Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989
H/14).
©1967 Universal Press Syndicate
o pú ert mér rábgcctc^, 1?anólfar.1
Með
morgunkaflinu
Ég man ekki hvað þessi réttur
heitir. Borinn fram á hvítgló-
andi sverðsoddum og um leið
dofna ljósin og lúðrasveit
leikur Sverðdansinn ...
Tökum höndum sam-
an gegn vandanum
Til Velvakanda.
„Nú fara krakkamir að drekka!"
Hversu oft hefur maður ekki heyrt
þessa upphrópun eftir að áfengis-
málin komust svona rösklega á
dagskrá vegna leiðréttingar Al-
þingis á áfengislögunum. „Ungling-
arnir læra að drekka!“ Maður skyldi
ætla að einhvetjir trúi því, að ungl-
ingar hafi ekki drukkið. Þeir sem
enn em í vafa ættu að spytja þann
sem er að skríða inn í meðferð eða
velta út úr meðferð, hvenær hann
hafi bytjað að drekka. „Drykkju-
skapur færist inn á vinnustaðina
og lamar atvinnulífið!"
Hvort skyldi vera eftirsóttara í
skjalaskúffur skrifstofanna eða
fataskápa verkstæðanna eða í kojur
pumparanna, eða undir sætið þar
sem það á við, gömlu góðu veigarn-
ar eða nýja glundrið?
En þessu verður víst ekki svarað
að sinni því þetta er feimnismál
þótt búast megi við því að enn um
sinn verði afréttari gegn þynnku
jafn hversdagslegur og sódapúlver
gegn bqostsviða og mjúk drykkja
á vinnustað haldi áfram að vera
feluleikur. Hádegisbarinn orðinn að
krá og heilsubótarganga þangað
tilgangslaus. Síðasta vígið er fallið,
bannlögin horfin og öll drykkju-
menning rokin út í veður og vind.
Allir grunaðir um ölvum, allstaðar,
og jafnvel ekki lengur óhætt að fá
sér svolitla hjartahlýju áður en
maður ekur dauðþreyttur heim úr
vinnunni.
Nú spyr ég sjálfan mig sem ís-
lending: Er ekki mál að bræðravíg-
um linni og menn taki höndum sam-
an og reyni að vinna gegn meininu
sem flestir eru sammála um að
göslar stjórnlaust um þjóðfélagið,
vinni í bróðerni gegn ofdrykkju og
alkóhólisma? Hér skiptir áfengis-
tegund engu.
Vegna mjög jákvæðrar stefnu
sem náðst hefur með tilkomu með-
ferðar í AA-anda síðasta áratuginn
jaðrar árangur ofdrykkjuvarna á
Islandi við kraftaverk. En í Iq'ölfar-
ið siglir draugur sem í vaxandi
mæli ógnar hinum óþekkta drykkju-
manni. Reynt er að telja honum trú
um að drykkjuskapur hans byggist
á sjúkdómi sem alkóhólismi nefnist,
en með þessum falsrökum hefur
margur maðurinn gefið sjálfsbjarg-
arviðleitnina upp á bátinn og látið
tilviljun ráða um framhaldið.
Drykkjumaðurinn tekur fegins
hendi við þessari blekkingu og still-
ir sér í biðröð stofnananna í stað
þess að takast á við vandamálið.
Tökum nú höndum saman, jafnt
bjórarar sem andbjórarar, og neit-
um að trúa þeirri firru að drykkju-
skap megi telja til sjúkdóma. Ég
hrökk við þegar ég í Mbl. sá frétta-
klausu frá Akureyri þar sem því
var fagnað að vegna bjórsins væri
komin biðröð hjá SÁÁ-N í leit að
fræðslu um ofdrykkjuvámir. Ef
norðanmenn fylgja fordæmi sunn-
anmanna og reyna að blekkja sak-
laust fólk til að trúa því að drykkju-
skapur flokkist til sjúkdóma þá teldi
ég hvern þann sem tækist að stöðva
þessa óheillaþróun vera velgjörðar-
mann þeirra kynslóða sem lyfta sínu
fyrsta glasi á þessum eða næsta
áratug.
Steinar Guðmundsson
Kettir í óskilum
Þessi litla kisa bjó sér ból ásamt
kettlingunum sínum fjómm í
pappakassa í sorptunnugeymslu í
gömlu bæjarhverfi þar sem margur
eðalborinn einstaklingur hefur litið
dagsins ljós í fyrsta sinn. Eigandi
hennar er beðinn að hringja í síma
76206 eða síma 17459 sem fyrst.
Lítið hugsað um gamla fólkið
Þessi hugvekja mín er með öðrum
hætti en hefur verið undanfarið í
Velvakanda. Hún er bæði til út-
varpsráðs í sambandi við dagskrá
útvarpsins og eins til ríkisstjórnar-
innar. Hvað þessir frammámenn
þjóðarinnar hugsa lítið um okkur
gamla fólkið eins og til dæmis með
hvað ellilaunin eru lág. Við náum
aldrei saman endum. í sambandi
við útvarpsráð og þá ekki hvað síst
til dagskrárstjóra hvað hún er
ósmekkleg í sér með dagskrárliði.
í hverri viku er sótt til útlendinga
með dagskrárefni bæði tónlist og
útlenska söngvara í staðinn fyrir
að bjóða uppá miklu meira af
íslensku efni, til dæmis er það und-
antekning og tilviljun, ef við fáum
að heyra í bestu tónlistarmönnum
á þessari öld eins og til dæmis Inga
T. Lárussyni, Kaldalóns, Eyþóri
Stefánssyni og Páli ísólfssyni og
heyra íslenska söngvara syngja lög-
in þeirra. Þetta er afar ósmekklegt,
það er eins og ég hef áður sagt,
að útvarpið er bara orðið fyrir unga
fólkið og íþróttafólkið. Það er
stundum auglýst næst er þáttur
unga fólksins en ekkert minnst á
gamla fólkið. Þessu þarf að breyta.
Steingrími Hermannssyni væri
nær að hugsa um að leysa efna-
hagsmál þjóðarinnar og kaupgjalds-
mál og verðlagsmál heldur en að
bjóða erlendum gestum í veislur
sem kosta stórfé. Þá eru til pening-
ar þó að ekki sé hægt að borga
lægstlaunaða fólkinu mannsæm-
andi laun en þessa peninga tekur
hann ekki úr sínum eigin vasa,
hann tekur þá af okkur skattborg-
urum. Er það leyfilegt í sambandi
við stjómarskrána? Steingrímur
ætti að segja af sér sem fyrst, hann
er hvort sem er enginn maður til
að stjórna þessum hólma.
Jóhann Þórólfsson
HÖGNI HREKKVtSI
Víkverji skrifar
Lesandi Morgunblaðsins, búsett-
ur úti á landi, hafði fyrir
nokkru tal af Víkvetja dagsins og
sagði það vera áberandi hve starfs-
menn fjölmiðla væru margir illa að
sér í landafræði. Hann sagði þá
rugla staðarnöfnum á milli hreppa
og jafnvel landsfjórðunga, gera
heiti fljóta að ijallanöfnum og þar
fram eftir götunum.
Víkveiji reyndi að andmæla og
taldi þetta ekki vera svo algengt
og ekki væri hægt að ætlast til að
menn, t.d. í beinni útvarpsútsend-
ingu, hefðu á hraðbergi nöfn ein-
stakra bæja í fámennum sveitum.
Maðurinn nefndi fjögur dæmi til
stuðnings máli sínu og voru þau
öll tengd nágrenni mannsins á Suð-
urlandi og þess eðlis, að Víkvetji
hefði haldið að jafnvel tímaknappir
fjölmiðlungar ættu ekki að ruglast
á þeim og einhveijum allt öðrum
nöfnum og stöðum. Víkveiji sá svo
sem enga ástæðu til að rengja
manninn, en ákvað þó að gera eig-
in könnun á þessu staðabrengli, sem
maðurinn sagði vaxandi og alltof
algengt.
Fljótlega eftir samtalið fékk
Víkveiji fyrstu vísbendinguna um
að ekki væri allt sem skyldi í þess-
um efnum, en þá vildi ónefndur
útvarpsmaður flytja Stykkishólm
norður í Skagafjörð. Annað dæmi
kom svo í útvarpsþætti á sunnudag-
inn er stúlka sem hringdi í þáttinn
sagðist vera úr Þistilfirðinum. Út-
varpsmaðurinn spurði að bragði
hvort það væri ekki fyrir vestan.
Nei, stúlkan sagði Þistilfjörð vera
fyrir norðan, nánar tiltekið á norð-
austurhorninu og sagðist ganga í
Þórshafnarskóla.
xxx
Sá sem skrifaði Víkveijalínur á
fimmtudaginn í síðustu ' viku
fjallaði nokkuð um tímatal okkar
og þá einkum í tengslum við upp-
stigningardag. Síðustu orð þessa
pistils tengjast öðru tímatali, nefni-
lega hinu forna kínverska, og spek-
in er sótt í rit kínversk-íslenzka
vinafélagsins.
„Nú eru Iiðin fjörutíu ár frá því
að Kínveijar ákváðu í hagræðingar-
skyni að taka upp þann vestræna
sið að miða opinbert tímatal við
fæðingu Krists. En sú ævafoma
hefð að nefna ár eftir kynngimögn-
uðum dýrum er samt enn í hávegum
höfð við hlið hins nýja siðar og al-
menningur hefur gjarnan hliðsjón
af hinu forna tímatali við mikilvæg-
ar ákvarðanir eins og giftingar og
bamsfæðingar.
Kínverskir stjörnuspekingar
halda því til dæmis fram að börn,
sem fæðast á Snáksárinu, sem hófst
6. febrúar síðastliðinn, séu gáfuð,
dulúðug og blíð. Og á engu ári
fæðast jafn fallegar konur og á
Snáksárinu. Það var seinast fyrir
12 árum, árið 1977, þar áður árið
1965 og 1953.“