Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 29

Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 29
ÍMÖRGUNBLAÐIÐ kAUGARDAGUK 1.7. aÚNÍ;l989 29 Sovétríkin: Jeltsín var- ar við „bylt- ingarástandi Róm. Reuter. SOVÉSKI umbótasinninn Borís Jeltsín hefur sagt að „byltingar- ástand“ geti skapast í Sovétríkj- unum verði lífskjör Sovétmanna ekki bætt verulega á næstunni. Jeltsín sagði í viðtali, sem birtist í ítalska dagblaðinu Bella Sera í gær, að leiðtogar Sovétríkjanna gerðu sér ekki ljóst hversu alvarlegt efnahagsástandið væri í landinu og hefðu vánmetið óánægju almenn- ings. „Alþýðan er í þann veginn að missa þolinmæðina. Eftir það skap- ast byltingarástand í landinu,“ sagði Jeltsín. „Grípa þarf þegar í stað til róttækra aðgerða til að bæta lífskjörin. Ég álít að almenningur haldi ekki þolinmæði sinni í meira en ár,“ bætti hann við. Jeltsín sagði ennfremur að árang- urinn af fjögurra ára umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta væri lítill. „Á mörgum sviðum hefur enginn árangur náðst. Ástandið hef- ur í rauninni versnað," sagði Jeltsín, sem rekinn var úr embætti flokks- leiðtoga í Moskvu í nóvember 1987 eftir að hafa gagnrýnt Kremlverja fyrir of hægar efnáhagsumbætur. Rennt fyrir físk í síkinu Þessi hollenski veiðimaður skýlir sér fyrir geislum sólar í háu gras- inu og með sólhlíf, við síki nálægt Kinderdijk í suðurhluta Hollands. Mikill hiti og raki er nú í Hollandi og vara stjórnvöld við því að loftm- engun nálgist hættumörk. EB og Grænland: Áhersla á hemað- arlegt mikilvægi Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANIR leggja mikla áherslu á að hernaðarlegt mikilvægi Græn- lands verði haft í huga í þeim við- ræðum, sem nú fara fram milli Grænlendinga og Evrópubanda- lagsins um nýjan fiskveiðisamn- ing. Kom þetta fram hjá Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra á fiindi hans með öðrum utanríkis- ráðherrum EB. Ellemann-Jensen sagði, að líta yrði á væntanlegan fimm ára fisk- veiðisamning við Grænlendinga í „víðu samhengi“ enda væri nóg að skoða landakort til að sjá hve landið er hernaðarlega mikilvægt. Þá sagði hann það nauðsynlegt, að Grænlend- ingar hefðu sem nánust samskipti við vestræn ríki og væri aukinn stöð- ugleiki í grænlenskum stjórnmálum og efnahagsmálum forsenda fyrir því. Ekki er vitað hvers Grænlending- ar krefjast fyrir nýjan samning en nú fá þeir frá EB tæplega 1,6 millj- arða ísl. kr. á ári. Heyrst hefur þó, að þeir vilji fá tæplega 2,4 milljarða árlega. Ellemann-Jensen dró enga dul á, að tilefni ummæla hans væri óánægja sumra EB-ríkja, sem finnst þau borga allt of mikið fyrir allt of lítinn fisk. Þingkosningar í Grikklandi: Líkur á að Papandreou missi meirihluta á þingi Aþenu. Frá ^sgeiri Friðgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT bendir til þess að Helleníski sósíalistaflokkurinn, PASOK, undir forustu Andreas Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, missi meirihluta sinn á þingi eftir þingkosningarnar sem fram fara á morgun, sunnudag. Samkvæmt skoðanakönnunum missir flokkur- inn allt að 10 prósent af fylgi sínu en i kosningunum árið 1985 hlaut hann um 45% atkvæða og nauman þingmeirihluta. Líklegast þykir að niðurstaða kosninganna verði stjórnarkreppa en bandalagi komm- únista og sósialista er spáð umtalsverðu fylgi og vera kann að það komist í oddaaðstöðu. til að hlýða á langar ræður leið- toganna á Stjórnarskrártorgi fyrir framan þinghúsið. Kosningabarát- tunni lauk í gær en samkvæmt lög- um skal ríkja friður fram að sólar- upprás á sunnudag en að gömlum grískum sið hefjast kjörfundir við dagsbrún. EB: Lýsingur í staðþorsks Brussel. Frá Kristófer Má Kristins- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SKÝRSLU, sem fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EB) hefur undirbúið kemur fram að lýsingur verði í framtiðinni mikilvægasta hráefni til frystingar innan bandalagsins. Bent er á að lýsingur sé mun ódýrara hrá- efhi en aðrar tegundir fiska með hvítan vöðva s.s. þorskur. Frystitogarafloti EB stundar helst þessar veiðar en hann er um 228 skip og flest þeirra eru spönsk. Lýsingsveiðar eru fyrst og fremst stundaðar undan ströndum Namibíu og Suður- Afríku og umhverfis Falklands- eyjar. Frá árinu 1985 hefur neysla á lýsingi tæplega þrefald- ast og árið 1988 var neyslan innan EB 188.000 tonn af slægðum fiski og 115.000 tonn af flökum. Á sama tíma hefur verð á lýsingi lækkað um 15% en á frystum flökum um 50%. EB flytur inn 52% þeirra flaka sem neytt er innan þess. Sam- kvæmt skýrslunni er talið líklegt að lýsingur muni leysa þorsk af hólmi sem mikilvægasta hráef- nið til frystingar. Líklegasti sigurvegari kosning- anna er Nýi lýðræðisflokkurinn en leiðtogi hans er Konstantín Mitso- takis. Flokknum er spáð allt að 45% fylgi en vegna' kjördæmaskipanar nýtist það hlutfall flokknum ekki eins vel og PASOK og því hallast menn almennt að því að flokkurinn nái ekki hreinum meirihluta á þingi. Kosningabandalag kommúnista og vinstri sósíalista mun að líkindum komast í oddaaðstöðu. Margir virtir sósíalistar og og fyrrum félagar í PAOK hafa að undanförnu gengið til liðs við bandalagið vegna óánægju með forustumenn PASOK. Andreas Papandreou. Samkvæmt skoðanankönnunum mun bandalagið fá allt að 15% fylgi. Leiðtogi bandalagsins, Leonidas Kyrkos, var harðorður er hann ræddi um stóru flokkana tvo á úti- fundi í miðborg Aþenu á miðviku- dagskvöld að viðstöddum hundruð þúsunda stuðningsmanna sinna. Hann kvað Papandreou sjálfan ábyrgan fyrir þeirri óstjórn og spill- ingu sem nú ríkti í Grikklandi. Kyrkos virtist ekki vera á biðlis- huYiimim bettjt kvöld n.r vfst er afl hvorki PASOK né Nýi lýðræðis- flokkurinn geta gengið að því sem vísu að bandalagið verði reiðubúið til að taka þátt í myndun sam- steypustjórnar. Fyrir átta mánuðum voru flestir Grikkir sannfærðir um að Pap- andreou og flokkur hans ynnu auð- veldan sigur í þingkosningunum. PapandreoU hafði öðlast þá föður- ímynd sem jafnan skiptir miklu í grískum stjórnmálum og lands- menn. En margt hefur breyst á þessum stutta tíma. Papandreou hefur sjálfur flækst í mesta fjár- svikamál og stjórnmálahneyksli sem sögur fara af hér um slóðir. Einkalíf Papandreous, sem er rúm- lega sjötugur, hefur einnig verið i brennidepli. Hann hefur átt vingott við sér helmingi yngri konu, Dímítru Líaní, án þess að hafa gengið frá skilnaði við fyrri konu sína sem hefur um árabil verið helsti talsmaður PASOK-kvenna í jafnréttismálum. Mörgum hefur þótt Papandreou haga sér eins og ástblindur unglingur og að fram- koma hans hafi verið til lítils sóma. Papandreou hét uppbyggingu og róttækum breytingum er hann komst til valda árið 1981. Sú skoð- un nýtur nú vaxandi fylgis að ekk- ert hafi breyst á þessum átta árum og að hneykslismálin hafi sýnt að Papandreou sé eins og svo margir fyrirrennarar hans —gjörspilltur og ófær um að leysa brýnustu vanda- mál þjóðarinnar. Segja má að vonleysi og van- traust einkenni kosningabaráttuna að þessu sinni hér í Grikklandi. Hins vegar eru stjórnmál alþýðu manna hér í landi jafnan hjartans mál og því hafa Aþenubúar haldið uppteknum hætti og flykkst á úti- '*■'>''-'4. < • • • - • TILBOÐ OSKAST í Ford Bronco II XLT ’87 (ekinn 16 þús. mílur), Dodge B-350 Maxi Sportman Van 14 sæta, árgerð '82, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 20. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA VEGHEFLAR OG MALARVAGN Tllboð óskast í Caterpillar veghefil model 12, árgerð '65, Galion veghefil model 118 T, árgerð '69 og Fruehauf malarvagn (tjónaður), árgerð '85. Þessi tæki verða sýnd á Keflavíkurflugvelli mánudaginn 19. júní kl. 11-15. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 20. júní kl. 16 á Grensásvegi 9. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.