Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989
Hárgreiðslumeistarafélagið:
Fréttir um hækk-
anir eru villandi
VEGNA skrifa í dagblöðum um
óeðlilegar hækkanir hársnyrti-
stofa á þjónustu þeirra, vill Hár-
geiðslumeistarafélag íslands
taka eftirfarandi fram:
Verðlagning í hárgreiðslu hefur
verið frjáls í nokkur ár, en undir
eftirliti Verðlagsstofnunar. Hefur
það fyrirkomulag gefist vel og ver-
- -ið árekstralaust.
Hársnyrti- og hárgreiðslustofur
fengu enga viðvörun um, að verð-
stöðvun 27. ágúst 1988 væri vænt-
anleg. Voru því margar stofur
þannig staddar, að þær höfðu dreg-
ist aftur úr í verðlagningu og ekki
verið búnar að aðlaga verðlag sitt
að hinum ýmsu hækkunum í rekstr-
inum, sem voru orðnar staðreynd
fyrir verðstöðvun þann 27. ágúst
1988. Einnig er þess að gæta að
allur kostnaður, nema laun, hefur
hækkað meira en 5% frá verðstöðv-
un.
Fréttir frá Verðlagsstofnun um
40% hækkun verðlags og fréttatil-
kynning frá þeim um hækkanir
langt umfram leyfileg 5% hjá sum-
um stofum á ýmsum þjónustuliðum,
eru afar villandi og koma illa við
stéttina í heild.
í fréttatilkynningu frá Verðlags-
stofnun segir orðrétt: „í athugun
sem Verðlagsstofnun gerði eftir að
verðstöðvun lauk kom í ljós að
sumar hárgreiðslu- og rakara-
stofur höfðu hækkað verð á þjón-
ustu sinni langt umfram það sem
eðlilegt gat talist.“ Ennfremur
segir, að í ljós hafi komið að flest-
ar stofur hafi farið eftir tilmælum
Verðlagsstofnunar um Ieyfilegar
hækkanir.
Hárgreiðslumeistarafélagið
harmar hvernig að þessum könnun-
um og fréttatilkynningum hefur
verið staðið og telur það illt í efni
ef allar hárgreiðslustofur liggja
undir sök þar sem aðeins er um
örfáar að ræða.
Fjárhagsáætlunin sem borin er í húsin.
Mgunblaðið/Árni Helgason
Þrír efstu í fúllorðinsflokki í fírmakeppni Hestamannafélagsins Smára, f.v.: Þorsteinn Hjartarson,
sem varð í þriðja sæti á Hnotu, Gunnar Egilsson, sem náði öðru sæti á Léttfeta og Sigurður Sig-
mundsson, sigurvegari, á Þokka. Hjá þeim stendur Gísli Guðmundsson, sem tók við verðlaunabikar
fyrir fyrsta sæti fyrir hönd Hagsmunafélags hestamanna í Búrfelli.
Firmakeppni Smára
Hestamannafélagið Smári, sem starfar í Hreppum og a Skeið-
um, hélt sína árlegu firmakeppni þann 30. apríl. Komu hesta-
menn saman þar sem heitir á Kirkjurifi á Skeiðum, en þar hafa
þeir Smárafélagar hringvöll og tamningagerði.
Alls tóku 128 fyrirtæki þátt í
keppninni. í fyrsta sæti í barna-
flokki varð Hlíðarbúið, keppandi
Sigurborg Jónsdóttir á Tinnu. í
öðru sæti varð Hrossaræktarfélag
Gnúpveija, keppandi Ellen Ýr
Aðalsteinsdóttiur á Dömu og í
þriðja sæti varð Hestaleigan Eld-
hestar, keppandi Hulda Hrönn
Stefánsdóttir á Vini.
í unglingaflokki varð í fyrsta
sæti Geitabúið Vorsabæ II, kepp-
andi Jóna Sif Leifsdóttir á Bata.
í öðru sæti varð Loðdýrabúið
Réttarholti, keppandi Margrét
Amadóttir á Ganta og í því þriðja
Garðyrkjustöð Rutar og Bjarna,
keppandi Birna Káradóttir á
Gjóstu.
I fullorðinsflokki varð í fyrsta
sæti Hagsmunafélag hestamanna
í Búrfelli, keppandi Sigurður Sig-
mundsson á Þokka. I öðm sæti
varð Múrarameistari Birgir Örn
Birgisson, keppandi Gunnar Eg-
ilsson á Léttfeta og í þriðja sæti
varð Brunabótafélag Islands, en
Þorsteinn Hjartarson keppti fyrir
það á Hnotu. Hestur dagsins var
kjörinn af mótsgestum, en- það
var hryssan Alþýða, í eigu Ástrún-
ar Davíðsson á Húsatóftum.
Guðmundur Hermaníusson,
yfirumsjónarmaður við Búrfell,
gaf farandbikar, sem veitist efsta
knapa í barnaflokki hveiju sinni.
Er bikarinn gefinn til minningar
um gæðing hans, Tóta, og ber
bikarinn nafn hestsins.
Fréttaritari
Hvað kostar kjötið?
Mánudaginn 8. maí sl. kannaöi Verölagsstofnun verö
á nokkrum tegundum af kjöti og unnum kjötvörum í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Stykkishólmur:
•Fj árhagsáætlun kom-
in út í bókarformi
Stykkishólmi. )
DILKAKJÖT NAUTAKJÖT SVÍNAKJÖT UNNARKJÖTVÖRUR
Lœrissn. Súpukjöt Hangikjöt Nauta-
úr miðlæri Kótitettur 1 kg. 1 kg. Læri 1kg. Hryggur 1 kg. blandað 1kg. óúrb. læri 1 kg. gúilas 1 kg. Snitsel 1 kg. Kótilettur 1kg. Læri með Kinda- beini 1 kg. hakk 1 kg. Nauta- hakk 1 kg. Kjötfars 1kg. Vinarpyls. 1 kg.
Arnarhraun, Arnarhrauni 21. Hf. 943-1032 630-651 672-687 615-638 394 792 998 1098 959 498 439 497 243 614
Ásgeir, Tindaseli 3, Rv. 935 658 658' 638 460 871 950 1295 957 520 435 495 298 614
Borgarbuöin. Hófgerði 30, Rv. 1030 616-649 609 602 427 835 960 1050 995 590 472 650 370 552-614
Breiðholtskjör. Arnarb. 4-6, Rv. 815 646 605-749 591 391 773 944 1310 874 491 428 616 310 614
Fjarðarkaup, Hólshrauni 1b, Hf 843-1030 649 693 635 375-425 - 798 1037 1163 859 513 448 448-528 329 552-614
Grundarkjör, Furugrund 3. Kóp. 849- 948 574-651 633-687 574-638 393-436 764 915 915 853 498 444 465 298 614-639
Gœðakjör, Seljabrauf 54, Rv. 848-976 595-616 645-693 595-635 393-430 648-695 948 1050 950 498 398 545 348 614-639
Hagabúðín. Hjarðarhaga 47, Rv. 995 596 649 586 '487 825 1044 1164 1042 596 471 590 295 639
Hagkaup, Kringlunni, Rv. 943-1030 630-649 683-693 576-635 415 807 992 1189 976 487 449 549 249 449
Kaupfélagið, Miðvangi Hf. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1120 983 570 399* 530 290 552-614
Kaupstaður, Mjóddinni, Rv. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1220 983 530 499 565 285 457-614
Kjöthöllin, Háaleitisbr. 58-60, Rv. 970 657 707 642 441 870 961 1040 1070 650 430 608 382 614
Kjötmiðstöðin. Garðaforgi, G.bæ 785-976 649 639-693 629-635 415-428 795-827 825 925 748 467 315 485 295 495-614
Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, Rv. 763 606 634 580 432 821 925 1272 890 555. 320 590 219 614
Kjötstöðin, Glæsibæ, Rv. 718-728 599-659 595-649 549-765 365-445 775 790 985 775-795 449-497 378 490-665 328 614
Laugarás, Norðurbrún 2. Rv. 998-1032 527-650 645-687 635-638 412-435 843 986 1195 998 615 459 545 365 614
Melabúðin, Hagamel 39. Rv. 833 631 685 621 420 830 1135 1450 980 593 390 590 337 614
Mikligarður, v/Holfaveg, Rv. 944-1037 631-649 683-734 577-602 413-415 795 974 1220 983 570 479 565 369 457- 639
Nóatún, Nóafúni 17, Rv. 999 646 684 632 41Ó 890 933 1361 879 489 460 545 349 614
SS, Háaleilisbraut 68, Rv. 775-1030 595- 649 693 635 393-415' 802 996 1290 976 599 495 575 418 595
Siggi og Lalll, Kleppsv. 150, Rv. 1032 651 687 638 436 790 1179 1287 990 590 498 595 365 614-639
Sparkaup, Lóuhólum 2-6, Rv. 898-1032 651-679 685-687 635-638 436 843 1198 1278 970 635 499 554 320 523-614
Straumnes, Vesturbergi 76, Rv. 980-1030 620 663 595 395 843 1070 1041 1050 570 491 539 372 614
Verslunin, Austurstræti 17, Rv 950 690 695 650 430 750 960 1170 920 510 495 550 359 614
Verðkönnun á kjöti:
Allt að 44% munur á lærissneiðum
Fjárhagsáætlun Stykkis-
hólms hefir nú verið gefin út I
bókarformi 32 blaðsíður, og
dreift um bæinn í hvert hús.
Bæjarstjórinn fylgir henni úr
hlaði með skýringum og ábend-
ingum.
I bókinni kemur eftirfarandi
fram:
Hæstu tekjur koma af útsvörum
eða rúmar 54 millj. En alls eru
tekjur áætlaðar 101 millj.
Hæsti útgjaldaflokkur er
fræðslumál sem fara yfir 22 millj.
Þá segir: Amtbókasafnið er nú
rekið að öllu leyTi af bæjarsjóði,
en áður var sýslusjóður með í
rekstri. Bæjarsjóður hefir mikinn
hug á að efla safnið.
Dvalarheimilið hefir gegnt
miklu hlutverki og í framtíð er
stækkun og annað sem að gagni
Leiðrétting
I fréttatilkynningu sem birtist í
Morgunblaðinu síðastliðinn mið-
vikudag um myndlistarsýningu
sem nú stendur yfir i Eden í
Hveragerði misritaðist föðurnafn
myndlistarkonunnar. Rétt nafn
hennar er Katrín H. Ágústsdóttir.
kemur fyrirhugað. Halli er á
rekstri. Þess var vænst að dag-
gjöld fengjust hækkuð en ráðu-
neytið hefir tilkynnt að svo verði
ekki og því verður bæjarsjóður að
bera hallann. Félagsstarf aldraðra
er í tengslum við Dvalarheimilið
og þar vinna 2 konur í hálfu starfi.
Heilsugæslustöðin mun taka til
starfa á árinu, tengd sjúkrahúsinu.
Við grunnskólann er starfrækt
gæsla fyrir 6 ára börn og fram-
haldsdeild við skólann er nú orðin
veruleiki. Rekstur félagsheimilis-
ins er erfiður og stöðugt erfiðari
og verður bæjarsjóður að greiða
hallann sem í ár er áætlaður 1
millj. Félagsmiðstöð er rekin í
nánum tengslum við grunnskól-
ann. Sjá kennarar um gæslu, auk
þess umsjónarmaður í hálfu starfi
sem annast daglegan rekstur.
Kostnaður við norrænt vinabæja-
samstarf er nokkur enda verður
hér í ár eða 9,—13. júní haldið
norrænt vinabæjamót.
I dag eru helstu framkvæmdir
bæjarins og verða á þessu ári:
íþróttamiðstöð, stækkun tjald-
stæðis. Gatnagerð og holræsa-
lagnir í gamla bænum og nýju
hverfi. Bygging íbúða við Dvalar-
heimilið og Heilsugæslustöðin. En
stærsta framkvæmdin verður
hafnargerðin.
- Árni
ALLT að 44% munur var á hæsta
og lægsta verði lambalærissneiða
úr miðlæri í könnun sem Verð-
lagsstofnun gerði á nokkrum
kjöttegundum og unnum kjötvör-
um í 24 verslunum á höfuðborg-
arsvæðinu síðastliðinn mánudag.
Lambalærisgneiðarnar kostuðu
frá 718 kr. kílóið í Kjötstöðinni
Glæsibæ en allt að 1.037 kr. í
Miklagarði, Kaupstað og Kaup-
félaginu í Hafiiarfirði.
í frétt Verðlagsstofnunar um nið-
urstöður könnunarinnar er vakin
athygli á að sama tegund af lamba-
kjöti er víða seld á misháu verði
innan sömu verslunar. Sem dæmi
er nefnt að ófreðnar lærissneiðar
úr miðlæri hjá SS í Austurveri kosta
775 krónur kílóið en frystar kosta
þær 1.030 krónur. í könnuninni
kom fram að alla jafna er ófrosið
dilkakjöt í kjötborðum ódýrara en
frosið kjöt, sem oftast er vacum-
pakkað.
Á dilkahryggjum munaði 39% á
hæsta og lægsta verði, á óúrbein-
uðu hangikjötslæri 37%, á kótilett-
um og blönduðu súpukjöti 33% og
á lærum 26%. Verðmunur á nauta-
kjöti var á bilinu 52 til 58%. Gúllas
kostaði 790 til 1.198 krónur kílóið
og snitsel 915 til 1.450 krónur.
Verðmunur á svínakjöti var
43—45%. Kótilettur kostuðu 748 til
1.070 krónur hvert kíló og læri með
beini 449 til 650 krónur.
Á unnum kjötvörum var mestur
verðmunur á kjötfarsi, sem kostaði
219 til 418 krónur kíióið en það er
91% verðmunur. Kindahakk kostaði
315 til 499 krónur (58% munur)
og vínarpylsur 449 til 639 krónur
(42%).
Verðlagsstofnun tekur fram í
fréttatilkynningu sinni að ekki er
lagt mat á vörugæði, heldur sé ein-
göngu um verðsamanburð að ræða.