Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 Spennandi sumardvöl í júní og júlí TÖLVUSUMARBÚÐIR FYRIR ÆSKUNA Tölvufræðslan býóur í júní og júlí upp á fimm daga ógleymanlega sumardvöl fyrir börn og unglinga á aldrin- um 9-14 ára. Dvalið er á Kleppjárnsreykjum í hinu búsældarlega Borgarfjarðarhéraði, skammt frá Reykholti, bæ Snorra Sturlusonar. Á daginn er blandað saman skemmtilegri tölvukennslu þar sem veitt er grundvallarþekking á tölvur og hollri útiveru í íslenskri náttúru. Þarna er hægt að gera sér margt til skemmtunar, stunda boltaíþróttir, frjálsar íþróttir, almenna útileiki og fara í sundlaugina, sem er á staðnum. Farið verður í gönguferðir, náttúruskoðun og skoðunar- ferðir til fjölmargra sögustaða í Borgarfirði. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu á sviði tölvu- og íþrót- takennslu. Á kvöldin verða haldnar skemmtilegar og fjörugar kvöld- vökur. Það gerðist í þögninni __________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Sjáið manninn — þrír einþátt- ungar eftir dr. Jakob Jónsson, frumsýndir á Kirkjulistahátið Hallgrímskirkju Tónlist: Hörður Áskelsson Leikmynd: Snorri Sveinn Frið- riksson Lýsing: Árni Baldvinsson Aðstoðarleikstjóri: Ólöf Sverris- dóttir Leikstjóri: Jakob S. Jónsson í formála bókar sem hefur inni að halda einþáttungana þtjá, „Þögnin“, „Kossinn“ og „Sjáið manninn" skýrir höfundur, dr. Jak- ob Jónsson hvernig greint er milli trúarlegra leikverka, þ.e. helgi- leikja, og trúarlegra leikbókmennta og er það leikmönnum hin gagnleg- asta lesning. Einþáttungarnir þrír flokkast undir hið síðarnefnda. Þar er lögð áhersla á manninn frammi fyrir guði sínum og þá baráttu er hann heyr við sjálfan sig.„ Breysk- leiki mannsins ræður ferðinni í þessum leikjum en byggja á innlifun áhorfenda í örlög persónanna. Nið- urstaða þeirra ræðst af sátt manns- ins við sjálfan sig, örlög sín og guð.“ Jakob Jónsson hefur verið at- orkusamur rithöfundur í áratugi, auk þess að gegna prestsþjónustu í Hallgrímskirkju um þijátíu ára skeið. Leikrit hans og helgileikir hafa víða verið sýndir og auk þess hefur hann gefið út Ijóðabækur og skrifað um trúmál og menningar- mál og doktosritgerð sína um kímni og skop í Nýja testamentinu varði hann við Háskóla íslands 1965. f fyrsta einþáttungnum er Krist- ur leiddur á fund Heródesar Antíp- asar sem reynir að fá Jesúm til að hætta prédikunum sínum, valda óspektum og hafa í frammi guð- last. Heródes er í sjálfu sér vel vilj- aður Jesú og lofar að útvega honum gott embætti ef hann láti af hegðan sinni. Höfundur byggir þáttinn upp sem eintal Heródesar, þ.e. Jesús svarar honum aldrei, en návist hans skal skynjuð. Smám saman hefur þessi sterka návist Jesú fengið Heródes til að víkja huganum frá hversu hentugt væri að fá hann til að sjá hernum fyrir matarforða og kaffæra óvinaherdeild í eyðimörk- inni með hliðsjón af fyrri athöfnum. Og návist Jesú hefur þau áhrif á valdsmanninn að hann fer að rekja eigin sögu. Þessi þáttur var um margt ákaf- lega vel skrifaður, í honum tær skáldskapur og léttur húmor. Flutn- ingur Erlings Gíslasonar var til sóma, einlægur og mjög á réttum nótum. og auðfundið að texti og flutningur hreif áhorfendur. Dagsetning h>þa: Hópur 1 12/6 til 16/6 Hópur 2 19/6 til 23/6 Hópur 3 23/6 til 28/6 Hópur 4 28/6 til 2/7 Hópur 5 10/7 til 14/7 Innritun og nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Hringið og við sendum bækling um hæl. Hópur 6 14/7 til 18/7 Hópur 7 18/7 til 22/7 Hópur 8 22/7 til 26/7 Hópur 9 26/7 til 30/7 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. EruKópavogs- búar þurfamenn? eftirJónas Frímannsson Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi voru stofnuð fyrir 10 árum í því skyni að byggja og reka húsnæði í þágu aldraðra. Að samtökunum standa 10 þjónustuklúbbar með um 100 félagsmenn. Hér á eftir er fjall- Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR *<*&*$*** 9'8V?“aor9'a'd8 alö- Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI að um byggingu og rekstur íbúða á vegum samtakanna. Á árunum 1987-1988 voru byggð- ar á vegum Sunnuhlíðarsamtakanna 40 verndaðar þjónustu- íbúðir fyrir 65 ára og eldri. íbúðirn- ar voru flestar seldar með einskonar kaupleigusamningum á hagstæðu verði. Eftirspurn var mikil og íbúð- unum nær öllum ráðstafað áður en byggingarframkvæmdir hófust. Eru aldraðir Kópavogsbúar þurfamenn? Sunnuhliðarsamtökin hafa ekki auglýst meiri framkvæmdir við byggingar, en þeim hafa eigi að síður borist fjölda margar fyrir- spurnir um íþúðir af þessu tagi. Eru nú á skrá um 200 -aðilar, sem lýst hafa áhuga á kaupum, miðað við gæði og verð sem gilti fyrir þær íbúðir, sem þegar hafa verið byggð- ar. Þessi mikla húsnæðisþörf var að hluta til ljós þegar á árinu 1987 og í október það ár sendi Sunnuhlíð umsókn til Kópavogsbæjar um út- hlutun lóða fyrir fleiri íbúðir. Stjórn og aðrir fulltrúar Sunnu- hlíðar hafa við mörg tækifæri ítrek- að þessa umsókn og lagt áherslu á hana. Þegar þessi orð eru skrifuð, 114 ári síðar, hefur þó ekki borist formlegt svar við umsókninni. Nú mætti ókunnugur draga þá ályktun að skorti á landrými væri um að kenna eða stöðvun í þróun byggðar annarra hluta vegna. Kunnugir vita að svo er ekki. Á umræddu tímabili hafa stór svæði verið skipulögð en jafnframt úthlut- að lóðum á eldri svæðum, þegar skipulögðum. Hvað dvelur „Orminn langa“ mætti þá spyija. Ýmsar ástæður eru vafalaust fyrir þessum hægagangi. Ein ástæða, sem ég hef fræðst um í viðtölum við fleiri en einn bæjarfulltrúa, skal hér gerð að umtalsefni: „Þjónusta við aldr- aða bæjarbúa er kostnaðarsöm, en tekjur koma ekki nægar á móti. Þess vegna má uppbygging í þágu aldraðra ekki verða of hröð.“ Hóf er best á hveijum hlut. Meta ber að verðleikum viðleitni kjörinna valdsmanna til þess að stjórna mál- efnum þegna sinna farsællega og veitir ekki af að halda aftur af okk- ur, fávísum almúganum, þegar heimtufrekjan gengur úr hófi fram! Einhvers staðar verða vondir að vera Undirritaður múgamaður dregur ekki í efa réttsýni ráðamanna í flestum efnum. Eftir að hafa safnað fróðleik um það ákveðna málefni, Jónas Frímannsson „Nú mætti ókunnugur draga þá ályktun að skorti á landrými væri um að kenna eða stöðv- un í þróun byggðar annarra hluta vegna. Kunnugir vita að svo er ekki.“ sem hér er til umfjöllunar, held ég þó að hér sé komin undantekningin sem sannar regluna: Þjónusta við aldraða getur, ef rétt er á haldið, orðið bæjarfélaginu tekjulind frem- ur en eyðsluhít. En eitthvað kostar nú öldrunar- þjónustan; heimahjúkrun o.s.frv. — kann lesandinn að spyija. Það er vissulega rétt. Hér má þó ekki ein- ungis skoða afmarkaða þætti. Líta ber á heildarmyndina. Á síðustu áratugum hafa orðið grundvailarbreytingar á atvinnulífi þjóðarinnar og lífsbjörg þegnanna. Þessar breytingar standa enn yfir og hafa vart orðið örari í annan tíma en einmitt nú. Breytingar þessar, eru fólgnar í því að æva- fomt þjóðfélag bænda og fiski- manna verður að samfélagi iðnaðar og þjónustu. Staða aldraðs fólks tekur jafnframt breytingum. Helsta leiðin til þess að tryggja sér lífsbjörg í ellinni var áður fyrr sú að eignast sem flesta erfingja í þeirri von að einhveijir þeirra kæmust á legg og gætu alið önn fyrir foreldrunum þegar þar að kæmi. í dag eru aðrar, aðferðir orðnar þyngri á metum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.