Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 28
YDDA F5.34/SIA LYFTU ÞÉR UPP OG OPNAÐU PILSNER Sgits ...að sjálfsögðu! MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1.7'. JÚNL1989 Evrópskur landbúnaður: Brýna hnífana í baráttunni við niðurgreiðslu- og styrkjasvikin Áætlað er að 180 milljarðar ísl. kr. séu sviknir út árlega Brussel. Reuter. INNI í frystigeymslunni, þar sem gaddurinn er 18 gráður á celsíus, er stundum erfitt að gera greinarmun á lifur, niðursneiddu kjúkl- ingakjöti og úrvalsnautakjöti. Þetta kunna samviskulausir útflytj- endur vel að meta þegar þeir fara fram á niðurgreiðslur frá Evrópu- bandalaginu. Því meira, sem þeir ljúga til um gæðin, því meira fá þeir í sinn vasa. Til eru líka þeir, sem fá styrk út á olífuviðarlundi, sem hvergi eru til nema í þeirra eigin höfði, og aðrir aka hveitifor- munum fram og til baka yfir landamæri ríkjanna til að hagnast á þeim sérstöku gjaldeyrisreglum, sem gilda um landbúnaðarvörur. Endurskoðunarrétturinn, sem hefur eftirlit með fjármálum EB, gaf nýlega út mikla skýrslu þar sem vakin er athygli á þessum stór- kostlegu svikum. Hans Helmut Wachter, formaður réttarins, segir, að ógjömingur sé að áætla ná- kvæmlega hve mikil þau eru en hann hallast að því, að þau séu ekki minni en skattsvikin eða um 10% af öllu fé, sem til landbúnaðar- ins fer. Þriðjungur allra útgjalda Evr- ópubandalagsins fer til landbúnað- arins, 30 milljarðar dollara, og samkvæmt því er þremur milljörð- um dollara, nærri 180 milljörðum ísl. kr., stolið árlega. Hefur nú ver- ið skipuð sérstök sveit til að berj- ast við svikahrappana og er það ekki síst að frumkvæði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, en hún hefur verið í farar- broddi í baráttunni gegn spilling- unni, sem breskur þingmaður kall- aði -einu sinni „mestu glæpastarf- semi í Evrópu“. John MacGregor, landbúnaðarráðherra Bretlands, hefur líka tekið sér Cato gamla til fyrirmyndar að því leyti, að hann fer aldrei svo til fundar við starfs- bræður sína innan EB, að hann eggi þá ekki lögeggjan í þessu stríði. Framkvæmdastjórn EB bendir hins vegar á, að sökin liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjómum aðildar- landanna og Jacques Delors, for- seti framkvæmdastjórnarinnar, segist gmna Thatcher um græsku, að hún hamri á þessu máli til að herða landa sína í andstöðunni við samræmt peningakerfi og yfirlýs- inguna um félagsleg réttindi. Þá em Bretar heldur ekki barnanna bestir þegar kemur að landbúnað- arsvikunum. Gert út á niðurgreiðslur Endurskoðunarrétturinn hefur ráðist einna harðast á „græna“ gjaldeyriskerfið innan EB en það felst í því, að verðið á landbúnaðar- vömnni er ákveðið í ECU, evrópsku mynteiningunni, sem síðan er unnt að skipta í gjaldeyri á mjög hag- stæðum kjömm. Þegar farið er með vömna úr einu landinu í annað er hún skattlögð eða niðurgreidd til að jafna verðmun milli landa og á þetta fyrirkomulag leika menn. Er vömnni þá smyglað yfir „hag- stæð“ landamæri og síðan flutt löglega til baka og niðurgreiðslun- um stungið í vasann. Á þessu verður hins vegar mikil breyting 1992 þegar öll gæsla á landamæmm innan EB verður lögð niður og þar með skattheimta og niðurgreiðslur á þeim vettvangi. Segist Hans Helmut Wachter von- ast til, að þá verði unnt að nýta landamæraverði og tollheimtu- menn við að telja sauðfé og olífu- tré og fylgjast betur með útflutn- ingi til landa utan Evrópubanda- lagsins. RETTIJ SlMARGRÆJUR^íAR Sölnsýning ■ Sl.iplit.llí 33, virt hliðina á Tónabíói V r v r v r \. r Opið virka daga frá kl. 11 til 18 og um helgar 13 til 18 a/pen kreuzer Vinsælustu tjaldvagnarnir í Evrópu, enda sterkir og ríkulega útbúnir. í þeim er m.a. 3ja hellna gaseldavél. Vaskur úr ryðfríu stáli. Eldhúsborð. Eldhússkápar. Læst öryggishólf. Matborð. Hnífaparaskúffa. Gluggatjöld. For- tjald. Sóltjald. Stór dekk 13“. Varadekk. Rúmgott farangursrými. Mjög meðfærilegur og tjaldað á um 5 mínútum. IIA HJÓLHÝSI 12 feta hjólhýsi sterkt og vel einangrað með 23 til 50 mm polystrol. Gluggar úr tvöföldu lituðu akrylgleri. Rafkerfi 220 og 12 volt. Eldhús með stálvaski og tveggja hellna elda- vél og rennandi vatni. Dempari á beisli. Neyðar- og stöðuhemlar. Vindufjöðrun á hjólum, 13“ dekk. Svefnpláss fyrir 4-5. Fáan- leg með fortjaldi. Verð kr. 324.000,- og kr. 372.900,- með ísskáp og hitakerfi. KOOLATRON® KÆLIBOX Frá stærsta framleiðanda heims á þessu sviði. Ætluð til innstungu í vindlingakveikj- ara og með straumbreyti fyrir 220 volt. Straumnotkun frá aðeins 2,5 amper. Nauð- synleg fyrir matinn og ölið á ferðalögum, hvar sem er. Rúmmál 7 til 34 lítrar. Breytt með einu handtaki í hitabox. Örfá eftir á lager. Verð frá kr. 7.480,- Sendum í póst- kröfu. BERGLAND HF. Sölusýning í Skipholti 33, sími 678990 Skrifstofa í Skipholti 25, sími 629990 y J "\ y N J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.