Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Páll Magnússon bóndi að Hvassafelli hlúir að lömbun- um hennar Gyðju. Vestur-Eyjafiöll; 11 lömb á 3 árum Holti. LOKSINS er vorið komið undir Eyjaíjöllum. Fuglarnir syngja dýrðarsöngva um vorkomuna og hrossagauk- urinn steypir sér aftur og aftur þannig að loftið ómar af söng hans. Búfénaðurinn eins og skilur hvað er að verða. Kindurnar fara afsíð- is og bera og hryssurnar kasta. Vorkoman að Hvassafelli hjá Páli Magnússyni og fjölskyldu hans er alltaf tengd Gyðju, sem bar þremur lömbum sem gemsi og fjórum í fyrra og í gær bar hún fjórum lömbum, þannig að nú sem þrevetla hefur hún átt ellefu lömb. Verst er að fullvirðisréttur í búfjárframleiðslu gefur ekki til- efni til að gleðjast yfir mikilli ftjósemi og búfjártalning sem leggur grunn að tölvuútreikn- ingi dilkaijölda í haust gerir áreiðanlega ekki ráð fyrir þess- ari fijósemi. - Fréttaritari Leitaræfing á Suð- austurlandi: Leitað að fær- eyskri flugvél Höfh í Hornafirði. YFIR 30 leitarmenn frá slökkviliði og björgunar- sveitum á Höfti og úr Óræf- um tóku þátt í björgunar- og leitaræfingu við Höfti i gær. Leitað var að ímyndaðri fær- eyskri flugvél og áttu 10 að vera um borð. „Flakið" fannst inn í Laxardal. Mikill viðbúnaður var við leit- ina, sem m.a. læknar og hjúk- runarfólk tók þátt í. Að æfingu lokinni funduðu björgunarsveit- armenn um niðurstöður æfing- arinnar. Fram kom einkum að fjarskipti voru erfið á vissum svæðum, en annars þótti vel hafa tekist til. JGG Stykkishólmur: Snæfellinga- kórinn syngur Stykkishólmi. Snæfellingakórinn í Reykjavík kom hingað í heimsókn fyrir nokkrum dögum og söng í Félags- heimilinu við góðar undir- tektir. Söngstjóri og jafnframt ein- söngvari er Friðrik Sæmundur Kristinsson, fæddur Hólmari. Einsöngvari með kórnum var Theodóra Þorsteinsdóttir og undirleikari Ingibjörg Þor- steinsdóttir. - Ami MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 35 Steftit að þing- lausnum 20. mai Nú er stefiit að því að þinglausnir verði laugardaginn 20. maí en í starfsáætlun þingsins var gert ráð fyrir því að þingstörfúm lyki 6. þ.m. I gær kynnti rikisstjórnin sljórnarandstöðunni hvaða mál hún leggur mesta áherslu á að afgreidd verði fyrir þinglausnir, en Ólaf- ur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að á þeim lista séu nokkur mál sem ekki fari í gegn á þessu þingi. Þau mál sem ríkisstjórnin leggur sérstaka áherslu á að verði afgreidd eru húsbréfafrumvarpið, vegaáætl- un, frumvörp um umhverfisráðu- neyti, framhaldsskóla, tekju- og eignaskatt, tekjustofna sveitarfé- laga, launavísitölu og ráðstafanir vegna kjarasamninga. Á lista ríkis- stjórnarinnar eru meira en 20 önnur mál. Afgreiðsla sumra þeirra er AlMfMSI komin á Iokastig og um ýmis önnur ríkir ekki ágreiningur. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir ljóst að á lista ríkisstjórnarinnar séu mál, sem ekki fara í gegn á þessu þingi. Þar væri einnig að finna ýmis ágreiningsmál, sem tíma gæti tekið að afgreiða, þótt víst sé að þau verði afgreidd fyrir þinglausn- ir. Meðal ágreiningsmálanna nefndi hann frumvarp um umhverfisráðu- neyti, launavísitölu og ráðstafanir vegna kjarasamninga. Ólafur sagði að fulltrúar stjómarandstöðunnar myndu tjá sig nánar um þennan lista ríkisstjórnarinnar á fundi þing- flokksformanna og forseta þingsins sem haldinn verður í dag. Stefiit er að því að þingstörfúm ljúki í lok næstu viku. Heimild til forseta þingsins til að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg er ekki meðal þeirra mála, sem áhersla verður lögð á að afgreiða fyrir þinglausnir. Guð- rún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis segir að það mál verði ekki keyrt áfram með offorsi, held- ur verði það „látið malla á hægum hita“. Vera kynni að það kæmi aft- ur á dagskrá á þessu þingi, en á þessari stundu væri það alls óvíst. Fjárhags- og viðskiptanefiid neðri deildar: F organgnr skattakrafiia í þrotabúum felldur niður Samstaða í neftidinni en flármálaráðherra ósammála I gær kom til annarrar umræðu í neðri deild Alþingis um Iagafrum- varp Sólveigar Pétursdóttur (S/Rvk) o.fl. þess efnis að forgangnr skattakrafiia í þrotabúum og skuldafrágöngubúum verði felldur nið- ur. Fulltrúar allra flokka í Qárhags- og viðskiptanefiid deildarinnar lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt, en hins vegar mælti Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra gegn því og óskaði eftir því að afgreiðslu málsins yrði frestað. I frumvarpinu er lagt til, að lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt verði breytt á þá lund, að skattakröfur, sem lög þessi fjalla um, hafi ekki lengur forgang í þrotabúum og skuldafrágöngubú- um. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr sex stjórnmálaflokkum og fulltrú- ar allra flokka í fjárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar stóðu að sameiginlegu áliti þar sem lagt var til að það yrði samþykkt. Einn flutn- ingsmanna er Ragnar Amalds (Abl/Nv) og varamaður hans, Þórður Skúlason, skrifaði undir nefndarálit- ið. Við aðra umræðu um frumvarpið í neðri deild í gær tók Ólafúr Ragn- ar Grímsson fjárniálaráðherra til máls og varaði þingmenn við að sam- þykkja frumvarpið. Sagði ráðherra að með því væri Alþingi að gera baráttuna gegn skattsvikum erfiðari. Ýmis fyrirtæki hefðu leikið þann leik að taka vörslufé — staðgreiðslu- skatta og söluskatt — inn í rekstur sinn og þegar rekstur þeirra stöðvað- ist kæmi í ljós að þessum fjármunum hefði ekki verið skilað til sameigin- legra sjóða landsmanna. Það væri grundvallaratriði að rekstraraðilar væru með skattakerfmu knúnir til að gera greinarmun á vörslufé og öðrum fjármunum en slíkt væri ekki gert í þessu frumvarpi. Bað ráðherra þingmenn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir samþykktu þessar breyt- ingar. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) tók undir orð fjármálaráðherra og bætti því við, að breytingar af þessu tagi leiddu til þess, að innheimtu- menn opinberra gjalda þyrftu að ganga harðar eftir því að fá þessi gjöld greidd. Árni Gunnarsson (A/Ne) sagði önnur hlið væri á þessu máli. Benti hann á að einstaklingar, sem hefðu átt inni hjá gjaldþrota fyrirtækjum, hefðu orðið gjaldþrota sjálfír þar sem ekkert hefði verið eftir í þrotabúunum þegar ríkið hefði tekið sitt. Það yrði að tryggja rétt einstaklinganna gagnvart ríkissjóði og sú hlið hefði einkum snúið að nefndarmönnum í fjárhags- og við- skiptanefnd. Friðrik Sophusson (S/Rvk) sagðist fagna þeirri samstöðu sem hefði verið í nefndinni og sagði það væntanlega leiða til þess að málið yrði samþykkt á þessu þingi. Ræða fjármálaráðherra hefði verið kattar- þvottur, til þess fallinn að koma ábyrgðinni af árangursleysi í skatt- heimtu á annarra herðar. Friðrik sagði frumvarpið miða að sams kon- ar breytingum og átt hefðu sér stað Ólafúr Ragnar Grímsson Sólveig Pétursdóttir í ýmsum nágrannalöndum okkar og taldi hann afstöðu íjármálaráðherra ' lýsa skilningsleysi og afturhaldssemi. Friðrik sagði að hafa þyrfti í huga, að fleiri ættu kröfur í bú en ríkissjóð- ur og að jafnræði ætti að ríkja milli kröfuhafa. Ríkissjóður ætti að ganga á eftir kröfum sínum eins og aðrir, en ætti ekki að hafa forgang. Taldi þingmaðurinn að í afstöðu ráðher- rans fælist, að ríkið væri til fyrir sig sjálft en þegnarnir fyrir ríkið. Slíkan hroka þyrfti að kveða niður. Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk), fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagðist undrandi á þessari tilraun fjármálaráðherra til að tjúfa þá sam- stöðu sem ríkt hefði um þessa laga- breytingu. Þetta mál snerist ekki um baráttu gegn skattsvikum heldur um . rétt einstaklingsins. Rakti hún síðan umsagnir þeirra aðila, sem fjárhags- og viðskiptanefnd leitaði til vegna málsins. Þessir aðilar voru m.a. rétt- arfarsnefnd dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins, skiptaráðandinn í Reykjavík, Seðlabankinn, Lög- mannafélagið, Samband íslenskra viðskiptabanka, Félag íslenskra iðn- rekenda, Verzlunarráð íslands og fjármálaráðuneytið. í máli Sólveigar kom fram, að allir þessir aðilar hefðu mælt með því að frumvarpið yrði samþykkt, nema fjármálaráðuneytið. Alexander Stefánsson um húsbréfafrumvarpið: „Hrossakaup o g þvingauir“ Alexander Stefánsson fyrrverandi ráðherra húsnæðismála sagði í þing- ræðu um húsbréfafrumvarpið, að setja ætti niður nefiid hæfústu manna á breiðum grunni til að endurskoða allt húsnæðiskerfíð og móta heildarstefiiu til framtíðar, bæði almenna og í félagslega kerf- inu. Ekki með hrossakaupum og þvingunum, eins og hér er verið að gera“ Hann lagði sérstaka áherzlu á það að síðasta flokksþing Framsóknar- flokksins, sem væri æðsta stofnun flokksins, hafi „undirstrikað gildi núverandi húsnæðiskerfis og lagt áherzlu á að endurskoðun laganna tæki mið af því að stytta bið- tíma.. Hann sagði jafnframt að það væri ákvörðun þingflokksins að þingmenn flokksins hefðu óbundnar hendur við afgreiðslu málsins. Alexander, sem er einn harðasti andstæðingur húsbréfafrumvarpsins á þingi, spurði m.a.: * Hvernig stendur Byggingar- sjóður ríkisins að vígi eftir 20-30% missi fjármagns frá lífeyrissjóðun- um? * Hvers vegna var ekki hægt að fá neinar upplýsingar um væntan- legar reglugerðir um framkvæmd væntanlegra laga um húsbréfín? * Er það rétt að húsbréftn verði gefin út í mismunandi formi, t.d. til 1-5-10 ára í smáum einingum, t.d. 50 þús., sem nota megi í öðrum við- skiptum? * Hvar í frumarpinu er sú stýring setn ætlað er að tryggja ungu fólki og fólki með sérþarfir forgang til hærri lána en aðrir (sem taki aðeins 2-3 vikur að fá afgreiðslu á)? * Hvar í frumvarpinu er stýring sem tryggir fólki úti á landi auðveld- ari aðgang að lánum, eins og ráð- herra heldur fram? * Hvað er áætlað að húsbréfa- deild kosti Húsnæðisstofnun? Er áætlun um það fyrir hendi? * Getur félagsmálaráðherra stað- fest að það sé rétt túlkun að skv. húsbréfakaflanum geti hver sem er, jafn stóreignamenn sem aðrir, feng- ið ríkistryggð húsbréf, þakið sé að- eins 5.5 m.kr. í hvetju tilfelli? Alexander sagði ekki tímabært að taka upp húsbréfakerfi. íslenzkur peningamarkaður hafi ekki burði til að tryggja slíkt kerfi. Markaðskerfl á allt húsnæðiskerfið valdi mikilli „óvissu og fjárhagstjóni" fyrir fjölda fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.