Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 56
58 MORfrUNBLAÐIÐ I-AUQAfiDAGUR 17..JÚNÍ 1989 „ Ttxr&u og opna2>ú utidLymo-r, a. me&ar\ mcxmma. þin er a5 eldLa.. ég v)Le.Kk.\ oj5 slökkviiiSib komi cg brjóti pser upp meb exi-" Hvernig smakkast fískur- inn? Með morgimkaffinu ir mínir ...? HÖGNI HREKKVISI „e>AMA pó bg kevki ?" Þessir hringdu . . . Gamall húsgangur Spurt var eftir vísu í Velvakanda 14. júní og höfðu fjölmargir sam- band. Ýmsar útgáfur eru til af vísu þessari en hún var sungin undir sama lagi og sálmurinn Vor Guð er borg á bjargi traust. Kona, sem hafði samband, sagði að slíkar vísur hefðu verið nefndar „druslur" og notaðar til að æfa sálmalög þar sem ekkert var hljóðfæri, því það hefði verið talin synd að syngja sálminn sjálfan við svo fátæklegar aðstæður. Enginn vissi hver höf- undur vísunar var. Flestir höfðu vísuna þannig: Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk undirdjúpin að skyri. Fjöll og hálsar að floti og tólg Frónið að kúasmjéri. Uppfyllist óskin mín, öll vötn í brennivín. Akvavit áin Rín eyjarnar tóbaksskrín Sýrland að silfurkeri. Sumir höfðu seinna erindið þannig: Uppfyllist óskin mín, öll vötn í brennivín, Holland að heitum graut, helvíti gamalt naut, Grikkland að grárri meri. Öryrkjar verði látnir vita Helga hringdi: „Mér þykir illa komið fram við öryrkja. Þeir þurfa að fá endurmat á örorku sinni á tilteknum fresti. Hafi þeir ekki slíkt endurmat fá þeir ekki nema 2/3 hluta örorku- bótana. Ekki er þeim sent bréf til að láta þá vita að þeir þurfi endur- mat og tekur það á annan mánuð að fá þetta leiðrétt ef gleymst hef- ur að skila endurmatinu inn. Finnst mér illa að þessum málum staðið. Þá finnst mér furðulegt að á sama tíma og ríkisvaldið stendur í vegi fyrir því að Krísuvíkursamtök- in hefji rekstur meðferðarstofnunar er opin flóðgátt fyrir eiturlyf á Keflavíkurfiugvelli og virðist lítið gert til að loka fyrir þann innflutn- ing.“ Eurocard Ellilífeyrisþegi hringdi: „Ég nota Eurocard mikið og kemur það sér vel fyrir mig því það er vont að vera með mikið af peningum heima eða bera á sér mikið af peningum. En mér finnst óþægilegt að þurfa að borga af kortinu annan hvers mánuðar þar sem ellilífeyririnn kemur ekki fyrr en tíunda hvers mánaðar. Væri ekki hægt að samræma þetta?“ Er ekki hægt að segja RÚVupp? Borgari hringdi: „Eg er að fara til útlanda í stutta ferð og hef sagt upp blöðum, Stöð 2 og fleiru þann tíma og gekk það greiðlega. Þegar ég ætlaði hins vegar að segja upp Ríkissjónvarp- inu var mér sagt að það yrði að segja upp í minnst þijá mánuði. Rökin sem færð voru fyrir þessu voru vægast sagt hæpin og fólust í því að þjónustu Ríkissjónvapsins var líkt við_ þjónustu rafmagns- og hitaveitu. Ég leyfi mér að efast um að Ríkissjónvarpið fari að lögum hvað þetta varðar, í það minnsta finnst mér mjög ósanngjarnt að þurfa að borga af sjónvarpinu þeg- ar ég hef engin not af því.“ Veiðistöng Veiðistöng fannst á Þingvöllum 10. júní og var hún í vínrauðum poka merktum „Inga“. Upplýsing- ar í síma 623560 fyrir hádegi eða síma 72960 eftir hádegi. Handtaska Lítil svört handtaska með seðla- veski, snyrtibuddu og húslyklum varð eftir í jeppa í Lækjargötu fyr- ir skömmu. Vinsamlegast skilið til Óskilamunadeildar lögreglunnar eða hringið í síma 656363. Fundar- laun. Veski Rauðbrúnt Iðanðarbankaveski tapðist fyrir nokkru á leið frá Borg- arskrifstofunni í Seðlabankann. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 672827. Hundur Svartur puddle-hundur hefur verið á flækingi við Brekkutún í Kópavogi að undanförnu. Eigandi hans er beðinn að hringja í síma 42783. Staðgreiðsla skatta Skattgreiðandi hringdi: „Það er aðeins einn staður þar sem hægt er að inna staðgreiðslu skatta af hendi hér í borginni og það er Gjaldheimtan við Tryggva- götu. Þarna er mikil bílastæðaekla og jafnan löng biðröð þá daga sem frestur til að skila staðgreiðslu rennur út. Þetta leiðir að sjálfsögðu til verri skila þar sem menn, sem hafa kannski mikið að gera, veigra sér við að eyða tíma í þetta. Auk þess leiðir þetta til mikils kostnað- ar fyrir launagreiðendur almennt því þetta er snúningasamt og tekur mikinn tíma. Ég vil því setja fram tillögu sem leysa myndi þetta vandamál. Einf- alt væri að senda gíróseðla með staðgreiðslueyðublaði og væri þá hægt að greiða skattinn í öllum bönkum og pósthúsum. Yrði þetta til mikils hagræðis fyrir alla aðila." Hjól Svart kvenhjól með gulu barna- sæti var tekið við Klapparstíg 13. maí og sást til eldri manns leiða hjólið burt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar hjólið er niður komið vinsamlegast hringi í síma 621015. Víkverji skrifar Víkveiji er ekki talhlýðnari en hver annar. Engu að síður drakk hann ekki mjólkurdropa né lét annan mjólkurmat um munn fara í þijá sólarhringa. Þá lagði hann farskjóta sínum í tvo daga og gekk, eins og Valgeir á B-daginn sæla. Þannig fór hann að tilmælum Mundanna, sem leiða samtök lauh- þega í landinu inn í morgundaginn. Eftir á — og þá fyrst — fór Víkveiji að velta vöngum yfir tal- hlýðni sinni. Betra er seint en aldr- ei. Það varð svo tilefni þess að hann fór að leika sér að nöfnum oddvita ASÍ og BSRB, Ásmundi og Ög- mundi. xxx Seinni hluti nafna þeirra, mund, merkir annarsvegar tími [um þær mundir] og hinsvegar hönd [að munda sverð eður staf til höggs], ef Víkveiji man og skilur réttilega. Um þær mundir munduðu Mund- arnir vopn sín — og við, talhlýðnir, gerðum hið sama. En hvers vegna tókum við boð- skapnum tveim mundum? Hvers- vegna létum við hjör mundum standa [tvíhentum sverðin]? Trúð- um við í raun og veru á mundarlog- ann, sem samkvæmt orðabók er eldur sem brennur yfir fólgnum fjársjóði? XXX Forliðir fornafna oddvita ASI og BSRB eru ekki síður forvitni- legir. Ás getur merkt goð og Ásmund- ur hönd goðsins. Var ekki Heimdall- ur einn ása? Ás getur ekki síður merkt bjálki, samanber mæniás og „að fara ufsum og ásum“, það er að vera hvikur eða ókyrr, t.d. í kjaramálum. Þá getur ás þýtt lága hæð (en hinsvegar ekki fjall) og að auki eineygða hlið á teningi, saman- ber „að fá ás og daus“ = illa út- reið. Það kemur stundum fyrir þeg- ar menn taka örðugan ás um öxl, það er ætla sér ekki af. Þá er Ögmundarnafnið ekki síður merkilegt. Forliðurinn ög tengist trúlega orðunum agi og ógn, sam- anber Egill, Agnar og Ögn. Orða- bók gefur þá skýringu á nafninu Ögmundur, að það merki „vernd í ófriði" — og veitir ekki af í mjólk- ur- og benzínstríðum. Að þessum nafnaskýringum fengnum var máske engin furða þótt Víkveiji færi ufsum og ásum og mundandi sverð gegn mjólk, benzíni og stjórnvöldum, ásamt fleiri talhlýðnum. Samt er illt i efni ef niðurstaðan verður „ás og daus“. XXX Vonandi vísar mundarloginn okkur mörlöndum á þann fjár- sjóð, sem við grófum fyrir margt löngu í jörð (en höfum gleymt hvar), sum sé þann, að eyða ekki, hvorki sem þjóð né einstaklingar, um efni fram. Við verðum að virða þann veruleika, að það er ekki hægt að sjóða — og því síður snæða — þann fisk, sem enn er óveiddur í sjó (þó selja megi’ann að sögn). Þessvegna höfum við á stundum í tímans rás þurft að Iúta að munda- grösum [fjörugrösum]. Um síðustu helgi ók Víkveiji úr Laxárdal yfir Kjósárskarð og Mosfellsheiði tii Reykjavíkur. Þetta var á ellefta degi júnímánaðar. Vetur konungur hélt enn velli á háheiðinni, fannir víða og fjöll hvít. Gróðurríkið var engu að síður að vakna til nýs lífs og síðbúins vors, grösin, lyngið og harðgerðustu blómin. Lambær vóru mættar á sinn stað, beggja megin akbrautár, og nöguðu nýgræðinginn. Allt var sem oftast áður, utan það að sunnanvindar þíðir vóru seint á ferð. Og þó. Nýung blasti við: svartir plastpokar með nokkuð jöfnu millibili, fullir af alls konar rusli. Ungmenni höfðu gengið ná- grennið og hreinsað. Fylltir pokar biðu burtflutnings. Vera má að skammdegisklakkinn hylji enn einhveijar stjórnsýsluhæð- ir, eins og moldóttir skaflarnir há- heiði Mosfells. Þessi gjörningur, sem ungmennin stóðu að, að hreinsa og fegra umhverfi sitt, fær- ir okkur samt sem áður heim sann- inn um, að það er ennþá vors von í samfélagi okkar. Það þarf hinsvegar að fjarlægja svörtu pokana — frá vegum og af ofstjórnarásum. XXX 1* gær birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðrún Sverrisdóttur, hjúkrunarfræðing. Víkveiji hefur verið spurður hverra manna grein- arhöfundur sé. Guðrún Sverrisdóttir er dóttir Ernu Einarsdóttur og Sverris Kristjánssonar, sagnfræð- ings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.