Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 34
m MORGUNBLAPIÐ LAUGARÐAGUR 17. JÚNÍ 1989 Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrstu stúdentarnir voru brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í gær, en við það tækifæri var bókasafii skólans einnig opnað formlega. AJIs voru útskrifaðir tíu iðnrekstrarfræðingar við fyrstu brautskráninguna. Tíu iðnrekstrarfræðingar fengu afhent prófskírteini: Fyrsta brautskráning Háskólans á Akureyri FYRSTU iðnrekstrarfræðingamir voru brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í gær, en jafnframt var bókasafn skólans formlega opnað. Athöfnin fór fram í húsi Háskólans við Þórunn- arstræti að viðstöddum Qölmörgum gestum. Haraldur Bessason rektor Háskólans setti athöfiiina, flutt var tónlist, stúdentar brautskráðir og ávörp voru flutt. Menntaskólinn á Akureyri: Stúdentar brautskráðir Jóhanna Bogadótt- ir sýnir í Möðru- vallakjallara UM 120 stúdentar verða braut- skráðir frá Menntaskólanum á ' Akureyri í íþróttahöllinni á morg- un, laugardag, og hefst athöfiiin kl. 10.00. Við útskriftina mun kvartett skipaður stúdentum sem eru að útskrifast af tónlistarbraut skólans flytja nokkur lög. Að venju koma margir gamlir stúdentar til bæjarins, en fulltrúar afmælisárganga munu flytja ávörp við athöfnina. Gestur Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd 60 ára stúdenta, Bergur Sigur- bjömsson fyrir hönd 50 ára stúdenta og Steinunn Bjarmann fyrir þá sem halda upp á 40 ára stúdentsafmæli sitt. Fyrir hönd 25 ára stúdenta talar Þráinn Þorvaldsson og Kara Guðrún Melstað fyrir 10 ára stúdenta. Á milli kl. 14 og 16 verður opið hús í gamla skólanum þar sem gaml- ir nemendur og nýir geta hist og spjallað saman, drukkið kaffi og nartað í smákökur. í Möðruvallakjall- ara hófst myndlistarsýning Jóhönnu Bogadóttur, en hún heldur nú upp á 25 ára stúdentsafmæli sitt. Þetta er fimmta sýning Jóhönnu á Akureyri og verður hún opin frá kl. 12-22 fram til 18. júní. -r Á sýningunni, sem haldin er í tengslum við hátíðarhöldin, em 30 verk, málverk, teikningar og grafík. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir. Landssamband eldri borgara stofiiað Stofnfundur Landssambands eldri borgara verður haldinn á Akureyri á mánudag, 19. júní. Fundurinn hefst kl. 12.30 á Hótel KEA og á hann koma fulltrúar frá flestum starfandi félögum aldraðra á landinu. Aðalsteinn Óskarsson formaður Félags aldraðra á Akureyri sagði að um 14 þúsund manns væm starfandi í félögum aldraðra víðs vegar um landið og mönnum hefði þótt mikil- vægt að stofna með sér landssamtök. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Alls vom tíu iðnrekstrarfræðingar brautskráðir frá skólanum, fjórir af markaðssviði og sex af framleiðslu- sviði. Hæstu meðaleinkunn hlaut Sigmundur Ófeigsson nemandi á framleiðslusviði, 8,82. Stefán Jóns- son forstöðumaður rekstrardeildar sagði í ávarpi sínu að upphaf há- skólakennslu á Akureyri hefði borið brátt að og ekki hefðu verið ráðnir fastir kennarar að skólanum strax og því þurft að leita til fjölmargra um kennslu oft með litlum fyrirvara. Þrjátíu og tveir kennarar önnuðust mestalla kennslu þeirra iðnrekstrar- fræðinga sem brautskráðust frá skól- anum í gær, en auk þess fluttu um tíu í viðbót einstaka fyrirlestra, þann- ig að yfir fjömtíu manns hafa komið nærri kennslu stúdentanna. Heima- menn bám hitann og þungann af kennslunni, en einnig var leitað til fyrirlesara að sunnan í nokkmm til- vikum. Allmörg fyrirtæki á Akureyri aðstoðuðu í sambandi við lokaverk- efni og vinnustaðaheimsóknir, en einnig var farið í fyrirtæki á Dalvík, Grenivík, Sauðárkróki, í Mývatns- sveit og í Reykjavík. Stefán gerði grein fyrir uppbygg- ingu námsins og því sem á döfinni er, en í ljósi fenginnar reynslu hefur ýmislegt í náminu verið endurskoð- að. Sett hefur verið upp ný braut, rekstrarbraut, en um 70% kennsl- unnar em sameiginleg iðnrekstrar- brautinni. Námið hefur verið lengt í 70 einingar og fer kennsla nú fram á tveimur ámm og er það í samræmi við þá breytingu sem Tækniskólinn hefur gert á námsefni sínu. „Það er von mín að nú á næst- unni verði undirbúin áframhaldandi menntun fyrir þá sem ljúka tveggja ára námi í rekstrardeild eða samsvar- andi námi og er þá helst litið til þess að sumir áfangar í sjávarútvegsfræði geti nýst að hluta eða í heild í því framhaldi," sagði Stefán, og síðar sagði hann að á tveimur ámm næði skólinn ekki að marka djúp spor í umhverfi sitt, en hann væri þess fullviss að háskólinn yrði stór þáttur í bæjarlífinu og myndi leggja sitt af mörkum til að snúa við óheillaþróun sem nú væri í byggðamálum þjóðar- innar. Haraldur Bessason rektor lagði á það áherslu í ræðu sinni að styrkja beri þær deildir sem þegar em komn- ar við Háskólann á Akureyri, fremur en §ölga deildum skólans. Hann sagði einnig mikilvægt strax í upp- hafí að stefna að því að í framtíðinni verði hægt að ljúka framhaldsnámi við skólann og nefndi masterspróf og síðar doktorspróf í því sambandi. Við það sagði hann að samstarf við aðrar stofnanir yrði virkara. ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður á ferðinni um Norðurlandi eftir helgina. A Akureyri verður haldinn fundur í Kaupangi við Mýrarveg kl. 20.30 á mánudagskvöld, en ásamt Þorsteini verður Halldór Blöndal alþingismaður með í för. Á þriðjudagskvöld verður fundur í fjarvem Svavars Gestssonar menntamálaráðherra talaði Árni Gunnarsson skrifstofustjóri sem sagði m.a. að tímamót væm í stuttri sögu skólans, starf hans hefði þegar skilað árangri og þakkaði hann það ötulu og markvissu starfi starfs- manna hans. í Þórsveri á Þórshöfn og hefst hann kl. 20.30 og á sama tíma á miðvikudagskvöld verður fundað í Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Tómas Ingi Olrich mætir á fundina á Þórshöfn og Raufarhöfn. Á fundunum verður rætt um viðhorfið í þjóðmálum og stöðu landsbyggðar. Verð kr. 100,- Orð dagsins, Akureyri. Hentugt hústil sölu Vel staðsett 550 fm iðnaðar- eða verslunarhús á Fjöln- isgötu 1a, Akureyri. Upplýsingar gefa Víkingur Antonsson í síma 91- 656703, Guðm. ÓskarGuðmundsson ísíma 96-21441. Bókasafii Háskólans á Akureyri: FJöImargar gjafír hafa borist BÓKASAFN Háskólans á Akureyri var formlega opnað við braut- skráningu stúdenta i gær. Sigrún Magnúsdóttir bókavörður sagði í ávarpi sínu við opnunina að safhið væri ungt að árum, en mark- viss uppbygging þess hófst haustið 1988. Áætluð bókaeign safiis- ins er á Qórða þúsund bindi bóka, einkum bækur í þeim greinum sem kenndar eru við skólann, en auk þess bókagjafir sem safiiinu hafa borist. Bókasafnið hefur einnig tengst gagnabrunni, Dialog, sem er eitt stærsta kerfi gagnagrunna í heiminum með 150 milljónir færslna úr 300 gagnabrunnum á öllum efnissviðum, auk alls texta úr 450 tímaritum og dagblöðum. Sigrún gerði grein fyrir þeim bókagjöfum sem skólanum hafa borist að undanförnu. Hjónin Kristín Bjamadóttir og Rögn- valdur Möller kennari frá Ólafs- firði gáfu skólanum bókasafn sitt, en þar er m.a. að finna Sjómanna- blaðið Víking frá upphafi. Ekkja Geirs Jónassonar bókavarðar á Landsbókasafni, Kristín Jónas- dóttir, gaf safn þeirra hjóna og dr. Einar Siggeirsson hefur gefið skólanum bókasafn sitt. Fanney Guðmundsdóttir og Friðrik Magn- ússon hæstaréttarlögmaður gáfu safninu Stjórnartíðindi allt frá árinu 1878 til 1988. Valgarður Baldvinsson bæjarritari gaf safn- inu Fjármálatíðindi frá upphafi, en sú gjöf hefur þegar komið stúd- entum að góðum notum. Bókaforlag Odds Björnssonar færði skólanum veglega bókagjöf í fyrradag og sagði Sigrún gjafir væntanlegar frá fleiri bókaforlög- um. Auk bókagjafa hafa skólan- um borist peningagjafir, m.a. frá Akureyrarbæ, Kaupfélagi Eyfirð- inga, Útgerðarfélagi Akur- eyringa, Sparisjóði Akureyrar og Amarneshrepps og frá Lands- banka Islands. Þorsteinn Pálsson á ferð um Norðurland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.