Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JUNI 1989 41 Fræðslusamtök stofii- uð um Island og EB , STOFNUÐ hafa verið Fræðslu- samtök um ísland og Evrópu- bandalagið og samþykktar starfs- reglur samtakanna sem eru öllum opin. Á stofnfundinum voru kosnir 20 af 30 í ráð sem fara mun með málefni þeirra. Á stofnfundinum var skráð í hópa sem vinna munu að einstökum mál- efnum sem tengjast Evrópubandalag- inu og var ákveðið að í upphafi yrðu hóparnir fjórir en þeim flölgað eftir áhuga og þörfum. í starfsreglunum segir að stefnumið samtakanna komi fram í ávarpi frá 11. maí 1989. Félag- ar fá sent fréttabréf og annað fræðsiuefni, sem dreift er á vegum samtakanna og taka þátt í vinnuhóp- um og öðru starfi eftir eigin vali. Ráð samtakanna markar meginstefnuna og mótar starfsáætlunina. í því eiga sæti allt að 30 manns og skulu 2/3 valdir á stofnfundi, hina velur ráðið síðar. Ráðið endurnýjar sig sjálft, þ.e. kveður til fólk í stað þeirra sem hætta störfum. Ráðið tilnefnir tvo fulltrúa í „Samarbeitsudvalget for nordiske alternativer til EF“ og kýs sér sjö manna stjórn, sem annast tengsl við vinnuhópa er sinna af- mörkuðum verkefnum meðal annars útgáfu fréttabréfs. Stjómin kemur sér enn fremur upp tengiliðum sem víðast á landinu, sem haft verður samband við vegna fræðslufunda og annars starfs. í ráðið hafa verið kjörin: Ari Skúla- son, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Birgir Björn Siguijónsson, Gerður Steinþórsdóttir, Gissur Pétursson, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnar Guðbjartsson, Gunnlaugur Júlíusson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón R. Gunnarsson, Kristín Sigurðardóttir, Monika Karlsdóttir, Óskar Vigfússon, Pálmi Gíslason, Ragnar Arnason, Sigrún Jóhannesdóttir, Sjöfn Hall- dórsdóttir, Stefanía Traustadóttir, Vigfús Geirdal og Þóranna Pálsdóttir. (Úr fréttatilkynningu) a 67 Steindór Sendibflar Metsölublaó á hverjum degi! Láttu drauminn um luxusferðina rætast Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? í haustliggurleiðin til Thailands, í nítján daga ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allan tímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrren í Bangkok. Þar verður gist í 3 næturá fyrsta flokks hóteli, Hótel Ambassador. Boðið verðurupp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis, t.d. á fljótandi markað, I konungshöllina og í hof Gullbúddans. Vib fljúgum i skoðunarferð tilChiangMai 12. okt. fijúgum við til hinnarfornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þarerdvalið í 5 daga og gist á glæsihótelinu Mea-Ping, um leið og færi gefst á að kynnast landi og þjóð frá gjörólíkri hlið. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins -þar sem dvalið verður í 9 nætur á hinu spánnýja lúxushóteli Dusit Resort. Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda af nógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið hitastigið 23-30gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag ermeð ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverkií skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þúgeturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast. Að heimsækja Asíu. Iþessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofarþér örugglega að fara einhvern tíma afturl Verð i tvíbýlikr. 116.900,- Verð í einbýlikr. 136.200,- Innifalið í verði erflug, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn og allurakstur í Thailandi. Brottför: 08. október. Heimkoma: 26. október. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Ath. Hægteraðframlengja dvöl í Singapore. veðursins eóa nyn nm enaaiausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunarsemþérbjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag.-Frábært! Veðurerákjósanlegtáþessum tíma, Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91 -69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91-62-22-77. Akureyri: Skipagótu 14 • 96-2-72 00. Mega hf. Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 Pósthólf 1026, 121 Reykjavík Sfmi 622434 Telex 3071 zimsen is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.