Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 37
MORGÚNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 37 ATVIN N U A UGL YSINGAR Verslunarstjóri Stórt fyrirtæki í kaupstað í nágrenni Reykjavíkur óskar að ráða verslunarstjóra til að stjórna rekstri matvöruverslunar. Starfið er laust og þyrfti viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Húsnæði fyrir hendi ef á þarf að halda. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og eru þeir, sem áhuga hafa á starfinu og frekari upplýsingum beðnir að senda upplýs- ingar um nafn, aldur, menntun og fyrri störf fyrir nk. miðvikudagskvöld til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „B - 894“. VESTM.EYJAR KOPIA 2266 Fóstrur athugið! Forstöðumaður óskast á dagvistarstofnun í Vestmannaeyjum frá og með 1. ágúst nk. Fóstrumenntun æskileg. Fjölbreytt starf í skemmtilegu umhverfi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 98-12816. ORKUBLJ VESTFJARÐA Vélstjórar Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða vél- stjóra til starfa við Mjólkárvirkjun í Arnar- firði. Einungis kemur til greina vélstjóri sem lokið hefur prófi frá Vélskóla íslands (4. stig). Laun í samræmi við kjarasamninga OV og FOS. VEST. Umsóknir merktar: „Vélstjóri - Mjólká“ ber- ist til skrifstofu Orkubús Vestfjarða, ísafirði fyrir 5. júlí nk. og skulu þeim fylgja greinar- góðar, persónulegar upplýsingar. Nánari upplýsingar gefa Jakob Olafsson, rekstrarstjóri, í síma 94-3211 og Harald Kulp, stöðvarstjóri, í síma 94-2222. Ritari Vanur ritari óskast til starfa hjá Lyfjaeftirliti ríkisins hálfan daginn. Reynsla í vinnu með tölvu og ritvinnslu nauð- synleg. Umsóknir sendist Lyfjaeftirliti ríksins fyrir 1. júlí 1989. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Lyfjaeftirlitsins í síma 612111. Lyfjaeftirlit ríkisins, Eiðistorgi 15, pósthólf240, 172 Seltjarnarnesi. Verslunarstjóri Bóka- og gjafavöruverslun í miðborginni vill ráða verslunarstjóra til starfa sem fyrst. Leitað er að manneskju með metnað og kraft. Einhver þekking/reynsla á verslunarrekstri eða sölu- og markaðsmálum er æskileg. Tungumálakunnátta er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu okkar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 26. júní nk. (t[]ÐNT Tónsson RÁÐCJÖF fr RÁÐNI NCARMÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Röntgentæknir Röntgentækni vantar í 100% stöðu við sjúkrahúsið í Keflavík. Sjúkrahúsið þjónar íbúum Suðurnesja og eru framkvæmdar yfir 3000 röntgenskoðanir þar á hverju ári, auk þess sem ný röntgentæki eru væntanleg í haust. Þetta er því tilvalið tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Allar upplýsingar um starfið veitir undirritað- ur í síma 92-14000. Umsóknir skulu berast undirrituðum fyrir 1. júlí nk. Framkvæmdastjóri. HEILSUGÆSLAN ÁLFTAMÝRI ALFTAMYRI 5 . 108 REYKJAVIK . S. 688550 Sjúkraliðar Óskum að ráða sjúkraliða til sumarafleysinga frá 15. júlí til 20. ágúst. Upplýsingar í síma 688550. 3T. JÓSEFSSPÍTÁLI, LANDAKOTJ Fóstra - yfirfóstra Dagheimilið Litlakot við Landakotsspítala vill ráða yfirfóstru í 100% starf. Upplýsingar hjá Dagrúnu í síma 19600/297 fyrir hádegi. Kennarar Við Barnaskólann á Selfossi vantar íþrótta- kennara í heila stöðu og heimilisfræðikenn- ara í hálfa stöðu. Umsóknarfrestur til 23. júní. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-21498 og formaður skólanefndar í síma 98-22409. Skólanefnd. Kennarar Kennara vantar við Gagnfræðaskólann á Selfossi. Kennslugreinar: Danska, íslenska, enska, samfélagsgreinar og vélritun. Umsóknarfrestur til 23. júní. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-21273 og yfirkennari í síma 98-21520. Skólanefnd. Hjúkrunardeildar- stjóri óskast til afleysingar í eitt ár á móttökudeild Landspítalalóð 33c. Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Æskilegt framhaldsnám í geð- hjúkrun og/eða starfsreynsla. Umsóknar- frestur er til 30. júní nk. Upplýsingar gefa Nanna Jónasdóttir og Guð- rún Guðnadóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjórar, í síma 602600. Umsóknir sendist Nönnu Jónasdótttur. Reykjavík, 17.júní 1989. „Au pair“ Stúlka óskast sem fyrst á heimili í New Jers- ey til að gæta þriggja drengja og sjá um létt heimilisstörf. Upplýsingar í síma 901-201-892-4769 eða 91-34628. RÍKISSPÍTALAR Meinatæknir óskast í 50% starf á rannsóknastofu í réttar- læknisfræði við Ármúla 30. Staðan er laus nú þegar. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Geirsson, prófessor, í síma 601900. Reykjavík, 17. júni 1989. Kerfisfræðingur Tölvuþjónustan í Reykjavík hf. (TÍR) óskar að ráða kerfisfræðing til starfa. Við leitum að manni með starfsreynslu í forritun og kerfis- gerð fyrir IBM S/3X tölvur. Nokkur reynsla í Cobol-forritun æskileg. Góð laun og vinnuaðstaða eru í boði og æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist TÍR hf., Langholtsvegi 115, Reykjavík, fyrir 26. júní nk. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfarar óskast í hlutastörf um miðjan ágúst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 611785. ^ ENDURHÆFINGARSTÖD KOLBRÚNAR Engjateigi 5, sími 34386, 105 Reykjavík. Holtaskóli, Keflavík Næsta skólaár eru lausar fjórar kennarastöð- ur, m.a. í ensku, íslensku, samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum. í skólanum eru u.þ.b. 500 nemendurfrá 6.-9. bekkjar og kennarar um 30. Einnig vantar íþróttakennari drengja. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólanefnd. RÍKISSPÍTALAR Sérfræðingur í öldrunarlækningum óskast á öldrunar- lækningadeild. Umsækjandi þarf að hafa sérfræðingsviðurkenningu sem sérfræðingur í öldrunarlækningum á íslandi. Upplýsingar gefur Þór Halldórson, yfirlæknir, í síma 602252. Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfsferil og meðmælum sendist stjórnarnefnd ríkisspítala. Reykjavík, 17. júní 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.