Morgunblaðið - 10.05.1989, Side 33

Morgunblaðið - 10.05.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ l'Ófeð1 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er það Umfjöllun um Tvíburann (21. maí — 20. júní) og Krabbann (21. júní — 22. júlí) með hliðsjón. af heilsurækt. Tvíburinn Tvíburinn er viðkvæmur í lungum og því er æskilegt að hann stundi íþróttir sem efla öndunarfærin og gefa súrefni og gott loft. Fimi Það sem annars er einkenn- andi fyrir Tvíburann er það hversu fimur hann er. Hann á því að geta náð árangri í fimleikum, borðtennis og öðr- um íþróttum þar sem lagni er þörf. fþróttir sem krefjast handlagni og beitingu handa eiga t.d. vel við hann. Fjölbreytni íþróttaiðkun Tvíburans þarf að vera fjölbreytileg, enda verður hann fljótt leiður á einhæfni og endurtekning- um. Það er einnig nauðsyn- legt fyrir hann að stunda íþróttaiðkun með fólki enda er hann félagslyndur. Hugsun íþróttir sem krefjast hugsun- ar og pælingar eiga vel við Tvíburann. Ahugi hans vakn- ar ef reikna þarf út aðstæður og nota hugann til aðstoðar við það að ná árangri. Það má t.d. geta þess að Anatoly Karpov skákmeistari er Tvíburi. Krabbinn Ég held að hinn dæmigerði Krabbi sé ekki mikill (þrótta- maður. Auðvitað eru til und- antekningar á því og einnig má segja að það sé. jafn- mikilvægt fyrir Krabbann sem aðra að leggja stund á líkamsrækt og holla hreyf- ingu.' Sund Krabbinn er vatnsmerki og líður vel í nálægð við hafið og annað vatn. Besta líkams- ræktin fyrir Krabbann er því fólgin í sundiðkun. Siglingar eiga einnig vel við hann. Náttúra Krabbinn er náttúrumerki og því eiga gönguferðir í fjörum og sveitum landsins vel við. Hann þarf að vera úti við og komast í snertingu við landið. Dans Þriðja leikfimiformið sem getur átt ágætlega við Krabbann er dans og dans- leikfími. Tónlist hefur góð áhrif á hann, sem og reyndar aðra, og þá sérstaklega tón- listarhlustun sem gefur jafn- hliða kost á mjúkri og flæð- andi hreyfmgu. Mörg merki saman í umfjöllun um líkamsrækt og stjömumerkin verðum við alltaf að hafa í huga að það er heildin i korti hvers og eins sem skiptir mestu máli. Þeir tveir menn sem hafa náð bestum árangri i lyftingum hér á landi Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson eru báðir í Tvíburamerkinu. Gústaf hefur jafnframt margar plánetur í Nauts- merkinu. Nautið gefur mass- ann en Tvíburinn þá lagni og útsjónarsemi sem er nauð- synleg til að ná árangri í lyft- ingum, sem er íþrótt sem krefst ekki síður snerpu og tækni en krafta. Einn ágætur frændi minn sem stundar siglingar er Bogmaður og Krabbi. Krabbinn laðast að hafinu en Bogmaðurinn að víðáttunni og þeirri frelsistil- finningu sem skútusiglingar gefa. Á hafinu verður hann óháður öðrum og hefur vítt ( kringum sig. GARPUR BRENDA STARR UÓSKA FERDINAND V riNV/. ImíuL — öMAFOLK 50MEPAV THERE'5 GOlNG TO BE A MONUMENT HERE,ANP YOU KNOW WHAT UUILL BE ON IT? V‘THI5 15 WHERE 5ALLV BROION UUA5TEP THE BE5T VEAR5 OF HER. LIFE UJAlTING FOR. THE SCHOOL BU5..." v' SHE COULP HAVE 5LEPT ANOTHER TEN MINUTES'" r^c Einhvern tíma verður minnis- merki hér og veistu hvað verður á því? „Hérna sóaði Sigga Bjarna bestu árum ævi sinnar í að bíða eftir skólabílnum ...“ „Hún hefði getað sofíð tiu mínút- um lengur!“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spilamennska suðurs veltur nokkuð á mati hans á vökustigi apdstæðinganna. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G85 VKG103 ♦ KD4 ♦ 1052 Austur ... *K6 II J 9865 ♦ 1032 ♦ KD96 Suður ♦ Á109 VÁD7 ♦ Á987 ♦ G84 Vestur Norður Austur Suður — Pass Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðaþristur. Tígullinn liggur 3—3, svo sagnhafi getur einfaldiega hirt fyrstu níu slagina. Fyrirframlík- ur á 3—3-legu eru hins vegar aðeins um 35%, og því kemur vel til greina að sækja spaðaslag og treysta á að vömin fínni ekki að skipta yfír í lauf. En það er þó tæplega besta byijunin að spila spaða um hæl í öðrum slag. Sé vestur dottandi fyrir, ætti sú spilamennska að vekja hann af blundinum. Eða hvers vegna í ósköpunum byijar sagnhafí á þvi að sækja slag á líflit vamarinnar? Svarið getur aðeins verið eitt: hann er að ná sér í þann níunda og ætlar svo að pakka saman. Betri spilamennska er spila tígli að blindum. Flestir spilarar gefa talningu heiðarlega svo snemma spils, og þvi ætti að spila upp á 3—3-leguna ef báðir sýna þrílit. Ef ekki, mætti reyna að spila litlu laufi úr borðinu og stóla á að vömin haldi spaða- sókninni áfram. Vestur ♦ D7432 V42 ♦ G65 ♦ Á73 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi stutta og skemmtilega skák var tefld í fyrstu sovézku skákfélagakeppninni í vetur Hvítt: Andreev. Svart: Khmeln- itzky, Aljekfnvöm. 1. e4 — Rf6, 2. e5 - Rd5, 3. c4 - Rb6, 4. d4 — d6, 5. f4 (þetta er hin svo- nefnda fjögurra peða árás sem getur verið beggja handa jám, eins og þessi skák leiðir í ljós) 5, — dxe5, 6. fxe5 — Rc6, 7. Be3 — Bf5, 8. Rc3 - e6, 9. Rf3 - Bg4, 10. Dd2 - Be7, 11. 0-0-0 - Dd7, 12 h3 - Bf5, 13. d5 - Ra5, 14. Bxb6 - axb6, 15. Df4 - Bb4, 16. dxe6?? 16. — Rb3+! og hvitur gafst upp, því hann er óveijandi mát.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.