Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAJDIÐ LAUGARDAGUR 17. J.UNI 1989 13, Morgunblaðið/Þorkell Þór Þorsteins frá Landssambandi íslenskra frímerkjasafnara, Ólafur Asgeirsson þjóðskjalavörður, Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri og heiðursforseti Landssambands íslenskra frímerlqasafiiara og Olaf- ur Elíasson frá Landssambandi íslenskra ft-ímerkjasafnara. Þór og Ólafur áttu heiðurinn af því að koma frímerkjum Þjóðskjalasafhsins á sýningarnar ytra. Þjóðskjalasafiiið sýnir frímerki sín erlendis og stigið fyrstu skrefin i-þá átt að sýna þessu safni þann sóma sem því ber. Nýting símkerfa ræður miklu um verð símtala - búast má við lækkun á verði símtala til útlanda í framtíðinni, segir Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri Þjóðskjalasafinið hefur undan- farið sýnt firímerki í eigu sinni á þremur alþjóðlegum frímerkja- sýningum að frumkvæði Lands- sambands íslenskra firímerkjasafin- ara og alls staðar hlotið gullverð- laun í heiðursflokki. Forsvars- menn Landssambandsins hafa annast undirbúning fyrir hönd Þjóðskjalasafiisins, fundið til og flokkað merkustu gripina í eigu safiisins. Sýningamar þtjár vom haldnar í Osló, Kaupmannahöfn og nú síðast tók safnið þátt í NORDIA 89 í Fred- riksstad í Noregi. Sýnd voru bréf frá þeim tíma er danskur póstur var á Islandi auk skildingabréfa og aura- bréfa frá því fyrir aldamót. Að sögn Sigurðar H. Þorsteinssonar, heiðurs- forseta Landssambandsins og um- boðsmanns NORDIA sýningarinnar, er marga einstæða gripi að finna í safninu og hefur aðeins hluti þess sem þar er að finna verið flokkaður og metinn af kunnugum mönnum. Sigurður sagði að safnið hefði alls staðar vakið mikla hrifningu safnara enda væri hvergi að finna jafn- margar og jafngóðar heimildir um íslenska póstsögu. Það væri og ein- stakt að þjóðskjalasöfn tækju þátt í sýningum af þessu tagi. Sigurður sagði að þekktur íslandssafnari hefði sagt þegar hann skoðaði safnið að sér yrði beinlínis illt að sjá svo marga og góða gripi á einum stað og geta alls ekki eignast neinn þeirra. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar þjóð- skjalavarðar hefur safninu borist í gegnum ár og aldir ógrynni frímerkja og póstumslaga frá embættissöfnum en fé og mannafla hefði skort til að vinna úr efninu og gera það aðgengi- legt almenningi. Slíkt hefði ekki orð- ið kleift fyrr en hérlendir frímerkja- safnarar hefðu sýnt málinu áhuga íslensk þátttaka hefur aldrei verið meiri á NORDIA sýningu en nú. Átta íslendingar sýndu 11 söfn í frímerkja og bókmenntadeild. „ALþJÓÐLEGAR reglur gilda um endastöðvagjöld og uppgjör milli landa, hins vegar gilda ekki ákveðnar reglur um endanlegt verð til notenda eða álagningu viðkomandi símastjórna. Segja má að reglan sé sú, að þar sem mest nýting er á símkerftim, sé mögu- legt að hafa verðið lægst. Nýting á utanlandskerfi okkar hefiir farið vaxandi og hagnaði vegna þess hefur verið varið til að greiða nið- ur kostnað innan lands. Hugsan- lega má búast við lækkun á verði fyrir símtöl til útlanda í næstu framtíð," sagði Guðmundur Björnsson, aðstoðar Póst- og síma- málastjóri, í samtali við Morgun- blaðið. Guðmundur var spurður hvers Ungur Islendingur sæmd- ur heiðursverðlaunum ÞANN 12. júní 1989 var íslenskur námsmaður, Benedikt Hallgríms- son, sæmdur heiðursverðlaunum við Háskólann í Edmonton, Al- berta, Kanada. Landstjórinn í Alberta sæmdi hann gullpeningi fyrir hæstu meðalein- kunn 8,8 af 9,0 mögulegum þau fjög- ur ár sem hann hefur stundað nám þar. Þessi háskóli er annar stærsti í Kanada og nemendaflöldi þar er 35 þúsund. Benedikt var að ljúka BA-prófi í mannfræði (Physical Anthropology) og hefur fengið 13 þúsund dollara styrk úr Vísindasjóði Kanada,„NS- ERC“,til framhaldsnáms auk rann- sóknarstyrks til að kortleggja fund- arstaði elsu mannvistarleifa í Kenýa og Tansaníu í sumar, hugsanlega þær elstu sem fundist hafa í heimin- um. Síðan hyggur Benedikt á doktors- nám í þróunarlíffræði (Evolutionary Biology), og hefur fengið boð frá Chicago-háskóla um námsstyrk, 6 þúsund dollara á ári og fría skólavist. Benedikt er 22 ára gamall Reyk- víkingur.fæddur 23. marz 1967 í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Guðrúnar Jörundsdóttur og Hallgríms Benediktssonar, prófess- vegna dýrara væri að hringja héðan til útlanda en öfugt. Hann sagði að nýting símkerfanna skipti miklu máli og í stærri löndum væri hún meiri en hér. Mikil nýting þýddi betri afkomu og möguleika á lægri gjald- töku. Ennfremur væri löndum svo misjafnlega raðað niður í verðflokka og gæti það munað nokkru. Fjöldi símtala milli ákveðinna landa sem hluti af heildinni réði ennfremur miklu. Það væri reyndar bæði dýrara og ódýrara að hringja hingað frá Bandaríkjunum en öfugt, þó oftast væri ódýrara að hringja að vestan. í þessu tilliti yrðu menn að gera sér grein fyrir því að símtöl frá Bandaríkjunum til Islands væru að- eins brotabrot af símtölum út úr landinu en símtöl héðan vestur um haf stór hluti allra símtala héðan. Þess vegna gætu Bandaríkjamenn leyft sér að hafa ekki nema krónu á mínútu upp úr krafsinu fyrir ódýr- ustu símtölin. Þetta væri í raun anzi flókið og sem dæmi mætti nefna að dýrara væri að hringja hingað frá Svíþjóð en héðan. Guðmundur sagði ennfremur, að frá því að sjálfval til útlanda hefði verið tekið upp, hefði hagnaður af símkerfinu aukizt með betri nýtingu. Hagnaði sem þannig hefði skapazt, hefði verið varið til niðurgreiðslu á símaþjónustu innanlands alveg á sama hátt og hagnaði af langlínu- kerfinu hefði verið varið til niður- greiðslu á innanbæjarkerfinu. Nú væri verið að lækka gjald fyrir langlínusamtölin og í framtíðinni mætti búast við lækkun á gjaldi fyr- ir símtöl til útlanda. Færeyjar; Norðmaður ráð- inn forstjóri STJÓRN Norræna hússins í Fær- eyjum hefur ráðið Jan Klövstad frá Noregi forstjóra hússins frá 1. október næstkomandi til næstu fjögurra ára. Nítíu og einn umsækjandi var um stöðuna, þar af fjórir frá ís- landi, þau Lárus Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Arkitektafélags ís- lands, Knútur Bruun, lögfr., Margr- ét Rósa Dahl og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur. Benedikt Hallgrimsson ors í læknadeild háskólans í Calgary. Þau fluttu búferlum frá íslandi árið 1984. Benedikt varð eftir hér heima og ætlaði að ljúka stúdentsprófi frá MR en í kennaraverkfalli 1985 fór hann til Calgary og lauk þar tilskildu prófí og um haustið hóf hann nám í Háskólanum í Edmonton, Alberta. Benedikt er líklega eini íslendingur- inn sem grætt hefur tvö ár á kenn- araverkfalli. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikiUar eftirspumar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. _ fjármál eru okkarfag! UERÐBRÉFflVIÐSKIPTI V/ SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 w mjmmm m m^m • W EINIMOIA 3SMM CAMERA WITH F I t M MYNDAVEL FRÁ KODAK! Enn býöur Kodak nýjan valkost: Myndavél sem er einnota, 35 mm vél meö 400 ASA litfilmu. er handhægur gripur sem sniðinn er fýrir myndatöku utandyra. Hún er létt í hendi og í notkun og gæðin eru hreint ótrúlegl Allir geta tekið myndir á og hún fæst á öllum helstu filmusölustöðum. #" Engin þræðing eða losun filmu. Hentug í bílinn (hanskahólfiðl). • Þegar „hin" mynda- vélin bilar eða gleymist. Skemmtileg gjöf, skýrar myndir. • Kjörin fyrir börn eða byrjendur. Tilvalin í ferðalagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.