að nöldra. Einn hélt því fram að þetta væri gert til þess að fá ódýrt eldsneyti á írlandi. Þetta er hér nefnt sem dæmi um ranghug- myndir, er sumir fá vegna van- þekkingar, því að auðvitað hlýtur það að þýða mikið og dýrt elds- neyti að hefja geysiþunga flugvél Sönglagakeppnin: Osigurinn mikli Til Velvakanda. Gjaldþrot fyrirtækja er því mið- ur daglegt brauð á íslandi um þessar mundir. Og nú hefir sú grimma krumla einnig náð til sönglagakeppninnar. Nú stöndum við frammi fyrir gjaldþroti hinna mörgu og mis- heppnuðu dómnefnda víðs vegar um landið. Þær hafa með sinni frábæru dómgreind tryggt okkur neðsta sætið í keppninni og kórónað háð- ungina með því, að við fengum ekki eitt einasta atkvæði. Valgeir vinsæli sagði í viðtali fyrir loka- keppnina í Sviss „Best að hafa engar áhyggjur af þessu. Keppnin skiptir engu máli.“ Svo? Til hvers er þá verið að öllu þessu brambolti? En nú hafa „okkar menn“ í Sviss fundið nýja og óvænta niður- stöðu. í sjálfu sér eru einu sætin sem skipta máli það efsta og það neðsta! Eftir ósigurinn mikla vakti ís- Yíkverji skrifar Nýlega var haldið norrænt þing um gagnrýni í Norræna hús- inu og var Jens Brincker frá danska blaðinu Berlingske Tid- ende meðal þátttakenda. Hann rit- aði grein í blaðið og sagði í inn- gangi hennar að höfundur hefði komist að því að undir stolti og stórmennsku Islendinga byggi menningarleg minnimáttarkennd, sem birtist með hinum undarleg- asta hætti. Greinin er skrifuð af því yfir- læti sem einkennir alltof oft mál- flutning þeirra norrænu blaða- manna sem hingað koma. Höfund- ur rökstyður fullyrðingar sínar um minnimáttarkennd íslendinga meðal annars með því að segja frá heimsókn í veitingastaðinn „Paradís" sem líklega er í Hvera- gerði samkvæmt lýsingu hans. Finnst honum allt sem hann sér þar ömurlegra en orð fá lýst. Og undrast hann, hvernig menn hafí á þessum fagra stað fallið þannig fyrir amerísku smekkleysi. máttarkennd Dana eftir að hafa farið inn á afgreiðslustað fyrir ferðamenn? Víkveija finnst þetta heldur haldlítil forsenda til að fella þunga dóma um að íslendingar séu haldnir meiri minnimáttarkennd en aðrir. Dytti nokkrum hug að hafa uppi fullyrðingar um minni- Berlingske Tidende slær þessum skrifum blaðamanns síns upp á forsíðu á þess blaðhluta sem kallast Magasin og eru þar stórar litmyndir af hverum og Bessastöð- um. Er augsýnilegt að ritstjórn blaðsins hefur þótt töluvert til þessara skrifa blaðamanns síns koma. Sem betur fer er ekki allt neikvætt sem hann hefur að segja um land og þjóð, til dæmis fer hann lofsamlegum orðum um mót- tökur á Bessastöðum og fram- göngu forseta Islands. Hann er ekki jafn jákvæður þegar hann ræðir um sýningu ís- lensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós, en um hana notar hann þessi orð og kýs Víkveiji að hafa þau á dönsku dræbende provinsiel opförelse og mætti þýða þau á þennan veg: hryllilega útiboruleg uppfærsla. Og ennfremur hefur það sært hann, að á þinginu um gagnrýni þar sem meðal annars fulltrúar frá The Times og Svenska Dagbladet voru meðal málshefjenda hafi íslendingar + upp í 30 þúsund feta hæð. Flugleiðir eru mitt flugfélag og það er gott að fljúga með þeim. Það gladdi mig mikið þegar for- ráðamenn þess tóku þá ákvörðun að falla frá málshöfðun á hendur stéttarfélagi einu á Suðurnesjum og menn sömdu um málin eins og jafnan ber að gera. Hjá þessu flug- félagi vinnur starfsfólk sín störf, oft við erfið skilyrði. Og þótt alltaf verði til óþolinmóðir nöldrarar, þá er rétt að fram komi að aðrir, og þá líklega flestir, eru ánægðir með þá þjónustu, sem veitt er. Vesturbæingur land sérstaka athygli fyrir 0 stig og neðsta sætið! Og þeir virtust mjög sælir þar ytra! Strax eftir að íslensku lögin höfðu verið kynnt hér heima fór ekkert á milli mála, hvaða lag var langvinsælast. Sóley Gunnars Þórðarsonar var sífellt pantað og spilað á útvarpsrásunum. Þetta lag lenti í næstneðsta sætinu hjá dómnefndunum, sem virðast ekki skilja, að lagið sem fer í þessa keppni verður að ná til allra strax. Hér og nú. Það er ekki nóg að það vinni á við nán- ari kynni. Þau eru ekki fyrir hendi í þessari keppni. Við erum mörg, sem erum sann- færð um að Sóley hefði ekki átt síðri möguleika en danska lagið, sem varð í einu af efstu sætunum. Nú verður að stokka spilin upp! Útfararlag dómnefnanna hefur verið leikið á áhrifaríkan hátt. S.I.G. fremur viljað ræða eigin óperu og vandræði í balletstarfsemi en markmið og starfshætti tónlistar- gagnrýnenda. Og þá hafi fyrrver- andi balletgagnrýnandi frá Reykjavík staðið upp og sagt að hún hafi hætt sem gagnrýnandi vegna þess að hún hafi ekki getað sagt neitt jákvætt um íslenskan ballet. XXX Landkynning af þessu tagi er í sjálfu sér ekkert nýnæmi, þegar norrænir blaðamenn eiga í hlut. Er helst undarlegt hve lengi þeir eru við sama heygarðshornið í þessu efni. í grein Jens Brickn- ers skín í gegn, að hann óttast að Danir lendi í sömu aðstöðu og hann lýsir á Islandi, þegar þeir verða orðnir lengst í norðri í samei- naðri Evrópu. Víkveiji er þeirrar skoðunar að hvorki Danir né Islendingar þurfi að óttast neitt í þessu efni, ef þeir leggja sig fram eftir bestu getu að rækta eigin menningararf og taka jafnframt þátt í alþjóðlegu samstarfi. Minnimáttarkennd eins og sú sem skín í gegnum skrif danska blaðamannsins á ekkert skilt við mat á íslenskum aðstæð- um, sem byggist á öðru en yfir- borðslegum stundarkynnum. _L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.