Morgunblaðið - 10.05.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 10.05.1989, Síða 28
Morgunblaðið/Rúnar Þór Iðnaðarmenn við vinnu í Hótel Norðurlandi. Gísli Jónsson og Guðrún Erla Gunnarsdóttir fyigjast með. Hótel Norðurland: Bókanir fyrir sumar- ið samkvæmt áætlun »VIÐ SPÁUM góðu sumri og erum bara hress og kát,“ sögðu þau Gísli Jónsson forstjórí Ferðaskrifstofu Akureyrar og Guðrún Erla Gunnars- dóttir hótelstjóri Hótels Norðurlands. Framkvæmdir við endurnýjum hótelsins ganga samkvæmt áætlun og eru nú um fimmtán iðnaðarmenn að störfum, en ætlunin er að opna fyrir fyrstu gestina 1. júní næstkom- andi. Á Hótel Norðurlandi eru 28 her- bergi, flest tveggja manna, og eru 18 herbergjanna með baði. Matsalur hótelsins tekur á milli flörutíu og fímmtíu manns í sæti, en veitinga- reksturinn er leigður út Þau Gísli og Guðrún sögðu bókan- ir fyrir sumarið lofa góðu, jafnvel þó seint hafi verið ákveðið að hefjast handa um hótelreksturinn, og því ekki hægt að markaðssetja það á þann hátt sem æskilegast hefði ver- ið. „En það horfir samt vel,“ sögðu þau. Guðrún Erla Gunnarsdóttir hótel- stjóri er Reykvíkingur, „en verðandi Akureyringur", eins og hún orðaði það. Hún hefur stundað nám í ferða- málafræðum í París undanfarin ár og í fimm ár hefur hún unnið fyrir Hótel Eddu. Síðasta vetur vann hún á Holiday Inn í Reykjavík. Ferðaskrifstofan Nonni: Göngu-, rútu- og hestaferðir í boði Ferðaskrifstofan Nonni var nýlega opnuð á Akureyri, en á hennar vegum er boðið upp á alla almenna ferðamannaþjónustu, s.s. farseðla með áætiunarflugi innan- og utanlands, útvegun gistingar, flug og bfl, farseðla með Norrænu, tungumálanámskeið erlendis og fleira. Sólarlandaflug til Mallorka og Júgóslavíu í tengslum við Ferðaskrif- stofuna Atlantik er á meðal þess sem boðið er upp á. Af innanlandsvett- vangi má nefna skipulagðar rútu- ferðir með leiðsögn um Norðurland og gönguferðir í nágreinni Akur- eyrar. Þá verður farið í hestaferðir í Fjörður og á Látraströnd og frá Skagafirði um Kjöl og til Mývatns- sveitar. Þá er einnig á döfinni að halda reiðnámskeið fyrir byijendur og á vegum ferðaskrifstofunnar er hestaleiga. í tengslum við Ferðaskrifstofuna Nonna verður rekið sumarhótel í Þelamerkurskóla. Þar verður hægt að panta sérstakan júgóslavneskan mat fyrir minni hópa. Sumarbúöir kirkiunnar við Vestmannsvatn, Aðaldal, bjóða unga sem aldna velkomna til dvalar í sumar. Fallegt umhverfi, fjölbreytt dagskrá, vant starfsfólk. Innritun og upplýsingar í síma 96-24873 alla virka daga frá kl. 17-19. Alfreð Jónsson flytur frá Grímsey til Akureyrar: Hef aldrei haft áhyggj- ur af nokkrum hlut „ÉG VISSI alltaf að ég myndi fara norður og niður og því fannst mér upplagt að stytta mér leið,“ sagði Alfreð Jónsson í Grímsey eftir þrjátíu og tveggja ára búsetu í eynni, en Alfreð og kona hans, Ragnhildur Einarsdóttir, flytja í næsta mánuði til Akureyrar. „Þar sem við ætlum að eiga rólega daga, en þó fellur mér ekki að sitja lengi með hendur í skauti," bætti Alfreð við, en hann heldur upp á sjötugsafmæli sitt þann 20. mai næstkomandi. Alfreð fæddist í Siglufirði og þar bjó hann allt til þess tíma er hann flutti til Grímseyjar. í Siglufirði stundaði Alfreð skipasmíðar. Ödd- viti Grímseyinga var hann í tuttugu og Qögur ár, en síðustu árin hefur hann unnið við flugvöll eyjar- skeggja. „Nei, þú mátt ekki titla mig flugvallarstjóra, ég er það stuttur maður að ég ber ekki slíka titla." Alfreð kvaðst hafa líkað vistin i Grímsey með mestu ágætum, en erfítt væri að svara hvað honum hefði best líkað. „Ætli það sé ekki best að vera svona langt frá þess- ari svokölluðu menningu," sagði hann og bætti við er hann var minntur á að nú væri hann að flytja í þessa sömu svokölluðu menningu: „Það er allt í lagi núna, þegar ég er á leiðinni að verða elli- ær!“ Alfreð hefur verið fréttaritari Morgunblaðsins í fjölmörg ár og segir margt spennandi hafa komið upp á. Minnisstæðasti atburðurinn hafi þó verið er varðskipið Týr skaut á breska togarann Everton þar sem hann var að veiðum í land- helgi íslendinga, rétt utan við Grímsey. „Öll blöðin slógu því upp að Everton væri að sökkva, en ég neitaði. Styrmir var orðinn hálfillur við mig útaf því, en það kom á daginn að skipið var ekki að sökkva. Og þá urðu menn ánægð- ir.“ Eftir starfsama ævi flytur Alfreð frá Grímsey og inn til Akureyrar, Morgunblaðið/Rúnar Þór Alfreð Jónsson í Grímsey flytur senn búferlum til Akureyrar, en hann heldur upp á sjötugsaf- mæli sitt þann 20. mai næst- komandi. þar sem hann ætlar að eiga rólega og áhyggjulausa daga. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af nokkrum hlut. Ég fann það snemma út að ekkert þýðir að drattast með áhyggjur. Ég læt hveijum degi nægja sína þjáningu og það hefur gefist mér vel.“ Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Jónas Viðar Sveinsson við eitt verka sinna. Jónas Viðar sýnir Alþýðubankinn hf. og Menn- ingarsamtök Norðlendinga, MENOR, kynna myndlistar- manninn Jónas Viðar Sveinsson. Jónas fæddist á Akureyri árið 1962, hann lauk námi í Málunar- deild Myndlistarskólans á Akureyri árið 1987. Hann hefur haldið eina einkasýningu, íGamlaLundi, 1989, auk þess hefiir Jónas tekið þátt í samsýningum svo sem Listahátíð unga fólksins á Kjarvalsstöðum 1986, Opnun, samsýningu í Glugganum gallerý á Akureyri 1987. Á listkynningunni eru 6 verk öll unnin í akrýl á striga á árunum 1987-1989. Listkynningin er í af- greiðslusal Alþýðubankans á Akur- eyri, Skipagötu 14, og er opin á afgreiðslutíma bankans. Kynning- unni lýkur 30. júní. Of margir aka ofhratt EF'l'lR harðan vetur virðist sem sumir ökumenn geti Htt hamið sig við aksturinn, en frá því á föstudag hafa 15 verið kærðir fyrir of hraðan akstur á Akur- eyri, þar af var einn á um 100 km hraða innanbæjar og annar á 135 km hraða rétt utan bæjar- markanna. Felix Jósafatsson varðstjóri lög- reglunnar á Akureyri segir að nú væri lögð á það áhersla að ná nið- ur hraðaakstri, en alltof margir hafí verið kærðir undanfarið fyrir of hraðan akstur. Lögum samkvæmt eiga þeir bif- reiðaeigendur sem nota nagladekk undir bfla sína að hafa skipt yfir á sumardekk, en Felix sagði Ákur- eyrarlögregluna ekki munu hafa afskipti af þeim ökumönnum sem enn aka um á nagladekkjum, enda hafi síðast í fyrradag snjóað í bæn- um. Tveir harðir árekstrar TVEIK harðir árekstrar urðu með stuttu millibili á Akureyri f gær og þurfti að fjarlægja bif- reiðir af vettvangi með kranabíl. Árekstramir urðu á tímabilinu frá 14.00-14.30 í gærdag. Annar varð á Óseyri, á gatnamótum Ós- eyrar og Krossanesbrautar, en hinn á mótum Glerárgötu og Gránufé- lagsgötu. Engin meiðsl urðu á fólki, en bifreiðimar eru illar famar og þurfti aðstoð kranabfls við að fjar- læga bflana af slysstað. Innritun á Hólavatn Innritun í Sumarbúðimar á Hólavatni stendur nú yfir, en hún fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17.00 til 19.00. Dvalargjald í sumarbúðunum er kr. 9.400 fyrir sjö daga flokk, en 13.000 fyrir 10 tíu daga flokk. 10% afsláttur er veittur fyrir systkini. Utan skrifstofutíma er tekið á móti pöntunum og veittar upplýs- ingar hjá Hönnu Stefánsdóttur Önnu Ingólfsdóttur og Björgvin Jörgensen. „ Við fímm í norðri“ í tengslum við vinabæjaviku sem haldinn verður í Álasundi í Noregi í júní, verður efiit til samnorrænnar samkeppni í ljós- myndun og kvikmyndun. Þessi samkeppni er opin fyrir íbúa allra vinabæja Álasunds, þar með Akureyringa. Viðfangsefni samkeppninnar er „Við fimm í nórðri". Myndir í samkeppnina þurfa að berast til skrifstofu menn- ingarfulltrúa Akureyrarbæjar í síðasta lagi þann 10. maí næstkom- andi. Uppbygging eða viðhald? Morgunblaðinu hefur _ borist eftirfarandi frá Skapta Áskels- syni, einum stofnenda Siipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri og forstjóra hennar frá stofhun, árið 1952, til 1970: „Stefán Reykjalín, stjómarfor- maður Slippstöðvarinnar síðustu 17 ár eða svo, segir í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 3. maí um þann tíma að gaman hafi verið „að fylgjast með uppbyggingu stöðvar- innar...“ Af orðum hans mætti ráða að stöðin hafi verið byggð upp að meira eða minna Ieyti síðustu sautján ár, sem er ekki rétt. Mér hefði fundist ráðlegra af Stefáni að orða þetta þannig að gaman hefði verið að fylgjast með viðhaldi stöðvarinnar þennan tiltekna tíma. Með þökk fyrir birtinguna." Séð yfir athafnasvæði Slippstöðvarinnar árið 1970.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.