Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 60
VEIÐIHJÓL OG STANGIR SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLElÐiRpmt FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Beið bana . í bílveltu Keflavík. — BANASLYS varð við Stapa á Reykjanesbraut í gær þegar fólks- bifreið á leið til Reykjavíkur fór útaf veginum og valt. Tveir menn voru í bílnum, ökumaðurinn beið bana, en hinn maðurinn liggur þungt haldinn í gjörgæsludeild Borgarspítalans. Slysið varð laust eftir hádegi við afleggjarann til Grindavíkur. Báðir voru mennirnir fastir í bílnum er að var komið og var beðið um aðstoð slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli til að ná mönnunum út úr bílnum. Þeir voru þegar í stað fluttir í sjúkrahús- ið í Keflavík, en þegar þangað var komið reyndist annar mannanna lát- inn. BB Hjúkrunar- félagið samdi Hjúkrunarfélag Islands og samn- inganefiid ríkisins undirrituðu nýj- an kjarasamning í gær. Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Rjúkr- unarfélagsins segir samninginn svipaðan þeim samningum, sem iJH^rðir hafa verið undanfarið. Hann giidir til janúarloka á næsta ári og hækka laun félagsmanna um 10% á samningstímanum. Sigþrúður segir að Hjúkrunarfé- lagið hafi fengið tvö sérmál í gegn í samningunum auk þess að fá nýja launatöflu. Annarsvegar er um starfsaldurshækkanir að ræða og hinsvegar nýtt mat fyrir framhalds- menntun. Morgunblaðið/RAX Arðvænleg landhreinsun Það er myndarlegur haugur af öldósum sem þeir félag- ar, Eiríkur Ragnarsson, Bogi Ragnarsson og Finnbogi Ríkharðsson, hafa hreinsað upp af jörðinni í nágrenni heimila sinna í Hraunbænum í Reykjavík. Þeir söfn- uðu dósunum á þremur dögum, fóru eftir að skóla lauk síðdegis og tíndu saman dósir fram að kvöld- mat. Nú geyma þeir dósirnar og hyggjast innheimta skilagjald fyrir þær, þegar þar að kemur. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segist gera sér góðar vonir um að frumvarp um skilagjald af einnota umbúðum verði að lögum á þessu þingi og verði hægt að byija að endurgreiða skilagjaldið í næsta mánuði. Þegar hefur verið innheimt fimm króna skilagjald af hverri bjórdós sem seld hefur verið síðan 1. mars. Jón segir að fé það sem innheimst hefur með þeim hætti verði notað til að kosta hreinsunarherferðir í óbyggð- um og þegar farið verður að innheimta skilagjald af fleiri umbúðum verði hluti þess notaður til að greiða ungmennum fyrir sumarvinnu við hreinsunarstörf og styrkja framtak sveitarfélaga á þeim vettvangi. Beiðni olíu- félaganna óafgreidd EKKI hefiir verið boðaður fúndur í Verðlagsráði til að fjalla um beiðni olíufélaganna um hækkun á bensín- og olíu- verði, sem þau lögðu fram um síðustu mánaðamót. Georg 01- afsson verðlagssljóri býst við fúndi um málið einhvern næstu daga. Bjarni Bjarnason hjá Olíufélag- inu hf. segir að á meðan dregið sé að afgreiða málið streymi pen- ingar úr innkaupajöfnunarreikn- ingi olíuvara. Það hafi í för með sér auknar verðhækkanir síðar. 91% verðmun- ur á kjötfarsi VERLULEGUR verðmunur er á kjöti í verslunum á höfúðborgar- svæðinu, samkvæmt könnun sem Verðlagsstofiiun gerði fyrr í vik- unni. 44% munur var á hæsta og lægsta verði á lambalærissneiðum úr miðlæri, 39% á dilkahryggjum, 37% á hangikjöti, 33% á kótilettum og súpukjöti og 26% á lærum. 52-58% verðmunur var á nautakjöti og 43-45% á svínakjöti. Á unnum kjötvörum var mestur verðmunur á kjötfarsi, 91%. Sjá verðkönnun bls. 42. Engar útihá- tíðir haldnar FRAMUNDAN er hvítasunnu- helgin, sem venjulega er fyrsta útihátíðarhelgi unga fólksins á árinu. Vegna veðr- áttunnar að undanförnu er þó ekki útlit fyrir að af útihátíð- um geti orðið að þessu sinni. Helstu samkomustaðir á Suð- urlandi; á Þingvöllum, Flúðum, Laugarvatni, í Galtalæk og Þjórsárdal eru meira og minna á kafi í snjó. Í Borgarfirði er snjór að vísu að mestu farinn af hefðbundnum hátíðarsvæðum eins og Geirsárbökkum og í Húsafellsskógi, en aurbleytan er þeim mun meiri og með öllu óheimilt að slá upp tjöldum. Háskólaráð ákveður í dag hvernig innritun verður háttað: Rektor leggur til að stúd- entsefiiin verði innrituð HÁSKÓLARÁÐ mun í dag Qalla um tillögur rektors, sem miða eiga að því að halda væntanlegum nýstúdentum ekki lengur í vafa um inn- göngu í skólann. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fjalla tillögur rektors meðal annars um það, að Háskólinn innriti nemendur, sem hafa áunnið sér rétt til þess að ljúka stúdentsprófi, starfað með eðlileg- um hætti í skólanum og hefðu lokið prófi við eðlilegar aðstæður. Stað- festing frá viðkomandi skóla um þessi atriði yrði að liggja fyrir við innritun. „Við teljum að það sé mjög mikil- vægt fyrir undirbúning okkar eigin starfs að geta innritað nemendur í júní. Við viljum að sjálfsögðu líka aflétta þeirri óvissu og kvíða, sem hvílt hefur á nemendum og kennur- um þeirra,“ sagði Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra átti í gær óformlega fundi með fólki úr Hinu íslenzka kennarafélagi. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að eftir þau funda- höld sæi hann enga lausn á verkfalli kennara í nánd. Svavar sagðist telja að sá tími væri enn ekki kominn að útskrifa þyrfti stúdenta án prófa. „Það er hins vegar óhjákvæmilegt að skólalok í vor verði dagsett til þess að létta óvissu af nemendum, sérstaklega þeim sem byggja áfram- haldandi nám sitt á sumarvinnu. Útskrift hlýtur að verða snemma í Samningaviðræður Flugleiða og flugmanna um vinnutímasamning í strand: Neita að fljúga nvju þotunum FLUGMENN Flugleiða hafa neitað að fljúga hinni nýju flugvél félags- ins, sem kom til landsins síðastliðinn laugardag, en síðdegis í gær slitn- aði upp úr samningaviðræðum Flugleiða og Félags íslenskra atvinnu- flugmanna um nýjan vinnutímasamning vegna nýju 737-400-vélanna sem félagið er að kaupa. Kristján Egilsson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði að Flugleiðir hafi hafnað öllum kröfum flugmanna um greiðslur vegna aukins vinnuálags vegna fækkunar í áhöfn á nýju vél félags- ins. Hann sagði að flugvélinni yrði j_ekki flogið fyrr en samningamálin þokuðust í rétta átt og næsta vél félagsins, sem væntanleg væri eftir tæpan mánuð, yrði ekki hreyfð af flugmönnum á meðan á deilunni stendur. Að sögn Einar Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, lögðu flug- menn fram kröfu um 7% almenna launahækkun vegna nýju vélanna á tólfta samningafundinum um nýjan vinnutímasamning, sem haldinn var í gær. Hann sagði að þeirri kröfu hefði verið hafnað, en flugmenn hefðu krafist þess að hækkunin kæmi jafnt á þá flugmenn sem fljúga eiga nýju vélunum og aðra flugmenn hjá félaginu. Einar sagði að enn væri ekki farið að ræða um launaliði almenns kjara- samnings við flugmenn, en hann rennur út 15. maí næstkomandi, og væri sú krafa, sem fram hefði komið á fundinum í gær, fyrir utan það sem þar kynni að koma fram. Hann sagði að flugmenn neituðu nú að fljúga nýju flugvélunum, en gert var ráð fyrir að Aldís, fyrsta 737-400-flugvéI félagsins, færi í sína fimmtu áætlun- arferð til Óslóar og Gautaborgar í morgun. Af því hefði ekki getað orð- ið, og væri nú unnið að því að finna farþegum aðrar leiðir til ákvörðunar- staða, en ekki væri gert ráð fyrir að þetta hefði áhrif á flug annarra véla Flugleiða. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, gerði Steingrími J. Sigfússyni, samgönguráðherra, grein fyrir stöðu mála á fundi gærkvöldi. Að sögn Steingríms var ekki óskað afskipta ríkisstjórnarinnar af deilunni við flugmenn. Sjá forystugrein um Flugleiðir á miðopnu. júní,“ sagði ráðherra. Ríkisstjórnin ræddi verkfallsvand- ann á löngum fundi í ráðherrabú- staðnum í gærkvöldi. Indriði H. Þor- láksson, formaður samninganefndar ríkisins, sat einnig þann fund. „Nið- urstaðan af fundinum var sú, að sá viðræðugrundvöllur sem mótaður var um helgina, felur í sér öll atriði, sem hugsanleg eru í þessari deilu.'Stjórn- in hefur teygt sig eins langt og hún getur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra er hann kom út af fundinum. í dag verður haldinn fyrsti samn- ingafundur ríkisins og Kennarasam- bands íslands í tíu daga. Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, sagði að mat KÍ, sem ekki er í verkfalli, væri að þær hugmyndir, sem ríkið hefði kom- ið með inn á síðasta fund hefðu alls ekki komið til greina sem samnings- grundvöllur og nú vildi KÍ sjá nýjar tillögur. Indriði H. Þorláksson vildi ekki gefa upp, hvort hann kæmi með einhveijar nýjar tillögur frá ríkinu inn á þann fund. Hann sagði jafn- framt, að á fundi sínum með ráð- herrunum hefði ekki verið rætt um að óska eftir nýjum samningafundi með Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, sem hefur nú verið í verkfalli á fimmtu viku. Hjá ríkis- sáttasemjara fengust þær upplýsing- ar að hvorugur aðilinn hefði beðið um fund. Sjá fréttir af áhrifúm verkfalls BHMR í miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.