Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 29
G8GI ÍAM ,11 ÍIUÖAaUTMMI'? aiUAJaUUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 29 Panama: Beðið verður við- bragða Noriega Leiðtogar 1 Rómönsku Ameríku hvelja hann til að virða vilja þjóðarinnar Panamaborg. Reuter. LEIÐTOGAR þriggja ríkja Rómönsku Ameríku létu í gær í ljós áhyggjur vegna kosninganna í Panama eftir að stjórnarandstaðan í landinu, kaþólska kirkjan og alþjóðleg eftirlitsnefhd höfðu sakað panamísk sfjórnvöld um stórfellt kosningasvindl. George Bush Bandarikjaforseti hvatti Noriega hershöfðingja, sem er í raun hæstr- áðandi í landinu, til þess að „virða vilja þjóðarinnar" og talsmaður hans sagði að framhaldið réðist af viðbrögðum Noriega. Mikil spenna ríkir í Panama og óeirðalögreglan skaut viðvörunarskotum upp í loftið til að dreifa Qölda manna, sem komið hafði saman til að mótmæla kosningasvindlinu og töfum á talningu atkvæða. „Við ætlum að bíða og sjá hvað Öldungardeildarþingmaðurinn setur,“ sagði Marlin Fitzwater, tals- maður Bandaríkjaforseta við frétta- menn. Embættismenn í Washington segja að Bush íhugi nú ýmsa val- kosti, allt frá aukinni hernaðarí- hlutun í Panama til frekari efna- hagslegra refsiaðgerða til að koma Noriega frá völdum. „Ég tel enga þörf á að' ákveðið verði strax hve- nær grípa skuli til aðgerða,“ sagði einn embættismannanna. „Við megum alls ekki flana að neinu,“ bætti hann við. Tveir félagar í þingnefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, sem fjallar um málefni Rómönsku Ameríku, hrósuðu Bush fyrir yfir- veguð viðbrögð við kosningunum. Christofer Dodd sagði í sjónvarps- viðtali að bandarísk stjórnvöld ættu nú í viðræðum við Ieiðtoga ríkja í Rómönsku Ameríku um hvernig hægt væri að grípa til sameigin- legra aðgerða til að koma Noriega frá völdum. Leiðtogar þriggja ríkja í Rómönsku Ameríku, Costa Rica, Perú og Venezuela, hvöttu Noriega til að virða úrslit kosninganna. Forsetaframbjóðandi stjórnar- andstæðinga í Panama, Guillermo Endara, sagðist hafa rætt við nokkra forseta Rómönsku Ameríku. Hann sagði að þeir hefðu heitið því að viðurkenna vilja panamísku þjóð- arinnar og styðja samsteypu stjórn- aranstæðinga í landinu. Hlíöarendi 5 0 ár í eigu Knattspyrnufélagsins Vals í tilefni þessara tímamóta eru allir Vals- menn og stuðningsmenn félagsins boðnir velkomnir í kaffisamsæti á Hlíðarenda í dag miili kl. 16.00 og 18.00. Okkur væri ánægja að sjá þig. Valur * Askriftarsíminn er 83033 FULLYRÐINGAR UM GILDIRÉTTRAR SETU ERU EKKI ÚR LAUSU LOFTIGRIPNAR Afköst í starfi eru að miklu leyti undir líðan þinni komin og líðan þín veltur á stólnum sem þú vinnur í. í Drabert-stólnum áttu vísan allan þann stuðning sem stóll getur veitt. í honum verður ekki hjá því komist að sitja rétt því Drabert styður að fullu við bak og mjóhrygg og fylgir hverri hreyfingu líkamans eftir. Kyrrsetufólk veit hvaða þýðingu það hefur að hafa góðan stól við vinnuna. Með réttri setu minnka líkurnar á bakverk og þreytu svo ekki sé talað um alvarlegri kvilla þegartil lengri tíma er litið. í húsgagnadeild Pennans í Hallarmúla er mikið úrval Drabert-stóla. Boðið er upp á sérfrœðilega aðstoð við að stilla þá eftir þðrtum hvers og eins og við tökum einnig að okkur að yfirfara og endurklœða eldri Drabert-stóla. f Drabert hefur þú öruggan sess SKRIFSTOFUHÚSGÖGN- HALLARMÚLA 2 -SÍMI83211 pKlU VAL1UR ISESSI? HÚSGAGNADEILD PENNANS'- HÁTT SKRIFUÐ HÚSGÖGN Á GÓÐU VERÐI T IIIIIIIIII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.