Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 JHwgmiÞIaMfc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6r sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Frelsi þjóða og sjálf- stæð menning Þjóðin vill festu og frjálslyndi Fjörutíu og fimm ár eru liðin í dag_ síðan lýðveldi var stofnað á íslandi. Stjórn- arhættir okkar breyttust ekki við það. Stjómarskrá lýðveld- isins var í meginatriðum hin sama og gilt hafði frá 1874 að bréyttu breytanda. Grann- þættir stjórnarfarsins era þrískipting valdsins og þing- ræðisstjórn. Mannréttindi era í heiðri höfð, atvinnufrelsi, ferðafrelsi, skoðana- og rit- frelsi. í efnahagsstjórn og að því er varðar hlut erlendra aðila í atvinnu- og efna- hagslifí er fylgt þrengri stefnu nú en í upphafi aldarinnar. Afskipti ríkisvaldsins era einnig meiri af atvinnumálum nú heldur en þá. Forsjár- hyggja og opinber skömmtun- ar- og haftastefna mátti sín mikils á valdatíma Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokks- ins á fjórða áratugnum. Sá hugsunarháttur sem þá setti sterkan svip á þjóðlífið má sin enn nokkurs. Núverandi ríkis- stjóm höfðar oft til hans. íslenska lýðveldið er eldra en alþýðulýðveldin í Kína og í Austur-Evrópu þar sem óánægja almennings með stjómarfar og stefnu ríkis- valdsins brýst frarn með margvíslegum hætti. Á fæð- ingardegi Jóns Sigurðssonar og þjóðhátíðardegi okkar ís- lendinga 1989 er full ástæða til að þakka þá þjóðargæfu, að yfir okkur skuli ekki hafa verið leiddir svipaðir stjómar- hættir og þeir sem varðir era með grimmdarlegri hörku í Kína og standa þjóðum hvar- vetna fyrir þrifum. Vissulega greinir okkur á um margt og þess sjást víða merki, að nauðsynlegt sé að taka til hendi með nýjum og frísklegri hætti við stjóm landsmála. Sú skoðun á við sterk rök að styðjast, að mis- vægi í atkvæðaþunga eftir búsetu manna raski um of rétti einstaklinga til að hafa áhrif á skipan Alþingis. Sagan sýnir að þeim mun meira sem þetta misvægi verður því erf- iðara reynist að mynda ríkis- stjóm sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. Era ekki hrópleg- ar óvinsældir þeirrar ríkis- stjómar sem nú situr og fjöldi þingflokka skýrar vísbending- ar um nauðsyn endurbóta? Þeir sem ganga fijálsir til starfa og leiks axla sjálfir meiri ábyrgð en hinir sem bíða aðeins eftir fyrirmælum og telja sig ekki mega gera neitt nema með heimild annarra. íslenska þjóðin hefur sótt kraft sinn í friðsamlega fram- göngu sína um aldir, menn- ingu, sögu og tunguna. Ekk- ert er flær íslenskum þjóðar- arfi eða upprana en ofríki og hömlur á tjáningar- eða mál- frelsi. í daglegum önnum gleymum við því oft, hve mik- ið við eigum það tungunni að þakka, að við njótum sjálf- stæðis og þeirra stjómarhátta sem við sjálf ákveðum. í dag hefst málræktarátak 1989 og hefur frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fylgt því úr hlaði með ávarpi til þjóðarinnar, þar sem hún bendir réttilega á, að „í rækt við móðurmálið, samþættingu tungu og menningar, hefur styrkur íslenskrar þjóðar jafn- an legið þegar mest reið á.“ Forseti telur mikið í húfi núna og bendir á náin samskipti við aðrar þjóðir vegna tækniþekk- ingar, ferðalaga og fjarskipta- tækni og segir: „Á slíkum tímum er brýnt að hafa í huga að sæmd okkar sem þjóðar felst í því að vera í senn full- gildur veitandi og þiggjandi í heimsmenningunni. Það get- um við því aðeins að við eigum sjálf öfluga og sjálfstæða menningu, sem skapar for- sendur til að njóta allra þeirra gæða sem mannheimur býð- ur.“ Sjálfstæð menning þróast ekki án frelsis. Á hinn bóginn þarf mikið viljaleysi til að hún verði brotin á bak aftur. Það sjáum við skýrast með því að líta til Eystrasaltsríkjanna, sem hafa nú í hálfa öld búið við sovéskt ofríki um tilraunir Kremlverja til að uppræta menningu þeirra, trú og tungu. Um leið og glufa myndast rísa íbúar landanna hins vegar upp í krafti tungu sinnar, menningar og trúar. Hlúum við íslendingar vel að þessum aflgjafa sérhverrar þjóðar og stöndum vörð um lýðræðislega stjórnarhætti mun okkur vel famast. eftir Þorstein Pálsson Fyrir tveimur vikum fór ég í ferð með ungum sjálfstæðismönnum i Gunnarsholt, ■ höfuðstöðvar land- græðslunnar, og að Gullfossi. Til- gangur ferðarinnar var að taka til hendi stund úr degi við gróðursetn- ingu og áburðar- og frædreifingu. Á þjóðhátíðardegi íslendinga 17. júní er ríkari ástæða en í annan tíma til þess að minna á skyldur okkar við landið. Það hefur verið einstakt ánægjuefni fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að fá tækifæri til þess að taka þátt í landgræðslu- átaki ungs fólks sem starfar í flokknum. Unga fólkið skilur og skynjar að það þarf meira en orðin tóm þegar rætt er um umhverfis- vernd og landgræðslu. Nýtt þjóðarátak í landgræðslu Verkefni af þessu tagi er e.t.v. ekki hluti af hversdagsumræðu stjórnmálanna en því gleðilegra er það að unga fólkið skuli taka þau svo alvarlega sem raun ber vitni. Að loknu verki við Gullfoss fórum við heim glöð í bragði. Á þessum þjóðhátíðardegi ættum við að strengja þess heit að blása til nýrr- ar samstöðu um nýtt öflugt þjóðar- átak í landgræðslu. Þar hljóta stjómvöld eðlilega að þurfa að hafa forystu á hendi en engum vafa er undirorpið að sam- tök fólksins í landinu geta lyft Grettistaki á þessu sviði. Islending- ar hafa sýnt jafnt á vettvangi heil- brigðis- sem félagsmála hversu öflugt starf fijálsra félagasamtaka getur verið. Óumdeilt er að meira hefur verið unnið að endurhæfingu, aðstoð við fatlaða og uppbyggingu í þágu aldr- aðra einmitt vegna þess að hér hafa verið sköpuð skilyrði fyrir frjáls félagasamtök að takast á við verkefni af þessu tagi. Þetta þarf einnig að gerast í umhverfis- og landverndarmálum. Og einmitt Staðfest var niðurstaða héraðs- dóms hvað varðar mörkin sunnan Tungnaár, sem markist af Kirkju- fellsósi, Kirkjufellsvatni og Há- barmi að Torfajökli en hrundið var þeirri niðurstöðu héraðsdóms að Skaftártunguhreppur öðlist rétt til afrétta norðan Tungnaár, svæðis sem nær frá Kirkjufellsósi að Þveröldu, við austurbotn Þóris- vatns, og þar með yfír hluta Veiði- vatna. Landmanna- og Holtahrepur höfðu nýtt hið umdeilda svæði norðan Tungnaár en Skaftár- tunguhreppur höfðaði mál til að fá markalínur færðar á grundvelli skjals frá 1886. Á því skjali byggði undirréttardómur niður- stöðu sína en um það fjallaði Hæstiréttur ekki. í niðurstöðum meirihluta Hæstaréttar, Guðrúnar Erlendsdóttur, Hrafns Bragason- ar, Haralds Henryssonar og Arn- síðustu vikur og daga höfum við séð_ kraftmikið átak í þá veru. Á 1100 ára afmæli íslandsbyggð- ar hófst sérstakt landgræðsluátak, þjóðargjöfín svonefnda, en því fer þó fjarri að skuld okkar við landið sé að fullu greidd. Þvi þarf að heíja merkið á loft á nýjan leik. í þessu máli þarf ekki að draga þjóðina í pólitíska dilka. Þar á hún að geta sameinast um verðugt og brýnt verkefni. Skuggi upplausnar áþjóðhátíð Sannarlega er það svo að þjóðin stendur frammi fyrir íjöimörgum mikilvægum verkefnum á þessum þjóðhátíðardegi sem endranær. En sá skuggi hvílir yfir þjóðhátíð að þessu sinni að nú ríkir meiri upp- lausn og óvissa í stjórnmálum en um langan tíma. Þó að þess sé ekki að vænta að unnt verði að sameina þjóðina um öll þau verk sem við blasa með sama hætti og um landverndina og landgræðsluna hljótum við að viðurkenna að við höfum um of slitið í sundur kraft- ana og veikt afl okkar til átaka í þjóðmálum. Alþingi íslendinga er hinn lýð- ræðislegi vettvangur löggjafarvalds og skipunar æðstu stjórnar fram- kvæmdavaldsins í landinu. Eftir síðustu kosningar var afli stjórn- málaflokkanna dreift meir en áður á Alþingi og fullreynt er að ekki er unnt að mynda starfhæfa stjórn eins og Alþingi er nú skipað. Þriggja eða fjögurra flokka ríkis- stjómir hafa aldrei tryggt þá festu í stjórnmálum sem nauðsynleg er í landinu. Það er meðal annars með hliðsjón af þessum aðstæðum sem miðstjóm Sjálfstæðisflokksins krafðist þess í vikunni að gengið yrði til kosninga á ný þannig að unnt yrði að mynda nýja ríkisstjóm áður en Alþingi kæmi saman í haust. En þar kemur auðvitað margt fleira til, en þó fýrst og fremst að vinstri stefna núver- ljóts Björnssonar setts hæstarétt- ardómara, segir meðal annars að Skaftfellingar hafi ekki leitt í ljós að þeir hafi átt upprekstrarrétt á hinu umdeilda svæði norðan Tungnaár og verði kröfur þeirra um tiltekin merki á þessu svæði með hliðsjón af rétti til afréttar- nota ekki teknar til greina. Síðan segir: „Miðað við þessa niðurstöðu um að gagnáfrýjandi eigi ekki afréttarland ofan Tungnaár þykir, eins og kröfu- gerð er háttað, skorið úr deilu aðila máls þessa um mörk afrétta ofan Tungnaár og ekki efni til að ákveða frekari mörk landsvæða í máli, sem eingöngu er á milli þess- ara aðila. Kröfu [Rangæinga] varðandi mörk við Tungnaá er því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi." Guðmundur Jónsson forseti Hæstaréttrar skilaði sératkvæði þar sem hann segist telja að rekst- andi ríkisstjórnar sem kennd er við félagshyggju hefur leitt til mikils ófarnaðar fyrir heimilin í landinu og hag atvinnufyrirtækjanna. Trúnaður brotínn Ríkisstjórnin braut trúnað við fólkið í landinu í kjölfar kjarasamn- inga fyrir skömmu. Hún hét laun- þegum því að unnt yrði að standa við þá kaupmáttaraukningu sem kjarasamningarnir kváðu á um. Og ráðherrarnir lýstu því yfír að engra frekari efnahagsaðgerða væri þörf sem breyta myndu forsendum kjarasamninga. Gagnvart atvinnu- fyrirtækjunum lýsti ríkisstjórnin því hins vegar yfír að hún ætlaði að beita sér fýrir frekara gengissigi og kaupmáttarskerðingu til þess að tryggja betri afkomu þeirra. Ollum var ljóst að ríkisstjómin ætlaði sér að svíkja yfirlýsingamar gagnvart báðum þessum aðilum. Það er einmitt þessi trúnaðarbrest- ur sem er ein helsta undirrót þeirr- ar óvissu og upplausnar sem þjóðin stendur frammi fyrir á þessum þjóð- hátíðardegi. Ekki er um það deilt að krafan um nýjar kosningar á hljómgmnn á meðal fólksins í landinu, því að það vill fá tækifæri til þess að skipa Alþingi á þann veg að unnt sé að mynda sterka og starfhæfa ríkis- stjóm. Ósk um lrjálslynda, sterka stjóm Skoðanakannanir að undanfömu hafa sýnt mjög mikla fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins og ein þessara kannana hefur gefið til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta ef nú yrði gengið til Alþingiskosninga. Rétt er af þessu tilefni að minna á, engu síður en þegar vindamir blása á móti, að menn vinna ekki stjómmálasigra í skoðanakönnunum heldur í kosn- ingum. Óhætt er að fullyrða að þessar kannanir sýna að Sjálfstæðisflokk- ur málsins sé ekki byggður á lög- um um landamerki heldur sé í raun uppi ágreiningur um hvar eigi að draga mörk á sviði stjóm- sýslu milli hreppanna. Því eigi lög um afréttarmál, fjallaskil og fleira við. Ágreiningurinn beri því ekki undir dómstóla, heldur félags- málaráðuneyti, og beri að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Skaftfellingar í landvinningum Árni Grétar Finnsson hrl, lög- maður Landmanna- og Holta- hrepps, sagði í samtali við Morg- unblaðið telja að þar sem Hæsti- réttur neiti Skaftártugnuhreppi um aðgang að afréttum norðan Tungnaár hafi í raun verið stað- fest að sýslumörk liggi um Tungnaá. Hann sagði að niður- staðan væri í samræmi við dóm- sátt frá 1951, sem Hæstiréttur hafí miðað við 1955 og 1981 þeg- ar fjallað var um afréttinn. Því hafi hvomgur aðila í raun öðlast rétt eða misst réttar. „Skaftfell- ingar voru í landvinningum á grundvelli skjals frá 1886 en öll- Þorsteinn Pálsson „Óhætt er að fiillyrða að þessar kannanir sýna að Sjálfstæðis- flokkurinn hefiir að fullu náð fyrri styrk, en fylgi hans undanfarna tvo áratugi hefiir að meðaltali verið á milli 37 og 38%. Þetta er gríðarlega mikill árangur á skömmum tíma eftir mikið áfall í kosningum.“ urinn hefur að fullu náð fyrri styrk, en fylgi hans undanfarna tvo ára- tugi hefur að meðaltali verið á milli 37 og 38%. Þetta er gríðarlega mikill árangur á skömmum tíma eftir mikið áfall í kosningum. Það er auðvitað gleðiefni að sjá sveiflur, jafnvel verulegar sveiflur, upp fyrir þetta gamla rótgróna fýlgi. En auðvitað geta þær komið og farið í ölduróti stjómmálaátak- anna. Kjami málsins er sá að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur endurheimt fýrir styrk sinn og getur í trausti þess gengið til þeirra verka sem nú blasa við. Að baki liggur ósk fólksins um styrka, frjálslynda stjóm. Verkefixi sem við blása Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur lagt áherslu á að sjóðakerfi um þeirra kröfum er hafnað," sagði hann. Meira ódæmt en dæmt „Það er meira ódæmt en dæmt,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson hrl, lögmaður Skaftár- tunguhrepps. Það er sagt að um- bjóðandi minn hafi ekki leitt í ljós að hann hafi átt upprekstrarrétt norðan Tungnaár og því verði kröfur hans um tiltekin merki á því svæði ekki teknar til greina. Þá er sagt að ekki sé tilefni til að ákveða frekari mörk í máli sem er eingöngu á milli þessara aðila. Með þessu er verið að gefa í skyn að þama sé deilt um sýslumörk en úr því er ekki leyst í málinu. Síðan segir að kröfu Rangæinga um mörk norðan Tungnaár sé líka vísað frá héraðsdómi. Ég les þetta þannig að það sé alls ekki tekin nein afstaða til neinna merkja á milli aðilanna norðan Tungnaár og að það felist í þessu að ekki sé verið að leysa úr um sýslu- mörk. Meira er ekki sagt í þessum domi. Það er ekki dæmt um sýslu- mörk milli aðilanna, né efnislega um veiðiréttinn þannig að málið er allt galopið ennþá.“ Hæstiréttur: Ekki fallist á tilkall Skaftártungu- hrepps til svæðis norðan Tungnaár HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm um mörk milli afréttar- landa Landmannahrepps og Holtahrepps í Rangárvallasýslu og eigenda og ábúenda Næfurholts og Hóla annars vegar og Skaftárt- unguhrepps í Vestur-Skaftafellssýslu hins vegar. Dregin eru merki milli afréttarlanda hreppanna norður að Tungnaá en ekki er fal- list á tilkall Skaftfellinga til upprekstrarréttar norðan Tungnaár. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 -------------------------—------- núverandi ríkisstjórnar verði þegar í stað brotið niður. Það er farvegur fyrir millifærslur, uppbætur og gengisfölsun með svipuðum hætti og alræmdustu vinstristjórnir fyrri tíma stóðu að. Á móti leggur Sjálf- stæðisflokkurinn áherslu á almenn- ar aðgerðir, þar á meðal stuðning Byggðastofnunar við einstök byggðarlög í landinu og skattalegar ráðstafanir til þess að auðvelda uppbyggingu eiginfjárstöðu íslenskra atvinnufýrirtækja.' Um leið er lögð á það rík áhersla að hafíst verði handa með nýjum vinnubrögðum um aðhald og spam- að í ríkisrekstri þar sem ríkisstjórn- in gangi á undan með samruna og fækkun ráðuneyta. En núverandi ríkisstjóm stefnir því miður í þver- öfuga átt og hefur tilkynnt að hún ætli sér strax í haust að fjölga ráðu- neytum. Ætli flestir sjái ekki í hendi sér, þegar ríkisstjórnin gengur á undan með slíku fordæmi, að þess er ekki að vænta að árangur náist neðar í stjórnkerfínu um aðhald og sparnað. Éftir höfðinu dansa limirn- ir. ——-r— Unnið við að skipta um fremstu hreyfílblöðin og diskinn sem þau eru fest í á Eydísi, annarri Boeing 737-400 þotu Flugleiða, hjá Sabena í Bríissel í gær. Sjálfstæðisflokkurinn vill með öðrum orðum gefa fyrirheit um ábyrga fjármálastjórn. Það verða ekki gefin út kosningaloforð sem ekki verður unnt að standa við. En ljóst er að um leið og ný ríkisstjórn verður mynduð þarf að afnema það eignarskattsóréttlæti sem núver- andi ríkisstjóm ákvað á síðasta þingi þó að lítillega hafi verið dreg- ið úr því fýrir kröfu sjálfstæðis- manna undir þinglokin. Þannig blasa verkefnin við á þessum þjóðhátíðardegi íslendinga. Sannarlega getur þjóðin sameinast um ýmis mikilvæg málefni og fólk- ið sjálft haft forgöngu um þau. En til þess að skapa megi nauðsynlega festu í stjórnarháttum og koma fram breyttri stjórnarstefnu er nauðsynlegt að kjósa nýtt þing og mynda nýja ríkisstjóm. Því miður bendir ýmislegt til þess að stjórnar- flokkarnir ætli á hinn bóginn að ögra almenningsálitinu í landinu með því að hóta áframhaldandi setu og áframhaldandi óbreyttri stjórn- arstefnu með fjölgun ráðuneyta, fjölgun stjómarflokka og fjölgun ráðherra. En þjóðin gerir sér grein fyrir því að áframhald þessarar stefnu eykur upplausn, grefur undan efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Krafan um nýjar kosningar er því eðlileg ósk á þjóðhátíðardegi. Höfundur er formaður Sjálfstæðis- Ookksins. Flugleiðir greiða 15 milljónir í leiguvélar Búist við helmingi áætlunarferða á réttum tíma í dag KOSTNAÐUR við leiguvélar, sem Flugleiðir hf hafa fengið til að halda uppi ferðum á meðan Boeing 737 - 400 vélamar nýju em kyrrsettar og vegna bilana annarra flugvéla, fer yfir 15 milljónir króna, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flug- leiða. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að smám saman værí að komast lag á áætlunarferðir félagsins til út- landa, þó væri vart við að búast að meira en helmingur ferðanna yrði á réttum tíma í dag. Auk kostnaðarins við leiguflug- vélarnar hefur félagið þurft að leggja út aukakostnað vegna flutn- ings farþega á milli borga í Evrópu með öðram flugfélögum og fyrir uppihald farþega á hótelum vegna tafa á flugi. Þá er ótalið tap vegna glataðra viðskipta og skýrist ekki fyrr en að nokkram tíma liðnum. „Við gerum ráð fyrir að þessi áföll hafí áhrif á markaðinn eitthvað fram í tímann,“ sagði Einar. Þveralda , Landmanna- og Holtahreppar og eigendur jarðanna Næfurholts og Hóla í Rangárvallahreppi (stefndu) Dómkrafa: G-H-I-Tungnaá-J-K-L-M Námsk ríslarmynni jd. ^^-^T'^n-Kirkjufellsos jj^krafaí G_F_E Skaftártunguhreppur (stefnandi) HÆSTIRÉTTUR STAÐFESTI L-K-J • Strútslaug E Mýrdalsjökull 10 15 km Fulltrúi félagsins situr fundi í London með fulltrúum annarra flugfélaga, sem eiga Boeing 737 - 400 flugvélar og framleið- endum hreyfla vélanna, þar sem rætt er um hver eigi að bera kostn- að við breytingar á hreyflunum, vegna frátafa og hvemig þessi kostnaður skiptist á félögin og framleiðendur. Á miðvikudag var ein leiguflug- vél í föram fyrir Flugleiðir, tvær á fímmtudag, þijár í gær og búist er við einni í dag og á morgun. Byrjað á breyt- iiignnum 1 Briissel Brfissel. Frá Kristófer Má Kristinssyni fréttaritara Morgnnblaösins. BÁÐAR Boeing 737-400 þotur Flugleiða, Aldís og Eydís, komu hingað til Briissel í gær, þar sem hreyflum þeirra verður breytt í samræmi við skilyrði bandarísku flugmálastjórnarinnar. Annast belgíska flugfélagið Sabena breyt- ingarnar. Hófu flugvirkjar vinnu við Eydísi strax í gærmorgun en þess er vænst að vinna við Aldísi hefjist á morgun. Er búist við að Eydís fari frá Bríissel í byrjun næstu viku en Aldís síðar í vikunni. Fulltrúar Sabena sögðu ekki ljóst, hve langan tíma það tæki að breyta hreyflunum en skipt verður um fremstu hverfilblöð og disk sem þau festast í, þá er aflgjöf hreyflanna stillt þannig að hámarksknýr hvers þeirra minnkar úr 23.500 pundum í 22.000 pund. Við cndurifýjunina á hreyfilhlutum þotna Flugleiða verður í fyrsta skipti beitt þeirri aðferð að skipta um þá án þess að taka hreyf- lana af vélunum. Þurfi ekki að taka hreyflana af flugvélunum, má reikna með því að Eydís fari frá Brassel í byijun næstu viku en Aldís síðar í vikunni. Kosning- ar til Evrópuþingsins í Belgíu á sunnudag teíja þá vinnu við vélam- ar, því að flugvirkjamir eiga yfir höfði sér sekt ef þeir fara ekki á kjör- stað. Verkfræðingar fylgjast grannt'' með verkinu meðal annars til að ganga úr skugga um að aðferðin standist allar kröfur. Ef vel tekst til er talið fullvist, að þessari sömu að- ferð verði beitt við þær 32 vélar af þessari gerð, sem era nú í notkun í heiminum, og verður að breyta. Varaformaður Félags ísl. Atvinnuflugmanna: Áhaftiir hliðra til í flestum tilvikum - fari vaktatími fram úr hámarksvinnutíma VAKTATÍMI flugáliafna hefur oft farið fram úr hámarksvinnutíma og í flestum tilfellum hefíir áhöfnin hliðrað til, þannig að lokið er við flug, að sögn flugmanna. „Það hefði verið ljómandi gaman að sjá lista yfir öll þau tilvik þar sem Flugleiðum hefur verið hjálpað, við hliðina á fréttinni af millilendingunni í Glasgow. En það þykir ekki frétt- næmt,“ sagði Gunnar H. Guðjónsson varaformaður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna við.Morgunblaðið. DC 8 þota Flugleiða, sem var í leiguflugi frá Spáni og átti að flúga til íslands í einum áfanga, varð að millilenda í Glasgow vegna þess að vaktatími áhafnarinnar hefði fyrirsjá- anlega farið fram úr hámarks- vinnutíma ef haldið hefði verið áfram til íslands. Var beðið í Glasgow með- an ný áhöfn kom frá íslandi. „Öll flugfélög þurfa að sæta samn- ingum við sitt starfsfólk," sagði Gunnar og bætti við að áhöfnum væri í sjálfvald sett hvort þær færu eftir sínum samningum. „í þessu til- felli var raunar séð fyrir við brottför að vakttími myndi fara klukkutíma fram úr hámarkstíma sem er 14 tímar. Það stefndi í 15 tíma og ég hugsa að flestum þætti það nægileg- ur vakttími," sagði Gunnar. í fréttum hefur komið fram að hámarksvinnutími áhafna væri 9 klukkutímar, og í þessu tilfelli hefði vinnutíminn farið 7 mínútur framyfir það, ef flogið hefði verið til íslands. Gunnar sagði að þama væri ruglað samnn vinnutíma og flugtíma. Þá sagðist hann ekki vita hvaðan mínú- tumar 7 kæmu, umframtíminn hefði orðið nálægt klukkutíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.