Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR II. MÁÍ 1909 Innflutta smjörlíkið komið í Hagkaup: Kostar flórðung af verði þess innlenda SMJÖRLÍKI, sem verslunin Hagkaup flytur inn, er komið til lands- ins og verður dreift í verslanir Hagkaups í dag. Innflutta snyörlík- ið er á mun lægra verði en innlend framleiðsla, ein tegundin kost- ar tæplega Qórðung af verði sambærilegrar innlendrar fram- leiðslu, eða 78 krónur kílóið miðað við 337,5 krónur fyrir inn- lenda smjörlíkið. Innflutta smjörlikið kemur frá Önnur tegund heitir „Low Fat Hollandi. Tvær tegundir eru komn- Spread“ og kostar í 250 gramma ar og verður þeim dreift í verslanir pakkningu 24 krónur, eða 96 krón- í dag, að sögn Jóhannesar Rúnars ur kílóið. í 500 gramma pakkningu Jóhannessonar innkaupastjóra. kostar þessi tegund 39 krónur Önnur tegundin er sólblóma- stykkið, eða 78 krónur kílóið. Sam- smjörlíki og heitir „Sunflower bærileg innlend vara, Létt og lag- Margarine" og kostar 500 gramma gott, kostar í 300 gramma pakkn- pakkning 54 krónur. Kílóverðið er ingu 135 krónur, eða 337,5 krónur því 108 krónur. Sambærilegt inn- kílóið. Það innflutta kostar því, lent smjörlíki í 300 gramma pakkn- miðað við 500 gramma pakkning- ingu kostar 84 krónur, eða 280 una, tæplega fjórðung af verði krónur kílóið. Það innflutta kostar hinnar innlendu framleiðslu. því rúmlega þriðjung af verði þess Allar framangreindar verðtölur innlenda, nákvæmlega 38,5% mið- eru útsöluverð í Hagkaupsverslun- að við kílóverð. um. Ríkisendurskoðun: Söluverð á eignum Sigló- síldar hf. var viðunandi Sigló naut sérstæðra greiðslukjara hjá ríkissjóði RÍKISENDURSKOÐUN hefur að beiðni forseta sameinaðs Alþingis skilað skýrslu um málefhi Sigló hf. í skýrslunni kemur fram það mat Ríkisendurskoðunar að söluverð eigna Siglósíldar til Sigló hf hafi ver- ið viðunandi, en það mat er meðal annars byggt á „lélegu ástandi" eignanna. Framlag ríkisins til Siglósldar nam alls 134,6 milljónum króna frá árinu 1973 til 1983, en í lok þess árs var Siglósíld seld. Þá telur Ríkisendurskoðun að greiðsluskilmálar þeir, sem Sigló hf hafi notið hjá ríkissjóði, séu afar sérstæðir og eigi sér vart hliðstæðu hjá ríkissjóði. Fjármálaráðherra felldi í desember siðastliðnum niður 8,5 milljónir af skattskuldum Nútimans og Tímans og samþykkti þá einnig greiðslu söluskattsskulda Svarts á hvitu að upphæð 23,3 milljónir króna með skuldabréfi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er unnin í iqölfar umræðna á Alþingi um kaup Sigló á Siglósíld í árslok 1983, rekstrarþrot Sigló og leigu Sigluness á eignum Sigló. 11 þing- menn Sjálfstæðisflokksins óskuðu upplýsinga um söluverð eigna Sigló- síldar og fleira og fjármálaráðherra spurði einnig um önnur atriði sem tengjast málinu. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ástandi fasteigna Siglósfldar hafi verið ábótavant og þær þarfnazt lagfæringar. Opinber nefnd hafi árið 1982 metið að nauð- synlegar endurbætur kostuðu að minnsta kosti 4,4 milljónir króna þá, sem er um 8,3 milljónir á verðlagi við sölu. í skýrslunni segir að Sigló hafi íjárfest 51 milljón króna í endur- bætur á verksmiðjuhúsnæði og vélar og tæki árin 1984 og 1985. Fram- reiknað söluverð fyrirtækisins er um 50 milljónir króna, en það er nánast sama fjárhæð, framreiknuð, og ríkis- sjóður yfirtók af langtímalánum Siglósíldar. 70,7 milljónum króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Ríkisendurskoðun segir í skýrsl- unni að ekki hafi unnizt tími til að gera grein fyrir sölu ríkisfyrirtækja frá árinu 1974 en það verði gert í sérstakri skýrslu síðar. Gjöld Nútímans felld niður í tengslum við umræðuna um Si- gló var óskað upplýsinga um niður- fellingu opinberra gjalda Nútímans og Tímans og breytingu á söluskatts- skuld útgáfuíyrirtækisins Svarts á hvítu. Núverandi fjármálaráðherra felldi í desember síðastliðnum niður reiknaða dráttarvexti að fjárhæð 6,4 milljónir af launaskattsskuldum Nú- tímans og Tímans á árabilinu 1982 til 1986 gegn því að fyrirtækin greiddu höfuðstól skuldanna 2,6 milljónir króna. Þá voru jafnframt felldir niður reiknaðir dráttarvextir að upphæð 2,1 milljón króna vegna skulda Nútímans á opinberum gjöld- um að upphæð 2 milljónir á árabilinu 1985 til 1987 gegn því að höfuðstóll skuldarinnaryrði greiddur. Niðurfell- ing skulda nam því alls 8,5 milljónum króna gegn greiðslu 4,6 milljóna. Tíminn skuldar ríkissjóði enn launa- skatt að upphæð 141.828 krónur. í desember samþykkti fjármála- ráðuneytið ennfremur að söluskatts- skuld Svarts á hvítu að 23,3 greidd- ist með skuldabréfi útgefnu af ís- lenzka gagnagrunninum. Skulda- bréfíð er upp á 24 milljónir og gefið út til 8 ára og skal fyrst greiða af láninu ásamt vöxtum 15. nóvember 1989. „Skuldabréfíð er með veði í svonefndum íslandsgrunni og Laga- grunni, sem metnir eru að stofnverði á 25 milljónir króna. Hér er um að ræða upplýsingabanka og hugbúnað- arkerfi sem fyrirhugað er að selja afnot af. Ekki verður af hálfu Ríkisendur- skoðunar lagt mat á verðmæti þess- ara tveggja gagnagrunna nú. Hins vegar er ljóst að þrátt fyrir nokkrun stofnkostnað má ætla að enn þurfl að leggja fram vinnu til öflunar upp- lýsinga í gagnabanka áður en til verulegrar te'kjumyndunar kemur,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Laun, lögfræðiaðstoð og eftirlaun stjórnarformanns Aðalverktaka: Framlag ríkissjóðs til Siglósíldar nam 134,6 milljónum króna samtals árin 1973 til 1983 á verðlagi þessa árs eða 12,2 milljónum að meðaltali. Hefði greiðslum þessum verið haldið áfram til ársloka 1988, hefði upp- hæðin samtals orðið rúm 61 milljón króna. Bent er á að rekstrartap Sigió hf hafi verið um 200 milljónir króna árin 1984 til 1988, en framlög- um ríkissjóðs til Siglósíldar hafi fyrst og fremst verið varið til að mæta rekstrartapi þess fyrirtækis. Sigló tókst ekki að standa í skilum við ríkið með afborganir af skulda- bréfí vegna kaupanna á Siglósíld. í október 1985 gerði þáverandi fjár- málaráðherra nýtt samkomulag við Sigló hf. í því fólst að öllum kröfum ríkissjóðs á Sigló hf yrði breytt í lán til 15 ára, sem yrði afborgunarlaust fyrstu 5 árin. I öðru lagi heimilaði ríkissjóður nýjar lántökur fyrirtækis- ins allt að upphæð 600.000 dollara, 32,6 milljónir á núverandi gengi, sem hefði veðheimild á undan skuldabréf- um ríkissjóðs. Sigló hefur aðeins tvívegis innt af hendi greiðslur vegna kaupanna á Siglósíld og nema heild- arkröfur ríkissjóðs á fyrirtækið nú Heildargreiðslur nátnu 8,7 mifljónum -auk risnu, ferða-, bifreiða- og símakostnaðar Heildargreiðslur íslenskra aðalverktaka til Vilhjálms Árnasonar stjórnarformanns fyrirtækisins námu á einu ári, það er frá í maí í fyrra þar til nú, um 8,7 miiyónum laun og greiðslur sem Vilhjálmui ir lögfræðiaðstoð. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hefur látið kanna þetta mál á vegum ráðuneytisins. Mun þeirri könnun nú lokið og nið- urstöður hennar liggja fyrir, en ut- anríkisráðherra vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru ekki inni í þessari tölu, 8,7 milljónum, liðir eins og ferða- kostnaður, bifreiðakostnaður, risna og símakostnaður sem Vilhjálmur fékk greitt samkvæmt reikningum. Vilhjálmur Árnason segir að króna. Inn í þessari tölu eru eftir- hefiir fengið frá fyrirtækinu fyr- hann vilji að svo stöddu ekki tjá sig um þetta mál. Hinsvegar er hann að vinna að greinargerð um það og mun væntanlega senda hana frá sér fyrir heigina. Það var Steingrímur Hermanns- son þáverandi utanríkisráðherra sem skipaði Vilhjálm í stöðuna í maí í fyrra. Steingrímur segir að launagreiðslur til Vilhjálms séu sér óviðkomandi enda samningsatriði milli Vilhjálms og íslenskra aðal- verktaka. Útflutningur á ullarvörum: VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í DAG ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi í gegnum gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 ígær að ísl. tíma Staður Akureyrí kl.18 Reykjavík kl. 18 hltl 3 7 vedur skýjað léttskýjað Bergen Helsinki 12 rigning Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló 11 skýjað Stokkhólmur Þórshöfn 9 rigning Aþena 22 léttskýjað Amsterdam 14 rigning Berfín 20 léttskýjað Befgrad 24 léttskýjað Briissel Frankfurt 15 skýjað 'ft'" Staður hltl veður Genf 14 rigning Hamborg 16 skýjað Kaíró 28 heiðskírt Kanari 22 skýjað London '\ 14 skýjaö Madrid 22 skýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 20 skýjað Marseille 20 léttskýjað Moskva 17 rigning París 20 skýjað Prag 18 skýjað Róm 22 léttskýjað Varsjá 19 rigning Vín 17 rigning Ziirich 14 skýjað 1 ; fi 'f' 'vt Arblik fær styrk til sölu- og markaðsátaks GENGIÐ var frá samkomulagi iðnaðarráðuneytisins, Byggðastofnunar og ullarvörufyrirtækisins Árbliks h.f. í Garðabæ í gær um Qárhags- lega endurskipulagningu fyrirtækisins, og sölu- og markaðsátak fyrir sjö pijónastofur, sem starfa á þess vegum. Byggðastofnun hefur keypt helming hlutafjárs í Árbliki h.f., en iðnaðarráðuneytið og Iðnlánasjóð- ur munu leggja fram fé til sölu- og markaðsátaksins. Á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur undanfarna mánuði verið unn- ið að lausn á rekstrarvanda smærri ullarfyrirtækja, sem átt hafa í mikl- um framleiðslu- og markaðserfiðleik- um. Auk þess hefur verið unnið að því að treysta stöðu stóru útflutn- ingsfyrirtækjanna, Álafoss h.f. og Hildu h.f., meðal annars með því að y koma á ^óty sameiginlegy markað?- v fyrirtæki þeirra í Bandaríkjunum. Að sögn Jóns Sigurðssonar iðnað- arráðherra tókst ekki að ná sam- komulag milli þeirra aðila sem staðið hafa fyrir útflutningi á ullarvöru fyr- ir smærri fyrirtæki, og varð það því sameiginleg niðurstaða ráðuneytisins og Byggðastofnunar að efla Árblik h.f. til þess að verða markaðs- og sölufyrirtæki pijónastofanna. Á vég- um fyrirtækisins starfa sjö pijóna- og saumastofur með samtals um 70 ársverk í íslenskum iðnaði, en þær eru Akrapijón h.f. á Akranesi, Borg h.f. í Víðidal, Drífa h.f. á Hvamm- stanga, Gæði h.f. í Vík, Prýði h.f. á Húsavík, Sveinsstaðir í Blönduós- hreþpi og Vaka h.f. á Sauðárkróki. Ágúst Þór Eiríksson fram- kvæmdastjóri Árbliks h.f. segir að sala á ullarvörum á vegum fyrirtæk- isins hafi gengið vel á þessu ári, og væri þegar búið að selja fyrir 50 milljónir kr., en stefnt væri að því að seþa fyrir rúmlega 100 miHjónir kr. á árimí. v- , . - i x ta.u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.