Morgunblaðið - 17.06.1989, Síða 60

Morgunblaðið - 17.06.1989, Síða 60
VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! JltiMrgamMafrifr J&ÆFáFÆAÍÆ? Efstir á blaði FLUGLEIÐIR $15 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Vélarvana báti komið til bjargar LEIT var gerð að manni á vélar- vana þriggja tonna báti frá ísafirði, Sæunni ÍS 103, í gær- kvöldi. Báturinn fannst skammt undan Barðanum um klukkan 22.30 og var maðurinn heill á húfi. Leit hófst laust eftir klukkan 18 en þá hafði heyrst óskýrt til manns- ins. Staðarákvörðun var ónákvæm1 en ljóst var að vél bátsins var biluð. Flugvél frá Erni svipaðist um eftir bátnum, ásamt mb. Unu í Garði sem var í grenndinni. Skömmu síðar fóru tveir bátar frá Flateyri, Magnús og Dýrfirðingur, til leitar og fundu þeir mann og bát. A ellefta tímanum voru þeir á leið með Sæunni í togi m Flateyrar í blíðskaparveðri. Slasaðist í bílveltu ROSKINN maður var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann hafði ekið bíl sínum út af veginum við Varmahlíð í Vestur- EyjaQallahreppi síðdegis á föstu- flag. Maðurinn var á austurleið á nýj- um Lancer skutbíl þegar hann missti vald á bílnum sem hafnaði í ræsi utan vegar. Hann var ekki talinn lífshættulega slasaður en meðal annars rifbrotinn. Bíllinn, sem aðeins hafði verið ekið 300 kílómetra, er mjög mikið skemmd- ur, að sögn lögreglu á Hvolsvelli. Trjám frá Eld- landi plantað hér á landi TRJÁM frá Suður-Ameríku hefur verið plantað í til- raunareit í Vestmannaeyjum og er það fyrsta skref verk- efhis um að finna hentugar plöntur fyrir sjávarþorp á Norðurslóðum. Jón Gunnar Ottóson, for- stöðumaður Rannsóknarstöðv- ar skógræktar ríkisins, segir loftslag í sjávarplássum á suð- ur- og suðvesturlandi vera mjög svipað og á Eldlandi, syðsta hluta Suður-Ameríku. Því sé hugmyndin að prófa plöntur þaðan, eins og Færeyingar hafi gert í nokkur ár með góðum árangri. Hann segir að til greina komi að hópur manna fari í leiðangur til Eldlands á næsta ári til að útvega fræ. m—’ Herdís Erna ásamt vinnufélögum í steypuskálanum. Morgunblaðið/RAX Konurnar komnar í steypuskálann ÞRJÁR konur starfa í sumar við almenna verkamannavinnu í Álverinu í Straumsvík. Þetta er í fyrsta skipti sem konur eru ráðnar til starfa í steypuskála álversins. Herdís Erna Gunnarsdóttir, sem er 22 ára nemi í matvælafræði við Háskóla íslands, er ein stúlknanna þriggja. Hún var spurð hvers vegna hún hefði sótt um vinnu hjá Álverinu í sumar. „í fyrstu sótti ég um vinnu við skúringar hérna,“ sagði Herdís Erna. „En mér bauðst starf í steypuskálanum og þáði það, enda alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt. Auk mín eru tvær aðrar stelpur um tvítugt verkakonur í steypu- skálanum í sumar.“ í steypuskála Álversins er tekið á móti fljótandi áli frá kerskálanum og mótað í 7 metra langa bita og svokallaða hleifa sem vega 20 eða 200 kg. Að sögn Herdísar Ernu er vinnan á stundum nokkuð erfið. „Það reynir mest á þegar við hreinsum blandofnana". „Við það eru notaðar 4 metra langar járnsköfur sem vega um 10 kíló. Það er mjög heitt við ofnana og er þetta án efa erfiðasta verkið.“ Aðspurð um hvemig vinnufélagarnir hefðu tekið henni sagði hún að sér hefði verið vel tekið. „Starfsbræður mínir eru bæði hressir og almennilegir og luma oft á skemmtilegum sögum,“ sagði hún. Erlingur Leifsson, deildarstjóri í steypuskála, sagði stelpurnar í steypuskálanum ekki vera eftirbáta karlanna. Auk þess hefðu þær samviskusemi, nákvæmni og alúð til að bera í starfi og síst bæri að lasta slíkt. Fjögur sjávarpláss á Vestfjörðum: Skulda um 2,5 miHjarða í útgerð og fiskvinnslu STÆRSTU atvinnufyrirtækin í Qórum sjávarútvegsplássum á Vestfjörðum búa við skuldastöðu upp á 2,5 miHjarða króna vegna rekstrarörðugleika í sjávarút- vegi. Hér er um að ræða fisk- vinnslufyrirtæki á Patreksfirði, þar sem stórt og glæsilegt fiysti- hús hefur verið lokað í tæpt ár og togari liggur bundinn við bryggju, Bíldudal, þar sem skort- ur á hráefni hamlar mjög rekstri, Þingeyri, þar sem víðtæk endur- skipulagning fer fram í erfiðri Útboð á störfum flugfreyja o g flugvirkja til athugunar FLUGLEIÐIR hf. hafa nú til at- hugunar að bjóða út þjónustu um borð í flugvélum og hluta við- halds flugvélanna. Talsmenn flugfreyja og flugvirkja telja að þessar hugmyndir séu settar fram til að þrýsta á félögin í yfir- standandi samningaviðræðum. Þegar hafa Flugleiðir boðið út __vinnu í hlaðdeild og við ræstingu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, flutn- inga til og frá Keflavík og matseld í flugeldhúsi. Þykir ráðamönnum góð reynsla vera af þessum útboð- um, auk þess sem það gæti minnkað líkur á rekstrartruflunum vegna vinnudeilna. Erla Hatlemark, formaður samn- inganefndar flugfreyja, segir það ekki vera tilviljun að þessar hug- myndir séu settar fram núna, á meðan báðar þessar stéttir eiga í samningaviðræðum við Flugleiðir. „Ef þetta er rétt, þá er það vægast sagt barnaleg hótun og ég tel að hún sé sett fram til að hræða fólk innan þessara stétta til hlýðni." Emil Eyjólfsson hjá Flugvirkjafé- laginu tók í sama streng. „Þetta ýtir alls ekki undir að samkomulag náist,“ sagði hann. Emil benti á að á þeim árum þegar rekstur Flugleiða gekk hvað verst hafi viðhaldið verið að hluta erlendis, en hafi verið kom- ið hingað heim þegar fór að ganga betur um 1981. „Það væri athugun- arefni hvort ekki er samband þar á milli,“ sagði hann. skuldastöðu og Suðureyri, þar sem gjaldþrot blasir við eins og i mörgum öðrum sjávarplássum, ef rekstrargrundvöllur sjávarút- vegsins verður ekki leiðréttur. I samtölum við forystumenn þess- ara fyrirtækja i vikunni kom skýrt fram að viðmiðunargrund- völlur fiskvinnslunnar sé rangur og engin lausn að auka stöðugt skuldir fyrirtækjanna. Sjávarplássin fjögur eru dæmi um fjölmörg sjávarpláss á lands- byggðinni sem búa við erfiða stöðu rekstrarlega og ótrygga afkomu og búsetu. Fólk er farið að flytja burt úr sjávarplássum af þessum orsök- um, en talsmenn atvinnulífsins kváðu mjög fast að orði í þeim efn- um í viðtölum við Morgunblaðið. Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði sagði m.a.: „Hinn langi tími án aðgerða stjórnvalda hefur leitt til mikils skaða sem sennilega verður aldrei bættur í efnahagslífi og bú- setu staðarins. Óvissan er orðin allt of löng, hreinlega óþolandi." „Eins og þessum rekstri er nú stakkur búinn er um hreina eigna- upptöku að ræða og það er verið að flæma athafnamenn úr rekstri í þjóðfélaginu," sagði Jakob Krist- insson, framkvæmdastjóri á Pat- reksfirði, og bætti við að með eigna- upptöku stjórnvalda á fyrirtækjum í sjávarútvegi væri verið að reka fólk burt úr sjávarplássunum á landsbyggðinni, en á sama tíma sætu ráðherrar og þegðu um vanda- málið árum saman. Magnús Guðjónsson, kaupfélags- stjóri á Þingeyri, sagði að staða íslensks sjávarútvegs minnti sig á grænlenskan sleðahund sem væri búinn að gefast upp en væri barinn áfram með allt of þungan sleða. Hann lagði áherslu á að smá- skammtalækningar dygðu ekki og ástandið væri miklu alvarlegra en fólk gerði sér grein fyrir. Baldur Jónsson, framkvæmda- stjóri á Suðureyri, sagði að á meðan stjórnvöld þyrðu ekki að taka ákvörðun um skynsamlega stjórn þjóðfélagsins hrönnuðust vanda- málin upp og gjaldþrot blasti við, „en hjálparhöndin, sem við bíðum eftir," sagði Baldur, „teygist bara og teygist og ekkert gerist."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.