Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 15
MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JUNI 1989 15 — Umsjónarmaður Gísli Jónsson 491. þáttur Umsjónarmanni hefur borist í hendur handhæg bók, Málfar í Qölmiðlum eftir Árna Böðv- arsson cand. mag. Útgefendur eru Morgunblaðið og Ríkisút- varpið. I þessa bók er margar og góðar leiðbeiningar að sækja, og leyfir umsjónarmaður sér að birta hér athyglisverða og fróð- lega grein úr bókinni: „Hlustun, „horfiin“. Sagnorð tákna athöfn, atburð eða eitthvað slíkt. Stundum þarf að mynda nafnorð af sögninni, svokallað sagnarnafnorð. Form slíkra nafnorða fer eftir formi og beygingu sagnorðsins. Við skynjum þetta, finnum það á okkur að af sögnum eins og „að kenna, spilla“ kemur ekki til greina að mynda nafnorð með endingunni (viðskeytinu) -un, orðmyndir eins og „?kennun, spillun" væru óhugsandi. Hins vegar eru nafnorðin kenning, spilling, rétt mynduð eftir því sem málkenndin segir okkur. Þetta er í beinu sambandi við beygingu sagnanna, þær eru í kennimyndum kenna-kenndi- kennt, spilla-spillti-spillt. Þessar sagnir hafa þátíðarend- inguna -di, -ti. Þessi dæmi verða látin nægja um þennan flokk. Hins vegar myndast nafnorð dregin af sögnum sem hafa þá- tíðarendinguna -aði oft með við- skeytinu -un: verslun, köllun, hlustun (af versla-verslaði, kalla-kallaði, hlusta-hlustaði). Þarna eru bein tengsl milli sagn- beygingarinnar og endingarinn- ar sem myndar nafnorðið. — Til fróðleiks má nefna að þessi end- ing var í máli fyrri alda -an: skipan, verslan, en það sést sjaldnast núorðið nema í fleirtölu (verslanir, skipanir). íslensk tunga hefur fleiri að- ferðir til að mynda sagnarnafn- orð. Stundum er notaður stofn sagnarinnar án sérstaks við- bótaratkvæðis, svo sem bros, gláp, skrif(t), heyrn, spá, sjá, sjón, af sögnunum brosa-brosti-brosað, glápa- glápti-glápt, skrifa-skrifaði- skrifað, heyra-heyrði-heyrt, spá-spáði-spáð, sjá-sá-sáum- séð. Við gætum farið yfir öll sagn- orð málsins, en allt bæri að sama brunni: Sagnir sem beygjast eins og „brosa, heyra, horfa, kenna, leggja“ mynda aldrei nafnorð með endingunni -un, en á hinn bóginn er hún algeng í nafnorð- um sem dregin eru af sögnum með þátíðarendingunni -aði (sbr. fyrrgreind dæmi). Þess vegna orka nafnorð eins „?brosun, heyrun, horfun“ á okkur á sama hátt og ef við rækjumst á þátíð- armyndirnar „?brosaði, heyraði, horfaði“, sem sé eins og beinar málvillur. Af þessum sökum er nafnorðið „?horfun“ rangt myndað. En hvað getur þá komið í þess stað? Við hlustum á útvarp (þátíð: hlustuðum) . og köllum athöfnina hlustun, rétt mynd- uðu nafnorði. Við horfum á sjónvarp (þátíð: horfðum). Sam- stofna sögninni „að horfa“ er nafnorðið horf, eins og bros er samstofna sögninni „að brosa“. Allir þekkja orðtakið „að halda í horfinu, halda horfi“ (= halda tekinni stefnu, úr sjómanna- máli), og því er „horf“ ef til vill ekki vel nothæft um athöfnina „að horfa á “. Hinsvegar er til nafnorðið áhorf, þýtt í orðabók Sigfúsar Blöndals: „(það að horfa á) Beskuelse, Betragtn- ing“. Eignarfallið „áhorfs" er alþekkt í „áhorfsmál“. Sambæri- leg orð (einnig hjá Sigfúsi) eru umhorf Omgivelser (fagurt umhorfs), viðhorf Forhold, Still- ing. Því er einboðið að leggja niður orðskrípið „?horfun“ um athöfn- ina að horfa á sjónvarp og tala heldur um áhorf: hlustun í út- varpi og áhorf í sjónvarpi, enda tölum við um útvarpshlust- endur og sjónvarpsáhorfendur.“ Kristín er útlent tökuheiti ættað úr grísku og merkir krist- in kona. Latneska gerðin vár- Christina. Kristín var helg mær, og seg- ir svo frá henni í Heilagra meyja drápu: Þrir höfðingjar þetta píndu þrifligt sprund á margar lundir. Trúðurinn lét, er týndi dáðum, tungu skera úr vífi jungu. Brúði hjó með sverði á síðu, saklaus gjörði hún drottni þakkir. Ástir fær af kærum Kristi Kristína fyrir þrautir sínar. Kristínar nafn er talið hafa borist til íslands frá Noregi og verður þess „fyrst vart hérlendis á 13. öld, í ætt Oddaveija“, seg- ir próf. Hermann Pálsson. Ein- hveijar fyrstu Kristínar þar fyrir utan eiga að hafa verið Kristín abbadís á Stað í Reyni- nesi 1332 og Kristín nunna í Kirkjubæ á Síðu, er þar var brennd 1343, fyrir það að hún hafði „gefist púkanum með bréfi“, segir í gömlum annál. Nafnið Kristín varð skjótt vinsælt á íslandi. Árið 1703 voru Kristínar 704 og nafnið í 7. sæti kvenna. Árið 1855 eru Kristínar 1.615, árið 1910 orðnar 2.286 og þá í 3. sæti (5,2%). Árin 1921-50 voru 2.075 meyjar skírðar Kristín (nr.3) og í þjóðskrá 1982 heldur það 3. sæti (4.756 alls). Það er enn geysivinsælt, skírðar 87 árið 1982 (nr.3) og 84 árið 1985 (nr.2). ^ Hlymrekur handan stældi úr ensku: Einn unglingur ólst upp í Við- ey með svo furðulegt snið, svo útflattur og grunnur, ófeitur og þunnur, að hann sást ekki, ef horft var frá hlið. Auk þess legg ég til að þið sendið mér nýtt orð um það fyr- irbæri sem við köllum bíla- leigubíl. Gallinn er sá að leigubíll er frátekið orð. Icy - vodka í Kaliforníu: 60 daga birgðir seld- ust á þremur dögum I athugun að auka við framleiðslugetuna ICY - VODKA gerir það nú gott á Bandaríkjamarkaði, þrátt fyrir harða samkeppni. I síðustu viku var Icy sett á markað í Kaliforníu og þangað sendar birgðir sem áætlað var að entust í 60 daga. Eftir þrjá daga var allt uppselt, að sögn Orra Vigfussonar, eins eiganda Sprota hf, sem framleiðir Icy. Vegna góðrar sölu vestra hefur Sprota hf nú borist pöntun upp á 430 þúsund flöskur og þarf 32 gáma, 40 feta, til að flytja þær vestur til Bandaríkjanna. Forráðamenn Sprota eru þegar famir að undirbúa stækkun verksmiðjunnar í Borgamesi, þar sem Icy er framleitt. Þessi pöntun verður afgreidd'frá Borgarnesi næstu vikumar, en að óbreyttu-er hægt að afgreiða þaðan tvo til þijá gáma á viku. Orri segir þessa pöntun vera mjög hæfilega, miðað við framleiðslugetuna nú, en 15 manns munu vinna við sjálfa átöppunina, sem fer fram hjá Mjólk- ursamlaginu í Borgarnesi. Orri segir að eftir þessar góðu viðtökur sé þeg- ar farið að líta eftir heppilegum tækjabúnaði til að auka við fram- leiðslugetuna í Borgamesi. Hægt er að auka framleiðsluna með því að vinna á vöktum, en viðbúið er að stækka þurfi átöppu'narverksmiðjuna og vilja forráðamenn Sprota vera við slíku búnir. Icy er sett á þijár flöskustærðir og er um að ræða hina nýju flösku- gerð sem tekin var í notkun í byijun þessa árs. Það era eins lítra flöskur, 0,75 lítra og smáflöskur sem seldar eru tólf saman í pakka. Söluverðmæti þessarar pöntunar á Bandaríkjamarkaði er um 380 millj- ónir króna, en cif verð héðan er á bilinu 80 til 85 milljónir. Orri Vigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri vafi á því, að mikil umfjöllun í fjölmiðlum vestur í Bandaríkjunum hefði haft sín áhrif á söluna. Þar hefur meðal annars verið rætt um baráttu um markaðinn og tíðrætt um Icy sem keppinaut Absolut og Stolichnaya, risanna á markaðnum. Sem dæmi um hörkuna í þessum viðskiptum, sagði Orri að búið væri að dreifa áróðri þess efnis að Icy væri alls ekki framleitt á íslandi. Af þeim sökum er nú að fara af stað kynning á Icy þar sem lögð er höfuð áhersla á að kynna það sem íslenska fram- leiðslu. „Það sem við erum fyrst og fremst að selja er ímynd. Hún kemur fram í flöskunni, sem undirstrikar tært og ómengað grannvatnið sem við notum í framleiðsluna. Áherslan er á að neytandinn sé að drekka tært og hreint gæðavodka." Fyrirtækið sem sér um sölu og dreifingu Icy í Bandaríkjunum, Brown Forman Corp., hefur ákveðið að veija 15 milljónum dollara, eða um 880 milljónum króna, til að aug- lýsa og kynna Icy - vodka í Banda- ríkjunum á næstu tveimur til tveimur og hálfu ári. Malbikun í Meðallandi Hnausum, Mcðallandi NÚ er verið að malbika sjö kíló- metra langan vegarkafla í Meðall- andi. Þrjú ár höfúm við ekið þarna á ómöluðu hraungijóti úr Skaftár- eldahrauni og mátti heita ófær vegur. Forstjórar Vegagerðarinnar æt- luðu að smeygja fram af sér að standa við samkomulag um að leggja klæðningu á þennan kafla í sumar með því að áætla í þetta sultarapp- hæð sem ekki þýddi að byija með. En svo fór, að nú era þessar fram- kvæmdir í gangi. En nákvæmt skyldi þetta samt allt vera hjá Vegagerðinni. Fáeinir metrar era að Eldvatnsbrúnni og er sá vegarkafli gerður fyrir malbik. Ekki mátti taka hann, aðeins halda sig við gijótveginn. Og svo varð hreppurinn að gefa vegavinnumönnum að borða og sjá þeim fyrir ráðskonu. Er vonandi að alls gtaðar sé svona nákvæmni í meðferð fjármuna ríkisins og sjálf- sagt er það. Okkur finnst samt að vegagerðarmenn séu hérna á sveit- inni, en það er víst búið að breyta lögum um sveitarómaga, þeir missa ekki kosningaréttinn. Vilhjálmur VAOHG^0^ svHGAP°Rt CARACA^- wo ot ^ bogo-ía Veröld oé bjoða þér lægstu fargjöldin til Ansturlanda og Sudur-Ameríku Meé sérsamningi \ið Britísh Airwavs býður Veröld lægstu fargjöldin tii helstu borga Asiu og Suður- I /i z WUN©tplI . " ' „nPl ferð v [ flusturstræti i 7, sími 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.