Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 59 ■ ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði jafntefli við Luxemborg, 18:18, í æfingaleik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikurinn þótti ekki góð- ur að hálfu íslenska liðsins sem undirbýr sig nú fyrir Evrópuleikina fegn Sviss í lok mánaðarins. I EYJÓLFUR Bragason og Guðmundur Þórðarson hafa verið ráðnir þjálfarar ÍR sem leikur í 1. deild handboltans næsta vetur. Eyjólfiir þjálfaði liðið síðasta vet- ur, en Guðmundur var með það 1987. I GUNNAR Gíslason, sem gekk til liðs við sænska 2. deildarlið- ið H&cken, lék sinn fyrsta leik með liðinu í sænsku deildinni á laugar- daginn. Gunnar missti af þremur fyrstu leikjum liðsins vegna meiðsla, en stóð sig vel á laugardag- inn í 2:1 sigri á Landskrona, sem jafnframt var fyrsti sigur Hacken, og skoraði Gunnar annað markið. M MIKE Tyson, heimsmeistari í hnefaleikum, hefur samþykkt að mæta áskorandanum Carl Will- iams í hringnum í Atlanic City 21. júlí. Tyson, sem er 22 ára, varði titil sinn eftirminninlega í Las Veg- as 25. febrúar þegar hann rotaði Prank Bruno frá Bretlandi. Ty- son hefur háð 36 einvígi í hringnum og aldrei tapað. ■ CARL Lewis, sexfaldur ólympíumeistari í fijálsíþróttum, hefur í hyggju að taka þátt í Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Lewis, sem verður 31 árs 1992, sagði í samtali við franska íþróttablaðið L’Equipe að honum langaði til að vera með í Barcel- ona. „Ég er ekki viss um í hvaða greinum ég myndi keppa þar en það er nægur tími til að hugsa um það,“ sagði Lewis. Hann keppir á fijálsíþróttamóti í Tokyo um helg- ina og síðan á móti í Frakklandi. H TAPIO Kotjus, finnski ólympíumeistarinn í spjótkasti, sagði í gær að hann ætlaði sér að leggja spjótið á hilluna eftir þetta keppnistímabil. Korjus, sem er 29 ára, sagðist hætta vegna hné- meiðsla sem hafa hijáð hann. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Jóhann Ingi áfram með KR „MÉR hefur liðið vel í herbúö- um KR og það eru mörg spennandi verkefni framund- an. Flestir leikmennirnir eru ungir, en þeir verða eínu ári eldri og mitt hlutverk verður að byggja þá enn betur upp,“ sagði Jóhann Ingi Gunnars- son við Morgunblaðiði gær- kvöldi skömmu eftir að geng- ið var frá endurráðningu hans sem þjálfari fyrstu deildar liðs KR í handknattleik næsta keppnistímabil. Jóhann Ingi tók við iiðinu í fyrra eftir að hafa þjálfað í Vestur- Þýskalandi um árabil, en hann fór einmitt þangað frá KR. „Liðið hefur öðlast þátttökurétt í Evr- ópukeppni baeði árin sem ég hef verið með það, en það verður vissulega erfiðara næsta ár. Al- freð Gíslason var besti maður liðs- ins í vörn og sókn í vetur og það verður erfítt að fylla hans skarð, en allir aðrir verða áfram. Ég var með ýmis tilboð eriendis frá, en* ég kom ekki heim til að fara út aftur eftir eitt ár. Auk þess fannst. mér ósanngjamt að fara á sama tíma og Alfreð, því ég hef haft það fyrir vana minn að gefast ekki upp þó á móti blási,“ sagði Jóhann Ingi. Hann sagði ennfremur að áfram yrði unnið að uppgangi liðs- ins. Fyrirhuguð væri æfmgaferð til Vestur-Þýskalands í ágúst, þátttaka í Evrópukeppni í haust og auk þess tæki KR þátt í Neðra-Saxlandskeppninni miili jóla og nýárs, en þar er gert ráð fyrir að CSKA Minsk, Barcelona og TUSEM Essen verði á meðal þátttökuliða. „Handknattleiksdeildin hefur ákveðið að gefa liðinu tíma og verkefnið er skemmtilegt. Það reynir meira á mig sem þjálfara að búa til gott lið við erfíðari að- stæður en áður. Á nýliðnu keppn- istímabili urðum við Reyiqavíkur- meistarar, í 2. sæti í deildinni og iékum vel í bikamum, en þetta er besti árangur KR í fjölda mörg ár. Við lofum engu fyrir næsta tímabil, en reynum að standa við aðeins meira,“ sagði Jóhann lngi. Jóhann Ingl Gunnarsson. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Þrenna hjá Barcelona- Jose Ramon Alexandro, fyrirliði Barcelona, sótta sem Barcelona vann í þriðja sinn í gær. Reuter heldur hér á bikamum eftir- BARCELONAfrá Spáni sigraði í Evrópukeppni bikarhafa í þriðja sinn í gær er liðið vann ítölsku bikarmeistarana Samp- doria, 2:0, í hreinum úrslitaleik . í Bern í gærkvöldi. Barcelona vann bikarinn einnig 1979 og 1982 og er eina liðið sem unn- ið hefur þessa keppni þrívegis. Barcelona fékk óskabyijun er Julio Salinas skoraði strax á fjórðu mínútu leiksins. Gary Line- ker gaf háa sendingu frá hægri á flær stöngina, Femandez skallaði til baka á Salinas sem skallaði í markið af stuttu færi og þannig var staðan í hálfieik. Leikmenn Samp- doria reyndu allt hvað þeir gátu til að komast í gegnum sterka vörn Barcelona í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Það var spænska liðið sem bætti öðra marki við er tíu mínútur vora til leiksloka og var varamaðurinn Lopez Rekarte þar að verki eftir vel útfærða skyndi- sókn. Fyrri hálfleikur var mjög fjörag- ur og opin. Barcelona var þó heldur meira með knöttinn og átti hættu- legri færi. Sampdoria var betra lið- ið í síðari hálfleik og sótti stíft en vöm Barcelona með markvörðinn Zubizarreta öryggið uppmálað fyrir KIMATTSPYRNA / ENGLAND Fj. leikja U J T Mörk Stig | ARSENAL 35 21 9 5 68: 32 72 LIVERPOOL 34 19 10 5 56: 24 67 norwich 36 17 10 9 46: 42 61 forest 35 16 12 7 57: 39 60 TOTTENH. 37 15 12 10 60: 45 57 DERBY 36 16 7 13 38: 36 55 COVENTRY 36 14 11 11 44: 39 53 MILLWALL 37 14 10 13 46: 51 52 QPR 36 13 11 12 42: 35 50 WIMBLED. 36 14 8 14 47: 42 50 man. utd. 37 12 12 13 43: 35 48 everton 36 12 12 12 46: 44 48 SOUTHAMP. 37 10 14 13 51: 65 44 CHARLTON 37 10 12 15 44: 54 42 A. VILLA 37 9 12 16 44: 55 39 middlesb. 37 9 12 16 44: 60 39 luton 37 9 1117 41: 52 38 SHEFF. W. 35 9 11 15 31:47 38 WESTHAM 34 8 8 18 31: 53 32 7 10 20 32: 61 31 Enn skorar John Aldridge FráBob Hennessy i Englandi John Aldridge skoraði enn einu sinni í gærkvöldi og tryggði Li- verpool sigur, 1:0, á Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Liðin mætt- ust a Anfield Road, heimavelli meistar- anna. Liverpool er nú fímm stigum á eftir Arsenal og á einn leik til góða. Liverpool hafði mikla yfirburði í gærkvöldi, réði gangi leiksins allan tímann og leikmenn liðsins fengu talsvert af færum. Brace Grobbela- ar, markvörður liðsins, hafði það hins vegar náðugt. Aldridge, Bárnes og Beardsley höfðu allir fengið ákjósanleg tæki- færi til að skora áður en eina mark leiksins kom, á 82. mín. Vinstri bakvörðurinn David Burrows, sem lék í stað Steve Staunton, kom á fleygiferð upp kantinn — sendi á John Barnes og fékk knöttinn strax aftur, komst inn í teig en var felld- ur af Franz Carr. Víti dæmt. Aldridge var hinn rólegasti, kraup niður og hnýtti skóþveng sinn áður en hann þramaði knettinum innan- fótar í homið. Markvörður Forest, Steve Sutton, hálfvarði skotið en það var svo fast að knötturinn fór í markið. Þetta var 27. mark Aldridge í vetur. Manchester United tapar enn á heimavelli, í gærkvöldi kom Everton í heimsókn og fór með sigur af hólmi, 2:1. United hefur því tapað þremur af síðustu fjóram heima- leikjum. Graham Sharp kom Ever- ton yfir á 9. mín. með skalla, Mark Hughes jafnaði með stórglæsilegu þramuskoti á 31. mín. og Sharp var síðan aftur á ferðinni í seinni hálf- leik er hann skoraði sigurmark Everton. Charlton bjargar sér frá falli á endasprettinum enn eitt árið. Liðið sigraði Derby 3:0 í gærkvöldi á heimavelli. Andy Jones, Peter Shirt- liffe og Paul Williams gerðu mörkin. aftan stóðst allar árásir ítalska liðs- ins. Crayff, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. „Eg sagði leikmönnum mínum í leikhléi að þeir mættu búast við harðri sókn ítalska liðsins í síðari hálfleik. Það má segja að leikmenn Sampdoria hafí verið óheppnir í upphafi síðari hálfleiks að jafna ekki. En við hefðum einn- ig getað nýtt færi okkar betur,“ sagði Cruyff. „Barcelona var betra liðið á vell- inum. Óskabyijun þeirra gaf þeim aukið sjálfstraust. Síðara markið kom mér ekki á óvart. Við lögðum alla áherslu á sóknina og tókum við það ákveðna áhættu,“ sagði Vujadin Boskov, þjálfari Sampdor- ia. íMémR FOLK ■ JOHAN CruyfFheiur tvívegis stýrt félagið til sigur í Evróp% keppni bikarhafa. Ajax fyrir tveim- ur áram og Barcelona í gær. ■ ELLERT B. Schram, formað- ur Knattspymusambands íslands, var á meðal áhorfenda í Bern í gær á úrslitaleiknum. ■ BRUNO Conti, fyrram lands- liðsmaður ítala sem nú leikur með Roma, var dæmdur í sex leikja bann í ítölsku knattspymunni í gær. Conti var rekinn af leikvelli fyrir að mótmæla dómaranum, Tullio Laneses, í leik Roma og Ascoli á sunnudaginn. Conti var æfur yfir brottrekstrinum og ætlaði í dómarann og urðu félgar hans í Roma að halda honum. Þetta var í þriðja sinn sem Conti er rekinn af. leikvelli á 17 ára knattspymu- ferli sínum. Áhorfendur á Ólympíu- leikvanginum í Róm létu andúð sína á dómaranum í ljós með því að kasta dósum og flöskum að línu- vörðunum og dómaranum í leikslok og verður félagið að greða 14.000 dollara í sekt vegna þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.