Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 104. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nagorno-Karabak: Skriðdrekaherlið á götum Stepanakert Moskvu. Amsterdam. Reuter. Daily TelegT'aph. SKRIÐDREKAR og herlið hafa verið send til Stepanakert, höfuð- borgar héraðsins Nagorr -Karabak í sovéska lýðveldinu Azerbajdz- han. Fyrir fjórum mánuðu. voru sett herlög í héraðinu eftir margra mánaða óeirðir sem kostuðu tugi eða hundruð manna lífið og hefur síðan verið að mestu kyrrt. Á fóstudag hófust mótmælaverkfóll á ný og herlið og lögregla gengu á milli nokkur hundruð Azera og Armena er lent hafði saman í smábænum Kirkidzhan, skammt fr'á héraðshöfuð- borginni. Þrír óbreyttir borgarar slösuðust og fjórir hermenn. Flestir ibúar Nagorno-Karabaks eru af armenskum ættum og vilja sameinast sovétlýðveldinu Armeníu. Stjórnvöld settu á laggirnar nefnd sem skyldi koma á endurbótum í Sviss: Lög áformuð gegn leyni- reikningum Zlirich. Reuter. SVISSNESK yfirvöld hafa skýrt frá fyrirhuguðum aðgerðum gegn leynireikningum glæpa- manna í bönkum landsins. Lagt verður fram lagaírumvarp þar sem kveðið verður á um allt að fimm ára fangelsisvist eða milljón franka (rúmlega 30 milljón ísl.kr.) sekt fyrir að „hreinsa" fé, þ.e. koma í veg fyrir að hægt sé að rekja uppruna þess til glæpastarf- semi. Á síðastliðnu ári var haft eftir saksóknurum í Sviss að alls hefði yfir milljarður Bandaríkjadala (55 milljarðar isl.kr.) í eigu fíkniefnasala verið lagður inn í þarlenda banka. Arnold Koller dómsmálaráðherra sagði í gær að sá sem veitti aðstoð við að leyna uppruna fjár sem hann vissi að væri afrakstur glæpastarf- semi eða hefði grun um slíkt myndi framvegis verða ákærður. Jafnframt yrði bönkum gert skylt að afla ítar- legra upplýsinga um þá sem ættu fé á vöxtum í bönkunum. Nagorno-Karabak en íbúunum finnst starf nefndarmanna ganga hægt og auk þess sé hún höll undir sjónarmið Azera. Fréttamaður í Stepanakert sagði að ekki hefði komið þar til óeirða en skriðdrekar og hermenn væru á öllum helstu gatnamótum. „Vinna liggur niðri á öllum vinnustöðum í borginni, fyrir utan nauðsynlegustu þjónustufyrirtæki, og verkfallsmenn segjast ekki hætta aðgerðum fyrr en fundin verði lausn á málefnum héraðsins," sagði hann. Hópur sérfræðinga um málefni Sovétríkjanna situr nú ráðstefnu í Hollandi og eru þeir sammála um að þjóðernisvandamálin séu ein mesta ógnin við umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs forseta. Leið- toginn verði að beita mismunandi aðferðum til að leysa þau vegna gjör- ólíkra aðstæðna í lýðveldunum 15. Reuter Liðsmenn Noriega berja forsetaframbjóðendur Hópur stuðningsmanna Manuels Noriega hers- höfðingja, helsta valdamanns Panama, réðst í gær með járnstöngum á göngu og bílalest stjórnarand- stæðinga í Panamaborg sem mótmæltu meintum , svikum stjórnvalda og seinkunum á talningu at- kvæða í forsetakosningunum síðastliðinn sunnudag. Meðal göngumanna voru Guillermo Endara, sem erlendir fulltrúar telja að hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningunum, og varaforsetaefni hans, Guillermo Ford. Endara slasaðist á höfði og var fluttur á sjúkrahús. Á myndinni sést Ford, blóði stokkinn eftir barsmíð, biðja vopnaðan hermann vægðar. Sjá ennfremur frétt á bls. 29: „Beðið verð- Utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fyrsta degi heimsóknar til Moskvu: Umbætumar annað og meira en sjónhverfing Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. TVEGGJA DAGA heimsókn James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Sovétrílyanna Heimta frjálsa fjölmiðla í Kína Mótmælaaðgerðir kínverskra stúdenta, sem legið höfðu niðri í nær viku, hófust aftur í gær. Tíu þús- und manns söfnuð- ust þá saman við ráðuneyti útvarps- og sjónvarpsmála og aðalstöðvar frétta- stofunnar Nýja Kína. Kröfðust þeir heiðar- legri fréttaflutnings, frjálsra fjölmiðla og lýðræðis. Á mynd- inni sést blaðaljós- myndari, sem ætlað er að taka myndir af mótmælendunum, veifa rauðum fána við Peking-háskóla. Reuter hófst í gær. Eftir fund með Edú- ard Shevardnadze, hinum sovéska starfsbróður sínum, sagðist Baker halda að raunverulegar breyting- ar ættu sér stað í Sovétríkjunum: „Þær eru annað og meira en sjón- hverfing eins og sést af því að haldnar hafa verið kosningar sem leiða til löggjafarþings er sitja skal allt árið um kring.“ Ummælin voru túlkuð á þann veg að Baker vildi sverfa broddinn af yfirlýs- ingum Dicks Cheneys, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem spáði því nýlega að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga myndi mistakast að koma umbótum á, hann yrði hrakinn úr embætti og eftirmaðurinn myndi mæta Vest- urlöndum af mikilli hörku. Á þessum fyrsta eiginlega vinnu- fundi háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því að George Bush tók við for- setaembætti í Bandaríkjunum ræddu ráðherrarnir fyrst svæðisbundnar deilur, einkum þær sem snúast um Nicaragua, Afganistan og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Talsmaður Sovétstjórnarinnar sagði eftir fund- inn að til væri „sameiginlegur grund- völlur,“ varðandi Mið-Ameríku en minnti á tilboð Sovétmanna um að bæði risaveldin stöðvuðu hernaðar- aðstoð við ríki svæðisins. Baker hef- ur áður hafnað þessari hugmynd með þeim rökum að Sovétmenn hafi stutt sandinista í Nicaragua rækilega und- anfarið, löngu eftir að Bandaríkja- menn hættu hemaðarstuðningi við kontra-skæruliða. Baker og Shevardnadze komu sér saman um að hefja START-viðræð- urnar svokölluðu um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna í næsta mánuði. Baker lýsti yfir ánægju sinni með fundinn í gær og Shevardnadze tók í sama streng. Um það bil 35 andófsmenn efndu til mótmæla á meðan fundur Bakers og Shevardnadze stóð og kröfðust þess að fá að flytja úr landi. Óeirða- lögregla dreifði hójmum en enginn var handtekinn. A meðal andófs- mannanna var Júríj Semenovskíj sem hitti Baker síðar um daginn ásamt níu öðram andófsmönnum. íran: Morðáskoranir Rafean- janis dregnar til baka Nikósíu. Rcuter. FORSETI íranska þingsins, Ali Akbar Rafsanjani, dró í gær til baka áskorun sína á Palestínumenn um að þeir myrtu óbreytta borgara á Vesturlöndum. Sagði hann, að ummæli sín hefðu öll verið úr lagi færð. „Ég hvet engan til að drepa óbreytta borgara og lít raunar á slíkt framferði sem veikleikamerki,“ var haft eftir Rafsanjani í Teheran- útvarpinu og er talið, að hann vilji lægja öldurnar, sem risið hafa á Vesturlöndum og meðal Palestínu- manna, vegna ummæla hans sl. föstudag. Þá hvatti hann Palestínu- menn til að hefna hvers manns, sem Israelar felldu, með því að drepa fimm Vesturlandabúa. Rafsanjani sagði, að orð sín hefðu verið mistúlkuð; hann hefði átt við að kúgun Israela á Palestínumönnum leiddi að sjálfsögðu af sér heiftarleg viðbrögð og ofbeldi. Bætti hann því við, að um hefði verið að ræða vanga- veltur hans sjálfs en ekki stefnu stjórnvalda í íran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.