Morgunblaðið - 11.05.1989, Page 35
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Páll Magnússon bóndi að
Hvassafelli hlúir að lömbun-
um hennar Gyðju.
Vestur-Eyjafiöll;
11 lömb á
3 árum
Holti.
LOKSINS er vorið komið
undir Eyjaíjöllum. Fuglarnir
syngja dýrðarsöngva um
vorkomuna og hrossagauk-
urinn steypir sér aftur og
aftur þannig að loftið ómar
af söng hans. Búfénaðurinn
eins og skilur hvað er að
verða. Kindurnar fara afsíð-
is og bera og hryssurnar
kasta.
Vorkoman að Hvassafelli hjá
Páli Magnússyni og fjölskyldu
hans er alltaf tengd Gyðju, sem
bar þremur lömbum sem gemsi
og fjórum í fyrra og í gær bar
hún fjórum lömbum, þannig að
nú sem þrevetla hefur hún átt
ellefu lömb.
Verst er að fullvirðisréttur í
búfjárframleiðslu gefur ekki til-
efni til að gleðjast yfir mikilli
ftjósemi og búfjártalning sem
leggur grunn að tölvuútreikn-
ingi dilkaijölda í haust gerir
áreiðanlega ekki ráð fyrir þess-
ari fijósemi.
- Fréttaritari
Leitaræfing á Suð-
austurlandi:
Leitað að fær-
eyskri flugvél
Höfh í Hornafirði.
YFIR 30 leitarmenn frá
slökkviliði og björgunar-
sveitum á Höfti og úr Óræf-
um tóku þátt í björgunar- og
leitaræfingu við Höfti i gær.
Leitað var að ímyndaðri fær-
eyskri flugvél og áttu 10 að
vera um borð. „Flakið"
fannst inn í Laxardal.
Mikill viðbúnaður var við leit-
ina, sem m.a. læknar og hjúk-
runarfólk tók þátt í. Að æfingu
lokinni funduðu björgunarsveit-
armenn um niðurstöður æfing-
arinnar. Fram kom einkum að
fjarskipti voru erfið á vissum
svæðum, en annars þótti vel
hafa tekist til.
JGG
Stykkishólmur:
Snæfellinga-
kórinn syngur
Stykkishólmi.
Snæfellingakórinn í
Reykjavík kom hingað í
heimsókn fyrir nokkrum
dögum og söng í Félags-
heimilinu við góðar undir-
tektir.
Söngstjóri og jafnframt ein-
söngvari er Friðrik Sæmundur
Kristinsson, fæddur Hólmari.
Einsöngvari með kórnum var
Theodóra Þorsteinsdóttir og
undirleikari Ingibjörg Þor-
steinsdóttir.
- Ami
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989
35
Steftit að þing-
lausnum 20. mai
Nú er stefiit að því að þinglausnir verði laugardaginn 20. maí en
í starfsáætlun þingsins var gert ráð fyrir því að þingstörfúm lyki
6. þ.m. I gær kynnti rikisstjórnin sljórnarandstöðunni hvaða mál hún
leggur mesta áherslu á að afgreidd verði fyrir þinglausnir, en Ólaf-
ur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að á
þeim lista séu nokkur mál sem ekki fari í gegn á þessu þingi.
Þau mál sem ríkisstjórnin leggur
sérstaka áherslu á að verði afgreidd
eru húsbréfafrumvarpið, vegaáætl-
un, frumvörp um umhverfisráðu-
neyti, framhaldsskóla, tekju- og
eignaskatt, tekjustofna sveitarfé-
laga, launavísitölu og ráðstafanir
vegna kjarasamninga. Á lista ríkis-
stjórnarinnar eru meira en 20 önnur
mál. Afgreiðsla sumra þeirra er
AlMfMSI
komin á Iokastig og um ýmis önnur
ríkir ekki ágreiningur.
Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks sjálfstæðismanna, segir
ljóst að á lista ríkisstjórnarinnar séu
mál, sem ekki fara í gegn á þessu
þingi. Þar væri einnig að finna
ýmis ágreiningsmál, sem tíma gæti
tekið að afgreiða, þótt víst sé að
þau verði afgreidd fyrir þinglausn-
ir. Meðal ágreiningsmálanna nefndi
hann frumvarp um umhverfisráðu-
neyti, launavísitölu og ráðstafanir
vegna kjarasamninga. Ólafur sagði
að fulltrúar stjómarandstöðunnar
myndu tjá sig nánar um þennan
lista ríkisstjórnarinnar á fundi þing-
flokksformanna og forseta þingsins
sem haldinn verður í dag.
Stefiit er að því að þingstörfúm ljúki í lok næstu viku.
Heimild til forseta þingsins til
að ganga til samninga um kaup á
Hótel Borg er ekki meðal þeirra
mála, sem áhersla verður lögð á
að afgreiða fyrir þinglausnir. Guð-
rún Helgadóttir forseti sameinaðs
Alþingis segir að það mál verði
ekki keyrt áfram með offorsi, held-
ur verði það „látið malla á hægum
hita“. Vera kynni að það kæmi aft-
ur á dagskrá á þessu þingi, en á
þessari stundu væri það alls óvíst.
Fjárhags- og viðskiptanefiid neðri deildar:
F organgnr skattakrafiia
í þrotabúum felldur niður
Samstaða í neftidinni en flármálaráðherra ósammála
I gær kom til annarrar umræðu í neðri deild Alþingis um Iagafrum-
varp Sólveigar Pétursdóttur (S/Rvk) o.fl. þess efnis að forgangnr
skattakrafiia í þrotabúum og skuldafrágöngubúum verði felldur nið-
ur. Fulltrúar allra flokka í Qárhags- og viðskiptanefiid deildarinnar
lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt, en hins vegar mælti Ólafúr
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra gegn því og óskaði eftir því að
afgreiðslu málsins yrði frestað.
I frumvarpinu er lagt til, að lögum
um staðgreiðslu opinberra gjalda og
virðisaukaskatt verði breytt á þá
lund, að skattakröfur, sem lög þessi
fjalla um, hafi ekki lengur forgang
í þrotabúum og skuldafrágöngubú-
um. Flutningsmenn frumvarpsins eru
úr sex stjórnmálaflokkum og fulltrú-
ar allra flokka í fjárhags- og við-
skiptanefnd neðri deildar stóðu að
sameiginlegu áliti þar sem lagt var
til að það yrði samþykkt. Einn flutn-
ingsmanna er Ragnar Amalds
(Abl/Nv) og varamaður hans, Þórður
Skúlason, skrifaði undir nefndarálit-
ið.
Við aðra umræðu um frumvarpið
í neðri deild í gær tók Ólafúr Ragn-
ar Grímsson fjárniálaráðherra til
máls og varaði þingmenn við að sam-
þykkja frumvarpið. Sagði ráðherra
að með því væri Alþingi að gera
baráttuna gegn skattsvikum erfiðari.
Ýmis fyrirtæki hefðu leikið þann leik
að taka vörslufé — staðgreiðslu-
skatta og söluskatt — inn í rekstur
sinn og þegar rekstur þeirra stöðvað-
ist kæmi í ljós að þessum fjármunum
hefði ekki verið skilað til sameigin-
legra sjóða landsmanna. Það væri
grundvallaratriði að rekstraraðilar
væru með skattakerfmu knúnir til
að gera greinarmun á vörslufé og
öðrum fjármunum en slíkt væri ekki
gert í þessu frumvarpi. Bað ráðherra
þingmenn að hugsa sig tvisvar um
áður en þeir samþykktu þessar breyt-
ingar.
Sighvatur Björgvinsson (A/Vf)
tók undir orð fjármálaráðherra og
bætti því við, að breytingar af þessu
tagi leiddu til þess, að innheimtu-
menn opinberra gjalda þyrftu að
ganga harðar eftir því að fá þessi
gjöld greidd. Árni Gunnarsson
(A/Ne) sagði önnur hlið væri á þessu
máli. Benti hann á að einstaklingar,
sem hefðu átt inni hjá gjaldþrota
fyrirtækjum, hefðu orðið gjaldþrota
sjálfír þar sem ekkert hefði verið
eftir í þrotabúunum þegar ríkið hefði
tekið sitt. Það yrði að tryggja rétt
einstaklinganna gagnvart ríkissjóði
og sú hlið hefði einkum snúið að
nefndarmönnum í fjárhags- og við-
skiptanefnd.
Friðrik Sophusson (S/Rvk)
sagðist fagna þeirri samstöðu sem
hefði verið í nefndinni og sagði það
væntanlega leiða til þess að málið
yrði samþykkt á þessu þingi. Ræða
fjármálaráðherra hefði verið kattar-
þvottur, til þess fallinn að koma
ábyrgðinni af árangursleysi í skatt-
heimtu á annarra herðar. Friðrik
sagði frumvarpið miða að sams kon-
ar breytingum og átt hefðu sér stað
Ólafúr Ragnar Grímsson
Sólveig Pétursdóttir
í ýmsum nágrannalöndum okkar og
taldi hann afstöðu íjármálaráðherra '
lýsa skilningsleysi og afturhaldssemi.
Friðrik sagði að hafa þyrfti í huga,
að fleiri ættu kröfur í bú en ríkissjóð-
ur og að jafnræði ætti að ríkja milli
kröfuhafa. Ríkissjóður ætti að ganga
á eftir kröfum sínum eins og aðrir,
en ætti ekki að hafa forgang. Taldi
þingmaðurinn að í afstöðu ráðher-
rans fælist, að ríkið væri til fyrir sig
sjálft en þegnarnir fyrir ríkið. Slíkan
hroka þyrfti að kveða niður.
Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk),
fyrsti flutningsmaður frumvarpsins,
sagðist undrandi á þessari tilraun
fjármálaráðherra til að tjúfa þá sam-
stöðu sem ríkt hefði um þessa laga-
breytingu. Þetta mál snerist ekki um
baráttu gegn skattsvikum heldur um .
rétt einstaklingsins. Rakti hún síðan
umsagnir þeirra aðila, sem fjárhags-
og viðskiptanefnd leitaði til vegna
málsins. Þessir aðilar voru m.a. rétt-
arfarsnefnd dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins, skiptaráðandinn í
Reykjavík, Seðlabankinn, Lög-
mannafélagið, Samband íslenskra
viðskiptabanka, Félag íslenskra iðn-
rekenda, Verzlunarráð íslands og
fjármálaráðuneytið. í máli Sólveigar
kom fram, að allir þessir aðilar hefðu
mælt með því að frumvarpið yrði
samþykkt, nema fjármálaráðuneytið.
Alexander Stefánsson um húsbréfafrumvarpið:
„Hrossakaup o g þvingauir“
Alexander Stefánsson fyrrverandi ráðherra húsnæðismála sagði í þing-
ræðu um húsbréfafrumvarpið, að setja ætti niður nefiid hæfústu
manna á breiðum grunni til að endurskoða allt húsnæðiskerfíð og
móta heildarstefiiu til framtíðar, bæði almenna og í félagslega kerf-
inu. Ekki með hrossakaupum og þvingunum, eins og hér er verið að
gera“
Hann lagði sérstaka áherzlu á það
að síðasta flokksþing Framsóknar-
flokksins, sem væri æðsta stofnun
flokksins, hafi „undirstrikað gildi
núverandi húsnæðiskerfis og lagt
áherzlu á að endurskoðun laganna
tæki mið af því að stytta bið-
tíma..
Hann sagði jafnframt að það
væri ákvörðun þingflokksins að
þingmenn flokksins hefðu óbundnar
hendur við afgreiðslu málsins.
Alexander, sem er einn harðasti
andstæðingur húsbréfafrumvarpsins
á þingi, spurði m.a.:
* Hvernig stendur Byggingar-
sjóður ríkisins að vígi eftir 20-30%
missi fjármagns frá lífeyrissjóðun-
um?
* Hvers vegna var ekki hægt að
fá neinar upplýsingar um væntan-
legar reglugerðir um framkvæmd
væntanlegra laga um húsbréfín?
* Er það rétt að húsbréftn verði
gefin út í mismunandi formi, t.d. til
1-5-10 ára í smáum einingum, t.d.
50 þús., sem nota megi í öðrum við-
skiptum?
* Hvar í frumarpinu er sú stýring
setn ætlað er að tryggja ungu fólki
og fólki með sérþarfir forgang til
hærri lána en aðrir (sem taki aðeins
2-3 vikur að fá afgreiðslu á)?
* Hvar í frumvarpinu er stýring
sem tryggir fólki úti á landi auðveld-
ari aðgang að lánum, eins og ráð-
herra heldur fram?
* Hvað er áætlað að húsbréfa-
deild kosti Húsnæðisstofnun? Er
áætlun um það fyrir hendi?
* Getur félagsmálaráðherra stað-
fest að það sé rétt túlkun að skv.
húsbréfakaflanum geti hver sem er,
jafn stóreignamenn sem aðrir, feng-
ið ríkistryggð húsbréf, þakið sé að-
eins 5.5 m.kr. í hvetju tilfelli?
Alexander sagði ekki tímabært
að taka upp húsbréfakerfi. íslenzkur
peningamarkaður hafi ekki burði til
að tryggja slíkt kerfi. Markaðskerfl
á allt húsnæðiskerfið valdi mikilli
„óvissu og fjárhagstjóni" fyrir fjölda
fólks.