Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 33 Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Sjafiiar litli með foreldrum sínum, Gunnari Gunnarssyni og Aðal- heiði Hávarðardóttur. Þau eru i brekkunni sem Sjafhar fór niður í jeppanum. Bíllinn stöðvaðist við húsið, sem sést á bak við Gunnar. Eskifjörður: Eins og einhver hafi stýrt hjá öllum hættum - segir móðir þriggja ára drengs sem slapp ómeiddur efltir háskaför í bíl föður síns Eskifírði. BILLINN virðist bara hafa beygt eftir aðstæðum, rétt eins og einhver hafi stýrt framhjá öllum hættum,“ segir Aðalheiður Hávarðardóttir, móðir Sjafnars Gunnarssonar á Eskifirði. Sjafnar, sem er þriggja ára gamall, fór glæfralega ökuferð á jeppa föður síns síðastliðið laugardags- kvöld. Honum tókst að skríða inn um opinn glugga á bílnum og koma honum af stað. Bíllinn rann afltur á bak frá húsinu, yfir götuna, niður snarbratta brekku og stöðvaðist loks á aspartijám rétt ofan við íbúðar- hús efltir, rúmlega hundrað metra ferðalag, sem virðist hafa verið far- ið að miklu leyti á aflturhjólum bílsins einum saman. Mesta mildi var að drenginn sakaði ekki og að enginn varð lyrir bílnum. Sjafnar var ekkert spenntur fyrir Evrópusöngvakeppninni, þannig að á meðan foreldrar hans horfðu á keppnina vatt hann sér út og skreið inn um opna hliðarrúðu á Suzuki Fox jeppa föður síns og kom honum af stað, bíllinn hefur trúlega ekki verið í handbremsu, en var í gír. Stýrið var læst og hann er mjög handsterkur drengurinn og hefur getað haldið sér þar sem hann sat í sætinu. Tveir eldri bræður hans sáu hann fara af stað og létu foreldra sína strax vita. Þá var klukkan um fimm mínútur yfir sjö á laugardags- kvöldið. „Okkur brá auðvitað alveg hræði- lega, maður man bara varla hvernig maður komst á staðinn," sagði Aðal- heiður. „Svo heyrum við hann gráta og þá vissum við að hann var örugg- lega á lífi og þegar við sáum hann reyna að klifra út um gluggann viss- um við að hann var ekki meiddur." Aðalheiður segir.það vera reglu þeirra að læsa bílnum, en í þetta sinn hafi glugginn verið skilinn eftir opinn í ógáti. „Maður segir bara að þetta sé kraftaverk, það er einhver sem heldur verndarhendi sinni yfir hon- um. Hann er alveg voðalegur í bílun- um. Það verður alltaf að passa að læsa þeim, enda er það alltaf gert. Aðstæður eru svo hrikalegar hérna, ég vona bara að núna verði sett traust grindverk meðfram veginum." Aðalheiður lýsir ferðalagi sonar síns þannig: „Bíllinn virðist bara hafa beygt eftir aðstæðum, rétt eins og einhver hafi stýrt framhjá öllum hættum. Það eru vegasölt þarna fyr- ir neðan og hann fór framhjá þeim. Þarna var líka stór steinn og hann fór fram hjá honum. Pabbi hans seg- ir að bíllinn hafi verið meira og minna á afturhjólunum af því að það er far eftir dráttarkrókinn aftan á bílnum á leiðinni niður. Rétt fyrir ofan trén var girðing, mjög sterkleg. í fyrra var maðurinn sem býr þarna í húsinu að tala um að rífa hana, en það hafði ekki verið gert. Þetta er kraftaverk, er alveg óhætt að segja.“ HAJ Fiskverð á uppboðsmörkuðum 10. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,50 49,00 49,92 31,098 1.552.385 Þorskur(óst) 44,00 34,00 38,39 9,076 348.461 Þorskur(smár) 23,00 23,00 23,00 0,353 8.120 Ýsa 35,00 35,00 35,00 1,089 38.098 Ýsa(ósl.) 35,00 35,00 35,00 0,174 6.090 Karfi 26,00 24,00 24,38 0,632 15.406 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,410 6.143 Ufsi(óst) 15,00 15,00 15,00 0,496 7.440 Steinbítur 22,00 15,00 21,91 5,204 114.047 Steinbítur(óst) 15,00 15,00 15,00 0,454 6.811 Lúða 155,00 70,00 87,42 0,042 3.628 Samtals 42,97 49,027 2.106.629 Selt var úr Núpi ÞH og ýmsum bátum. i dag verða meöal ann- ars seld 10 tonn af karfa úr Má SH, svo og 10 tonn af þorski, 1 tonn af kola og fleira úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 35,00 43,37 4,499 195.142 Ýsa 50,00 35,00 46,78 0,119 5.567 Ýsa(óst) 43,00 43,00 43,00 0,036 1.548 Karfi 17,00 17,00 17,00 1,085 18.445 Ufsi 25,00 15,00 23,87 25,677 612.997 Steinbítur 30,00 15,00 22,50 0,018 405 Steinbítur(óst) 30,00 30,00 30,00 0,020 600 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,004 100 Lúða 305,00 240,00 266,41 0,096 25.575 Blandað 59,00 59,00 59,00 0,033 1.947 Samtals 27,20 31,870 866.854 Selt var úr Freyju RE og færabátum. í dag verða meðal annars seld 70 tonn af grálúðu, 40 tonn af karfa og 10 tonn af ýsu úr Sigurey BA. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 58,00 43,50 52,78 70,562 3.723.931 Ýsa 67,00 20,00 40,32 42,484 1.713.101 Ufsi 26,50 15,00 24,22 5,206 126.129 Karfi 30,00 15,00 27,01 6,314 170.551 Steinbítur 19,00 9,00 18,24 2,210 40.301 Hlýri+steinb. 12,00 12,00 12,00 0,420 - 5.040 Skarkoli 35,00 10,00 16,91 0,759 12.835 Lúða 300,00 150,00 226,65 0,264 59.835 Samtals 45,47 129,097 5.869.431 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Hjalta GK, Sveini Jónssyni GK og Þuríði Halldórsdóttur GK. í dag verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum. N Tónlistarskóli Hafnarfjarðar heldur aðra vortónleika í Hafharfjarð- arkirkju á föstudagskvöld. Ásakvöld í Eyjum Ásakvöld með lögum og ljóð- um efltir Ása í Bæ og Oddgeir Krisfjánsson verður í Akoges- húsinu í Vestmannaeyjum n.k. fóstudagskvöld, 12. maí, kl. 20.30. Asi í Bæ hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári, en hann lést fyrir fjórum árum. Dagskrá- in er haldin að undirlagi hóps fólks sem hefúr ánægju af hans verkum og vill halda þeim á lofti. Á dagskránni verður ein- söngur, hópsöngur, fjöldasöng- ur og upplestur úr verkum Ása. Milli tuttugu og þtjátíu Jög verða flutt á Ása í Bæ kvöldinu, allt textar eftir Ása og lögin ýmist eftir hann eða Oddgeir Kristjánsson. Einnig eru erlend lög sem Ási gerði texta við. Ýmist byggist undirleikurinn á gítarspili, hljómsveit eða píanóundirleik. Um 20 manna hópur flytur dag- skránna. Armann: Vorsýning fim- leikadeildar FIMLEIKADEILD Ármanns heldur árlega vorsýningu í dag, fimmtudag, í íþróttahúsi Kenn- araháskólans við Háteigsveg. Sýningin hefst klukkan 19 og taka allir nemendur deildarinnar þátt. Jafnframt verður haldinn kökubasar í kjallara íþróttahússins. Aðgangur kostar 300 krónur fyrir fullorðna en er ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára. Fyrirlestur um EB og Norður- lönd í KVÖLD, fimmtudaginn 11. maí kl. 20.30, fjallar Kristen Nyga- ard, prófessor við Oslóarhá- skóla, um nýstofiiaða samstarfs- nefiid á Norðurlöndum um af- stöðu landanna til Evrópubanda- lagsins. Fyrirlesturinn verður í Norræna húsinu. Nygaard mun jafnframt kynna það starf, sem nú þegar hefur ver- ið unnið í Noregi við athugun á jafnt æskilegum sem óæskilegum áhrifum aðlögunar að EB og vænt- anlegum innri markaði bandalags- ins. Fyrirhugaðar aðgerðir á vegum norrænu samstarfsnefndarinnar verða kynntar á fundinum og jafn- framt verður rædd aðild Islands að nefndinni. Saga úr dýra- garðinum í Bí ókaj allaranum KAFFILEIKHÚSIÐ hefúr á ann- an dag hvítasunnu sýningar á Sögu úr dýragarðinum í Bíó- kjallaranum. Ætlunin er að sýna Sögpi úr dýragarðinum næstu þijár til flórar vikur, en sýning- ar á öðrum verkum taki þá við og verði haldið úti í sumar. Saga úr dýragarðinum eftir Ed- ward Albee var áður sýnd af nem- endum í MH en vegna verkfalls kennara var ákveðið að flytja verk- ið í Bíókjallarann. Það gerist í Mið- garði (Central Park) á Manhattan í New York og fjallar um tvo menn, sem þar hittast af tilviljun og taka tal saman. Samtal þeirra fjallar um líf þeirra og með þeim tekst vin- átta með tilheyrandi togstreitu og átökum. Fyrsta sýning Sögu úr dýragarð- inum verður að kvöldi annars hvíta- sunnudags klukkan 22 en húsið verður opnað klukkusstund fyrr. Önnur sýning verður næsta fimmtudagskvöld á sama tíma, en sýningar verða framvegis á sunnu- dags-, þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum. Tónlistarskóli Haftiarflarðar með vortónleika AÐRIR vortónleikar Tónlistar- skóla HafnarQarðar verða haldnir í Hafnarljarðarkirkju, fostudagskvöldið 12. maí klukk- an 20. Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Meðal annars koma fram nemendur úr forskóla, einleikarar á ýmis hljóðfæri og samleikur verð- ur. Nýr dvalarstað- ur orlofsneftidar NÝR dvalarstaður á vegum or- lofsnefiidar húsmæðra í Reykjavík verður kynntur að Hótel Loftleiðum í kvöld, 11. maí klukkan 20.30. Farið verður til Benidorm á Spáni og verða fjórar ferðir í sum- ar, frá 28. júní til 19. júlí, hver fer er vikuferð. Skrifstofa Orlofs húsmæðra í Reykjavík, er að Traðarkotssundi 6, og verður opin frá 16. maí mánud. til föstud. klukkan 15 — 18. Mótmælastaða KI á Austurvelli Kennarasamband íslands stendur fyrir mótmælastöðu á Austurvelli fyrir framan Al- þingishúsið í dag frá klukkan 13 — 17. Fyrsti kennaraliópurinn tekur sér stöðu klukkan 13 og síðan tekur einn hópur við af öðrum til klukkan 17. Kennarasambandið vill vekja at- hygli alþingismanna og almennings á þeirri kröfu sinni að nú þegar verði aflétt því neyðarástandi sem 'ríkir í skólum landsins. Það verður ekki gert nema geng- ið verði til samninga við þau félög, sem nú eiga í kjaradeilum, samn- inga sem ryggja verulegar kjara- bætur og vinnufrið í skólum, segir í frétt frá KÍ. Blaðamenn samþykkja KJARASAMNINGAR Blaða- mannafélags íslands við útgef- endur voru samþykktir á félags- fúndum í Reylq'avík og á Akur- eyri á föstudag. Samningarnir gilda til 28. febrúar 1990 og á þessu ári koma þijár áfanga- hækkanir á laun, samtals krónur 4.500, og síðan 1.500 krónur 1. janúar á næsta ári, auk 6.500 króna orlofsuppbótar í júlí og 9.000 króna desemberuppbótar. í samningunum eru ákvæði um skipan nefnda til að endurskoða menntakafla gildandi kjarasamn- ings vegna tilkomu væntanlegs íjölmiðlanáms við Háskóla íslands, yfirfara aðalkjarasamninginn og yfirfara reglugerð um Lífeyrissjóð blaðamanna. Samningar blaðamanna við út- gefendur eru í tvennu lagi. Annars vegar við Félag íslenska prentiðn- aðarins og Vinnuveitendasamband Islands fyrir hönd útgefenda Morg- unblaðsins og DV og hins vegar við útgefendur Alþýðublaðsins, Dags, Tímans og Þjóðviljans. BHMR-félög gagnrýna Guð- mund G. ÁTTA flélög háskólamenntaðra starfsmanna Ríkisspítalanna hafa ritað heilbrigðisráðherra bréf, þar sem þau lýsa fúrðu sinni á yfirlýsingum Guðmundar G. Þórarinssonar, formanns fiskeldis- og hafbeitarstöðva, í Ijölmiðlum 28. apríl sl. vegna þeirra áhrifa, sem verkfall FÍN hefúr haft á starfsemi fiskeld- isstöðva. Þetta kemur m.a. fram í frétta- tilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist frá félögunum átta. Ennfremur segir: „Sem formaður stjórnarnefndar Ríkisspítala hefur Guðmundur G. Þórarinsson ekki séð ástæðu til að lýsa opinberlega yfir áhyggjum vegna áhrifa verk- falls háskólamenntaðra starfs- manna á Ríkisspítölum, en þar ríkir víða því sem næst neyðarástand. Það sem hefur komið í veg fyrir algert neyðarástand þar er sú ábyrgð, sem verkfallsfélögin hafa sýnt varðandi skipulag neyðar- þjónustu á meðan á verkfalli stend- ur. Sú ábyrgðartilfinning, sem kom fram hjá formanninum fyrir fram- an Alþingi íslendinga sannaði á hörmulegan hátt hvernig ábyrgðin á sér oft þröngar sérhagsmunaræt- ur, en ekki rætur í þeirri samfélags- legu ábyrgð, sem alþingismenn takast á hendur." . Tónleikar í Casablanca HLJÓMSVEITIRNAR Bless og Risaeðlan halda sameiginlega tónleika í Casablanca nk. föstu- dagskvöld. Risaeðlan hefur nýverið lokið upptökum á plötu sem gefm verður út í sumar, en Bless hefur hljóð- versvinnu seinna í sumar. Húsið opnar kl. 22.00, en tónleikamir hefjast einhveiju síðar og ræður hlutkesti hvor hljómsveitin verður á undan á svið. I búrinu verðu Sig- urður ívarsson, sem leika mun rokktónlist úr ýmsum áttum. Mynd mánaðar- ins í Listasaftii MYND mánaðarins í Listasafiii Islands er Bátur á heimleið eftir Gunnlaug Ó. Scheving (1904— 1972) en myndin var keypt til safnsins árið 1968. Hér er um að ræða olíumálverk frá árínu 1966 og myndin, sem nú er til sýnis í sal 1 er stór í sniðum (200 x 300 sm.) Leiðsögn við „Mynd mánaðar- ins“ fer fram á fimmtudögum klukkan 13.30—13.45 í fylgd sér- fræðings. Safnast er saman í and- dyri og stendur leiðsögnin öllum til boða ókeypis. Listasafn Islands er opið alla daga nema mánudaga klukkan 11—17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. * Afengisvarnaráð: Afengissala hef- ur aukist VEGNA viljandi fyrirsagna í ýmsum fjölmiðluin og yfirborðs- legrar umfjöllunar vill Áfengis- varnaráð benda á: Alkóhól í bjór er nákvæmlega sama efnið og alkóhól í víni og Sterkjum drykkjum. Því er það jafnan talið með þegar gerð er grein fyrir áfengisneyslu. Svo er t.a.m í alþjóðlegum skýrslum. Úr áfengisneyslu dró á árinu 1988. Áfengissala jókst hins vegar verulega á fyrsta fjórðungi þessa árs af þeim sökum að bjórinn bætt- ist við í mars. Samkvæmt upplýsingum ÁTVR voru seldir 229.413 lítrar af hreinu áfengi á þessum þrem mánuðum en 182.958 lítrar sömu mánuði í fyrra. Aukningin er 25.4%. Hitt er svo annað mál, að hin eiginlegu áhrif á neysluna koma fyrst fram eftir árið og allar afleið- ingarnar löngu seinna. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.