Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 7
7 Bláfjöll opin fram yfir hvíta- sunnu; Paradísar- veður og nægur snjór - segirfólk- vangsvörður Paradísarveður og nægxir snjór var í Bláfjöllum þegar Morgunblaðið hafði samband þangað upp úr hádeginu í gær og tóku þá skíðaunnendur að streyma upp í Bláfjöll eftir vætutíð sunnanlands undan- farna daga. Þorsteinn Hjalta- son, fólkvangsvörður, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að hafa skiðasvæðið opið fram yfir hvítasunnu a.m.k. „A meðan fólk nennir að koma til okkar og veður verður skaplegt, höfum við opið. Við erum að vísu orðnir heldur lið- fáir núna. Starfsmenn hér eru yfirleitt ráðnir til 1. maí enda hefur venjan verið sú að loka skíðasvæðinu eftir fyrstu helgi maímánaðar," sagði Þorsteinn. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær svæðinu verður formlega lokað í ár. Sjaldan hefur verið jafnmikill snjór í Bláfjöllum og nú er, að sögn Þorsteins. Þtjár lyftur eru í gangi, stólalyfta, barnalyfta og svokölluð borgarlyfta. Skíðasvæðið í Bláíjöllum verður opið frá kl. 13.00 til 22.00 fram á fímmtudagskvöld og um hvítasunnuhelgina verður opið frá kl. 10.00 til 18.00. Dagkortin ein og sér munu gilda allan daginn og fram að lokun á kvöldin. Þorsteinn sagði að skíðafæri væri sérstaklega gott þessa dag- ana og mætti þakka næturfrost- inu það. Patreksfiörður: Greiðslu- stöðvun HP Hraðfrystihúsi PatreksQarðar var í síðustu viku veitt greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða. Verð- ur hún notuð til fjárhagslegrar endurskipulagningar og hefúr í því skyni verið leitað til Hlutafjár- sjóðs Byggðastofnunar. Sýslumaðurinn á Patreksfirði veitti umbeðna greiðslustöðvun á miðvikudag í síðustu viku, en í upp- hafi þessarar viku hafði þriðja og síðasta uppboð á eignum fyrirtækis- ins verið ákveðið. Ólafur Jónsson, einn stjórnarmanna í HP, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skuldir fyrirtækisins væru miklar. Vinnsla í frystihúsinu hefði legið niðri í 6 mánuði meðan þess hefði verið beðið að Hlutafjársjóður Byggðastofnunar tæki til starfa. Fjárhagsleg endur- skipulagning hefði verið talin ómögu- leg án þátttöku hans. Svigrúm þyrfti til að endurskipuleggja reksturinn og þess vegna hefði greiðslustöðvar- innar verið óskað. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 ------------------------; . . > r-f-ri i i i——•—',»■)-> i—)— Sakadómur: Fliigimiferðarsljórar sak- felldir vegna aðgæsluleysis Ákvörðun refsingar frestað um fimm ár TVEIR flugumferðarstjórar hafa verið sakfelldir fyrir að hafa ekki sýnt nægjanlega ár- vekni og aðgæslu við starfa sinn þann 2. júní 1986 og þannig yfir- sést árekstrarhætta sem tvær flugvélar með 561 farþega inn- anborðs voru í þegar þær flugu um islenskt flugstjómarsvæði. Önnur vélin, DC-8 frá SAS með 186 farþega var á leið frá Grænl- andi til Kaupmnannahafnar. Hin, Boeing 747 frá British Airways með 375 farþega, var á leið firá Lundúnum til Seattle. Þegar leið- ir vélanna skámst flugu þær í nær sömu hæð. Annar flugstjór- inn taldi að 60-90 metrar hefðu skilið þær að lárétt en hinn taldi að 4-700 metrar hefðu verið á milli þeirra. Akvörðun refsingar var frestað í fímm ár og fellur hún þá niður, hafi mennirnir ekki gerst brotlegir að nýju. Þeir voru dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna og sakar- kostnaðar en sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins um sviptingu rétt- inda flugumferðarstjóra og um að þeim yrði refsað fyrir stórfellda vanrækslu í opinberu starfi. Við ákvörðun refsingar hafði dómurinn í huga að starfsaðstöðu mannanna hefði á ýmsan hátt verið ábóta- vant. Flugslysanefnd hafi bent á 10 atriði þar sem úrbóta sé þörf í þeim efnum og Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hafi einnig talið mikilla úrbóta þörf. Þá hafi verið leitt í ljós að starfsreglur séu ekki eins skýrar og afdráttarlausar og vera þurfi. Armann Kristinsson saksdóari kvað upp dóminn ásamt Sigurði Líndal prófessor og Skarphéðni Bjarnasyni fýrrum flugumferðar- stjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.