Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 37
: Í'AM JI ÍFODAODTIÍMI'Í aiaÁJHVlUöaOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 08 37 Gísli Guðmunds- son - Kveðjuorð Fæddur 12. nóvember 1936 Dáinn 7. apríl 1989 Þar var vor og lífið hló. í fásinninu fram í Miðfjarðardöl- um fylgdi ævintýraljómi vegavinnu- strákunum þegar þeir komu snemmsumars, tjölduðu við Vestur- árbrúna gömlu og héldu þar til fram eftir sumri. Þar kynntist ég fyrst þeim sem nú er kvaddur. Sú vin- átta sem þar bast hélst ævilangt. Og enn var vor. Við fluttum báðir til Reykjavíkur á vit ævintýra og óvissu, sem þá ekki síður en nú heillar ungt fólk. Margar ógleymanlegar ferðir voru farnar enda frásagnarhæfileikar Gísla sérstakir og orðheppni ein- stök. Það leið að sumri. Leiðir skilja, heimili stofnuð, makar og börn bætast í hópinn. Arin líða. En eitt breyttist ekki, alltaf gamanyrði á vörum hvar og hvenær sem fundum okkar bar saman. Það haustar að. Vissulega má segja, að þeim er mikið gefið sem fá að sjá börn sín komast til fullorðinsára. Þeirrar gleði varð sá sem við kveðjum nú aðnjótandi. En lífíð og tilveran eru óútreiknanleg. Sá sjúkdómur sem lagði þennan vin minn að velli hef- ur margan leikið grátt. Sjúkralegan var stutt en grimm. Aldrei verður lífslöngunin meiri og aldrei finnst veröldin fegurri en þegar horfst er í augu við þá staðreynd að kannski verður ekki afturkvæmt út fyrir hvíta veggi spítalans. Við mennim- ir leitum að hetjum á sviði stjórn- rnála, íþrótta og víðar. En hetjurnar finnast ekki þar heldur hjá mannin- um eða konunni sem þarf í blóma lífsins að takast á við það, að kveðja fjölskylduna, vinina, umhverfi sitt og ganga sáttur inn á aðrar brautir. Fjölskylda mín og ég viljum þakka ógleymanlegar samveru- stundir. Ég bið þann sem öllu ræð- ur að styðja og styrkja konuna hans, börnin hans, tengdaböm, ættmenni og vini á þessari erfiðu stundu. Megi gæfan fylgja þeim um ókomin ár. Sigfus Jónsson frá Söndum WIAWÞAUGL YSINGAR /// /SLENSKT VE/TÁ GOTT Vorfundur M ÆT Utflutningsráðs Islands, aðalfundur á Hótel Sögu, sal A, föstudaginn 12. maí 1989, kl. 13.30-17.00. Dagskrá fundarins: Kl. 13.30 Mæting. Kl. 13.40 Fundarsetning: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Kl. 14.00 Aukin samkeppni - aukin al- þjóðahyggja: Magnús Gunnars- son, stjórnarformaður Útflutn- ingsráðs íslands. Kl. 14.20 Starfsemi Útflutningsráðs ís- lands á árinu 1988 og reikningar ársins: Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs íslands. Kl. 14.40 Umræður. Kl. 15.00 Kaffi. Kl. 15.20 Japansmarkaður - hvað er unnt að gera til að auka útflutning til Japans? Mitsuru Fukukita, fram- kvæmdastjóri JETRO í Ósló. Kl. 16.20 Markaður fyrir sjávarafurðir í Jap- an og Suðaustur-Asíu: Benedikt Höskuldsson, markaðsstjóri mat- væla hjá Útflutningsráði íslands. Kl. 16.40 Umræður. Kl. 17.00 Fundarslit. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrif- stofu Útfiutningsráðs íslands í síma 688777. ÓSKAST KEYPJ Svartolíuketill óskast Óska eftir að kaupa svartolíuketil. Stærð hans þarf að vera ca 1500 kíló/klst. til 2000 kíló/klst. af gufu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mlb. merkt: „Svartolíuketill - 9796“ fyrir 18. maí. ÝMISLEGT Sýning á hugmyndum um skipulag í Fífuhvammslandi í dag, fimmtudaginn 11. maí, kl. 17.00 verð- ur opnuð sýning í íþróttahúsinu, Digranesi í Kópavogi, á hugmyndum um skipulag í Fífu- hvammslandi. Sýningin verður opin til 21. maí alla virka daga frá kl. 17-21 og um helg- ar frá kl. 14-18. Bæjarstjórinn í Kópavogi. ATVINNUHÚSNÆÐI Fullbúið skrifstofuhúsnæði Glæsilegt, nýtt, fullbúið skrifstofuhúsnæði með starfsemi í gangi á sviði tölvumála, verk-. fræði- og rekstrarráðgjafar. Akademískur andi og sérfræðingar á hverju sviði. Góð við- skiptasambönd. Selst í einingum, einni eða fleiri, með sameigin- legri aðstöðu: eldhús, fundarherbergi o.fl. Heppilegt fyrir einstaklinga með sjálfstæðan rekstur eða smærri fyrirtæki á ofangreindum sviðum. Um er að ræða ca 20 fm einingar (lokað rými) auk 13 fm sameignar á einingu. Heildar- stærð húsnæðis er 370 fm. Rekstrarfyrirkomulagi er þannig háttað, að viðkomandi kaupir sig inn í hlutafélag, sem sér um rekstur húsnæðisins. Hagstæð áhvílandi lán. Umsóknir sendist auglýsinggdeild Mbl. eigi síðar en 20. maí nk. merktar: „H - 123“. TILKYNNINGAR Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Auglýsing um prestskosningu Kjörstjóm vegna prestskosninga í Fríkirkju- söfnuðinum í Reykjavík kosin á aðalfundi 15. apríl sl. hefur ákveðið skv. 22. gr. laga safn- aðarins að prestskosningar fari fram dagana 3. og 4. júní 1989. Kosið verður í safnaðar- heimilinu á Laufásvegi 13 (Betaníu). Umsækjandi ereinn: Séra Cecil Haraldsson. Kjörskrá liggur frammi í safnaðarheimilinu frá og með 11. maí nk. hvern þriðjudag og fimmtudag kl. 17.00-18.00. Upplýsingar eru gefnar í síma 27270 á sama tíma. Kærur skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en kl. 18.00 fimmtudaginn 1. júní nk. Kosningarétt hafa skv. 17. gr. safnaðarlag- anna „...þeir safnaðarmenn, sem náð hafa 16 ára aldri og greitt lögboðin gjöld safnaðar- ins enda séu þeir ekki skráðir meðlimir í öðrum söfnuðum". Athygli skal vakin á því, að kjörskrá miðast við trúfélagsaðild skv. þjóðskrá 1. desember næstan á undan kjördegi. Reykjavík 8. maí 1989. F.h. kjörstjórnar, Ragnar Tómasson, form. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðismenn - Keflavík Fundur verður í fulitrúaráöi sjálfstæðisfélaganna i Keflavik fimmtu- daginn 11. maí kl. 20.30 á Flughóteli. Dagskrá: 1. Flúsmál félaganna. 2. 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn fulltrúaráðsins. smá auglýsingar Kennsla Lærið vélritun Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. ¥ ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5 = 1705118'/j = Lf. I.O.O.F. 11 = 171511772 = Lf. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Ungt fólk Ifgfíg með hlutverk Síifsl YWAM - ísland Almenn samkoma Almenn samkoma verður í Grensáskirkju i kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur sr. Magnús Björns- son. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. MJ Útivist Hvítasunnuferðir Útivistar 12.-15. maí. 1. Snæfellsnes-Snæfellsjök- ull. Frábær gistiaðstaða í félags- heimilinu Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur. Skipulagðar göngu- og skoðunarferðir um fjölbreytta strönd, á fjöll og jök- ulinn eftir vali. Boðið verður upp á spennandi dagsferð út f Breiðafjarðareyjar þar sem siglt verður um Suður- eyjar og gengið um Purkey með sérstöku leyfi landeiganda, en hún er sannkölluð náttúru- paradís. Fararstj.: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurð- arsson o.fl. 2. Þórsmörk-Goðaland Góð gisting i Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi. Ath. að tjöldun er ekki leyfð í Básum um hvítasunnuhelgina. Fararstj.: Björn Finnsson. 3. Öræfajökull-Skaftafell. Gengin þægilegasta leiðin á jök- ulinn (Sandfellsleið) upp á Flvannadalshnúk 2119 m. Gist i félagsheimilinu Hofi. Gönguferð- ir um þjóðgarðinn. Fararstj.: Egill Einarsson o.fl. 4. Skaftafell-Öræfasveit. Góð svefnpokagisting að Hofi. Skoð- unar- og gönguferðir um þjóð- garðinn og Öræfasveitina. Ekið að Jökulsárlóni. Boðið verður upp á dagsferð með snjóbil á Vatnajökul ef þátttaka fæst. Far- arstj.: Egill Pétursson. Pantið og takið farmiða sem fyrst. Upþl. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Brottför föstud. kl. 20.00. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill og fjölbreyttur söngur. Samhjálparvinir gefa vitnis- burði mánaðarins og kór þeirra syngur. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir F.erðafélagsins um hvítasunnu: 1. Sunnudag 14. maí kl. 13: Garðskagi-Stafnes- Básendar/ökuferð. Ekið sem leið liggur suður með sjó um Keflavík og Garðskaga- vita, siðan um Sandgerði, Hvals- nes að Stafnesi og gengið þaðan að Básendum, sem er forn mið- stöð einokunarverslunarinnar dönsku til 1798 er hið mikla og örlagarika Básendaflóð lagði staðinn i eyði. Verð kr. 1.000,- 2. Mánudagur 15. maí kl. 13: Höskuldarvellir - Keilir. Keilir er 378 m og því afar létt að ganga á fjallið. Gengið er frá Höskuldarvöllum. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn yngri en 15 áfa- Ferðafélag (slands. FERDAFÉLAG LSSkj) ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Ferðafélagsferðir um hvítasunnu, 12.-15. maí: Öræfajökull. Lagt upp frá Virkisá v/Svínafell, gengið upp Virkisjökul, utan i Falljökli og áfram sem leið liggur á Hvannadalshnúk (2119 m). Gist í svefnpokaplássi á Hofi i Öræfasveit. Fararstjórar: Magnús V. Guð- laugsson og Sigurjón Hjartar- son. Þórsmörk Gönguferðir um Mörkina. Gist i Skagfjörðsskála í Langadal. Snæfellsnes - Snæfells- jökull Gengið á Snæfellsjökul (1446 m) og farnar skoðunarferðir á láglendi eins og timi og aðstæð- ur leyfa. Gist í gistiheimilinu Langaholti, Staðarsveit. Brottför í allar ferðirnar kl. 20.00 föstu- dagiri 12. mai. Til athugunar fyrir ferðamenn: Um hvítasunnu verður ekki leyft að tjalda á umsjónarsvæði Ferðafélagsins i Þórsmörk vegna þess hve gróður er enn viðkvæmur. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn i kvöld, 11. mai, kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstig 18. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ævar Jóhannesson fiytur er- indi. Mánudaginn 15. mai heldur Carmen Rogers skyggnilýsinga- fund á Hótel Lind. Forsala miða á skrifstofu félagsins. _________ Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hiartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.