Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 42
Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hœfileikar Stein- geitarinnar í dag er röðin komin að um- Ijöllun um hæfileika Stein- geitarinnar (22. des.-20. jan- úar). Eins og áður er fyrst og fremst ijallað um mögu- lega hæfileika, eða það sem . býr í merkinu og getur komið fram við ræktun persónuleik- ans. Skipulagshœfileikar j Steingeitin hefur skipulags- hæfileika. Hún getur bæði verið skipulögð í daglegu lífi, í smærri málum og einnig hvað varðar stærri mál. Það sem átt er við með því er að hún getur skipulagt langt fram í tímann og gert fimm til tíu ára áætlanir sem stand- ast. Hún getur því byggt upp líf sitt og starf skipulega skref fyrir skref. Það má því segja að Steingeitin sé bygginga- meistari eða verkfræðingur. A6 byggja upp í eðli hennar er ríkt að leggja einn stein og tryggja undir- stöðu hans áður en sá næsti er lagður. Það að byggja ofan á það sem er fyrir er meðal eiginleika Steingeitarinnar. Hún flanar því sjaldan að einu eða neinu heldur nýtir það sem fyrir er. Framkvcemdahœfi- leikar Steingeitin er jarðbundin og leggur áherslu á að ná áþreif- anlegum árangri. Það ásamt skipulagshæfileikum gerir að hún hefur framkvæmdahæfi- leika. Hún kemur áætlunum sínum í verk. Það er því oft sagt að Steingeitin sé merki framkvæmdastjórans. Þetta þýðir að það er oft gott að leita til Steingeitarinnar. Það er ríkt í eðli hennar að gera orð að athöfn. Ef hún á annað borð ætlar sér að gera eitt- hvað þá gerir hún það. ÁbyrgÖ Meðal annarra hæfileika er sá að geta axlað ábyrgð og unnið undir álagi. Steingeitin er seig og á frekar auðvelt með að drífa sig áfram. Ef hún tekur erfið verk að sér, þá þijóskast hún við og legg- ur sig alla fram um að leysa * þau vel af hendi. Hún kiknar því ekki undan ábyrgð þó þung sé. I raun má segja að hún þrífist á því að taka erfið- ar ákvarðanir og vinna undir álagi. __. Sjálfsagi Einn helsti hæfileiki Stein- geitarinnar er sá að geta beitt sig sjálfsaga. Hún á til þess að gera auðvelt með að af- neita sér um líkamlegar nautnir eða skemmtanir ef vinna og ábyrgð er annars vegar. Hún er því hörð við sjálfa sig og getur náð ár- angri sem öðrum þætti ill- mögulegur. Raunsœ Meðal jákvæðra eiginleika Steingeitarinnar er raunsæi, eða það að sjá heiminn eins og hann er. Hún er lítið fyrir loftkastala og sjálfsblekking- ar, eða óraunsæi í áætlana- gerð. Hún stendur að öllu jöfnu föstum fótum á jörðinni. Traust Af öðrum jákvæðum skap- gerðarþáttum má nefna það að Steingeitin er trúföst og trygglynd. Hún er vinur vina sinna, er orðheldin og sam- viskusöm. Henni er því vel i ■ tréystandi, enda er áreiðan- leiki einn af bestu eiginleikum ' hennar. Formskyn Að lokum má geta þess að Steingeitin hefur gott auga fýrir formi, hlutföllum og byggingarlagi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 GARPUR GRETTIR SMÁFÓLK UJHAT 15 WRONG UIITH THE FAM0U5 WORLDWARI FLVlNG ACE? HE HA5 A VERV PAlSIEP EXPRES5ION... Hvað er að fræga flugkappanum úr fyrra stríði? Hann er með mikinn sársaukasvip. 15 HE HAVING TROUBLE U)ITH OURFRENCH LAN6UA6E? 15 HE HAVIN6 PIFFICULTV UUITH THE IMPERFECT 5UBJUNCTIVE? Á hann í erfíðleikum með frönskuna okkar? Gengur honum illa að ná tökum á viðtengingarhættinum? Nei, trefíllinn er fastur við stólinn hans... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hér er annað athyglisvert varnarspil úr úrslitaleik Itala og Bandaríkjamanna 1975, þar sem vömin spilaðist nákvæmlega eins á báðum borðum — sagn- hafa í hag. Vestur gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 1063 VD10653 ♦ K8 ♦ 1087 Norður ♦ 7 ♦ ÁG ♦ 109652 ♦ ÁD543 Austur ♦ 98 ¥K742 ♦ ÁDG4 ♦ K92 Suður ♦ ÁKDG542 ♦ 98 ♦ 72 ♦ G6 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Utspil: tígulkóngur. Fyrsta ákvörðunin — að spila út tígulkóng — er engan veginn sjálfsögð, en fáir punktar og þríliturinn í trompi gera þetta sókndjarfa útspil nokkuð freist- andi. Vörnin þarf ekki annað en skipta yfir í hjarta til að tryggja sér fjórða slaginn. En tían í spaða er seiðandi, því ef austur á mannspil í trompi getur hún orðið slagur. Báðir vesturspilar- arnir, Garozzo og Swanson, héldu því áfram með tígul. Enn getur austur bjargað deginum með því að skipta yfir í hjarta, en frá hans bæjardyrum sýnist líklegra að vestur eigi Gxx í trompi frekar en hjartadrottn- inguna. Belladonna og Soloway sendu líka báðir tígli um hæl. Og þegar spilið var notað á landsliðsæfíngu á dögunum end- urtók þessi vöm sig í þriðja sinn! Er þetta svona erfitt spil? SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi skák var tefld í fyrstu umferð opna mótsins í Moskvu um daginn. Heimsmeistari kvenna, Maja Chiburdanidze, hafði hvítt, en sovézki alþjóða- meistarinn Mark Zeitlin svart. Þriggja riddara tafl, 1. e4 — e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Rf6 4. d4 - exd4 5. e5 - dð 6. Bb5 - Re4 7. Rxd4 - Bc5 8. 0-0 - 0-0 9. Bxc6 - bxc6 10. f3?! - f6! 11. exf6 - Dxf6 12. Be3 - Ba6 13. Hel - Hae8 14. c3 - Bd6 15. g3 15. — Rxg3! 16. hxg3 — Bxg3 17. Ra3 — Bxel 18. Dxel — c5 19. Rdc2 — d4 20. cxd4 — Dg6+ 21. Kf2 - Dg4 22. Dhl - cxd4 og hvítur gafst upp. Furðulegt kunnáttuleysi kvennaheimsmeist- arans á þessari eldgömlu byrjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.