Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 Ný þýsk kjólasending Q 0 VERSLUNARHÚSINU MIÐBÆ HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105 RVK. SIEMENS-gæd/ TRAUSTUR OG AFKASTAMIKILL ÞURRKARIFRÁ SIEMENS íslenskar fjölskyldur í þúsundatali telja SIEMENS þvottavélar og þurrkara ómissandi þægindi. Þú getur alltaf reitt þig á SIEMENS. WT 33001 ■ Hægt aö leiöa loft út frá öllum hliðum. ■ Þurrkar mjög hljóðlega. ■ Tímaval upp í 140 mínútur. ■ Hlífðarhnappur fyrir viðkvæman þvott. ■ Tekur mest 5 kg af þvotti. ■ Verd kr. 39.500,— Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 SIEMENS-dædí ÁREIÐANLEG OG HAGKVÆM ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS SIEMENS þvottavélar eru traustar, endingargóðar og þægilegar í notkun. Það sannar áratuga reynsla. SIGMBNS WV2852 ■ Vinduhraði 600 og 800 snún./mín. « Sparnaðarhnappur og hagkvæmnihnappur ■ Frjálst hitaval og mörg þvotta- kerfi ■ Þægilegt og aðgengilegt stjórnborð. ■ Verð kr. 53.500,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um iandið. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Kirkjan hefiir ekki einka- leyfi á orðinu „ferming“ eftir Hope Knútsson í Morgunblaðinu laugardaginn 15. apríl skrifaði Bemharður Guðmunds- son athugasemd um notkun orðsins ferming í borgaralegri fermingu sem fram fór í Norræna húsinu 9. apríl 1989. Bernharður lýsir þar viðhorfi kirkjunnar sem er bara eitt sjónar- mið í málinu. Hvorki kirkjan almennt né þjóðkirkjan á íslandi hefur rétt til að þröngva einhverri einni skil- greiningu upp á alþjóðlegt orð eða að segja öðrum hvernig má nota það. Kirkjan sýnir með slíkum við- brögðum einræðissvip sem er ófag- urt, ólýðræðislegt og þröngsýnt. Eins og ég hef bent á áður, er ferming ekki íslenskt orð heldur er það seinni hluti latneska orðsins „confirmare". Bókin sem Kirkjuráð gefur út og heitir Kirkjumál notar orðið í upprunalegri mynd og fjallar alls staðar um „confirmation". Orðið „confirm" hefur sjö mismunandi skil- greiningar í hinni alþjóðlegu orðabók Websters. Trúarlega skilgreiningin er ekki einu sinni efst í þeirri upptaln- ingu. Orðið þýðir að styrkja eitthvað. Maður getur styrkst í þeirri ákvörðun að vera siðferðislega sterk mann- eskja og ábyrgur borgari. Þetta er einmitt það sem unglingar er ferm- ast borgaralega gera. Þetta er rétt lýsing á fyrirbærinu og ekki um neina blekkingu að ræða. Við sem stöndum að skipuiagn- ingu borgaralegrar fermingar á ís- landi erum ekki að stela þessu orði frá ríkiskirkjunni. Borgaraleg ferm- ing er framkvæmd í mörgum löndum og það er engin ástæða til að breyta nafni hennar bara á Islandi vegna þess að nokkrir kirkjumenn á þess- ari litlu eyju vilja allt í einu þykjast vera með einkaleyfi á notkun þessa orðs. Eins og ég hef spurt áður, er einhver sem vill halda því fram að gifting sem er borgaraleg sé ekki gifting? Allar athafnir í lífinu má framkvæma á borgaralegan hátt hvort sem kirkjunni líkar það eða ekki. Við sem stóðum að fyrstu borg- aralegu fermingunni á íslandi erum að stofna samtök sem hafa einmitt það að markmiði og hvetjum við fólk sem hefur áhuga á að vera með að hafa samband við okkur. Þjóðkirkja er ekki við hæfi í nútíma lýðræðisþjóðfélagi. Hún er arfur frá konungsveldum fyrri alda. Umboðsmaður alþingis hefur bent á að í stjórnarskrá íslands eru ekki nógu skýr og ítarleg ákvæði varð- andi ýmis mannréttindi, m.a. trú- frelsi, sem mannréttindasáttmáli SÞ tryggir. Lýðræðissinnuðu fólki ber að þrýsta á að þessu verði breytt. Aðskilnaður ríkis og kirkju á ekki að vera áfall fyrir trúarlíf þjóðarinn- ar. Lútherska kirkjan yrði að leggja það á sitt fólk að standa á eigin fót- um og það myndi styrkja hana og hennar starfsemi. Til trúflokkanna teldust þeir sem væru virkir félagar safnaða og vildu sinna því starfi sem þar færi fram. Eflaust kæmi í ljós að utan trúfélaga væru fleiri en áður var talið. Það ákvæði í stjórnar- skránni sem kveður á um trúfrelsi í landinu, á að vera undirstaða þess að allir trúflokkar og lífsskoðunarfé- lög, sem hér starfa hveiju sinni, hafi sömu stöðu lagalega gagnvart ríkinu. Engin sérréttindi einum til handa. (Sbr. ágæta kjallaragrein eft- ir Björgvin Brynjólfsson í DV 14. apríl sl.) Við höfðum samband við nokkra sagnfræðinga og guðfræðinga um rætur fermingar á ísiandi og í ljós hefur komið að sumir prestar telja fermingu þjóðkirkjunnar ekki í nógu góðu lagi. í almennum skilningi er fermingin einhvers konar fullorðins- próf svipað þeirri manndómsvígslu sem borgaraleg ferming er og fleiri slíkar athafnir annars staðar í heim- inum. Fyrr á tímum, áður en til voru almenningsskólar á Islandi, var fermingin nokkurs konar lestrarpróf. Ferming hefur breyst í gegnum ald- irnar á íslandi og hefur ekki alltaf verið sérstaklega tmarleg. Viðbrögð fólks yfirleitt, jafnvel margs trúaðs fólks, við borgaralegri fermingu hafa verið mjög jákvæð. Flestum finnst bara sjálfsagt að fólk með mismun- andi lífsskoðanir haldi upp á helstu tímamót lífsins samkvæmt sinni sannfæringu. Ég tel það hættulegt fyrir kirkjuna að alhæfa um hvað ferming sé og hver megi nota það orð. Að reyna að sannfæra einhvern í lok 20. aldar- innar um að til sé bara ein rétt leið í lífinu eða að alþjóðlegt orð með sjö skilgreiningar hafi bara eina merk- ingu, sem einhver á íslandi hefur ákveðið, er blekking án hliðst'æðu. Höfundur er samhæfingarsQóri borgaralegrar fermingar á Is- landi. Fallegir skór fyrir sumariö. Ótrúlegt úrval. Margar gerðir, allskonar litir, gott verð. Nýir sumarskór eru góð byrjun á góðu sumri. Strigaskóry Strigaskór y Stærðir: 35-41 Litur: Fjólublátt. Verð: 695.- Panther, leður Stærðir: 40-46 Litur: Hvltt. Stærðir: 35-40 Litur: Svart. Verð: 1.495.- ▼ A Panther Stærðir: 35-46 Litir: Blátt og grátt. Verð: 995.- Panther ► Stærðir: 21-34 Litir: Rautt, blátt, hvítt. Verð: 490.- Panther, leðuröklaskór Stærðir: 24-35 Litir: Hvítt-rautt, hvítt-blátt, hvítt - fjólublátt. Verð: 2.490.- [4 KAUPCTAÐUR iMJÓDD l 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.