Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Stórhuga framtak Flugleiða Fáar fullvalda þjóðir eru jafn háðar viðskiptum og samgöngum við umheiminn og við Islendingar. Við erum eyþjóð, yzt í ver- aldarútsæ, sem flytur úr landi meira af þjóðarframleiðslu og inn stærri hlut nauðsynja en flestar aðrar. Velferð í landinu hvílir að stórum hluta á hag- kvæmum milliríkjaviðskiptum. Lega landsins í Norður- Atlantshafi, miðsvegar milli hins gamla og nýja heims, eykur á margs konar mikil- vægi þess, ekki sízt í sam- göngum milli Evrópu og Ameríku. Búseta í landinu hefur alla tíð byggzt að dijúgum hluta á öruggum samgöngum við um- heiminn. Það var, svo dæmi sé tekið, engin tilviljun að Is- lendingar settu það skilyrta ákvæði inn í Gamla sáttmála 1262-1264 að „sex skip skuli ganga af Noregi til Islands tvö sumur hin næstu, en þaðan í frá sem konungi og hinum beztu bændum landsins þykir hentast landinu“. Það var ekki sízt ónógur innlendur floti til að halda uppi samgöngum við landið sem knúði landsmenn til Gamla sáttmála. Svo háðir sem Islendingar vóru samgöngum við umheim- inn á þrettándu öld hefur mik- ilvægi þeirra margfaldazt — hóflega orðað — með gjör- breyttri heimsmynd. Breyttar aðstæður spanna alla þætti í samskiptum þjóða heims, en einkum á sviði framleiðslu, við- skipta og samgangna, mennt- unar og þekkingar. Það er ekki sízt mikilvægt að „tryggja samgöngur til og frá landinu með eigin flug- flota“, eins og Sigurður Helga- son, stjórnarformaður Flug- leiða, komst réttilega að orði þegar ALDÍS, hin nýja Boeing 737-400-þota Flugleiða kom til landsins fyrir fáeinum dög- um. Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, sagði m.a., að með komu þessarar þotu til Islands væri fagnað nýjum kafla í islenzkri flug- sögu. Og víst er að með kaup- um á fimm Boeing 737-400- þotum hafa Flugleiðir stigið djarft skerf til styrktar og tryggi ngar öruggu m flugsam- göngum okkar við umheiminn. Þetta framtak treystir íslenzkt atvinnulíf, tryggir flugfar- þegum betri farkosti og flug- liðum betri vinnutæki. Hlið- stætt skref þarf óhjákvæmi- lega að stíga, áður en langir tímar líða, að því er varðar innanlandsflugið, sem gegnir vaxandi hlutverki í samfélag- inu. Því stóra skrefi, sem Flug- leiðir hafa nú stigið inn í framtíðina, fylgir mikil fjár- festing, mikil rekstraráhætta. Þessi fjárfesting er ekki aðeins í farkostunum sjálfum, sem þó vegur efalítið þyngst, held- ur og í menntun flugliða, flug- virkja, flugumsjónarmanna o.s.frv. Ef vel tekst til, sem vonandi verður, reynist þessi fjárfesting gjöful, bæði fyrir flugfélagið og þjóðfélagið. Þær þjóðir einar, sem halda vöku ' sinni á sviði menntunar, þekk- ingar og tækni, ganga til góðs götuna fram eftir veg. Fjölmargar atvinnugreinar, þar á meðal allir þættir ferða- þjónustu, tengjast hagsmuna- lega flugsamgöngum. Sama máli gegnir um menningarleg, félagsleg og viðskiptaleg tengsl við umheiminn, sem vaxa ár frá ári. Þetta framtak er því mikilvægt fyrir flesta þætti samfélagsins — og íslenzkt atvinnu- og efna- hagslíf á heildina litið. Saga íslenzka flugsins er ævintýri líkust. Einstaklingar þeir, sem brutu ísinn og byggðu atvinnugreinina upp, lyftu sannkölluðum Grettistök- um. Flugið er gott dæmi um það hvað menntun, þekking og framtak einstaklinganna getur fært samfélaginu þegar vel tekst til. Þó var oft á bratt- an að sækja og vegartálmar þröngsýni á stundum í vegi forystumannanna. Kaupin á nýjum þotum Flugleiða færa okkur heim sanninn um að enn situr djörf- ung við stjórnvöl fyrirtækisins. Framundan er hörð fjölþjóðleg sarakeppni, þar sem fram- víndan er að hluta til ófyrir- séð. Morgunblaðið árnar Flug- leiðum, starfsfólki fyrirtækis- ins og þjóðinni allri heilla með þann mikilvæga áfanga, sem nú hefur verið náð. Ahrif verkfalls félaga í BHMR Hugsanleg framlenging skólaárs: Kæmi illa við sumar- hótel í framhaldsskólum EF SKÓLI yrði lengdur fram á sumarið eftir að verkfalli Hins íslenzka kennarafélags lýkur kæmi það væntanlega illa við ferðaþjónustu. Sum- arhótel eru rekin í nokkrum framhaldsskólum á landsbyggðinni, og lenging skólaársins myndi raska starfsemi þeirra. Pantanir á hótel- plássi snemmsumars eru byrjaðar að berast, margar frá útlendingum. Ferðaskrifstofa Islands rekur tvö edduhótel í framhaldsskólum; í Menntaskólanum á Akureyri og í Menntaskólanum á Laugarvatni. Tryggvi Guðmundsson hjá eddudeild skrifstofunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að mikið væri búið að panta á báðum stöðum; frá 18. júní á Akureyri og frá 10. júní á Laugar- vatni. „Þetta eru staðfestar pantanir erlendis frá og fólk er í mörgum til- vikum farið að borga inn á þær. Frá okkar hálfu er útilokað að kennsla verði framlengd í þessum skólum, það yrði stórkostlegt mál. Eins og neytendalöggjöfin er víða í ná- grannalöndunum, veit ég ekki hvern- ig það endaði," sagði Tiyggvi. Ekki mikil brögð að verkíallsbrotuiii EKKI hafa verið mikil brögð að verkfallsbrotum í yfirstandandi verkfalli tólf félaga innan BHMR, hins vegar hefúr hjá sumum þeirra borið nokkuð á undanþágubeiðnum sem fallið hafa í misjafnan jarð- veg. Þá er nyög gengið á verkfallssjóði, enda munu allir hafa verið rýrir fyrir. Þessar upplýsingar fengust hjá ýmsum forystumönnum þeirra félaga sem eru í verkfalli. Pétur Jónsson, skipaður af ráðu- neyti í undanþágunefnd með Félagi íslenskra Náttúrufræðinga sagði í samtali við Morgunblaðið, að hátt bæri óskir aðila tengda fiskeldinu um undanþágur til að flytja inn fóðurbæti. Sagði Pétur undanþágu- beiðnir hafa borist frá fjórum aðil- um sem málið snertir, Fiskeldis- stöðvum, Landssambandi um fisk- eldi og hafbeit, Framleiðendum fóð- urs til fiskeldis og svo Landbúnað- arráðuneytinu. Hver beiðni hefði fengið sína umfjöllun, en öllum hefði verið hafnað og hann taldi ekki fyrirsjáanlegt að breyting yrði þar á þrátt fyrir að fiskeldið væri að komast í þrot vegna þessa. Verkfall Stéttarfélags lögfræð- inga í ríkisþjónustu hefur helst þau Nokkrir í störf- um sem ekki krefjast mennt- unar þeirra NOKKRIR þeirra háskólamennt- uðu ríkisstarfsmanna sem nú eru í verkfalli vinna ekki að við þá grein sem þeir hafa sérmenntað sig í en eru engu að síður í við- komandi fagfélögum. Tölvusér- fræðingur Ríkisútvarpsins er lærður jarðfræðingur, félagi í FÍN og í verkfalli. • Samkvæmt upplýsingum launa- deildar íjármálaráðuneytisins er al- gengt að starfsmenn í hliðstæðum störfum á ríkisstofnunum séu félag- ar í SFR, Starfsmannafélagi ríkis- stofnana. Að sögn Guðbjargar Jóns- dóttur starfsmannastjóra Ríkisút- varpsins hélt hann að eigin ósk áfram aðild að FÍN eftir að hann hóf störf hjá Ríkisútvarpinu en jarð- fræðimenntun var ekki áskilin vegna starfsins. Unnur Steingrímsdóttir formað- ur FÍN sagðist í samtali við Morg- unblaðið vita um nokkur dæmi af þessu tagi. Hún sagðist telja eðli- legt að menn réðu hvaða stéttarfé- lagi þeir tilheyrðu, meðan þeir full- nægðu inntökuskilyrðum hvað menntun varðar. Engar kröfur væru gerðar um að menn störfuðu í því fagi sem þeir hefðu menntað sig til. „Menn hljóta að velja það stéttarfélag þar sem þeir telja kjör- um sínum best borgið," sagði Unn- ur Steingrímsdóttir. áhrif, að út eru gefin „marklaus" veðbókarvottorð eins og komist var að orði er rætt var við félaga í stétt- arfélaginu. Þá fengist ekkert þing- fest og munu vera yfirvofandi kær- ur til hæstaréttar vegna þess. Þá munu ýmis málaferli dragast veru- lega á Iangin. Verkfall félagsráðgjafa og sál- fræðinga hefur valdið meiri vanda heldur en kemur upp á yfirborðið, fólk sem á við geðræn vandamál að etja, krabbameinssjúklingar, sængurkonur, einstæðar mæður og konur sem þurfa á fóstureyðingu að halda, verða af þeirri þjónustu sem umræddir hópar veita, Guðrún Ögmundsdóttir, talsmaður Stéttar- félags íslenskra Félagsráðgjafa sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki væri hægt að lýsa þeim vanda sem verkfallið hefði í för með sér fyrir þetta fólk, sem hefði litla eða enga möguleika á því að láta á sér bera og þrýsta á um sín mál. Annars hefur verkfallið farið í stærstum dráttum friðsamlega fram, þó kom til kasta verkfall- svarða hjá Félagi íslenskra Fræða, er kallaður var til danskur sérfræð- ingur til að leggja síðustu hönd á viðgerð á Hólabríkinni, altaristöflu Hólakirkju. Það tókst ekki að ljúka viðgerð fyrir verkfallið og var kom- ið í veg fyrir komu þess danska hingað til lands. Arkítekt einn sem ætlaði að leggja hönd á plóginn við uppgröftinn á Bessastöðum var einnig stöðvaður áður en hann gat hafist handa. Hótel ísafjörður rekur sumargist- ingu í Menntaskólanum á ísafirði. Þar fengust þær upþlýsingar að búið væri að skrá pantanir frá 9. júní. Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum hefur afnot af Menntaskólanum þar á sumrin, og þar eru komnar bókan- ir seinast í maí og upp úr 8. júní. Á Sauðárkróki rekur Ferðaþjón- ustan Áning sumarhótel í Fjöl- brautaskólanum. Jón Gauti Jónsson hjá Áningu sagði að upp úr 6. júní færu að koma á hótelið erlendir ferðahópar, sem væru löngu búnir að panta pláss. Áning ætti sam- kvæmt samkomulagi að fá skólann til afnota 26. maí og reynt hefði verið að ná sem beztri nýtingu á hótelinu með því að skipuleggja þar fundi og ráðstefnur frá þeim tíma og þangað til ferðamannatíminn hæfist fyrir alvöru. „Dráttur kæmi bölvanlega við okkur, og við erum óróir núna. Það má segja að það sé alltaf hægt að fresta og aflýsa at- burðum, en margt af því, sem til stendur er þess eðlis að slíkt er tæp- lega hægt,“ sagði Jón Gauti. Hann sagði að hótelið væri þéttbókað fram til 20. ágúst. Morgunblaðid/Sverrir Sigurður Sveinsson, borgarfógeti, ásamt þeim skjölum, sem borist hafa til þinglýsingar síðan verkfall lögfræðinga i rikisþjónustu hófst. Við borðið situr Ríkharður Sveinsson, starfsmaður embættisins. Þúsundir skjala bíða þinglýsinga „Bunkinn heldur áfram að hlaðast upp. Það er lítið annað um það að segja. Tekið er á móti skjölum til þinglýsingar, en það eru allir lögfræðingarnir í þinglýsingum i verkfalli nema ég,“ sagði Sigurður Sveinsson, borgarfógeti, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði erfitt að gera sér grein fyrir hversu mörg skjöl biðu þinglýsingar. Þau væru örugglega eitthvað á þriðja þúsund. Síðan mætti búast við að einstaklingar og fasteignasalar væru með dágóð- an bunka hjá sér sem biði þinglýs- ingar. Sigurður sagðist sjálfur hafa verið að hlaupa í að þinglýsa skjöl- um. Það sæi samt ekki högg á vatni. Venjulega berast um það bil 150 skjöl daglega til þinglýsingar til borgarfógetaembættisins. Held- ur hefði dregið úr þeim fjölda síðan verkfall hófst. Allar deildir borgarfógetaemb- ættisins hafa lamast í verkfalli lög- fræðinga, þó mismikið. Áhrifa verk- fallsins gætir mest í þinglýsinga- deild. Lánasjóður námsmanna: Lán vegna verkfiillsins? Rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Hafrannsóknastofhun hættir við 5 leiðangra „VIÐ HOFUM hætt við fimm rannsóknarleiðangra vegna verkfallsins," sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann sagði að næstkomandi þriðjudag ætti svokallaður vorleiðangur að heljast þar sem kanna eigi ástandið á Islandsmiðum. Menntamálaráðuneytið hefúr spurzt fyrir hjá Lánasjóði íslenzkra námsmanna livað varð- ar hugsanlegt aukanámslán til iðnskólanema, sem þurfa að sitja lengur á skólabekk en ella vegna verkfalls Hins íslenzka kennara- félags. Að sögn Sigurbjörns Magnússonar, stjórnarformanns LIN, verða ekki gefin svör strax. Er allt virtist stefna í verkfall Félags háskólakennara fyrir tæpum tveimur vikum kröfðust háskóla- stúdentar þess að stjórn LÍN heimil- aði aukalán fyrir þann tíma, sem skólaárið kynni að lengjast. Samið var við kennara áður en til þess kæmi að stjórnin þyrfti að svara. Það eru hins vegar ekki eingöngu háskólastúdentar, sem eru í láns- hæfu námi, heldur einnig nemendur ýmissa sérskóla, þar sem kennarar eru í verkfalli. Sigurbjörn Magnússon sagði að ef sérskólanemar í lánshæfu námi myndu sækja um aukalán vegna lengingar skólaárs yrði að meta það með tilliti til hvers einstaklings. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði að farið yrði yfir mál sérskólanema, og þau rædd við Lánasjóðinn. Hvað framhaldsskólanema, sem ætla í háskóla í haust, varðar, sagði Sigurbjörn að Lánasjóðurinn myndi viðhafa þá almennu reglu að bíða prófskírteina eða einhvers mats á nemendum, sem jafngilti því, til þess að hægt væri að sækja um námslán fyrir næsta vetur. „Þeir stúdentar, sem hafa þegar fengið inngöngu í skóla erlendis fá að sjálf- sögðu einnig sína eðlilegu fyrir- greiðslu, þótt þeir hafi kannski ekki lokið stúdentsprófí hér heirna," sagði Sigurbjörn. Jakob sagði að hætt hefði verið við tvo rækjurannsóknarleiðangra vegna verkfallsins og humarrann- sóknir hefðu átt að heíjast á þriðju- daginn. Einnig hefði verið hætt við rannsóknir á hrygningarsvæðum við Suðvesturland. „Um 75 manns vinna hjá Hafrannsóknastofnun og þar af er 41 í verkfalli," sagði Jakob. Hann sagði að 6 manns hefðu unnið við hvalarannsóknir og 3 þeirra væru í verkfalli. „Það er því hætt við að okkar staða verði veikari en ella á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn verður á næstunni," sagði Jakob Jakobsson. Heildaráhrifin til óþæginda -segir orkumálastjóri Mikiö álag síðustu daga í Blóðbankanum „Þetta ástand er orðið afskaplega þreytandi. Beiðnum hefúr fjölgað nú í seinni tíð, bæði frá spítölunum hér á höfúðborgarsvæðinu og eins frá Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Þar hefúr þurft að gera meiriháttar uppskurði síðustu daga svo að það hefur verið tilfinnan- legt álag á starfsemi Blóðbankans frá síðustu helgi,“ sagði Ólafúr Jensson, yfirlæknir Blóðbankans. „HEILDARAHRIF verkfallsins eru til óþæginda og ef það dregst á langinn veldur það óþægindum varðandi Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna, þar sem náttúru- fræðingar hafa kennt við skólann," sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri. Jakob sagði að verkfallið hefði til dæmis seinkað rannsóknum Orkustofnunar á skilyrðum til fisk- eldis, svo og rannsóknum varðandi boranir eftir heitu vatni. Náttúrufræðingar hjá stofnunum sem heyra undir iðnaðarráðuneytið, boðuðu Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, á sinn fund á mánudag. Þar var ráðherra meðal annars skýrt frá því að mörg verkefni hjá Orkustofn- un, Iðntæknistofnun og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins væru farin forgörðum vegna verk- falls BHMR. Þessar stofnanir hefðu því orðið fyrir tekjutapi og mjög margar af sértekjum þeirra væru í hættu, segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga. í fréttatilkynningunni segir einn- ig, meðal annars: Hjá Orkustofnun eru 40 félagar í FÍN í verkfalli, eða um 50% af starfsliði stofnunarinn- ar. Starfsemi Jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna liggur niðri meðan á verkfalli stendur. Einnig liggja niðri allar vatnamælingar, grunn- vatnsrannsóknir sem tengjast öflun og verndun neyslu- og nytjavatns, ráðgjöf við boranir og eftirlit með borholum. Undirbúningsvinna við jarðgöng á Vestfjörðum raskast. Hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins er um verulegt tekjutap að ræða vegna verkfalls- ins, segir í frétt FÍN. Af liðlega 40 starfsmönnum stofnunarinnar eru 7 í verkfalli. Hjá Iðntæknistofnun íslands voru ýmis skammtímaverkefni í gangi þegar verkfallið skall á. Sum þessara verkefna eru farin forgörð- um og önnur í hættu ef verkfallið dregst á langinn. Það er mat FÍN að beint tekjutap Iðntæknistofnun- ar sé um 300 þúsund krónur á viku. Blóðbankinn hefur þurft að kalla út talsvert marga blóðgjafa til að fylla í skörðin og hafa náttúrufræð- ingar þurft að skima blóðið og krossprófa. „Við höfum notið skiln- ings hjá undanþágunefndinni og hjá þeim náttúrufræðingum, sem um málið fjalla. Þá þurftum við í gær að fá undanþágu vegna erfðaefnis- greiningar á tíu vikna gömlu fóstri, sem talið er að hafi erfiðan sjúk- dóm,“ sagði Ólafur. Blóðbankinn hefur þurft að biðja um undanþágur á verkfallstímanum viðvíkjandi ýmsum sérrannsóknum og hefur undanþágunefnd orðið við þeim óskum. „Þetta skapar auðvit- að mikið vinnuálag á þá örfáa nátt- úrufræðinga, sem fást til þeirrar neyðartilfellavinnu, sem starfrækt er,“ sagði Ólafur. Tveir náttúru- fræðingar eru á neyðarvakt Blóð- bankans á hefðbundnum vinnutíma, frá 9.00 til 17.00 og sinnir einn náttúrufræðingur neyðarvakt á öðr- um tímum sólarhringsins. Aðeins hafa þtjár hjartaskurðað- gerðir hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum frá því að verk-' fallið hófst 6. apríl sl., en undir venjulegum kringumstæðum er reynt að gera þrjár slíkar aðgerðir á viku hverri, samkvæmt upplýsing- um Harðar Alfreðssonar, hjarta- skurðlækni. Ekki mun vera hægt að sinna skurðaðgerðunum hérlend- is í eins miklum mæli og áður þar sem slíkar aðgerðir krefjast mikils viðbúnaðar í Blóðbankanum. Upplýsingaskrif- stofa fyrir fram- haldsskólanema Menntamálaráðuneytið opnar í dag uppiýsingaskrifstofú fyrir framhaldsskólanemendur, að- standendur þeirra og kennara. Skrifstofan verður til húsa hjá framhaldsskóladeild ráðuneytisins við Hverfisgötu og mun starfsfólkið verða nemendum til ráðgjafar. Rannsóknastarf- semin er lömuð „Rannsóknastarfsemi stofnun- arinnar er lömuð og undirbúning- ur fyrir jarð- og búfjárræktartil- raunir liggur niðri vegna verk- fallsins," sagði Þorsteinn Tómas- son forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. | „Starfsmaður fóðureftirlits er í verkfalli og það hefur tekið fyrir aðföng af sáðvöru og fóðri til lands- ins. Ef kornbændur fá ekki sáðvöru strax minnka líkur á uppskeru og eftir tvær vikur þýðir ekkert að sá,“ sagði Þorsteinn. Um 50 manns vinna hjá stofnuninni og þar af eru liðlega 30 í verkfalli, það er að segja nátt- úrufræðingar, matvælafræðingar og einn bókasafnsfræðingur. Hallormsstaður: Engin plöntusala í verkfalli SALA á plöntum liggur nú niðri á Hallormsstað vegna verkfalls náttúrufi-æðinga, en að öllu jöfhu ætti aðalsölutíminn að vera haf- inn. Þá vantar Landgræðslu ríkis- ins túnvingulsfræ, sem þarf að húða fyrir notkun og á að nota í sumar. Þetta kemur m.a. fram í greinargerð sem fúlltrúar frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga og dýralækna sem starfa hjá stofnunum er heyra undir sam- göngu- og landbúnaðarráðuneytið hafa afhent Steingrími J. Sigfús- syni, landbúnaðarráðherra. í greinargerðinni segir, að neyðar- ástand sé að skapast hjá fjölmörgum ríkisstofnunum þar sem meirihluti starfsmanna er í verkfalli. Eru þar talin upp ýms atriði, sem fjallað hef- ur verið um í fréttum Morgunblaðs- ins, en auk þeirra segir meðal ann- ars: Stór hluti af sértekjum Skóg- ræktar ríkisins er í hættu, þar sem sala á plöntum liggur niðri á Hall- ormsstað. Fyrirsjáanlegt er að veru- legur skortur verði á plöntum til gróðursetningar á næstu árum, þar sem framleiðslan á þessu ári verður lítil sem engin ef verkfallið leysist ekki á næstu dögum. Hjá Land- græðslu ríkisins vantar fræ sem ligg- ur í tolli og verður ekki afgreitt fyrr en að verkfalli loknu. Undirbúningur áburðarflugs á að vera hafinn og því geta landgræðsluframkvæmdir í sumar orðið minni en efni stóðu til. Starfsemi RB raskast ekki „STARFSEMIN hjá okkur raskast ekki vegna verkfallsins en nokkur verkefiii tefjast," sagði Hákon Ólafsson forsljóri Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins. Hákon sagði að vegna verkfallsins liggi til dæmis niðri gæðamat á stein- steypuefnum. Hjá stofnuninni eru 44 starfsmenn og sjö þeirra eru í verkfalli, þar af fímm jarðfræðingar, eínn landfræðingur og einn bóka- safnsfræðingur. Lítil áhrif á Iðn- tæknistofhun „VERKFALLIÐ hefúr lítil áhrif á heildarstarfsemi stofnunarinnar," sagði Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofhunar íslands. „Það lamar þó starfsemi okkar á líftæknisviðinu og hefúr slæm áhrif á efnistæknisviðinu.“ Páll sagði að um 70 manns ynnu hjá stofnuninni og þar af væru 8 í verkfalli. Hann sagði að tveir eðlis- fræðingar og einn jarðfræðingur á efnistæknisviði væru í verkfalli, svo og fjórir líffræðingar og lífefnafræð- ingar á líftæknisviði og einn mat- vælafræðingur á matvælasviði. Slæmt ástaud á V eiðimálastofhun „ÁSTANDIÐ er mjög slæmt," sagði Árni ísaksson veiðimála- stjóri. Hann sagði að til dæmis hefðu merkingar á seiðum í eldis- stöðvum dottið uppfyrir og því yrði minna um sleppingar í vor. „Við missum úr heilt ár í merking- um á villtum seiðum í Elliðaánum ef verkfallið _ leysist ekki á næst- unni,“ sagði Árni. Hann sagði að 20 manns ynnu hjá Veiðimálastofnun og í laxeldisstöðinni í Kollafirði. Þar af væru 12 í verkfalli, allir í Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Húsnæðisstofiiun: Dæmi um að lán séu ekki afgreidd Lánveitingar Húsnæðisstofium- ar rikisins hafa að mestu gengið eðlilega fyrir sig. Hinsvegar eru nokkur dæmi þess að lánin hafi ekki verið afjgreidd hjá veðdeild Landsbanka Islands þar sem ekki hafa legið fyrir nein veðbókavott- orð vegna verkfalls lögfræðinga í þjónustu rikisins. Jens Sörensen, forstöðumaður veðdeildar LÍ, sagði að reynt væri að leggja mat á hveija lánveitingu fyrir sig með tilliti til veðsetningar. Engin veðbókavottorð hefðu verið gefín út í verkfalli lögfræðinga, sem hófst 6. apríl sl. svo að yngstu vott- orðin væru frá því fyrir þann tíma. Jens sagði að þeir einstaklingar, sem ekki hefðu fengið afgreiðslu lána sinna, yrðu að bíða þess að verk- fallið leystist. Fóðurfyrirtæki að stöðvast EITT fóðurfyrirtækjanna, Evos, og fiskeldisstöðin Faxalax eiga ekkert fiskifóður vegna verk- falls náttúrufræðinga, að sögn Friðriks Sigurðssonar fram- kvæmdasljóra Fiskeldis- og haf- beitarstöðva. Hann sagði að ef verkfallið drægist á langinn stöðv- aðist annað fóðurfyrirtæki í viku- lokin, það þriðja ætti ekkert fóður á lager og það fjórða gæti stöðv- ast eftir þrjár vikur. Hann sagði að önnur fiskeldisfyrirtæki en Faxalax yrðu fóðurlaus eftir viku til tíu daga. Friðrik sagði að ekki væri hægt að flytja inn fiskifóður og bætiefni í fóðrið, þar sem einn starfsmaður fóðureftirlits Rannsóknastofnunar landbúnaðarins væri í verkfalli. Menn væru í sumum tilvikum að fóðra fisk með öðru fóðri en mælt er með. Rannsóknastofiiun fiskiðnaðarins: Ekki hættu- leg pressa „ÞAÐ ER EKKI hættuleg pressa á okkur vegna verkfallsins en það er til óhagræðis," sagði Geir Ar- nesen aðstoðarforstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. „Vegna verkfallsins liggja hér til dæmis niðri rannsóknir á lífrænum mengunarefnum og þungmálmum," sagði Geir. Hann sagði að 40 manns ynnu hjá stofnuninni og um helming- ur þeirra, matvælafræðingar og nátt- úrufræðingar, væru í verkfalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.