Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 25 Morgunblaðið/Þorkell Gamla bakaríið og Kornhlaðan eftir uppbyggingnna á Bemhöftstorfu, Endurbyggingu Bem- höftstoríunnar lokið Morgunblaðið/Bjami Forráðamenn fyrirtækja og félagasamtaka, sem flutt hafa starfsemi sína í Torfuna ásamt stjórnarmönnum Minjaverndar. TÍU ár em liðin síðan Torfusam- tökin hófu endurbyggingu hús- anna á Bernhöftstorfú og er nú verið að taka síðustu húsin í notk- un. Fram til ársins 1985 sáu sam- tökin um framkvæmdir og rekst- ur húsanna en þá yfirtók sjálfs- eignarstofnunin Minjaverad upp- bygginguna. Ellefú fyrirtæki og félög hafa þegar komið sér fyrir í húsunum og stendur til að þau verði þrettán þegar allt húsnæði hefúr verið leigt út. Leiga fyrir hvern fermetra er á bilinu kr. 260 til kr. 1.600 að sögn Þor- steins Bergssonar framkvæmda- sfjóra Minjaverndar. „Torfan sjálf er merkur hluti af sögu borgarinnar og er elsta húsið byggt árið 1834 af Bernhöft bak- ara,“ sagði Þorsteinn þegar fyrir- tæki og félög, sem þar eru til húsa kynntu starfsemi sjna. Þorsteinn rakti sögu Torfusamtakanna er stofnuð voru árið 1972 um varð- veilsu húsanna. Fyrsta húsið sem ráðist var í að endurgera er Ant- mansstígur 1, „Landlæknishúsið", þar sem Galleri Langbrók var og veitingahúsið Torfan til skamms tíma. Þar hefur nú verið opnaður nýr veitingastaður, Punktur og pasta, auk þess sem Frétta- og fræðsluþjónustan, Baldur - kvik- myndagerð og skrifstofa Minja- vendar eru þar til húsa. I Gimli eru skrifstofur Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og Listahátíðar í Reykjavík. Viðgerð á „Bernhöftshúsi", hófst árið 1981 og seinna sama ár opn- aði þar veitingastaðurinn Lækjar- brekka. Skömmu síðar var hafist handa við endurbyggingu á Gamla bakaríinu að hluta en það hús ásamt Kornhlöðunni við Skólastræti branna árið 1977. í þeim hluta bakarísins, sem var endurbyggður er Sveinn bakari til húsa og nú hefur síðasti áfanginn verið tekinn í notkun þegar lokið er viðgerð og endurbyggingu á Gamla bakaríinu og Kornhlöðunni við Skólastræti. Hefur húsið verið leigt út að mestu og eru þar nú ferðaskrifstofurnar Land og saga og íslenskar fjalla- ferðir, skiptinemasamtökin ASSE og verslunin Ull og gjafavörur. Minjavernd sem yfirtók rekstur Torfusamtakanna, var stofnuð árið 1985 af fjármálaráðuneytinu, Þjóð- minjasafni íslands og Torfusamtök- unum. Mezzoforte minnir á si g á meginlandi E vrópu Líflegir tónleikar í Ztirich Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTA lagið í óskastund á vinsælustu útvarpsstöðinni í Ziirich á mánu- dágsmorgun var hvorki „Rock me“ með Riva né „Það sem enginn sér“ með Daníel Á. Haraldssyni. Hlustandi vildi heldur heyra „Icebreaker" með Mezzoforte. Islenska hljómsveitin var með tónleika í borginni kvöldið áður og fékk ekki að hætta fyrr en eftir þrjú aukalög. „Móttök- umar hafa verið álíka góðar og þetta alla hljómleikaferðina," sagði Jóhann Ásmundsson eftir tónleikana. Ferðin hófst í Noregi um miðjan apríl. Nýja platan „Playing for Time“ var þá rétt komin út og fór beint í 10. sæti á norska listanum yfir best. seldu plöturnar. „Við fengum ein- staklega góðar móttökur þar,“ sagði Eyþór Gunnarsson, „eiginlega eins og poppstjörnur, okkur sjálfum til ánægju og undrunar." Þaðan var ferðinni haldið áfram til Danmerkur, þriggja borga í Vestur-Þýskalandi og fjögurra í Sviss. Hljómleikarnir voru illa auglýstir í Sviss en þó ágætlega sóttir. Um 800 manns mættu í Volkshaus í Ziirich til að'hlýða á ný og gömul lög. Það fækkaði aðeins í salnum á meðan á sólósyrpu tónlistarmann- anna stóð en slíkt stuð komst í liðið þegar þeir tóku „Garden Party“ und- ir lokin að það var engin hætta á öðru en að þeir yrðu kallaðir að minnsta kosti einu sinni fram aftur. Þeir léku „Spring Fever" sem auka- lag og endurtóku „Expressway" og „Hitehhiker“ af nýju plötunni. Þeir gáfu ekkert eftir í „Expressway" og viðtökurnar voru eftir því. Mezzoforte sá Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í næturút- sendingu ítalska sjónvarpsins á laug- ardagsnótt. „Lögin sem okkur fannst eitthvað varið í lentu öll neðarlega," sagði Eyþór. „Okkur fannst íslend- ingarnir standa sig mjög vel miðað við hversu illa íslenska sjónvarpið stóð að keppninni og aðstæðunum sem þeir urðu að vinna við,“ sagði Jóhann. „Þeir eru ekki öfundsverðir af að hafa þurft að taka þátt í keppn- inni fyrir íslensku þjóðina. Ætli hún taki ekki álíka vel á móti þeim og íslenska handboltalandsliðinu eftir Ólympíuleikana í Seoul í haust," bætti Eyþór við. Mezzoforte hélt aftur til Vestur- Þýskalands frá Sviss. hljómsveitin kemur yfirleitt fram i þúsundmanna- sölum og aðsóknin er góð. Nýja plat- an er varla komin í búðir og þijú ár síðan síðasta kom út. Hljómsveitin er því eiginlega að hasla sér völl á meginlandi Evrópu upp á nýtt en allt bendir til að það gangi ágætlega. Vélhjól í viðkvæmu gróðurlendi: „Tekur vaiia að hressa þennan gróður við“ Vélhjólafólk fjölmennti í land Hrauns í Ölfúsi 1. maí síðastliðinn og ók þar um í leyfisleysi í fjörunni og yfir viðkvæmt gróðurlendi sem enn ber þess merki. Miklum fjármunum hefúr verið varið til upp- græðslu á þessu svæði og hafa landeigendur ákveðið að banna umferð vélknúinna ökutækja utan vega á svæðinu og ætla að ganga á eftir því af hörku að því verði hlýtt. „Vélhjólafólkið skipti tugum, enda búið að auglýsa þetta svæði í ungl- ingaþætti í Sjónvarpinu sem paradís fyrir vélhjól," sagði Hrafnkell Karls- son einn landeigenda á Hrauni í sam- tali við Morgunblaðið. „Þar var að vísu bara sýnt þegar ekið var eftir fjörunni. Fólkið sem kom hingað 1. maí ók hins vegar eftir mjög við- kvæmu gróðurlendi og sjást þess enn rnerki." Hann sagði að alltaf hefði verið mjög gott eftirlit með ferðum fólks um fjöruna þegar aðeins var hægt að komast þangað í gegnum hlaðið á Hrauni. En eftir að brúin yfir Ölf- usárósa var byggð liggur vegurinn í gegnum land Hrauns og því greið leið niður í fjöruna. „Við höfðum óttast að það yrði ófriður út af þessu. Miklir fjármunir hafa verið lagðir í uppgræðslu á þessu svæði og í hrauninu fyrir ofan. Mikil hætta er á sandfoki þarna og urðu nokkrar skemmdir á bílum sem leið áttu yfir brúna í vetur af þeim sökum. Landgræðslan hefur séð um að dreifa fræi og áburði og munum við óska eftir samvinnu hennar við að merkja svæðið og banna umferð utan vega. Það verður gengið hart á eftir því og haft eftirlit með svæð- inu.“ Hrafnkell fór og ræddi við vél- hjólafólkið, en þrátt fyrir það fór það ekki af staðnum. Hann kallaði á lög- reglu sem tók skýrslu af forsprökk- unum. Þegar Hrafnkell benti þeim á viðkvæman gróðurinn sagði einn þeirra að gróðurinn væri svo aumin- gjalegur að það tæki því varla að hressa hann við. „Eg óttast að þetta sé viðhorfið hjá mörgum þeirra," sagði Hrafnkell. Jóhannes Jóhann- esson sýnir í Gallerí Borg JOHANNES Jóhannesson sýnir olíumálverk í Gallerí Borg og hefst sýningin í dag klukkan 17.00. Háskólafyrir- lestur Hermanns Pálssonar í dag PRÓFESSOR Hermann Pálsson flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands í dag, fimmtudaginn 11. maí, klukkan 17.15 í stofú 101 í Lög- bergL Fyrirlesturinn nefnist „Handan við Hávamál". Öllum er heimill aðgang- ur. Jóhannes er fæddur í Reykjavík 1921, hann hefur haldið fleiri einka- sýningar hér heima, segir í frétt frá Gallerí Borg, og 1981 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Lista- safni íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndum, Italíu, Sovétríkjunum, Póllandi og Bandaríkjunum. Á sýningunni eru ný olíumálverk sem öll eru til sölu. Sýningin stendur til 23 maí næst- komandi og er opin klukkan 10.00 til 18.00 virka daga og klukkan 14.00 til 18.00 um helgar. Sýningin er að Pósthússtræti 9 í Reykjavík. Við rýmum til fyrir nýjum vörum og bjóðum góðan afslátt af góðu verði. Ath: Stendur aðeins til 13. maí. Verið velkomin. Vió erum 1 „Nútíð“ Faxafeni 14, sími 680755 HUSGOGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.