Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÖIÐ LAUGARDAGUR LZ. JÚNÍ 1989 7 UjíJin AO.JÍvI llJ'UX'y I. w-1 , i i '•*.~() / ^ """ Kjarasamningar BHMR og ríkisins: Nefiid til að móta reglur um mat á starfskjörum Ríkissáttasemjari hefiir skipað þriggja manna nefiid til að setja starfsreglur um vinnubrögð, viðmiðanir og aðferðir við mat á starfs- kjörum opinberra starfsmanna í samanburði við sambærilegar stétt- ir á almennum vinnumarkaði, en ákvæði þar að lútandi eru í kjara- samningum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og ríkisins. í nefndinni eiga sæti Hólmgeir frá hvorum aðila nota tií að grund- Jónsson, framkyæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands, Yngvi Órn Kristinsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna, og Ólafur Öm Haraldsson, framkvæmdastjóri Gallup á íslandi, sem er formaður nefndarinnar. Starfsreglumar, sem nefndin mót- ar, mun stærri nefnd skipuð þremur valla mat á tilefni til leiðréttinga launa til handa háskólamenntuðum mönnum hjá ríkinu, en nefndin á að meta starfskjörin í heild, þar með talin ýmis hlunnindi, lífeyrissjóðs- réttindi og fleira. Samkvæmt samn- ingi BHMR og ríkisins á þriggja manna nefndin að skila áliti fyrir 1. júlí næstkomandi. Gjaldþrot blasir við Al- þj óðahvalveiðiráðinu GJALDÞROT blasir við Alþjóðahvalveiðiráðinu. í efnahagsskýrslu sem lögð var fram á ársfúndi ráðsins í San Diego segir að ráðið kornist í greiðsluþrot í maí 1990, miðað við óbreytt ástand. Um 10 milljóna tap var á rekstri ráðsins á síðasta starfsári. Ástæða þessa er aðallega sú, að aðildar- þjóðimar greiða ekki árgjöldin. 38 Sportkafar- ar í Naut- hólsvík BORGARRÁÐ hefiir sam- þykkt tillögu umhverfis- málaráðs um að Sportkaf- arafélag íslands fái aðstöðu í Nauthólsvík. Samþykkt er að félagið fái heimild til að reisa bráða- birgðahús í Nauthólsvík með þeim skilyrðum, það verði fjar- lægt, borginni að kostnaðar- lausu, þegar borgaryfirvöld fara fram á það. þjóðir eru í ráðinu. Ákveðið var að hækka árgjöldin um 50%. Framlag til vísindarannsókna var ákveðið 10,6 millónir króna, sem var 36% minna en vísindanefnd ráðsins fór fram á. Þetta getur haft áhrif á vinnu nefndarinnar við heildarmat hvalastofnanna sem fara á fram á næsta ári. Islenska ríkisstjómin hef- ur boðist til að hlaupa undir bagga með því að kosta aukafund vísinda- nefndarinnar haustið 1990 þar sem eingöngu á að meta stofnstærð lang- reyðar. Þá buðust íslensk stjórnvöld einnig til að halda ársfund ráðsins árið 1991. Áætlað var að hann yrði í Bretlandi, þar sem ráðið hefur baki- stöðvar, í lok júní. í stað þess verður hann í Reykjavík í byijun maí. íslendingar vildu fá fundinum flýtt. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur sagt að hann vonaðist eftir að hvalveiðiráðið gæti tekið afstöðu til heildarmats vísinda- nefndarinnar á hvalastofnunum á ársfundinum 1991, og endurskoðað hvalveiðibannið. Morgunblaðið/Sverrir Sjávarútvegshúsið á Skúlagötu 4 Húsið á Skúlagötu 4, stundum nefiit, útvarpshúsið, hefúr nú fengið nafiiið Sjávarútvegshúsið. í húsinu eru sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofiiun fiskiðnaðarins. Höfii, hús Fiskifélags íslands, er á milli Sjávarútvegshússins og Seðlabanka íslands. Loðnuveiðar mega hefiast 1. júlí: Sameiginlegur kvóti ákveðinn 900.000 tonn Hlutur íslands 662.000 tonn LOÐNUKVOTI til bráðabirgða fyrir upphaf veiða í sumar og haust hefur verið ákveðinn 900.000 tonn. Af því koma í hlut okkar íslend- inga 662.000 tonn samkvæmt samning okkar, Norðmanna og Græn- lendinga um skiptingu Ioðnustofiisins. Samningur þessi var gerður fyrir nokkru, en var nýlega staðfestur af hálfii stjórnvalda landanna þriggja. Veiðar úr stofninum, sem heldur sig í hafinu milli Grænlands, íslands og Jan-Mayen, mega hefjast fyrsta júlí og gildir bráðabirgðakvótinn frá þeim tíma til loka nóvember. Sam- kvæmt ákvæðum samningsins koma 11%, 99.000 tonn, í hlut Grænlands og Noregs, en 78%, eða 702.000 tonn í hlut okkar. Vegna jöfnunar frá síðustu vertíð færast frá okkur yfir til Norðmanna 40.000 tonn og verður hlutur þeirra því 139.000 en okkar 662.000 tonn. í október verður veiði- þol stofnsins kannað að nýju og ákvörðun um frekari veiðar tekin að því loknu. Veiðarnar mega hefjast fyrsta júli og verður íslenzkum skipum heimil veiði innan lögsögu Grænlands og Noregs. Skipin þurfa að tilkynna sig samkvæmt sérstökum reglum meðan þau eru innan lögsögu landanna og þurfa jafnframt að halda sérstakar afladagbækur innan grænlenzku lög- sögunnar. Dagbækur þessar munu Grænlendingar leggja til. Aðeins verða 25 erlendum skipum heimilar veiðar innan lögsögu okkar hveiju sinni. Það er svipaður fjöldi og verið hefur hér af norskum skip- um við landið í janúar og febrúar undanfarin ár samkvæmt sérstöku samkomulagi við Norðmenn. Ekki verða í upphafi ákveðin sér- stök vemdarsvæði vegna ungloðnu, en dreifing hennar verður könnuð frekar en verið hefur í leiðöngrum í júlí og ágúst. Að þeim loknum gæti komið til lokunnar svæða eins og dæmi eru til um. ÚTLITSGALLAÐIR OG FRYSTI- SKAPAR A LÆKKUÐU VERÐI Þessa dagana gefst tækifæri á að kaupa á góðu verði lítið útlitsgallaðar vörur frá Iberna og Calex. Um er að ræða kæliskápa, frystiskápa og sambyggða skápa með frysti og kæli. Einnig ísvélar. • ísskápar frá 19.400 krónum. • Skápar af ýmsum stærðum, jafnt fyrir heimili, fyrirtæki og sumarbústaði. HLJÐMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 tzr u ] 111111111111111111111 II — - I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.