Morgunblaðið - 10.05.1989, Page 25

Morgunblaðið - 10.05.1989, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 25 JltargtiiiWftMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Ovissa nemenda og ábyrgð stjórnvalda Kvöldið áður en Steingrím- ur Hermannsson forsæt- isráðherra hélt í ferðalag til Ungverjalands, eða síðastliðið laugardagskvöld, var eftir honum haft í fjölmiðlum, að hann teldi lausn á kjaradeilu kennara og annarra háskóla- menntaðra manna í sjónmáli. Þetta mat forsætisráðherra á stöðunni reyndist rangt og staðreynd er, að hvorki hann né aðrir ráðherrar hafa haft bolmagn til að snúa vörn í sókn í þessari deilu, sem er nú að eyðileggja nám þúsunda ungmenna á einu viðkvæmasta stigi náms þeirra. Þótt lausn finnist á kjaradeilunni að lok- um og kennarar heQi aftur störf, er ástæða til að efast um að allir nemendur hverfi aftur að námi. Verkfallið mun þannig skilja eftir sig sár sem seint grær. Forsætisráðherra var líklega á laugardaginn fremur með hugann við væntanlega för sína til Ungverjalands en hina raunverulegu stöðu verk- fallsmálanna og síðustu daga þinghaldsins, sem ber merki sömu upplausnar og óstjórnar og einkennir allt starf ríkis- stjómarinnar. Með hliðsjón af þeim orðum sem Steingrímur Hermannsson lét falla um ut- anferðir Þorsteins Pálssonar, þegar hann var forsætisráð- herra á síðasta ári, er furðu- legt að Steingrímur skuli hafa talið sér fært að hverfa úr landi nú á þessum örlagaríku dög- um. Hin beina pólitíska ábyrgð vegna kjaradeilnanna og þess ástands sem skapast hefur í skólunum hvílir á tveimur ráð- herrum Alþýðubandalagsins, þeim Olafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra og Svavari Gestssyni menntamálaráð- herra. Ólafi Ragnari hefur hingað til gjörsamlega mistek- ist að koma á því sambandi við viðræðuaðila sína, sem er forsenda sátta og samkomu- lags. Svavar Gestsson gefur hverja yfirlýsinguna eftir aðra um'það með hvaða hætti eigi að standa að lyktum skólaárs- ins en er í raun sífellt á flótta undan fyrri yfirlýsingum sínum. Hann er í sömu spörum og forsætisráðherra að vera ekki fær um að meta stöðuna rétt. Þessum tveimur ráðherrum Alþýðubandalagsins hefur mistekist í þessu máli. Við núverandi aðstæður ætti for- sætisráðherra að láta þessa deilu til sín taka og beita sér fyrir lausn hennar. Hann gerir það ekki frá Ungveijalandi, á meðan bíða þúsundir skóla- nema í óvissu um framtíð sína. I ræðu sem Þórir Auðólfs- son, inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík, flutti fyrir framan mennta- málaráðuneytið í fyrradag komst hann meðal annars svo að orði: „Við höfum beðið í algjörri óvissu. Við vitum ekki hvenær verkfallinu lýkur, ekki hvemig prófum verður háttað eða hvernig við útskrifumst. Þessi óvissa hefur gert það að verkum að við höfum átt erfitt með að skipuleggja lestur okk- ar. Það var fyrir löngu ljóst að þetta verkfall myndi hafa alvarleg áhrif á stúdentspróf- in. Þessi kjaradeila hefur kom- ið í veg fyrir að við tökum stúdentspróf á hefðbundinn hátt og nú er aðeins hægt að reyna að finna lausn, sem gef- ur sem réttasta mynd af kunn- áttu okkar. Það er alveg ljóst að nemendur geta ekki verið í skóla langt fram á sumar. Flest höfum við ráðið okkur í vinnu, sem við treystum á og megum ekki missa. Sumir nemendur hafa sótt um inn- göngu í erlenda háskóla og þurfa að senda stúdentsprófs- skírteinin út í byijun júní.“ Ræða Svavars Gestssonar á fundinum við menntamála- ráðuneytið sýndi enn einu sinni að hann hefur engin ráð í þessu máli. Fyrir réttu ári þegar það var á döfinni að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra var að fara á fund með Ronald Reagan var deilt um kaup og kjör og af- lýsti Þorsteinn för sinni. Nú þegar þúsundir skólanema sjá fram á að starf þeirra í vetur er að verða að engu og ríkis- stjórnin er ráðalaus vegna kjaradeilu við starfsmenn sína leggjast ráðherrar í ferðalög, þótt Steingrími Hermannssyni hafi ekki þótt slíkt sæma fyrir ári. Þá sat hann að vísu í öðru embætti sjálfur. Heimsókn páfa til fá- mennustu hjarðar sinnar Jóhannes Páll páfi II. eftir OlafH. Torfason Jóhannes Páll II páfi, sem nú hefur setið rétt rúman áratug á stóli Péturs postula í Róm, verður á íslandi 3. og 4. júní næstkom- andi ásamt nokkrum þekktustu og áhrifamestu samverkamönnum sínum. Hinn heilagi faðir hittir hér að máli æðstu menn þjóðarinnar, í andlegum og veraldlegum skiln- ingi, heilsar upp á söfnuð sinn í Dómkirkju Krists konungs í Landa- koti, tekur þátt í samkirkjulegri athöfn á Þingvöllum og syngur heilaga messu undir beru lofti í Reykjavík á Sjómannadaginn, fyrsta sunnudag í júní. Allt eru þetta nokkur tíðindi og gleðileg, en þó er jafnvel enn ánægjulegra og athyglisverðara að rifja upp, að heimsókn hins heilaga föður til okkar hefur á sér sérstæð- an blæ innan Norðurlandaheim- sóknarinnar sem hún er liður í. Eg vil leyfa mér að rifja það hér upp, að þessi sérstaða felst meðal ann- ars í því, að sennilega hefur páfi aldrei heimsótt jafn fámenna hjörð sína fyrr, að þátttaka páfa í sam- kirkjulegri samkomu kristinna manna á Þingvöllum 3. júní 1989 markar ákveðin tímamót að því leyti að hingað til hefur páfi aldrei tekið þátt í slíkri samkomu utan þéttbýlisstaða og í þriðja lagi má benda á þær staðreyndir, sem frændum okkar á Norðurlöndum finnst mörgum hveijum fremur torskildar, að Jóhannes Páll II páfi syngur sunnudagsmessu í Reykjavík og flytur vikulega sunnudagsbæn sína til alls heims- ins í beinni útsendingu í gegnum Vatíkanútvarpið af Landakotshæð. Vinum okkar á Norðurlöndum, sem geta efnt til allmiklu fjölmennari útimessu en við, þykir sumum sér- kennilegt að hans heilagleiki skuli fremur vilja eiga þessa helgistund í fámennum hópi hérna lengst úti í reginhafí en á glæsivögnum þeirra. Erkibiskubinn og kardínálinn Karol Wojtyla frá Krakow í Pól- landi tók sér nafnið Jóhannes Páll II strax eftir að hann hafði verið kjörinn 263. Rómarbiskupinn 16. okt. 1978. „Boðið fagnaðarerindið öllu mannkyni" — þessi eru í hnotskurn einkunnarorðin í 10 daga hirðis- heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Norðurlanda, frá 1.—10. júní næstkomandi. Orðin ber ekki að túlka þannig að Rómarbiskup sé hingað norður kominn í trúboðs- ferð, — að boða rómversk-kaþólska kenningu í samkeppni við kenning- ar mótmælenda sem ráða ríkjum. Rómversk-kaþólska kirkjan skiptir heiminum að vísu snyrtilega niður í trúboðssvæði og lönd sem ekki er talin ástæða til að reka trúboð í. Norðurlöndin eru utan trúboðs- svæða, þótt ísland hafí reyndar 'ekki verið formlega tekið út af þeim fyrr en árið 1968. Rómversk-kaþólsku kirkjunni er sem sagt ekki ætlað sem stofnun hér eða í öðrum kristnum þjóð- félögum að snúa fólki, hvað sem einstaklingar eða hópar innan hennar aðhafast. Hins vegar má geta þess, að í engum trúflokki hérlendis fjölgar hraðar um þessar mundir en í kaþólska söfnuðinum, hann telur nú um 2.300 manns eða tæplega 1% þjóðarinnar, og þótt það þyki sjálfsagt lítið, er það samt hæsta hlutfall rómversk-kaþólskra af heildarmannfjölda hjá nokkurri þjóð á Norðurlöndum að Svíþjóð undanskilinni, en þar eru flestir kaþólikkar innflytjendur. Hægt er því að fullyrða, að íslendingar eru nú kaþólskastir Norðurlanda- manna. í samkirkjulegum anda Einkunnarorðin í Norðurlanda- heimsókn páfa, um að ræða gleði- boðskapinn við allt mannkyn, vísa fyrst og fremst til samkirkjulegs anda sem Jóhannes Páll páfi II hefur lagt áherslu á í ferðum sínum. Segja samt aðstoðarmenn hans, að aldrei hafi nokkurt páfaferðalag haft á sér jafn sterkt samkirkjulegt svipmót og fyrirhuguð Norður- landaför. Jóhannes Páll II hefur lagt sig eftir því að efla tengsl og samstöðu kristinna manna, og þá skulum við ekki gleyma áföngum þeim sem hann hefur þegar náð í viðleitni sinni til að tengja austur- kirkjumar, rétttrúnaðarkirkjur, við Rómversku kirkjuna, án þess að gera tilraun til að drottna yfir þeim. Jóhannes Páli II hefur líka orðið betur ágengt en nokkrum fyrirrenn- ara hans í því að efna til viðræðna og funda með fulltrúum annarra trúar- og skoðanahópa, eins og múslima, hindúa og búddista. Eins og að líkum lætur er ekki full samstaða innan allra mótmæl- endakirkna og söfnuða vegna þess- arar heimsóknar páfa til Norður- landa núna. Það kemur hins vegar mörgum á óvart að þeir fijálslyndu Danir koma nú fram sem stífastir og formfastastir allra, enda telja þeir sig kannski bera nokkra sögu- lega ábyrgð á kristni á Norðurlönd- um og Þjóðkirkju sína eins konar hákirkju sem hinar mega alveg hafa til fyrirmyndar. Hans heilag- leiki fær að stíga inn í guðshús í Danmörku, en ekki að segja margt og sums staðar ekkert, né að taka þátt í helgihaldi. Hvaða varfærni eða andúð er hér á ferð? spyija ýmsir. Rómversk- kaþólskum á Norðurlöndum hefur hins vegar lengi þótt eima eftir af tortryggninni sem mætti róm- versk-kaþólsku kirkjunni á 19. öld- inni, þegar trúfrelsi var að komast á í þessum löndum. Við getum munað íslendingar að 1857, — 8 árum eftir trúfrelsi var lögleitt í Danmörku, en 17 árum áður en við fengum það með stjómarskránni, — sendi biskupinn í Reykjavík ítrekað bréf út á Iand til prófasta og lög- regluyfirvalda með viðvömnum gegn rómversk-kaþólskum sendi- boðum og illum öndum og beiðnum um að ákæra Jesúíta ef með þyrfti. Tvívegis á þessu tímabili felldi Al- þingi Islendinga með miklum mun bænarskrár frá Þingeyingum um trúfrelsi hér á landi. 1864 vom kaþólskar messur hér í Landakoti stöðvaðar með lögregluvaldi og 1868 kærði amtmaðurinn á Möðm- völlum í Eyjafírði þingmanninn Ein- ar Asmundsson í Nesi fyrir að veita kaþólskum presti gistingu. En eftir að leið á 20. öld og ís- lendingar áttuðu sig í rólegheitum á að „sókn,“ rómversk-kaþólsku kirkjunnar hérlendis beindist aðeins að þjónustu og líknarmálum þar sem þörf var brýn, breyttust við- horf þjóðarinnar. Svo var komið um 1929, þegar kardínálinn van Ross- um vígði Kristskirkju í Landakoti, að sendimenn Páfagarðs höfðu að eigin sögn ekki annars staðar á Norðurlöndum mættjafn jákvæðum viðtökum og virðingu þjóðar og opinberra stjórnvalda og á íslandi. Fleira má nefna sem vekur kald- ar kenndir stöku mótmælenda þeg- ar kaþólikkar birtast, m.a. það álit að dauðlegum mönnum sé of mikill sómi sýndur með dýrðlingadýrkun í kaþólskum sið, svo að jaðri við skurðgoðadýrkun. Loks er að geta andstöðu þeirra sem fella sig ekki við orð, athafnir eða meintar van- rækslur páfa í þjóðfélagsmálum. „Boðið fagnaðarerindið öllu mannkyni“ — þessi eru í hnotskurn ein- kunnarorðin í 10 daga hirðisheimsókn Jó- hannesar Páls páfa II til Norðurlanda, frá 1.—10. júní næstkom- andi. Orðin ber ekki að túlka þannig að Rómar- biskup sé hingað norð- ur kominn í trúboðs- ferð, — að boða róm- versk-kaþólska kenn- ingu í samkeppni við kenningar mótmæl- enda sem ráða ríkjum.“ Stundum grunar mann að í svona tali bregði fyrir enn þann dag í dag áhrifum þeirrar lífseigu söguskýr- ingar áróðursmanna í mótmælenda- sið, að alþjóðlega rómversk- kaþólska kirkjan hafí á miðöldum og æ síðan troðið sér fram sem erlent íhlutunarafl, drottnunarsjúkt og óþjóðlegt. Yngri sagnfræðingar íslenskir hafa nú sumir hafnað þess- ari söguskýringu, t.d. um menning- arlega „íslenska höfðingjakirkju" í baráttu við útlenda „yfírráða- kirkju". Freistingin til að láta sér slíkar valdataflslýsingar nægja um auðugt tímabil á að nokkru rót sín að rekja hérlendis til sjálfstæðis- baráttunnar á 19, öld, þegar mikið lá við að gylla allt sem þjóðlegt var kallað á þjóðveldisöld og miðöldum og varast „erlend yfirráð". Enn vantar okkur brautryðjendur við að lesa fornbókmenntir og skoða miðaldasögu okkar á þeim kaþólsku forsendum sem skópu þessa menn- ingu. Það er í þessu sambandi fróð- legt að rifja upp að helgisiðimir sem flestum íslendingum eru framandi núna og Jóhannes Páll II ætlar að nota á Landakotshæð í júní eru að langmestu leyti hinir sömu og Snorri Sturluson var handgenginn og hlýddi á í Reykholti, og reyndar eru þetta líka helgisiðir beggja hinna íslensku rithöfundanna sem hafa náð hlustum heimsins, séra Jóns Sveinssonar og Halldórs Lax- ness. Fyrstur til Norðurlanda Jóhannes Páll II er fyrsti páfinn sem heimsækir Norðurlönd í starfi sínu, hann er sá páfí sem mest hefur ferðast um veröldina. Eflaust byggist sterk staða hans á vett- vangi heimsmálanna meðal annars á yfírsýn og tengslum sem hann hefur aflað sér á þennan hátt og var reyndar byijaður á mörgum árum áður en hann settist í stól postulans Péturs. Sennilegt þykir mér að Karol Wojtyla hafi verið búinn að einsetja sér ferðalög ef hann veldist í embætti, því ein allra fyrstu opinberu orð hans 11. októ- ber 1978 voru þessi: „Ég mun tala við fólkið." Jóhannes Páll II, sem dvelur lengur utan Italíu en nokkr- ir fyrirrennarar hans, er fyrsti páf- inn síðan á dögum Jóns Arasonar Hólabiskups sem ekki er ítali. Aðdragandinn að heimsókn páfa til Norðurlanda nú í júnímánuði næstkomandi er fremur stuttur. 5 árum eftir að hann hafði tekið við embætti kom fram hugmynd innan Biskuparáðstefnu Norðurlanda, — „Conferentia Episcopalis Scaniae“, — en svo nefnast samtök róm- versk-kaþólskra biskupa á Norður- löndum, um að bjóða hans heilag- leika fyrir hönd safnaðanna í hirðis- heimsókn á þessar slóðir. Heimboð- inu var síðan formlega skotið til Páfagarðs árið 1987. Snemma barst jákvætt svar við erindinu og í upp- hafí árs 1988 hófst því strax undir- búningur á öllum Norðurlöndum fyrir þessa heimsókn. Skipaðar voru móttökunefndir í hveiju landi, auk þess sem margir aðrir aðilar taka þátt í undirbúningsstarfinu. For- maður kaþólsku móttökunefndar- innar hérlendis er Gunnar J. Frið- riksson, en hr. Alfreð Jolson Reykjavíkurbiskup, sem hér var vígður til embættis fyrir rúmu ári, ber mikinn þunga af öllum undir- búningi ásamt samstarfsmönnum sínum. Aðrir aðilar sem vinna að undirbúningi páfaheimsóknar hér- lendis eru m.a. utanríkisráðuneyti, Þjóðkirkjan, Reykjavíkurborg, Póstur og sími og starfsmenn þeirra stofnana sem við öryggismál og löggæslu fást. Starfandi er fram- kvæmdanefnd á vegum ýmissa þessara aðila, auk þess Ríkisútvarp- ið hefur talsverðan viðbúnað vegna eigin sendinga og þjónustu við aðra aðila. Dvölin á íslandi Reiknað er með komu hans heil- agleika hingað til lands laust upp úr hádegi laugardaginn 3. júní með þotu Flugleiða frá Tromsö í Nor- egi. Samferða páfa er um 30 manna fylgdarlið, þar á meðal 2 kardín- álar, ráðgjafar, öryggisverðir og þjónustulið, ásamt um 50 fjölmiðla- mönnum frá ýmsum heimshornum. Kardínálarnir í fylgd páfa eru báðir heimskunnir og einna áhrifamestu ráðgjafar og ráðamenn hans, for- sætisráðherrann Agostino Gasaroli og hugmyndafræðingurinn Jan Willebrandts, fremsti sérfræðingur Rómarkirkjunnar í málefnum mót- mælendatrúar. Venjulega ferðast páfinn með ítalska flugfélaginu Alitalia, en vegna sérstakra aðstæðna var farið fram á að nota íslenska flugvél á þessum legg fararinnar. Að lokinni móttökuathöfn við flugstöð Leifs Eiríkssonar er ráðgert að Jóhannes Páll II heimsæki forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, á Bessa- stöðum, en þau hafa raunar þegar kynnst áður. Reiknað er með því að páfí hitti fulltrúa ríkisstjórnar og ýmsa aðra við það tækifæri. Að því loknu hittir hans heilagleiki fólk úr rómversk-kaþólska söfnuðinum í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í Reykjavík. Telst nú raunar til stórmerkja að þar verða að líkindum viðstaddar systur af Karmelreglu spænska dulhyggju- dýrlingsins Teresu frá Avila, flestar pólskar og búa í klaustrinu í Hafn- arfírði. Bæna- og íhugunarregla þessi er einna íhaldssömust þeirra sem fundnar hafa verið upp hvað ferðalög áhrærir og félagar hennar mega yfirleitt ekki yfirgefa klaustur nema styijaldir eða náttúruham- farir geisi. Að lokinni athöfninni í Kristskirkju tekur páfí þátt í sam- kirkjulegri athöfn á Þingvöllum, sem biskup Islands býður til og fulltrúar ýmissa kristinna safnaða taka þátt í. Ymsir aðilar, íslenskir og erlend- ir, töldu annmarka á því að efna til samkomu á Þingvöllum, fyrst eftir að sú hugmynd kom fram. Síðar kom í ljós að um var að ræða mjög eindregna persónulega ósk Jóhannesar Páls II, og þeirri ákvörðun getur sennilega ekkert hrundið, eins og í páfabréfunum segir. Samstarfsmenn páfa hafa sagt þrennt ráða áhuga hans á Þingvöllum: Stofnun alþingis, kristnitökuna og jarðfræði staðar- ins, — eða réttara sagt þau sýnilegu samskeyti austur og vesturs —, nýja og gamla heimsins, sem tengja má Atlantshafshryggnum og land- rekinu. Þingvallasamkoman er síðust á dagskrá páfa 3. júní, og má benda á, að honum er ætlað að byija þenn- an dag með messu kl. 9 að morgni í Tromsö og hefur páfi ferðast um 2.000 km og tekið þátt í 5 athöfnum þegar degi hallar hér í Reykjavík. Reyndar er öll Norðurlandadagskrá páfa með þessum hætti og einkenn- ist af löngum dagleiðum og mörgum athöfnum. Ber áætlunin með sér að treyst er á að hans heilagleiki sé gæddur allgóðu þreki og styrk. Síðari dag páfa hérlendis, sunnu- daginn 4. júní, sem ber upp á Sjó- mannadaginn, sýngur Jóhannes Páll II heilaga messu á Landakots- hæð á ensku og latínu. Þetta verð- ur útimessa fyrir utan dómkirkju Krists konungs. I messuhaldinu sjálfu taka þátt auk páfa um 10 kórdrengir, 20 prestar, 6 biskupar og 2 kardinálar. Hugsanlega sækja allt að 2.000 kaþólskir íslendingar messuna, auk þess sem vitað er um talsverðan fjölda erlendra kaþólikka sem verða viðstaddir. Messan er eins og allar aðrar kaþólskar helgiathafnir og kaþólsk guðshús opin hveijum sem er. Við þetta tækifæri verða þó afmörkuð svæði fyrir kaþólskt fólk og þá sem ganga til altaris hjá páfa. Hápunkt- ur hverrar rómversk-kaþólskrar messu er altarisgangan, sem lang- flestir messugestir taka þátt í. Páfí tekur 100 manns til altaris í hverri messu og gilda einu stærð lands pg fjöldi lýðs. Af þessum 100 á íslandi verða um 50 böm sem ganga í fyrsta sinn til altaris, en sú athöfn við 7—8 ára aldur er afar mikilvæg í kaþólskum sið og jafn- gildir í ýmsum greinum fermingar- siðunum hjá mótmælendum. Auk þessa útdeila síðan allir viðstaddir prestar altarissakramentinu til kaþ- ólskra messugesta sem þess óska. Allt krefst þetta mikillar undir- búningsvinnu og skipulags. Því má skjóta hér inn til fróðleiks, að á fundum sem ég sat með öðrum full- trúum frá Norðurlöndum á hand- ritasafni helgisiðameistara páfa, Monsignore Piero Marini, í Páfa- garði á síðasta ári, mátti taka úr hillum og skoða skipulagsteikning- ar og handrit að slíkum páfamess- um allt frá því á 17. öld. Eins og fyrr segir hefst útimessa þessi í Reykjavík um kl. 8.30 og er tímasett til klukkan 11. Páfa- messur eru allajafna langar, t.d. má gera ráð fyrir ítarlegri ræðu. Stefnt er að því að hafa hana til- tæka í íslenskri þýðingu á dreifi- blöðum, en Jóhannes Páll II er reyndar þekktur fyrir að vera að breyta ræðum sínum fram á síðustu mínútu þannig að íslenska útgáfan hlýtur að verða gerð með talsverð- um fyrirvörum. Jóhannes Páll er og nánast illræmdur fyrir að messa utan dyra hvemig sem viðrar og lítil hætta á að hann bregði vana sínum í því efni, enda sýna meðal- talstölur síðustu áratuga að vænta má þokkalegs veðurs 4. júní í Reykjavík. Loks er að geta síðasta embættis- verks hans heilagleika á íslandi að þessu sinni, sem er að flytja Angel- us-bænina yfir heimsbyggðina í beinni útsendingu gegnum Vatíkan- útvarpið af Landakotshæð. Bæn þessa flytur páfi yfírleitt alltaf á sunnudögum um hádegisbil með þessu móti, hvar sem hann er stadd- ur. Angelus-bænin er að jafnaði lesin kl. 6 að morgni, á hádegi og kl. 18 síðdegis. Þetta er miskunnar- bænin svokallaða, sem beðin er til að minnast holdtekju Guðs í Kristi og rómversk-kaþólska kirlqan hvet- ur fólk til að biðja þrisvar á dag. Um margra alda skeið hefur dag- lega verið hringt til þessara eykta- bæna kirkjuklukkum heimsins, stundum er morgun- og hádegis- hringingunum sleppt, en margir kannast við hljóminn kl. 18 síðdeg- is hér í Landakotskirkju. Að lokinni útimessunni heldur hans heilagleiki til Keflavíkurflug- vallar og þaðan flugleiðis til Hels- inki þar sem hann hittir Koivisto forseta um kvöldið. Eftir Finnlands- heimsókn liggur leiðin til Dan- merkur og síðast til Svíþjóðar. Þess- ari 10 daga Norðurlandaheimsókn lýkur svo með sérstakri messu fyrir ungt fólk frá öllum Norðurlöndum í Vadstena í Svíþjóð, við klaustrið sem kennt er við sænska 14. aldar dýrðlinginn heilaga Birgittu sem stofnaði þá klausturreglu sem við hana er kennd og starfar enn. Fyrir heimsóknir páfa er áhersla lögð á andlegan undirbúning í þeim löndum sem taka á móti honum. Alfred Jolson Reykjavíkurbiskup hefur vinsamlega beint því til kaþ- ólskra á íslandi og annarra krist- inna manna að hugleiða þessi til- mæli. Höfundur er forstöðumaður Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins ogá sæti í móttökunefhd Kaþólska snfnnðnrins vcgna komu Jóhann- esar Páls npáfa til íslands. Grein- in erað stofhi til erindi íRotary- klúbbi Reykjavíkur. Þrjú prestaköll og staða sendiráðsprests í Kaup- mannahöfii auglýst BISKUP íslands hefur auglýst þrjú prestaköll laus til umsóknar og stöðu sendiráðsprests í Kaupmannahöfn og er umsóknarfrestur þess- ara embætta til 24. mai nk. Prestaköllin eru: Skeggjastaðir í Múlaprófastsdæmi (Skeggjastaða- sókn). Sr. Gunnar Siguijónsson hefur þjónað þar frá 15. ágúst 1988 er sóknarnefndin kallaði hann til eins árs. Hefur hún nú óskað eftir, að prestakallið væri auglýst. Breiðabólsstaður í Húnavatnspróf- astsdæmi, (Tjamar-, Vesturhóps- hóla-, Breiðabólstaðar- og Víðidalst- ungusóknir). Sr. Robert Jack lætur nú af störfum eftir að hafa þjónað prestakallinu frá 1955 og sat hann á Tjöm. Sr. Róbert var vígður 18. júní 1944 og lætur nú af prests- og prófastsstörfum eftir nær 45 ára þjónustu hér heima og í Kanada. Bólstaðarhlíð í Húnavatnspró- fastsdæmi, (Bólstaðarhlíðar-, Bergs- staða-, Auðkúlu-, Svínavatns- og Holtastaðasóknir). Þar hefur verið prestslaust í nokkur ár og prestakall- I ið notið aukaþjónustu nágranna- presta. Þá er einnig laus staða sendiráðs- prests í Kaupmannahöfn. Sr. Ágúst Sigurðsson lætur nú af því starfí eftir sex ára þjónustu. Samkvæmt lögum er biskupi heimilt með sam- þykkt kirkjumálaráðherra að ráða í þá stöðu til þriggja ára í senn. Sr. Ágúst hefur nú verið kallaður til prestsþjónustu í Prestsbakkapre- stakalli í Húnavatnsprófastsdæmi til fjögurra ára frá 15. júlí nk. en þá rennur út köllun sr. Bjarna Th. Rögn- valdssonar sem hefur þjónað því prestakalli sl. tvö ár. Sinfóníuhljómsveit íslands: Geisladiskur gefinn út í minningu Jean- Pierre Jacquillat FYRSTI geisladiskurinn með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands er kom- inn út og er hann helgaður minningu Jean-Pierre Jacquillat en hann var aðal h(jómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitarinnar frá árinu 1980 til 1986. Leikinn er Klarínettu-konsert í A-dúr eftir Mozart, einleikari er Einar Jóhannesson og Sinfónía í d-moll eftir César Frank. Það er Jean-Pierre Jacquillat, sem stjórnar hljómsveitinni en fyrra verkið var tekið upp í Langholtskirkju árið 1986 og hið siðara í Háskólabíó árið 1985. Til þessa hefiir hljómsveitin eingöngu gefið út hljómplötur með verkum eftir íslcnska höfunda. Að sögn Gunnars Egilsonar skrif- stofustjóra sinfóníuhljómsveitarinn- ar, hafa verið sendar til útlanda upp- tökur með leik hljómsveitarinnar og hafa þær vakið áhuga erlendra út- gefenda á að gefa út verk með henni. „Annað verkið á þessum geisladisk, er tekið beint upp á tón- leikum og sýnir frábæran leik hjá hljómsveitinni," sagði Gunnar. „Je- an-Pierre var mjög ánægður með leik Sinfóníuhljómsveitar Islands og frammistöðu einstakra manna innan hennar. Hafði hann mikinn áhuga á að hljóðrita leik hljómsveitarinnar ásamt einleikurum og stóð til að á þessum disk yrði einnig einleikur Kristjáns Þ. Stephensen óbóleikara en af því gat ekki orðið.“ í upplýsingum er fylgja geisla- disknum kemur fram að þegar Jean- Pierre Jacquillat lést hafði hann stjórnað þessari upptöku á Klari- nettu- konsert Mozarts með Einari Jóhannessyni sem einleikara. „Því miður gat hann ekki lokið við upp- töku annars efnis á plötuna, og hef- ur því orðið að ráði að láta hér fylgja upptöku, gerða á tónleikum, af frönsku tónverki sem hann hafði r4 JEAN PIERRE JACQUILIAT^ . & SINFÓNlUHUÓMSVEIT ISLANDS L* Elnltltair i WarWfl; Elruu JíluiiiMiion fvj Fyrsti geisladiskur Sinfóníu- hljómsveitar íslands. dálæti á og hafði unnið með hljóm- sveitinni af sérstakri alúð. Þetta er Sinfónía í d-moll eftir César Franck sem var á efnisskrá Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Frakklandsforinni sumarið 1985.“ Upptökumar eru gerðar á vegum Ríkisútvarpsins en geisladiskurinn er gefinn út í samvinnu Sinfóníu- hljómsveitar íslands og Skífunnar hf. Vígslubiskup og dómprófastur: Tilnefningum lokið fyrir miðjan júní STEFNT er að því að tilnefningum í embætti vígslubiskups og dómpróf- asts verði lokið fyrir miðjan júní. Magnús Guðjónsson biskupsritari segir að enn sé ekki hægt að tímasetja þetta nánar þar sem biskupsem- bættinu hafi enn ekki borist endanleg staðfesting á skipan séra Ólafs Skúlasonar i embætd biskups íslands. Forseti íslands mun þegar hafa skrifað undir bréf þess efnis og er það á leið til embættisins. Það eru allir kennimenn í Skál- sína tilnefningu á. Sem sem flestar holtsbiskupsdæmi sem tilefna vígslu- biskup. Biskupsdæmið nær frá Strandasýslu, suður um og austur á Langanes. Hinsvegar munu sóknar- prestar í Reykjavík tilnefna dómpróf- ast. í báðum tilvikum fer tilnefningin þannig fram að viðkomandi eru send- ir kjörseðlar þar sem hann á að skrá tilnefningar hlýtur í báðum tilvikum telst réttkjörinn til starfans. Sem fyrr segir er ekki hægt að nefna nákvæmar dagsetningar enn en Magnús segir að stefnt sé að því að tilnefningunum, í báðum tilvikum, verði lokið fyrir miðjan júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.