Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 1

Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 1
64 SIÐUR B OG LESBOK 135. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína: Ekkert lát á handtökum Peking. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína hófu í gær áróðursherferð til að reyna að sannfæra þjóðir heimsins um að allt væri með kyrrum kjörum í landinu, en freg’nir um frekari handtökur og harðorðar viðvaran- ir til andófsmanna bentu þó til hins gagnstæða. Utvarpið í Peking greindi frá því að fjórði eftirlýsti maðurinn hefði verið handtekinn eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar hefðu verið handteknir í Peking, þar af fjórir unglingar, sem sakaðir eru um að hafa stolið vélbyss- um. Kínversk stjórnvöld reyna nú sitt ýtrasta til að laða erlenda kaupsýslu- menn og ferðamenn aftur til lands- ins. Dagblað alþýðunnar hafði eftir Deng Xioping, leiðtoga landsins, að Kínveijar yrðu að halda áfram efna- hagsumbótum og viðhalda nánum tengslum við umheiminn. Sovétríkin: Kjarnorku- slys upplýst Moskvu. Reuter. SOVÉSK yfirvöld skýrðu frá því í fyrsta sinn í gær að kjarnavopna- slys hefði orðið í Úralljöllum árið 1957. Geymir með geislavirkum úrgangi sprakk í kjarnavopna- verksmiðju og geislavirkt úrfelli varð á svæði sem er um 105 km að Iengd og 8 til 9 km að breidd. Enginn mun hafa farist en 10.000 manns voru fluttir á brott. Geisla- virknin var margfalt minni en í Tsjernobyl-slysinu 1986, að sögn TASS-fréttastofunnar. Við borgina Kasli, skammt frá Tsjeljabínsk, gæt- ir enn geislavirkni og uppsprettuvatn er ekki neysluhæft. Atvinnulíf er nú með eðlilegum hætti á um 80% af svæðinu sem mengaðist. Líffræðingurinn og andófsmaður- inn Zhores Medvedev gaf út bók á Vesturlöndum fyrir tíu árum þar sem hann skýrði frá slysinu. Færeyjar: Ný stjórn í sjónmáli JOGVAN Sundstein, lögmað- ur Færeyja, sagði í símtali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær að samningar um nýja, þriggja flokka stjórn væru að takast. Sagði hann lausn á efnahagsvandanum verða forgangsverkefiii og boðaði róttækar breytingar í sjávarútvegi. Flokkarnir eru Fólkaflokkur- inn, Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn og hafa þeir samtals 21 þingsæti af 32 á Lögþinginu. Sundstein sagði að fyrirhugað væri að skera opinþerar fjárfestingar kröft- uglega niður og minnka fiski- skipastólinn um 10-20% á næstu tveimur árum. Sjá einnig: „Dönsk yfir- völd ..." á bls. 26. GLEÐILEGA ÞJOÐHÁTÍÐ Morgunblaðið/Þorkell Börn og starfsfólk á dagheimilunum Jöklaborg, Hálskoti og Hálsaborg í Reykjavík voru í gær í óða önn að undirbúa sig fyrir hátíðarhöldin sem fara fram í dag. Farið var í skrúðgöngu um útivistarsvæði dagheimilanna og börnin frædd um íslenska þjóðfánann. Sjá nánar um dagskrá hátiðarhaldanna víða um land á bls. 14. Imre Nagy greftraður á ný í Búdapest: Táknræn athöfti fyrir nýtt tímabil ftjálsræðis Búdapest. Reuter. UM 250.000 manns voru á Hetjutorginu í Búdapest í gær en þar fór fram minningarathöfii um Imre Nagy, fyrrverandi forsætisráðherra Ungveijalands, og fjóra samstarfsmenn hans. Þeir voru sakaðir um gagnbyltingarstarfsemi þegar uppreisn Ungveija gegn stjórn kommún- ista árið 1956 hafði verið kveðin niður af sovésku innrásarliði. í fram- haldi af leynilegum sýndarréttarhöldum voru þeir teknir af Iífi tveimur árum síðar. Endurreisn Nagys er talin til marks um viðleitni ungver- skra stjórnvalda til að auka stjórnmálalegt ftjálsræði í Ungveijalandi. Við anddyri Sýningarhallarinnar á Hetjutorginu í Búdapest hafði ver- ið reistur pallur sem sveipaður var svörtum tjöldum. Þar lágu sex kistur með líkum Nagys, Pala Maleters, fyrrum varnarmálaráðherra, Geza Losonczys, fyrrum innanríkisráð- herra, Jozsefs Szilagyis, helsta ráð- gjafa Nagys og Miklos Gimes, blaða- manni. Sjötta líkkistan á pallinum var tóm og stóð þar til minningar um þá 277 menn sem voru teknir af lífi sakaðir um gagnbyltingar- starfsemi og liggja’í ómerktum gröf- um. Á pallinum voru sex gríðarstór- ir kyndlar og skammt frá voru högg- myndir eftir myndhöggvarann og andófsmanninn Laszlo Rajk, son ungverska utanríkisráðherrans sem einnig var tekinn af lífi eftir sýndar- réttarhöld 1949. Upp úr hádegi var kirkjuklukkum hringt og bílhorn þeytt víða um landið til minningar um Nagy. í 31 ár var hann stimplaður „gagnbylt- ingarmaður" af stjórnvöldum en í hugum landsmanna var hann þjóð- hetja. „Boðskapur Imre Nagys á betur við í dag en nokkru sinni áður,“ sagði Miklos Vasarhelyi við athöfn- ina. Hann er eini sakborningurinn frá réttarhöldunum 1958 sem enn er á lífi. „Hér með segjum við tíma- bili sorgar og þjáningar lokið í eitt skipti fyrir öll. Nú getur hafist nýtt skeið í sögu landsins.“, Reuter Líkkista Imre Nagys, fyrrver- andi forsætisráðherra Ungveija- lands. Miklos Nemeth, forsætisráðherra Ungverjalands, var fulltrúi ríkis- stjórnarinnar á Hetjutorginu. Þeir sem skipulögðu útförina, réttlætis- nefndin og þar á meðal Erzsebet, dóttir Nagys, bönnuðu fulltrúum frá kommúnistaflokknum að vera við athöfnina. Dagblaðið Magyar Nemzet birti í gær grein eftir Miklos Nemeth for- sætisráðherra þar sem hann sagði að örlög Nagys hefðu verið „stjórn- málalegt píslarvætti". Hann sagði að greftrun þeirra, [„gagnbyltingar- mannanna"], yrði skráð sem merkis- atburður í sögu Ungverjalands. I gærkvöldi voru kisturnar sex jarðsettar í grafreit 301 í kirkjugarð- inum við Kozma-stræti í úthverfi Búdapest. Einmitt þar hafði þeim Nagy og félögum hans verið holað niður í ómerktar grafir eftir aftöku þeirra en tilbúin nöfn færð í bækur kirkjugarðsins. Sjónvarpað var frá athöfninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.