Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 Júgóslavía: „Fasísk stefiia og fas- ískur Serbaleiðtogi“ Belgrað. Reuter. Agreiningurinn með þjóðunum, sem byggja Júgóslavíu, vex dag firá degi og birtist meðal annars í gær í heiftarlegum árásum Slóvena og Króata á Serba og leiðtoga þeirra, Slobodan Milosevic. Slóvenski rithöfúndurinn Francek Rudolf var ekki að skafa utan af því í grein, sem birtist í gær í Dnevník, málgagni kommúnistaflokks- ins og stjórnvalda i Slóveníu. Þar líkti hann Milosevic við fasísku ein- ræðisherrana, sem verið hefðu við völd á fjórða áratugnum. „Stefna serbneskra stjórnvalda er fasismi, samin af fasískum Serba- flokki, sem er stjómað af fasista," sagði Rudolf og undir þessi orð var tekið í króatíska dagblaðinu Glas Slavonije. Milosevic, sem varð forseti Serbíu nú í vikunni, hefur kynt undir serb- neskri þjóðerniskennd og hvatt opin- berlega tii þess, að keppinautar hans um völdin í landinu öllu verði látnir víkja. Hefur hann með þessu skotið öðrum þjóðum, einkum Slóvenum og Króötum, skelk í bringu og ótt- ast þær, að hann ætli að koma á serbneskum yfirráðum í Júgóslavíu Ungveijaland: Yngri menn í ráðherra- embættum eins og löngum var fyrir valdatöku kommúnista 1945. Andúðin á Serbum og leiðtoga þeirra er hvergi meiri en í Slóveníu og vilja frammámanna þar koma inn ákvæði í stjórnarskrána um rétt Sló- vena til að segja skilið við júgóslav- neska ríkjasambandið. „Margt bendir til, að gengju Sló- venar í Evrópubandalagið sem sjálf- stæð þjóð yrðu þeir einhvers staðar miðja vegu hvað lífskjör varðar. Suðurhluti Júgóslavíu, þar á meðal Serbía, yrði þá talinn til vanþróaðra ríkja og gæti ekki tengst evrópsku samfélagi nánari böndum, ekki einu sinni Suður-Ameríkuríkjunum," sagði Francek Rudolf í grein sinni. I fyrradag var skýrt frá því, að 800 manns af albönskum ættum hefðu verið dæmdir í fangelsi síðan til óeirða kom í Kosovo í mars sl. Þá sagði Dragutin Mitrovic, yfirmað- ur serbnesku öryggissveitanna, að hópar aðskilnaðarsinna í Kosovo væru að undirbúa skæruhernað í héraðinu. Thatcher um stefiiu breska V erkamannaflokksins í vamarmálum: Einhliða afvopnun í öðrum umbúðum Yinstriarmur flokksins ætlar að berjast gegn stefiiubreytingunni Lundúnum. Reuter. BRESKI Verkamannaflokkurinn ákvað á þriðjudag að falla frá þeirri stefhu sinni að Bretar fækkuðu kjarnorkuvopnum sinum einhliða, en talsmenn flokksins neituðu að svara því hvort leiðtogar hans væru til- búnir til að beita slíkum vopnum kæmust þeir til valda. Vinstrisinnar innan flokksins sögðust ætla að beijast gegn stefnubreytingunni, en Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, lýsti hinni nýju stefnu sem „einhliða afvopnun í öðrum umbúðum". Búdapest. Reuter. MIKLOS Nemeth, forsætisráð- herra Ungveijalands, gerði rót- tækar breytingar á ríkisstjórn sinni í gær er helmingur ráð- herra var leystur frá störfum og yngri menn hafnir til vegs og virðingar í þeirra stað. Nýir menn tóku við embættum utanríkisráðhera, fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, ráðherra skipu- lagsmála, landbúnaðarráðherra og ráðherra menningarmála. Meðal- aldur þeirra er 48 ár en Nemeth sagði á fundi með blaðamönnum í gær að nokkrir þeirra sem leystir voru frá störfum hefðu beðist lausn- ar. Kvaðst forsætisráðherrann sannfærður um að nýja ríkisstjómin yrði kröftugri en sú eldri og að aukin samstaða kæmi til með að tryggja betri afköst við afgreiðslu mála „Ég veit að allir eru þessir menn eindregnir fylgismenn um- bóta á sviði efnahags- og stjóm- mála,“ sagði Nemeth. Umbótasinninn Gyula Horn tók við embætti utanríkisráðherra af Peter Varkonyi en Laszlo Bekesi tók við starfi fjármálaráðhera af Miklos Villanyi. Forystumenn Verkamannaflokks- ins neituðu ítrekað að svara því hvort beita skyldi kjamorkueldflaugum Breta ef gerð yrði kjamorkuárás á Bretland. „Þessari spurningu myndi engin ábyrg stjóm svara, þar sem svarið gæti komið hugsanlegum and- stæðingi til góða,“ sagði Gerald Kaufmann, talsmaður Verkamanna- flokksins í utanríkismálum. George Younger, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði að það væri út í hött að vígbúast kjarnorkuvopnum og lýsa síðan yfir því að þeim yrði ekki beitt. Thatcher forsætisráðherra tók í sama streng og sagði að stefna Verkamannaflokksins hefði í raun lítið breyst, þar sem hún bygðist á „einhliða afvopnun í öðrum umbúð- um“. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði á fundi fram- kvæmdastjómar flokksins að hann gæti ekki Jengur fylgt þeirri stefnu að fækka kjarnorkuvopnum Breta einhliða og bætti við að ráðamenn annarra ríkja gætu engan veginn skilið þá stefnu, hvað þá stutt hana. „Ég hef farið í Hvíta húsið, til Kreml- ar og frönsku forsetahallarinnar og lagt fram rök fyrir einhliða kjarn- orkuafvopnun. Þeim þótti með öllu óskiljanlegt að við skyldum vilja losa okkur við kjarnorkuvopn okkar án þess að önnur ríki útrýmdu einnig sínum vopnum - án þess að fá nokk- uð í staðinn," sagði flokksleiðtoginn. Samkvæmt hinni nýju stefnu Verkamannaflokksins heitir flokkur- inn því að komist hann til valda muni stjórnin ekki beita kjarnorku- vopnum að fyrra bragði og beita sér fyrir því að Atlantshafsbandalagið taki upp sömu stefnu. Flokkurinn stefnir ennfremur að því að öllum kjamorkuvopnum verði útrýmt fyrir næstu aldamót. Framkvæmdstjórn flokksins samþykkti einnig að stjóm Verkamannaflokksins gæti efnt til tvíhliða afvopnunarviðræðna við Sov- étmenn ef viðræðum bandarískra og sovéskra stjómvalda miðar ekki sem skyldi. Vinstrisinnar innan Verkamanna- flokksins sögðust myndu beijast gegn stefnubreytingunni og sögðu hana brjóta í bága við sósíalismann. Samþykkja þarf breytinguna á flokksráðstefnu í haust og er talið að miklar deilur verði um hana. Bandaríkin: Skotið yfír Boston Walesa tekur við mannrétt- indaverðlaunum LECH Walesa, leiðtoga Samstöðu, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1983, voru í gær afhent mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins í Strassborg og var myndin tekin við afhendinguna. Walesa sagði í ávarpi sínu að Pólverjar væru að feta sig í átt til lýðræðis og hvatti hann allar þjóðir heims til að veita þeim stuðning. Hann kvað þær breytingar sem ættu sér stað í Póllandi ættu að tryggja mannréttindi í landinu. Helsinki-mannréttindahreyfingin, sem er með aðsetur í Vín, hlaut einnig mannréttindaverðlaun Evrópuráðsins fyrir „frábært fram- lag sitt til málstaðarins“. úr stohnni fluefvél Boston. Reuter. ^ Miðaldra Bandarikjamaður myrti konu sína í gær og skaut síðan úr riffli yfir Boston-borg úr flugvél sem hann hafði rænt. Maðurinn var handtekinn á Log- an-flugvelli. Maðurinn skaut konu sína á heim- ili þeirra í einu af úthverfum Boston og stal tveimur bílum á leið sinni til flugvallar skammt utan við borgina. Þar miðaði han riffli sínum að höfði starfsmanns flugskóla og krafðist þess að fá flugvél. Hann fékk tveggja sæta Cessnu og flaug henni yfir vinnustað sinn, pósthús, undir brú og skaut að minnsta kosti þremur skotum yfir borgina. Engan mun hafa sakað. Logan-flugvelli var lokað í um klukkustund þegar atburðurinn átti sér stað og flugumsjónarmenn yfir- gáfu stjórnturn vallarins er maðurinn flaug vélinni í nokkra hringi um- hverfis turninn. Grænland: Smábarir á hótelum bannaðir Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Grænlenska landsþingið hefur bannað smábarina á hótelherbergjum vegna þess, að þeir fara í bága við áfengis- löggjöfina með því að hafa „opið“ allan sólarhringinn. I umræðum um málið kom fram, að þess væru mörg dæmi, að fólk leigði sér hótel- herbergi til að ná í áfengi á þeim tíma þegar sala þess er annars bönnuð. Þá var einnig ákveðið að skylda veitinga- staði til að hafa vatn á boðstól- um fyrir gesti og gefa þeim klukkustund til að ljúka við veitingamar eftir að afgreiðslu lyki. Til þessa hefur fresturinn verið tíu mínútur og afleiðing- in sú, að sumir helltu í sig miklu áfengi á stuttum tíma og ultu út úr dyrunum dauða- drukknir. Svíar skyldað- ir til að spara? Stokkhólmi. Reuter. Ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð vill koma á tíma- bundnum skyldusparnaði ein- staklinga og fyrirtækja til að draga úr þenslunni í efna- hagslífinu. Voru tillögur þar að lútandi kynntar í gær en Hægriflokksmenn vísuðu þeim þverlega á bug, sögðu, að stjórninni væri nær að segja af sér en ætla að stýra landinu með þessum hætti. Með skyldusparnaðinum vill stjórn- in koma úr umferð um stund- arsakir rúmlega 140 milljörð- um ísl. kr. en það þýðir, að Svíi, sem hefur um 160.000 ísl. kr. í laun, yrði að leggja til hliðar rúmlega 20.000 kr. mánaðarlega. Einsemd stórborg- arlífsins Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKUR ellilífeyrisþegi lá látinn í rúmi sínu í hálft annað ár í blokkaríbúð í Kaupmanna- höfn eða þar til nágrönnum hans var farið að ofbjóða flugnagerið í húsinu. „Hér er fólk ekkert að skipta sér mikið hvert af öðru,“ sagði kona, íbúi í blokkinni, sem er sér- staklega ætluð ellilífeyris- þegum. Hafði hún kvatt til meindýraeyði þegar blokkin virtist vera að fyllast af stór- um, svörtum flugum og kom þá í ljós hvers kyns var. Þrisv- ar eða ljórum sinnum áður hefur það komið fyrir, að fólk hafi látist í íbúðum sínum í blokkinni og legið þar í langan tíma. Kína: Skattsvik á hverju strái Peking. Reuter. AÐ minnsta kosti helmingur kínverskra ríkisfyrirtækja reyndi að stela undan skatti á síðasta ári. Skýrði fréttastofan Nýja Kína frá þessu í gær og sagði, að grófustu skattsvikin hefðu verið hjá þeim fyrirtælq- um, sem væru í beinni umsjá ríkisvaldsins. Talið er, að á síðasta ári hafi skattsvik ríkis- fyrirtækjanna numið 3,3 mill- jörðum Bandaríkjadollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.