Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 20
20____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989_ Vextir og skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna eftirMá Guðmundsson Nýverið náðust samningar á milli ríkisins og samtaka lífeyris- sjóðanna um kjör á skuldabréfa- kaupum sjóðanna af Húsnæðis- stofnun ríkisins til loka þessa árs. Töluverðar umræður hafa átt sér stað um þessa samningsgerð, þar sem hún tengist stefnunni í vaxta- málum. í því efni sýnist sitt hveij- um. Sumir vilja halda því fram, að þeir'vextir sem samið er um í samningum ríkisins og lífeyris- sjóðanna skipti engu máli varðandi vexti á öðrum hlutum lánsfjár- markaðarins. Aðrir telja að það hafi verið lykillinn að lækkun vaxta á skuldabréfakaupum þeirra af Húsnæðisstofnun ríkisins. Þar sem samningur ríkisins og lífeyris- sjóðanna felur í sér mörg nýmæli, og þar sem það er skoðun beggja aðila að hann geti orðið stefnu- markandi fyrir framtíðina, verður hér gerð grein fyrir hvað í honum felst, en greinarhöfundur tók þátt í samningsgerðinni fyrir hönd fjár- málaráðuneytisins. Samkvæmt samkomulagi ríkis- ins og samtaka lífeyrissjóðanna munu lífeyrissjóðimir lána Hús- næðisstofnun annars vegar gegn skuldabréfum, sem verða tryggð miðað við evrópsku mynteining- una (ECU), og hins vegar gegn skuldbindingum sem verða í jan- úar 1990 endurgoldnar með verð- tryggðum skuldabréfum. ECU-bréf Það var upphaflega tillaga samningamanna ríkisins að lífeyr- issjóðimir keyptu gengistryggð skuldabréf af Húsnæðisstofnun. Var ríkið tilbúið til að semja um að einungis yrði um gengistryggð bréf að ræða á næstu mánuðum. Með þessu þóttist vinnast tvennt, þ.e. að komist var í kringum deilu aðila um núgildandi lánskjaravísi- tölu og hægt var að finna hlut- læga vaxtaviðmiðun í vöxtum á erlendum lánamörkuðum. Fulltrú- ar lífeyrissjóðanna töldu sér hins vegar ekki fært að stíga það skref að fullu. Samkomulag náðist því um að ECU-bréf verði að lág- marki 15% af skuldabréfakaupum hvers sjóðs á tímabilinu, en sjóðum er frjálst að kaupa ECU-bréf fyrir allt að 40% af heildarkaupum. Nafnvextir á útgefnum ECU- bréfum verða í hveijum mánuði 0,15 prósentustigum liærri en ávöxtun nýlegrar ECU skulda- bréfaútgáfu Danmerkur. Vextirnir eru síðan fastir á lánstíma hvers bréfs, sem er í heild 15 ár. Nafn- vextir skuldabréfa útgefinna í apríl verða 9,04%. Endanlegir raunvextir munu ráðast af verð- bólgu í Efnahagsbandalagslönd- unum og þróun raungengis krón- unnar á líftíma bréfanna. Miðað við þá verðbólgu sem nú er í Evr- ópubandalagslöndunum (34-4%) og óbreytt raungengi krónunnar, munu raunvextir á ECU-bréfum samsvara um 5% raunvöxtum. Er það í samræmi við það markmið sem ríkisstjómin setti sér í byijun febrúar um vaxtastig á næstú mánuðum. Verði raungengi krónunnar að meðaltali lægra á öllum líftíma bréfanna en það er nú, munu raun- vextirnir verða hærri, en lægri ef raungengið verður hærra. Engar sérstakar líkur eru á að raungeng- ið veðri lægra fremur en hærra. Samkvæmt mælingum Hagfræði- deildar Seðlabankans er raun- gengið um þessar mundir lítiilega fyrir neðan sögulegt meðaltal und- anfarinna áratuga og raungengið verður að meðaltali í ár svipað og sögulegt meðaltal undanfarinna áratuga, jafnvel þótt genginu væri haldið óbreyttu út árið. Gengis- þróun næstu mánaða mun sára- litlu máli skipta í þessu sambandi, þar sem bréfin eru til 15 ára og eru auk þess afborgunarlaus fyrsta árið. Ef verðbólga i Evrópu- bandalagslöndunum verður á kom- andi árum hærri en hún er nú, munu raunvextir ECU-bréfanna að öðru óbreyttu verða lægri en 5%, en hærri ef hún verður lægri. Verðbólga í Evrópubandalagslönd- unum er nú víða á uppleið, en það er af mörgum talin vera tímabund- in þróun. Að öllu samanlögðu eru því ekki rök tíl að miða við annað en að raunvextir ECU- bréfa verði í kringum 5%. Þar með er Ijóst að hvað sem líður vaxtaþróun innanlands, að 15-40%. Þar með er ljóst að hvað sem líður vaxtaþróun inn- anlands, að 15-40% af skulda- bréfakaupum sjóðanna verða með um 5% raunvöxtum. Skuldbindingar Samkvæmt samkomulagi ríkis- ins og samtaka lífeyrisjóðanna munu sjóðimir á tímabilinu apríl til desember 1989 lána Húsnæðis- stofnun gegn útgáfu skuldbind- inga, auk ECU-bréfa. Skuldbind- ingar verða 15. janúar 1990 end- urgoldnar með skuldabréfum með innlendri verðtryggingu. Skuld- bindingar sem verða gefnar út á tímabilinu apríl til júní verða goldnar með skuldabréfum með 6% raunvöxtum, en skuldbinding- ar gefnar út á tímabilinu júlí til desember verða goldnar með skuldabréfum með 5% raunvöxt- um. Verðtrygging á skuldabréfun- um miðast við lánskjaravísitölu samkvæmt Ólafslögum, en það felur í sér að núgildandi láns- kjaravísitala verður að óbreyttu notuð til að verðtryggja bréfin. Þetta þýðir þó ekki að deilu ríkis- ins og lífeyrissjóðanna um gildi núverandi lánskjaravísitölu sé endilega lokið. í samkomulaginu kemur einmitt fram að „aðilum er ljóst að ágreiningur ríkir um gildi lánskjaravísitölu þeirrar, sem Seðlabanki íslands auglýsti hinn 23. janúar 1989 með heimild í reglugerð nr. 18/1989“, eins og það er orðað í samkomulaginu. Jafnframt er tekið fram að í sam- komulaginu felist engin afstaða til þessarar deilu. Með þessu orða- lagi tókst að leggja deiluna um lánskjaravísitöluna til hliðar í þess- um viðskiptum. Til að hámarka líkumar á því að sátt verði komin varðandi lánskjaravísitölu þegar til greiðslu vaxta og afborgana af bréfunum kemur, voru þau höfð afborgana- og vaxtagreiðslulaus fram á mitt ár 1991. Með þessari aðferð tókst báðum samningsaðil- um að sigla fram hjá erfiðu vanda- máli, sem hefði getað komið í veg fyrir að samningar náðust. Leiðrétting vaxtakjara Þar sem raunvextir ECU-bréfa eru um 5% og verðtryggð skulda- bréf verða að óbreyttu með 6% og 5% vöxtum, felst ,ekki lengur nein hindmn á vegi lækkunar vaxta í samningi ríkisins og lífeyrissjóð- anna. Samningurinn mun því ekki koma í veg fyrir að það markmið ríkisstjómarinnar náist að raun- vextir lækki, þannig að vextir ríkisskuldabréfa verði um 5%. Hins vegar er gert ráð fyrir því í sam- komulaginu, að verði þróun vaxta önnur en nú er stefnt að, geti komið leiðrétting á vöxtum þegar skuldabréf með innlendri verð- Már Guðmundsson „Lífeyrissjóðirnir eru ein stærsta frumupp- spretta lánsQármagns í landinu, og þeir hafa það umfram bankana að ráðstöfunarfé þeirra á hverjum tíma er al- gjörlega ónæmt fyrir vöxtunum eins og þeir eru hverju sinni. tryggingu verða gefin út í janúar. Leiðrétting vaxtakjara fer þannig fram, að reiknaðir verða út svokallaðir viðmiðunarvextir, sem byggjast á vöxtum ríkis- skuldabréfa á tímabilinu maí til desember 1989. Þeir verða síðan bomir saman við vegna meðal- vexti á skuldbindingakaupum hvers sjóðs. Ef frávik meðalvaxta frá viðmiðunarvöxtum er meira en 0,2 prósentustig, skal þeim breytt þannig að frávikið verði 0,2 prósentustig. Þessi fráviksmörk gera það að verkum, að ef frávik meðalvaxta og viðmiðunarvaxta eru lítil, eins og að er stefnt, og dreifing á kaupum er tiltölulega jöfn á milli mánaða, eins og sjóð- irnir hafa skuldbundið sig til, munu sjóðif sem kaupa meira af skuldbindingum með 6% vöxtum njóta þess í framtíðinni í hærri ávöxtun skuldabréfa sem verða gefin út í janúar 1990. Það er því rangt sem haldið hefur ver- ið fram, að það skipti engu máli hvaða vextir eru á skuld- bindingunum, þar sem vextirnir verða hvort sem er ákveðnir í janúar. Viðmiðunarvextir verða vegnir meðalvextir nýrra verðtryggðra verðbréfa ríkissjóðs til 5 ára eða lengur, sem seld verða á innlend- um lánamarkaði á tímabilinu maí—desember 1989. Þó munu ekki teljast með skyldukaup sam- kvæmt lögum og reglugerðum, en þar er fyrst og fremst um að ræða kaupskyldu verðbréfasjóða. Það skilyrði er sett, að innlend láns- fjáröflun ríkissjóðs í formi sölu verðtryggðra verðbréfa á árinu 1989 nái 50% af áætlaðri inn- lendri lánsfjáröflun ríkissjóðs sam- kvæmt lánsfjárlögum. Náist 50% markið ekki verður bætt við vegn- um meðalvöxtum seldra spari- skírteina á Verðbréfaþingi maí til desember 1989, að frádregnum 0,2 prósentustigum, en þess má geta að þessir vextir hafa verið um 0,5 prósentustigum yfir vöxt- um nýrra spariskírteina, en mun- urinn er minni um þessar mundir. Hverfandi Iíkur eru á að 50% markmið náist ekki. Samkvæmt lánsfjárlögum er innlend lánsfjár- öflun ríkissjóðs áætluð 5,3 millj- arðar króna, þannig að 50% mark- ið er 2,65 milljarðar króna, en þegar er búið að selja spariskír- teini fyrir um 900 m.kr., og hefur salan glæðst mjög að undanfömu. Leiðrétting vaxtakjara í samn- ingi ríkisins og lífeyrissjóðanna hefur verið gagnrýnd, m.a. í við- tali við Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins í Morgun- blaðinu 20. apríl sl., þar sem hann kvartar undan því að „vaxtastigið er samkvæmt þessum samningi alveg galopið og það á bara að borga þá vexti, sem markaðurinn segir til um, eftir á“. Það er að vísu ekki rétt að vaxtastigið sé galopið. í fyrsta lagi verða 15—40% af skuldabréfakaupunum á 5% raunvöxtum, hvað sem ger- ist varðandi innlenda vaxtaþróun. í öðru lagi tengist leiðréttingin vöxtum ríkisskuldabréfa. I raun er ríkinu falið sjálfdæmi um þessa vexti, að því einu tilskyldu að því takist að ná 50% markinu. Hvað það varðar að borga þá vexti sem markaðurinn setur upp eftir á, þá er það nánast lagabundið. í lögum um Húsnæðisstofnun stendur: „Lánskjör af skuldabréfum skulu miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmark- aði“ og samskonar ákvæði var í yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengsl- um við gerð kjarasamninga í febr- úar 1986. Þessi ákvæði komu til þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn. Auðvitað má deila um rétt- mæti þessara ákvæða, sérstaklega þar sem samningar ríkisins og lífeyrissjóðanna eru í raun samn- ingar tveggja einokunaraðila og útkoman getur því verið æði tilvilj- unarkennd. Framhjá þessu vanda- máli er hins vegar komist í nýgerð- um samningi með því að miða við hlutlæga mælikvarða á innlendum og erlendum lánamörkuðum. Það er mikilvægt að hafa í huga í þessu sambandi, að það var aldrei ætlun- in að hiunnfara lífeyrissjóðina, heldur að ryðja braut fyrir vaxta- lækkun á lánsfjármarkaðnum í heild. Áhrif vaxtakjara Skiptar skoðanir eru um áhrif vaxtakjara í samningum ríkisins og lífeyrissjóðanna, eins og minnst er á í upphafi þessarar greinar. Nýlega skilaði hagfræðinganefnd á vegum Sambands alrhennra lífeyrissjóða áliti um þetta efni. Niðurstaða nefndarinnar var í stuttu máli sú, að miðað við óbreytt kerfi hafi þessir vextir ekki bein áhrif á vexti annars stað- ar á lánamarkaðnum. Nefndin við- urkennir þó að þessir vextir geti haft ýmis óbein áhrif, og er þar nefnt sérstaklega að þeir geti flýtt fyrir' vaxtabreytingum sem séu yfirvofandi og fest í sessi flokkun lánþega eftir áhættu. Margt at- hyglisvert kemur fram í skýrslu nefndarinnar varðandi stöðu lífeyrissjóðanna á lánsfjármark- aðnum og varðandi þróun vaxta. Höfundur þessarar greinar hef- ur lengi talið að of mikið hafi ver- ið gert úr áhrifum þessara vaxta á vaxtastigið á öðrum hlutum láns- fjármarkaðarins, m.a. af sömu ástæðum og nefndin nefnir, þ.e. að fjármagnsstreymið er nánast óháð vaxtastiginu í þessu tilfelli. Hins vegar tel ég of langt gengið að fullyrða að áhrifin séu engin. Mér sýnist að þijú skilyrði séu nægjanleg til að vaxtakjör á skuldabréfakaupum lífeyrissjóð- anna hafi engin áhrif á aðra vexti. Þau eru: 1. Að vextimir hafi engin áhrif á hve mikið sjóðimir kaupi af Húsnæðisstofnun. 2. Að vextirnir hafi engin áhrif á útlánsvexti Húsnæðis- stofnunar. 3. Að engin viti hveijir vext- irnir eru utan þeirra sem eiga í viðskiptunum. 4. Að engir sem gegna mikil- vægu hlutverki varðandi ákvörðun vaxta í landinu, telji að þessi vextir skipti máli varð- andi aðra vexti. Líklega eru öll þessi skilyrði þó ekki nauðsynleg til að áhrifin verði engin, og sérstaklega er líklegt að gera megi tvö síðustu skilyrðin veik- ari. Það er ljóst að ekkert þessara skilyrða er fullkomlega uppfyllt. Sjóðirnir hafa vissan sveigjanleika varðandi skuldabréfakaupin, eins og reynsla undanfarinna mánaða hefur sýnt. Vextir á útlánum Hús- næðisstofnunar eru ekki fastir, eins og margir halda vegna þess að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um að breyta þeim. Ef vextir á skulda- bréfakaupum lífeyrissjóðanna víkja verulega og lengi frá útlánsvöxtum Húsnæðisstofnunar mun skapast mikill þrýstingur til að breyta út- lánsvöxtunum. Síðustu tvö skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt, og ljóst er að mikið hefur verið horft til þessara vaxta, með réttu eða röngu. Mér sýnist því einsýnt að þessir vextir hafi áhrif með ýmsum hætti. Það er þó ljóst að breyting á skyldukaupahlutfalli lífeyrissjóð- anna af Húsnæðisstofnun og vaxta- taka lífeyrissjóðanna á öðrum lán- veitingum skiptir meira máli varð- andi vaxtastigið á lánsfjármarkaðn- um í heild. Lífeyrissjóðirnir eru ein stærsta frumuppspretta lánsfjár- magns í landinu, og þeir hafa það umfram bankana að ráðstöfunarfé þeirra á hveijum tíma er algjörlega ónæmt fyrir vöxtunum eins og þeir eru hveiju sinni. Lífeyrissjóðimir, og þær leikreglur sem þeir búa við, geta því auðvitað haft mikil áhrif á vaxtastigið í landinu. Framtíðin Það er skoðun mín að nýgert samkomulag ríkisins og lífeyris- sjóðanna hafi verið gott fyrir ríkið, sérstaklega ef tekið er tillit til þeirra aðstæðna sem samningur- inn var gerður við. Samningurinn getur orðið mótandi fyrir framtí- ðina í þessum efnum. Líklega er æskilegt, að í framtíðinni verði þessir vextir tengdir beint við vexti ríkisskuldabréfa á hveijum tíma, að teknu tilliti til mismunandi lánstíma og þess hagræðis sem félagar lífeyrissjóðanna njóta með því að fá húsnæðislán til allt að 40 ára með mun lægri vöxtum en sjóðimir lána Húsnæðisstofnun á. Ef útlánsvextir Húsnæðisstofnun- ar yrðu síðan einnig með einhveij- um hætti tengdir þessum vöxtum, sem þarf ekki að þýða að þeir verði þeir sömu heldur aðeins að þeir breytist til sömu áttar, myndi áhrifamáttur vaxtaákvörðunar á ríkisskuldabréfum, og þeirra pen- ingalegu stjórntækja sem eiga að stuðla að því að hún fái staðist, aukast vemlega. Þannig gæti stjórn peningamála í landinu orðið virkari og ekki þyrfti jafn óhófleg- ar sveiflur í raunvöxtum til að hafa áhrif á lánsfjáreftirspurn og athafnastig í landinu. Höfundur er efhahagsráðgjafí fjármálaráðherra. Ferming í Heydalakirkju Ferming í Heydalakirkju, Breiðdal, hvítasunnudag kl. 14.00. Prestur sr. Gunnlaugur Stefánsson. Organisti: Ferenc Utassy. Fermd verða: Eiríkur Gauti Jónsson, Sæbergi 12. Sigrún Ragna Rafnsdóttir, Skjöldólfsstöðum. Valur Mörk Stefánsson, Hrauntúni 1. Vífill Harðarson, Sólbakka 2. Þórhildur Höskuldsdóttir, Gljúfraborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.