Morgunblaðið - 11.05.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 11.05.1989, Síða 24
24 MÖRGUNBLÁ0IÐ FÍMMfUUAGUR' 11.’ MÁÍ Í989 Fermingin, veislan og gjafirnar eftirsr. Gunnlaug Stefánsson Það er orðinn siður er fermingar standa yfir á vorin, að umræður blossa upp um ferminguna og mest ber á hneykslunarnöldri í garð fermingarinnar og fermingarbarn- anna. Gjarnan hafa fjölmiðlarnir forystu um þessa umræðu í nafn- lausum slúðurdáíkum eða með við- tölum þar sem leitast er við að gera lítið úr fermingunni og því sem henni fylgir. Þegar um fermingu er að ræða, þá virðist allt í einu orðið hættulegt eða jafnvel ósæmi- legt að halda veisiu eða gefa gjaf- ir. Svo langt er gengið í þessum umræðum, að gefið er í skyn að fermingin og fræðslan gæti verið börnunum skaðleg og kirkjan sé að misnota sér bömin í skjóli aldurs þeirra. Þá hafa fermingarbörnin verið gagnrýnd fyrir það, að þau viti í raun ekkert hvað þau era að gera og fermist fyrst og fremst fyrir gjafir og veislu. En það sem mér finnst alvarlegast í umræðunni er hve margt fjölmiðlafóik er haldið miklum hroka og fordómum og hversu óhrætt það er að ijalla um viðkvæm málefni án þess að afla sér þekkingar. Þetta á gjaman við umræðuna um ferminguna og mér stafar ógn af, ef líku hátterni er beitt við umræður um önnur mál- efni líka. Fjölskyldan og fermingin Að baki fermingunni liggur mik- ill undirbúningur. Fermingarbömin fræðast um lífið og tilverana í ljósi kristinnar trúar, sem miðar fýrst og fremst að því að efla með börn- unum kærleika, réttlætisvitund og samstarfsþroska. Þá er það mikil- vægur þáttur í fermingarfræðslunni að undirbúa börnin til að standast mótlæti, sorg og þrengingar, sem enginn maður kemst hjá að reyna í lífi sínu. Fræðslan felst einnig í að kynnast þekkingaratriðum krist- innar trúar, skipulagi kirkjunnar og þeirri þjónustu er hún veitir. Engan hef ég enn hitt, sem sannað hefur með rökum eða áþreifanleg- um hætti, að þessi fræðsla geti verið börnum skaðleg. Langtum fremur tel ég að þeir séu margir sem er þakklæti í huga, þegar þeir minnast fermingarfræðslunnar og fermingarinnar. Nú er það svo að ekki ríkir ferm-' ingarskylda í iandinu. Börnin ferm- ast af fúsum og frjálsum vilja, en auðvitað í samráði við foreldra sína. Ef til vill er þar að fínna kjarna málsins. Fermingin er lifandi at- burður í íslenskri fjölskylduhefð og ein fárra sem enn stenst tímans tönn. Fjölmiðlunum gengur illa að skilja af hverju þessi aldagamla og rótgróna hefð skuli ekki sundur- brotin og heyra gömlum tíma til eins og svo margt annað. Af hverju stenst fermingin tímans tönn og þrátt fyrir að ómaklega hafi verið að henni vegið á undanförnum áram? Eitt er þó ljóst, að rætur fermingarinnar era dýpri í þjóðlíf- inu, trúarvitund og menningu, en svo að yfirborðskenndar umræður skipti þar sköpum. Fáar sögulegar hefðir era enn til staðar, sem sam- eina fjölskylduna. En það gerir fermingin. Ríkur þáttur í ferming- arfræðslunni er sameiginleg þátt- taka fjölskyldunnar, t.d. með kirkjugöngu, foreldrafundum og í ýmsu starfi er fermingu og kirkju- starfi tengist. Þá er fermingardag- urinn stór dagur sem fjölskyldan undirbýr sameiginlega og veislan sjálf er sannkallað ættingja- og vinamót. Fólk ferðast landshorna í millum og leggur oft mikið á sig til þess að vera viðstatt fermingu og taka þátt í veislunni á eftir. Það er vegna þess að fermingin er mikil- vægur atburður í lífi hvers einstakl- ings. Hér er hreinlega um lífsgildis- mat að ræða, nokkuð sem sumu fjölmiðlafólki gengur mjög illa að skilja. Skilningur margra nú á tímum til verðmæta lífsins virðist svo rígbundinn peningalegum hags- munum, að einasta skýringin sem í hugann kemur varðandi ferming- una, er að börnin fermist bara fyr- ir gjafirnar. Og undir niðri finn ég fyrir undran á meðal margra, hvers vegna fólk leggur svo mikið á sig til að mæta til fermingar og fá ekki einu sinni „í glas í veislunni". Það vekur t.d. svolitla furðu að í einu dagblaði, sem oft birtir nafn- laust slúður um ferminguna, skuli jafnan vera ein síða í hveiju blaði fyllt með myndum af fólki með glas í hönd í veislu og þá gjaman að gefa hvert öðra gjafir, allt mjög velþóknanlegt og í stíl við stæl dag- blaðsins. En fermingin, veislan og fermingargjafimar era ekki í stíl við tíðaranda og gildismat fjölmiðla- fólks, sem telur sig stjórna almenn- ingsálitinu og jafnvel eiga það líka ef svo ber undir. Veislao og gjafirnar Það þarf ekki tilefni nú til dags til að halda veislu. Þúsundir íslend- inga streyma um hvetja helgi á skemmtistaðina og eyða hundruð- um milljóna á ári í slíkar tómstund- ir. Veislur í heimahúsum er frekar daglegt brauð en helgarbrauð. Nútímafólk í blóma lífsins keppist við að njóta hins ljúfa lífs og gim- ist flest það sem auglýsingarnar bjóða upp á. Slíkt gildismat hlýtur að hafa áhrif á uppeldi bamanna. Það þarf ekki fermingu til að börn- in eignist leiktæki nútímans og það þarf sem betur fer heldur ekki ferm- ingu til að börnum séu gefnar gjaf- ir. Ég fer í margar fermingarveislur á hveiju ári. Eg get ekki séð að fermingarveislur og fermingargjaf- Gunnlaugur Stefánsson „Fermingarbörnin fræðast um lífið og til- veruna í ljósi kristinnar trúar, sem miðar fyrst og fremst að því að efla með börnunum kær- leika, réttlætisvitund og samstarfsþroska.“ ir beri vott um braðl og sóun. Þvert á móti finnst mér veislan og gjafirn- ar vitna um kærleika og gleði, að börnunum séu gefnir hlutir sem geti orðið þeim til gagns, gleði og þroska. Ef veislur og gjafir eru vandamál í íslensku þjóðfélagi, þá á það ekki við ferminguna, langtum fremur snertir það veislur og gjafir okkar uppalendanna, sem munar ekkert um að eyða andvirði einnar fermingarveislu til að skemmta okkur sjálfum jafnvel nokkram sinnum á ári sem er í stíl við tíðar- andann og velþóknanlegt. En ef við ætlum einu sinni að fagna og gleðj- ast með barninu okkar þar sem það stendur í miðju kastljóssins, þá gild- ir allt annar mælikvarði. Þegar fermingu ber á góma, þá er veisla og gjafir annað mál og því jafnvel haldið fram að börnin leggi alla fermingarfræðsluna á sig einungis til að fá gjafir og veislu, nokkuð sem börnin vita að þau fá hvort sem þau fermast eða ekki. Stöndum vörð um ferminguna Fermingarfræðslan er í stöðugri endurskoðun, bæði aðferðir og efni. En fermingin sem stofnun og at- höfn stendur á grundvelli sem tímans rás breytir ekki þrátt fyrir fordóma. Það er ánægjulegt að upplifa gleðina og fögnuðinn sem ríkir umhverfis fermingarbarn á fermingardaginn. Sú gleði er einlæg og sérstæð í skefjalausu samkeppn- isþjóðfélagi nútímans. Ég veit að flestir eiga persónulegar minningar tengdar fermingardeginum sínum sem vekja gleði og þökk í huga. Fermingin er gædd innra lífi og ef ég hef einhvern tíma upplifað helg- an anda að starfi, þá er það í sam- bandi við ferminguna. Þess vegna á fermingin jafn sterkar rætur í lífi fólks og raun ber vitni. Borgaraleg útskriftarathöfn í lok fræðslunám- skeiðs um þjóðfélagið á ekkert skylt við fermingu innan kirkjunnar og alls kostar rangt að leggja slíkt að jöfnu við fermingu. Ég vona að fræðslan sem þetta borgaralega fræðslunámskeið veitir, byggi ekki á siíkum blekkingum þegar málefni lífsins eru til umræðu. Fermingin er ekki fyrir kirkjuna sem slíka heldur i þágu barnanna og fjöl- skyldna þeirra þar sem börnunum er fylgt út í samfélagið með bæn og blessun. Og það er kirkjan, fólk- ið sem játast Jesú Kristi, reynir að feta í fótspor hans og hafa boðskap hans um kærleika, frið og réttlæti að leiðarljósi í lífinu. Höfundur er prestur í Heydölum. Vekjum sérstaka athygli á fjölbreyttu vöruúrvali okkar á hvers kyns garðverkfærum og áhöldum. Vorverkin í garðinum og lóðar standsetningin verða leikur einn með réttum áhöldum frá okkur. T-69 90 lítra tialtta HJOLBORUR Trallfa hjólbörur úr pressuðu stáli, léttar og meðfærilegar. Auð- veltað þvo. Fást ítveimurstærðum, 90 lítra og 120 lítra, galvani- seraðar eða lakkaðar. ABURÐUR Munið eftir grasáburðinum. HOZELOCK-nSL li/'ii///'/' ■!i!nn'/////// - I ii/Æt Vatnsdreifarar og garðslöngunipplar í úrvali. Vatnsúðakönnur, garðslöngustandar, garðljós og margt fleira. YðRD-MaN YARD-MAN bensínsláttuvélar eru á einstaklega góðum kjörum út maímánuð. Það verð býðst ekki aftur í sumar. Greiðslukjör: Staðgreiðsla, 2ja mánaða víxill eða raðgreiðslur Samkorts og EURO. m ÉGRIPIT GARÐVERKFÆRI TRJÁ- KLIPPUR Léttar trjáklippur með tréhand- föngum. Lengd 54 cm. Mikið úrval af garðverkfærum frá LYSBRO/GRIPIT, allt frá minnstu plöntuáhöld- um til stærri verkáhalda. Traust vara á góðu verði. $S0S>‘- BYGGINGAVORUR ,,0NU ™ BETRI SKILMÁLAR. Samkort Æ E ViSA KROKHALSI 7 - SIMI 82033 RAÐGREIÐSLUR RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.