Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 ATLANTALrhópurinn: Æskilegt að kanna nánar stækkun ISAL ATLANTAL-hópurinn hefur nú tilkynnt íslenskum stjórnvöldum niður- stöður sínar hvað varðar þátttöku í nýju álveri eða stækkun ÍSAL. Þar kemur fram að hópurinn telur æskilegt að kanna nánar stækkun ISAL þar sem slíkt virðist hagkvæmasti kosturinn við núverandi aðstæð- ur. Ef af þessum kosti yrði myndi ÍSAL a.m.k. tvöfaldast að stærð. Dr. Jóhannes Nordal formaður stóriðjunefndar segir að hann sé hóflega bjartsýnn á að úr þessum áformum verði. Að vísu hafi verið um nokkuð mismunandi áherslur að ræða í svörum fyrirtækjanna þar sem hluti þeirra vildi ekki alveg gefa Þrír sækja um Ölduselsskóla Á fúndi fræðsluráðs Reykjavíkur í gær var sam- þykkt að leggja til að Valgerð- ur Selma Guðnadóttir, yfir- kennari við Hólabrekkuskóla, verði ráðin skólastjóri Öldu- selsskóla. Auk hennar sóttu um stöðuna þau Reynir Daníel Gunnarsson, yfirkennari við Ölduselsskóla, sem er i árs- leyfi frá störfúm, og Auður Stella Þórðardóttir, kennari við Tjamarskóla. Að sögn Ragnars Júlíussonar, formanns fræðsluráðs Reykjavíkur, var svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks samþykkt á fundinum: „Við teljum, saman- ber bókun Fræðsluráðs 30. mars síðastliðinn, að ekki hafi verið rétt staðið að auglýsingu um stöðu skólastjóra við Öldusels- skóla. Þrátt fyrir það teljum við, með tilliti til hagsmuna nemenda skólans og forráðamanna þeirra, óhjákvæmilegt að taka afstöðu til þeirra þriggja umsókna sem fyrir liggja. Að umsóknunum vandlega athuguðum, með tilliti til menntunar og stjómunar- reynslu, leggjum við til að Val- gerður Selma Guðnadóttir verði sett í stöðuna frá 1. ágúst næst- komandi til eins árs.“ Valgerður Selma Guðnadóttir hlaut flögur atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, en Reynir Daníel Gunn- arsson hlaut eitt atkvæði fulltrúa Alþýðubandalagsins. Umsögn fræðsluráðs Reykjavíkur verður send menntamálaráðherra í dag, en hann setur í stöðuna. upphaflegu hugmyndina um nýtt ál- ver upp á bátinn. „Öll fyrirtækin eru auðsjáanlega á því að stækkun ÍSAL sé það sem liggi næst þótt skoðanir séu mismun- andi um hvort af ATLANTAL-verk- efninu geti orðið,“ segir Jóhannes Nordal. Könnun á stækkun ÍSAL var ekki inni í þeirri hagkvæmniskönnun sem Bechte! Inc. gerði fyrir ATLANTAL- hópinn. Slík könnun mun ná til stofn- og rekstrarkostnaðar og til samninga um með hvaða hætti eignaraðild fyr- irtækjanna að ÍSAL yrði eftir slíka stækkun. Næsti fundur ATLANTAL með íslensku nefndinni hefur verið ákveð- inn 24. maí nk. og verður þar rætt um stöðu málsins og fyrirkomulag frekari viðræðna. Eyjapeyjará bryggjurölti Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjum. STRÁKAR í Vestmannaeyjum, eins og í öðrum sjávarplássum landsins, sækja snemma í það að fara á bryggjuna til þess að fylgjast með. Það er eins og þetta sé sumum í blóð borið og áhug- inn fyrir sjónum og bátunum situr fyrir öllu. Um leið og skóla lýkur á daginn er farið á bryggjuna til þess að fylgjast með bátunum koma til halnar og forvitnast um aflann. Þessir hressu Eyjapeyjar voru í sannkölluðu vertíðarskapi á gömlu Bæjarbryggjunni. Þeir eru Páll Arni Björnsson 9 ára, Friðþjófúr Másson 10 ára og Hafþór Benónýsson 10 ára. — Grímur Gengi krónunnar fellt um 1,5% og heimild veitt til 2,25% breytingar: Þýðir 2% kaupmáttarrýmun - segir Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ GENGI íslensku krónunnar var fellt í gær um 1,5%. Jafniramt hef- ur Seðlabankinn fengið heimild til að skrá gengi krónunnar allt að 2,25% undir eða yfir því meðalgengi sem ákveðið var í gær. Sölu- gengi bandaríkjadollars var í gær 54,52 krónur en var 53,70 í fyrra- dag og hækkaði því um 82 aura, eða 1,527%. Ari Skúlason hagfræð- ingur ASÍ segir þessar aðgerðir þýða um 2% kaupmáttarrýrnun, miðað við að gengisfellingarheimildin verði nýtt að fúllu á næst- unni. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fískvinnslustöðva segir að fiskvinnslan sé eftir 1,5% gengisfellingu rekin með um 4% halla, í stað 5,5%, og segist hann líta á þetta sem fyrsta skref stjóm- valda í því að skapa skilyrði fyrir hallalausan rekstur atvinnugreinar- innar. Bankastjóm Seðlabankans ákvað gengisfellinguna í gær að höfðu samráði við bankaráð og með sam- þykki ríkisstjórnarinnar. í frétt frá bankanum kemur fram að gengis- breytingin var ákveðin með hliðsjón af kostnaðarhækkunum útflutn- ings- og samkeppnisgreina en í sambandi við þá hafi ríkisstjómin gefíð fyrirheit um að tryggja viðun- andi samkeppnisstöðu útflutnings- greina á samningstímanum. „Hefur þessi þróun skapað óvissu í gengis- málum enda ljóst, að afkoma at- vinnuvega yrði mjög erfið, ef ekk- ert væri að gert. A hinn bóginn telur Seðlabankinn mikilvægt, að hugsanleg frekari gengisaðlögun eigi sér stað í áföngum, enda verð- ur þá hægt að taka fullt tillit til breytinga á ytri aðstæðum, þ.á m. breytingum á gengi helstu við- skiptagjaldmiðla íslendinga og á verði helstu útflutningsafurða," segir einnig í frétt Seðlabankans. „Það er auðvitað hið versta mál að fá svona gengisfellingu rúmri viku eftir að gengið er frá samning- um og með henni hverfur stór hluti af þeim kauphækkunum sem samið var um,“ sagði Ari Skúlason hag- fræðingur Alþýðusambands Is- lands. Hann sagði að miðað við fyrri reynslu mætti búast við því að gengisfellingarheimildin yrði nýtt fljótlega og gengi krónunnar lækkaði því alls um tæp 4%. Það þýddi um 2% verðhækkanir og 2% kaupmáttarrýmun. Sagði Ari að ekki virtist mikið gefandi fyrir yfir- lýsingar sem stjómvöld hefðu gefið við gerð samninga ASÍ og þó sér- staklega BSRB um að hafa gott aðhald að verðlagi. „Ég lít á þetta sem fyrsta áfanga hjá stjómvöldum í því að koma físk- vinnslunni upp fyrir núllið en við gerð síðustu kjarasamninga var sérstaklega tekið fram að það skuli gert,“ sagði Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Arnar sagði að með fyrstu áhrifum nýgerðra kjarasamninga hefði fískvinnslan verið rekin með 5,5% halla en eftir gengisfellinguna í gær og styrkingu dollarans undan- fama daga væri hallinn 4%. Hann sagði að miklu meira þyrfti til að koma en menn treystu því að stjórn- völd stæðu við loforð sin um að- stöðu til hallalauss reksturs á ekki mjög löngum tíma. Eftir gengisbreytinguna í gær var sölugengi bandaríkjadollars 54,52 krónur og kaupgengið 54,36. Sölugengi sterlingspunds var 90,849 krónur, danskrar krónu 7,3403 kr., fransks franka 8,4559, vestur-þýsks marks 28,5602 ogjap- ansks yens 0,40553 krónur. Félagsráðgjafar Reykjavíkurborgar hófu verkfall í gærf Tugir ellilífeyrisþega án flár- hagsaðstoðar og ráðgjafar - segir Þórir Guðbergsson, ellimálafiilltrúi Félagsráðgjafar í vinnu hjá Reykjavíkurborg hófú verkfall í gær. Nýlega samþykktu þeir að ganga úr Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og í Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, sem er aðili að BHMR, og tók sú breyting gildi í gær. Þar með gengu félagsráðgjaf- ar hjá borginni beint inn í verkfall félagsráðgjafa, starfandi hjá ríkinu. Hjá ellimáladeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar starfa tveir félagsráðgjafar, sem báðir em Akureyri: Sigurður Hróars- son leikhússtjóri SIGURÐUR Hróarsson er næsti leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar. Hann var valinn úr hópi 11 umsækjenda á fúndi leik- húsráðs í gærkvöldi. Sigurður er cand. mag. í íslensk- um bókmenntum og hefur síðustu þijú árin starfað sem leikhúsritari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í verkfalli. Ekki verður hægt að veita neina ráðgjöf og íjárhagsað- stoð til ellilífeyrisþega fer ekki fram á meðan á verkfallinu stendur nema til þeirra, sem fengið höfðu sam- þykki áður en verkfall félagsfræð- inga borgarinnar skall á. Þórir Guðbergsson, ellimálafulltrúi borg- arinnar, sagði að verkfall félags- fræðinga kæmi illa við þá, sem ekki tókst að endurmeta fyrir verk- fallið, en það væm tugir ellilífeyris- þega. Þórir sagði að yfírleitt tækist elli- lífeyrisþegum að bjarga sér fyrstu dagana eftir útborgunardag Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem var í gær. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að ástandið versnaði strax þegar liði á næstu viku. „Þetta er átakanlegast fyrir þá ellilífeyris- þega, sem em á hinum almenna leigumarkaði og þurfa að borga 20 til 30 þúsund af tryggingafé sínu í húsaleigu. Þeir munu ekki geta leitað aðstoðar til Félagsmálastofn- unar í verkfalli félagsráðgjafa," sagði Þórir. Um 300 ellilífeyris- þegar vom á skrá Félagsmálastofn- unar um áramót. Tryggingafé elli- lífeyrisþega nemur 37-40 þúsund- um króna, sé allt tekið með, að sögn Þóris. „Heimilisaðstæður hjá gömlu fólki, sem sent hefur verið heim af spítölunum, hafa farið síversnandi í mörgum tilvikum. Margar fyrir- spumir hafa borist til heimilishjálp- ar Reykjavíkurborgar um meiri hjálp og nýja hjálp sem erfítt verð- ur að veita á næstu vikum," sagði Þórir. Þá myndi ástandið versna enn frekar í lok maí þegar sjúkrarúmum öldmnarlækningadeilda verður fækkað til muna í spamaðarskyni. Aldrei áður hefði þurft að grípa til slíkra ráða, en nú er fyrirhugað að loka hluta af öldmnarlækningadeild Landspítalans í Hátúni 10B. Einnig er fyrirhugað að fækka vemlega á öldrunarlækningadeildum í B-álmu Borgarspítalans. Samtals má ætia að um 50 sjúklingar verði útskrifað- ir af öldmnarlækningadeildum borgarinnar í sparnaðarskyni í lok þessa mánaðar og em þær ráða- gerðir alfarið óháðar verkföllum, að sögn Þóris. „Óvíst er til hvaða neyðarúrræða verður hægt að grípa, ef þá einhverra. Ljóst er að aðstandendur þessa fólks, sem sent verður heim af öldmnardeildunum, verða margir hverjir að hætta störf- um á meðan þetta neyðarástand ríkir. Fyrirsjáanlegt er að heimilis- hjálpin getur ekki annast þessa ein- staklinga þar sem fjöldinn er það mikill," sagði Þórír. Uthlutun húsnæðis til ellilífeyris- þega liggur alfarið niðri þar sem einn félagsfræðingur í úthlutunar- nefnd er í verkfalli. Virgina Wolf í Reykjavík SÝNINGAR á leikritinu „Hver er hræddur við Virginu Wolf?“ hefjast í Iðnó upp úr miðjum júní. Það er leik- hópurinn Virgina sem stendur að þessari uppfærslu en hann skipa þeir leikarar sem þátt tóku í sýningunni hjá Leik- félgi Akureyrar í vetur. I leikhópnum em þau Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Ell- ert A. Ingimundarson og Ragn- heiður Tryggvadóttir, auk Arn- órs Benonýssonar sem mun leik- stýra uppfærslunni. Leikmyndahönnuður verður Karl Aspelund og búningahönn- uður Rósberg G. Snædal. Engin tónlist verður sérsamin fyrir verkið og leikin verður þýðing Sverris Hólmarssonar. Aðspurð um hversvegna þau réðust í þetta verkefni sjálf sögðu þau Helgi Skúlason og Helga Bachmann að veðráttan í vetur hefði greinilega komið í veg fyrir að Reykvíkingar fæm til Akureyrar að sjá þessa sýn- ingu. Hinsvegar hefðu þau orðið vör við að mikill áhugi væri á henni hér fyrir sunnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.