Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1989 27 Bj arnarfj ör ður: Stöðuvatn á Djúpvegi Laugarhóli. DJÚPVEGUR má lieita að hafa verið ófær smærri bílum mestan hluta sl. viku, vegna stöðuvatns sem myndaðist á honum á Kálfa- nesflóa, norðan Hólmavíkur. Var þetta svo mikill vatnselgur að draga varð minni bíla yfir eða þeir snéru frá. Þeir sem gerðu það ekki áttu á hættu að stöðv- ast þarna. Um þriðja maí tók að safnast svo mikið vatn á veginum norðan Hólmavíkur, að það varð fljótlega ófært fyrir smæstu bíla. þetta var á svokölluðum Kálfanesflóa, en þar er sléttlendi mikið og djúpur snjór ennþá, sem hindraði með öllu að vatnið gæti runnið burt. Smám saman jókst vatnið og varð enn meiri farartálmi, en úrræði til að bæta þarna um fundust ekki fyrr en seint á laugardag þann 6. maí, að grafin var geil í snjóinn og krap- ið umhverfis svo nokkuð af vatninu rann burt. Gárungar kölluðu þetta jafnvel „Rauða hafið“ og minntust þess er það opnaðist svo að gyðingar gætu gengið yfir það þurrum fótum. Ekki varð mönnum samt að ósk sinni og ófáir bílar drápu á sér áður en vatnsborðið var lækkað, en þar sem dýpst var, flaut yfir ljós bíla. - SHÞ Kvenstúdentar á Hótel Borg Arshátíð Kvenstúdentafélags Islands og Félags íslenskra há- skólakvenna verður á Hótel Borg á morgun. 25 ára stúdínur ætla að sjá um skemmtiatriði. Miðar eru seldir á Hótel Borg í dag milli kl. 16 og 18. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 9. maí. FISKMARKAÐUR hf í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 41,50 41,50 41,49 0,040 1.639 Þorskur(óst) 41,50 41,50 41,50 1,791 74.308 Ýsa 88,00 57,00 60,97 1,673 101.971 Ýsa(ósl.) 54,00 54,00 54,00 0,797 43.038 Ýsa(smá) 15,00 15,00 15,00 0,177 2.655 Karfi 29,00 27,00 27,83 0,836 23.264 Ufsi 27,50 27,00 27,25 11,733 319.701 Steinbítur 24,00 11,00 20,11 0,972 19.544 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,123 1.845 Langa 30,00 30,00 30,00 2,434 73.005 Lúóa 240,00 75,00 113,31 0,556 63.000 Koli 35,00 35,00 35,00 0,074 2.590 Keila 10,00 10,00 10,00 0,443 4.430 Skötuselur 70,00 70,00 70,00 0,003 210 Samtals 33,77 21,650 731.200 Selt var frá Faxeyri og úr bátum. í dag verða m.a. seld 25 tonn af þorski og 3 tonn af steinbít úr Núpi ÞH og þorskur úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 47,00 37,00 41,87 1,466 61.379 Ýsa 77,00 50,00 63,05 8,630 544.150 Karfi 34,00 34,00 34,00 0,122 4.026 Ufsi 28,00 15,00 27,12 2,278 61.778 Steinbítur 37,00 11,00 11,95 1,521 18.179 Hlýri 7,00 7,00 7,00 0,192 1.344 Langa 20,00 20,00 20,00 0,200 4.000 Lúða 280,00 280,00 280,00 0,046 2.880 Blálanga 27,00 27,00 27,00 0,792 21.384 Keila 8,00 8,00 8,00 0,158 1.264 Samtals 47,21 15,494 731.457 Selt var úr bátum. í dag verða meðal annars seld 10 tonn af ufsa úr Freyju RE og óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 49,50 49,50 49,50 0,500 24.750 Þorskur(óst) 47,50 25,00 44,40 20,815 924.089 Ýsa 53,00 53,00 53,00 2,000 106.000 Ýsa(óst) 61,00 20,00 50,63 32,323 1.636.376 Karfi 15,00 15,00 15,00 1,130 16.950 Ufsi(óst) 22,00 15,00 20,19 1,807 36.479 Steinbítur 6,00 5,00 5,56 0,900 5.000 Skarkoli 40,00 35,00 37,81 0,955 36.105 Lax 195,00 195,00 195,00 0,057 11.115 Samtals 46,11 61,557 2.838.086 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK og Hraunsvík GK. 1 dag verða m.a. seld 47 tonn af þorski, 2 tonn af steinbít og 2 kör af ýsu úr Eldeyjar-Hjalta GK, 60 tonn af þorski úr Sveini Jóns- syni KE og 10 til 15 tonn af ýsu úr Þuriði Halldórsdóttur GK. LÍFOGKIÖRf ; KOLAPORTINU Á LAUGARDÖGUM KOLAPORTIÐ MOHKaUXfOg r ... undir seðlabunkanum. LIF Uu KIOR I KOLAPORTINU Á LAUGARDÖGUM KOLAPORTIÐ M«RKa Ðí'ORr ... undir seðlabunkanum. „Hæltuleg' sambönd“ í Bíóborg BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Hættuleg sam- bönd“. Með aðalhlutverk fara Glenn Close og John Malkovich. Leikstjóri er Stephen Frears. De Merteuil markgreifafrú er hið mesta klækjakvendi og notar vini sína hiklaust til þess að klekkja á ýmsum, sem henni er eitthvað í nöp við. Auk þess er hún laus á kostunum og verðlaunar elskhuga sína, þegar hún hefur nótað þá til einhverra óhappaverka. Fá þeir þá að gista hjá henni eina nótt eða svo og fer dvalartíminn eftir geð- þótta þessarar aðalsfrúar. íhugunarfélag- ið flytur ÍSLENSKA íhugunarfélagið hefúr nú flutt alla starfsemi sína á Laugaveg 18a, fjórðu hæð. Þar verður aðalskrifstofa félagsins og kennsluaðstaða. íslenska íhugunarfélagið var stofnað árið 1975. Meginhlutverk þess er að kynna og kenna íhugun- artækni Maharishi Mahesh Yogi, innhverfa íhugun og þau fræði sem að baki liggja. Fyrsta námskeiðið í hina nýja húsnæði hefst á morgun, fimmtu- dag, klukkan 20.30 með opnum kynningarfyrirlestri þar sem fjallað verður um hlutverk Innhverfrar íhugunar í daglegu lífí. Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir. Ingi Hans Jónsson. Grundarjjörður: Ingi Hans með myndlistarsýn- ingu UM ÞESSAR mundir stendur yfir myndlistarsýning í félags- heimili Alþýðubandalagsins í Grundarfirði. Þar sýnir Ingi Hans Jónsson 16 myndir. Flestar myndirnar eru vatnslitamyndir en Ingi Hans notar líka túss, olíu- og krítarpastel. Ein höggmynd er líka á sýning- unni unnin úr islensku gijóti. Myndefni Inga Hans tengjast haf- inu, atvinnu- og mannlífi á Grund- arfirði fyrr og nú. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni og seldust flestar myndirnar strax fyrstu dagana. - Ragnheiður Andakíll: Spáð hlýnandi veðri í júní Hvannatúni. A MEÐAN veðurfræðingar spá ekki um veðurútlit fyrir lands- menn, verður manni hugsað til þeirra, sem geta sér til um tíðar- far fram í tímann. Fullorðnir menn þykja sumir sannspáir og einn aldraður Borg- firðingur, sem undirritaður frétta- ritari hittir reglulega, hefur i mörg ár leikið sér að slíkum spám og ef á heildina er litið verður að viður- kenna, að hann hefur talsvert til síns máls. í haust tók maður spá hans um gott tíðarfar fram að jólum fegins hendi. Spáin um snjómikinn og langan vetur sem tæki við, var ekkert fagnaðarefni og enn síður því sem á eftir að fylgja: það á ekki að hlýna að ráði fyrr en um miðjan júní. Skarðsheiðin séð norðan frá er nú jökli líkust, falleg er hún en kuldaleg svona alhvít, hvítari en síðustu áratugi. Hafnarfjall og Tungukollur, fjöllin í suðri upp af Borgarnesi, segist einn gamall Borgnesingur ekki muna hvítari en þessar vikur. - DJ „Ungu byssu- bófarnir44 BÍÓHÖLLIN hefúr tekið til sýn- inga myndina „Ungu byssubóf- arnir“. Með aðalhlutverk fara Emilio Esteves og Kiefer Sut- herland. Leiksljóri er Christop- her Cain. Morton hefur komið sér vel fvrir í smáborg í suðvesturhluta Banda- ríkjanna, rekur þar bæði búskap og verslun. Hann tekur því illa, þegar Englendingur, John Tunstall að nafni, leyfir sér að stofna versl- un í samkeppni við sig. Fyrirlestrar á vegum Hag- sögufélagsins DR. TEODOR Shanin prófessor í mannfræði og forseti félagsvís- indadeildar háskólans í Manc- hester heldur tvo fyrirlestra í boði Hagsögufélags íslands á morgun og föstudag, kl. 17, í stofú 102 i Lögbergi. „Smábændur og bændahag- kerfi“ nefnist fyrri fýrirlesturinn, sem fjallar um „þriðju leiðina" í rannsóknum á bændasamfélögum sem byggir mest á k'enningum Tsjayanovs. Þessi fýrirlestur er haldinn í samvinnu Hagsögufélags- ins og Sagnfræðistofnunar. „Perestrojka" er efni síðari fyrir- lestursins. Shanin hefir góð tengsl við ýmsa áhrifamenn innan sov- ésku akademíunnar og einnig við marga helstu ráðgjafa Gorbatsjovs. Hann er nýkominn frá Sovétríkjun- um þannig að hér gefst tækifæri að fá upplýsingar um það sem er að gerast og hvert perestrojkan stefnir. Teodor Shanin fæddist í Tallinn í Eistlandi 1930. Hann fluttist til ísrael og stundaði þar nám í fé- lagsvísindum við háskólann í Jerú- salem. Á sjötta áratugnum fór hann til Bretlands og lauk doktors- prófi við háskólann í Birmingham. Kirkjubæjarklaustur: Vortónleik- ar Tónlist- arskólans ' _ Kirkjubæjarklaustri. ÁRLEGIR vortónleikar tónlist- arskólans á Kirkjubæjarklaustri voru haldnir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 29. apríl. Komu þar fram allir nemendur skólans og léku ýmist einleik eða samleik á flautu, orgel, píanó og gitar. Þá söng barnakór einnig nokkur lög. Þess má geta að mik- ill áhugi er á tónlistamámi i hérað- inu, t.d. eru um 40% af nemendum grunnskólans einnig í tónlistar- skóla. Skólastjóri tónlistarskólans er Mínerva Haraldsdóttir en auk hennar starfa við skólann 2 stunda- kennarar. Ágóði af tónleikum þessum rennur í sjóð sem stofnaður hefur verið til kaupa á flygli í félags- heimilið. Stefnt er að því að hljóð- færið verði komið fyrir næsta skólaár og er ekki að efa að það verður mikil lyftistöng fyrir allt tónlistarlíf á svæðinu og ekki sist nemendur tónlistarskólans, sér- staklega þá sem langt eru komnir í.námi. _ HSH Nemendaverk- eftii aðgerða- rannsókna Aðgerðarannsóknafélag ís- lands heldur kynningarfúnd þann 11. mai klukkan 17.15 um nokkur verkefni sem nemendur hafa nýlega unnið. Nemendumir em flestir að ljúka námi í tölvunarfræði frá Háskóla íslands og hafa unnið þessi verk- efni í námskeiðinu „Notkun að- gerðagreiningar". Þeir munu sjálfir kynna verkefnin og eru ætlaðar 10—15 mínúturfyrirhvertþeirra. Auk þess mun Snjólfur Olafsson segja stuttlega frá öðrum verkefn- um og ræða almennt um nemenda- verkefni. Tilgangur þessa fundar er m.a. sá að auðvelda mönnum að koma auga á og afmarka verk- efni í sínu fýrirtæki. Fundarstaður er stofa 101 í Odda, húsi Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.